Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÓRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar 5ölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Sigur og tap Úrslit alþingiskosninganna síðastliðinn laugardag komu fáum á óvart, enda höfðu skoðanakannanir gef- ið góðar vísbendingar um hver þau yrðu. Sjálfstæðis- flokkurinn, með Davíð Oddsson í fararbroddi, er ótví- ræður sigurvegari kosninganna. Fylgi flokksins hefur ekki verið meira í aldarfjórðung. Árangur sjálfstæðis- manna er óvenjuglæsilegur, ekki síst þegar haft er í huga að þeir hafa farið með forystu í ríkisstjórn síð- ustu átta ár. Samfylkingin fór mikinn í kosningabaráttunni og í upphafi voru frambjóðendur hennar bjartsýnir og höfðu uppi stór orð um hið nýja pólitíska afl sem stæði jafnfætis Sjálfstæðisflokknum. Eftir því sem leið á kosningabaráttuna og fjáraustur í auglýsingar var aukinn, snerist bjartsýnin í vonleysi og margir fram- bjóðendur Samfylkingarinnar, sem ganga með for- ingjadrauma í maganum, höfðu hægt um sig og létu sig nær hverfa úr sviðsljósinu. En að sama skapi sem Sjáifstæðisflokkurinn stendur uppi með sigur í höndum beið Samfylkingin afhroð. Fylgi þessa kosningabandalags fjögurra vinstri flokka er langt fyrir neðan það sem forystumenn þess geta talið ásættanlegt. Skiptir engu hvaða rökum Margrét Frímannsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir eða Sighvatur Björgvinsson beita, þá er pólitískt áfaíl Samfylkingar- innar svo mikið og alvarlegt að það hlýtm- að hafa veruleg áhrif á framtíð kosningabandalagsins. Það er einnig augljóst að tími Margrétar Frímannsdóttur sem talsmanns bandalagsins verður skemmri en annars hefði orðið. Það er einnig liklegt að pólitískt afl Jó- hönnu Sigurðardóttur verði minna á komandi mánuð- um eftir háðulega útreið Samfylkingarinnar í Reykja- vík. Sighvatur Björgvinsson hefur engan þann styrk til að leiða vinstrimenn í tilraun þeirra til sameiningar. Samfylkingin stendur lömuð eftir kosningarnar og enginn leiðtogi er í sjónmáli - leiðtogi sem getur byggt upp samstæðan stjórnmálaflokk í harðri stjómarand- stöðu við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, en ekkert bendir til annars en þessir flokkar haldi áfram samstarfi. Framsóknarflokkurinn varð fyrir áfalli í kosningun- um, þó sögulega megi flokkurinn sæmilega vel við una. Síðustu vikur kosningabaráttunnar reyndust framsóknarmönnum góðar, enda á brattann að sækja. Á sama tíma og samfylkingarsinnar þurfa að sleikja sárin getur Steingrímur J. Sigfússon haldið mikla sig- urhátíð. Útkoma Vinstrihreyfmgarinnar - græns fram- boðs er mikill persónulegur sigur fyrir Steingrím J. Sigfússon og þá pólitík sem hann og félagar hans standa fyrir. Ólíkt hafast þau að Margrét Frímanns- dóttir og Steingrímur, gamlir andstæðingar úr Alþýðu- bandalaginu. Annar einstaklingur vann góðan persónulegan sig- ur. Guðjón A. Kristjánsson tryggði Frjálslynda flokkn- um tvo þingmenn með góðri kosningu á Vestfjörðum. Þar með er Sverrir Hermannsson aftur orðinn þing- maður. Skilaboðin úr kosningunum eru hins vegar skýr. Stjórnarflokkarnir halda velli og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki staðið styrkari fótum í aldarfjórðung. Kjós- endur höfnuðu gylliboðum Samfylkingarinnar en völdu stöðugleika stjórnarflokkanna. Næstu fjögur ár geta orðið okkur íslendingum gjöful sé rétt á málum haldið - verkefnin eru næg. Óli Björn Kárason Eftir seinni heimsstyrjöld hafa Bandaríkin að eigin frumkvæði gegnt hlutverki alheimslögreglu og látið til sín taka um víða ver- öld. Um langt skeið hygluðu þau og viðhéldu illræmdum einræðis- stjómum í Evrópu, Afríku, Asíu og Rómönsku Amríku í þeim yfir- lýsta tilgangi að hamla gegn út- breiðslu heimskommúnismans. Sú viðleitni bar yfirleitt hörmulegan árangur og leiddi af sér ómælda sóun á mannslífum og fjármunum, en heimsveldi kommúnismans rotnaði innanfrá og hrundi af sjálfú sér án umtalsverðra mann- fórna. Vopnavald er sárasjaldan til þess fallið að brjóta á bak aftur hugmyndakerfi eða trúarbrögð á borð við kommúnismann, þó það lánaðist að visu í seinni heims- styrjöld í átökunum við fasis- mann. Dauðadómar í Bandaríkjunum Að hætti trúboða á öllum öldum telja Bandaríkjamenn sig til þess kjöma að boða heimsbyggðinni hinn endanlega sannleik réttlætis, mannhelgi, lýðræðis og bræðra- lags, þó engin þjóð leggi jafnmikið til vopnaframleiðslu og vopnasölu Vesturheimsk hræsni Nú er svo komið að 67 ríki í heiminum hafa afnumið dauðadóma með öllu, en 90 ríki halda enn fast við þá frumstæðu og forneskjulegu hefð að myrða þegna sína í hefndarskyni, mörg þeirra með opinberum aftökum, segir m.a. í grein Sigurðar. vora 74 einstaklingar liflátnir í 16 fylkjum á sama tíma og ríflega 3.300 fangar biðu líf- láts. Dauðadómar aflagðir í Evrópu Þessar tölur eru ógnvekjandi með hlið- sjón af því að dauða- dómar hafa verið aflagðir í Kanada og nálega öllum ríkjum Evrópu, enda er af- nám dauðadóma eitt að skilyrðum fyrir að- ild að Evrópuráðinu. í desember 1998 af- námu Litháen og Búlgaría dauðadóma, „Fyrír löngu hefur veríð sýnt frammá með rannsóknum og óyggjandi tölum að dauðadömar draga ekki úrglæpum, nema síð- ur sé, enda eru sjálf Bandaríkin skóladæmi um að aftökur brota- manna draga síður en svo úr landlægum glæpafaraldri.u Kjallarmn Sigurður A. Magnússon rithöfundur til ríkja um gervalla heimskringl- una. Bandaríkjamenn telja sig þess umkomna að segja öðrum þjóðum til syndanna í stóru og smáu og láta sig ekki muna um að segja Sameinuðu þjóðunum fyrir verkum þegar þurfa þykir, þó þeir hafi árum saman svikist um að greiða tilskilið árgjald til samtak- anna og þannig haldið þeim í úlfa- kreppu og hamlað áríðandi starf- semi þeirra. Meðal þess sem Bandarikjamenn hafa verið háværir um eru mann- réttindabrot víða um lönd og þá ekki síst dauðadómar og aftökur i ríkjum einsog írak, íran og Kína. Hitt er ekki haft í hámælum að Bandaríkjamenn eru meðal þeirra þjóða sem stórtækastar eru í aftök- um brotamanna. Dauðarefsingar eru leyfðar í 38 fylkjum Bandaríkj- anna. Síðan dauðarefsingar voru teknar upp að nýju árið 1977 hafa 464 einstaklingar verið teknir af lífi í Bandaríkjunum. í trássi við alþjóðalög leyfa 24 fylki aftökur ungra brotamanna, það er að segja unglinga sem dæmdir hafa verið fyrir glæpi framda undir 18 ára aldri. Síðan 1990 hafa 10 einstaklingar verið líf- látnir fyrir brot sem þeir fförndu undfr 18 ára aldri. Jafnframt eru leyfðar aftökur á geðfótluðu fólki sem er skýlaust brot á alþjóðleg- um mannréttindasáttmálum. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs voru 32 einstaklingar teknir af lífi í Bandaríkjunum, en á síðasta ári og búist er við að Ukraína og fleiri ríki Austur-Evrópu feti í fótspor þeirra. Nú er svo komið að 67 ríki í heiminum hafa afnumið dauða- dóma með öllu, 14 ríki hafa afnumið þá fyrir venjuleg afbrot og 24 ríki framfylgja ekki uppkveðnum dauðadómum. Hins- vegar halda 90 ríki enn fast við þá frum- stæðu og forneskju- legu hefð að myrða þegna sína í hefndar- skyni, mörg þeirra með opinberum af- tökum. Fyrir löngu hefur verið sýnt frammá með rannsóknum og óyggjandi tölum að dauðadómar draga ekki úr glæpum, nema síður sé, enda eru sjálf Bandaríkin skóladæmi um að aftökur brotamanna draga síður en svo úr landlægum glæpafaraldri. Annað átakanlegt dæmi um vestur- heimsku hræsnina er að Bandaríkin eru eitt örfárra rikja sem neitað hafa að skrifa undir sáttmál- ann um bann við jarðsprengjum, sem eru meðal skelfilegustu ógnvalda við líf og limi saklausra borgara á stórum svæðum heimsins. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Landbúnaður í öngslræti „íslenskur landbúnaður er í öngstræti og ratar ekki út úr því. Þeir sem vísa þar til vegar eiga bara gömul kort af heimi sem ekki er lengur til. Þessi heimur - sem var - kallaði á nauðsyn þess að hið op- inbera kæmi bændum til aðstoðar og skipulegði fcd. ræktun túna, heilbrigðiseftirlit, flutninga, úrvinnslu og afurðasölu. Jafnframt tryggðu yfirvöld bændum lágmarksverð fyrir afurðir og í landinu var aðeins eitt verð fyrir hverja tegund framleiðsluvara í smá- söluverslunum. Þessi tími er liðinn. Engin þörf er lengur á að hið opinbera hafi afskipti af málum bænda. Með meiri menntun, bættum samgöngum og betri tækni við framleiöslu geta bændur séð um alla hluti sjálfir." Kjartan Eggertsson í Degi 7. maí. Til trafala í kosningabaráttu „í þeim flokksbrotum sem standa að Fylkingunni eru þaulreyndir stjómmálamenn. Hvers vegna mistókst þeim svo hrapallega í kosningabaráttunni sem raun ber vitni? Stefna Fylkingarinnar í utanrík- is- og umhverfisskattamálum hefur veriö henni til mikils trafala í kosningabaráttunni. Einn maður hef- ur sennilega haft meiri áhrif á mótun stefnu Fylk- ingarinnar í þessum málaflokkum en nokkur annar. Hann er fyrrverandi umhverfisráðherra og núver- andi fulltrúi Fylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis. Hann hefur jafnvel gert Fylkingunni þann óleik að fara af stað með allt aðrar skoðanir á aðild íslands að ESB en hann hafði sjálfúr forgöngu um að móta innan Fylkingarinnar! Til þess fékk hann lið- sinni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur." Úr Vef-Þjóðviljanum 6. maí. Kvikmyndatitlar á íslensku „Þegar litið er yfir íslensku bíóauglýsingaraar þessa dagana má sjá að einstaka myndir eru auglýst- ar með íslensku heiti þeirra smáletruðu. Þetta ber auðvitað að þakka en virðist gert svona meira til málamynda. Bókarheiti, heiti kvikmyndar, tónverks og hugverka almennt gefur venjulega vísbendingu um innihaldið. Þannig er galdur tungumála að aldrei er hægt að þýða nákvæmlega allt frá einni tungu yfir á aðra. En innihaldinu, meiningunni, er alltaf hægt að koma til skila ef menn vilja svo við hafa... Hvemig ætli nýir og gamlir geimvinir verði kynntir nýrri kynslóð? íslenskan er auðugt mál, ver- um ófeimin við að nota hana.“ Kristinn Pétursson í Mbl. 7. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.