Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 Fréttir Davíð Oddsson, Sjálfstæðisflokki, og Margrét Frímannsdóttir, Samfylking- unni, takast í hendur eftir að fyrstu tölur lágu fyrir. DV-mynd GVA Mikil gleði ríkti á Broadway eftir að gott gengi Sjálfstæðisflokksins í kosningunum var orðið Ijóst. Hjónin Astríður Thorarensen og Davíð Oddsson og Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason ræðast hér við. DV-mynd GVA Davíö Oddsson ánægöur með gengi Sjálfstæöisflokksins: Brotlending Samfylkingar Gámur er ódýr lausn á hverskyns geymsluvandamálum, hvort sem þú ert flutningabílstjóri, verktaki, fiskverkandi eða bóndi. Með því að fella gám að umhverfinu getur hann hentað sem geymsla við sumarbústaði eða golfvelli og á fleiri stöðum. Hjá Hafnarbakka færðu margar gerðir af gámum. Við seljum eða leigjum, notaða eða nýja stálgáma, frystigáma, hálfgáma, einangraða gáma ogfl. * ^HAFNARBAKKI Hafnarbakki hf. Suðurhöfninni Hafnarfirði Simi 565 2733 Fax 565 2735 - erum komin til að vera, sagöi Margrét Frímannsdóttir Forystumenn stjórnmálaflokk- anna stóðu spenntir fyrir framan sjónvarpsskjá í förðunarherbergi Stöðvar 2 og fylgdust með fyrstu tölum. Sjálfstæðisflokkurinn stóð upp úr. Þeir gengu síðan saman sem ein heild inn í sjónvarpssal og svöruðu spurningum í beinni út- sendingu. Davíð Oddsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins og forsæt- isráðherra, sagði m.a. að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefði klúðrað þessu fyrir Samfylk- ingunni þar sem hún hefði rekið fatlaða úr vinnu og verið að þvæl- ast til Japans. Á meðan var verið að farða Ingibjörgu Sólrúnu í förð- unarherberginu. „Þetta eru góðar tölur fyrir Sjálfstæðisflokkinn," sagði Davíð þegar komið var út úr salnum. „Við erum að fá mjög góða kosn- ingu, eiginlega þá allra bestu sem við höfum nokkru sinni fengið.“ Aðspurður um gengi Samfylking- arinnar sagði Davíð: „Þeir náttúr- lega brotlenda í þessum kosning- um.“ Margrét Frímannsdóttir, Sam- fylkingunni, sagðist hafa viljað sjá fyrstu tölur gefa meira fylgi. „Sam- fylkmgin er stórt stjórnmálaafl sem er komið til að vera.“ Kjartan Jónsson, Húmanista- flokki, sagði að fyrstu tölur væru staðfesting á þvi sem skoðana- kannanir hefðu bent til. „Við þurf- um að vinna töluvert mikla vinnu til að brjótast út úr þeim múr sem þarf til að teljast marktækur val- kostur fyrir kjósendur. Við mun- um halda okkar striki." Sverrir Hermannsson, Frjáls- lynda flokknum, sagði að fyrstu tölur kæmu ekkert á óvart. Þó vantaði tölur frá einu kjördæmi. „Þær.valda vonbrigðum að vísu en allarskoðanakannanir höfðu hald- ið okkur enn lægra en þetta. Við ermn að hefja starf sem sjálfstæður flokkur og munum leggj- ast þyngra á árarnar. Það er ekkert útséö um að við fáum ekki þingmann því enn eru Vestfirðir eftir.“ Svanhildur Kaaber, Vinstr ihr eyfingunni grænu framboði, sagði að ekki væri hægt að segja annað en fyrstu tölur væru' feikilega ánægju- legar. „Það er ákveðinn léttir að fá sönnun fyrir því að það sem við höfum verið að gera er gott og fellur í mjög góðan jarð- veg. Eins og málin standa núna erum við með sex menn inni.“ Stj órnmálamennirnir hurfu hver á eftir öðrum út úr húsi. Davíð Odds- son, formaður Sjálfstæð- isflokksins og forsætis- ráðherra, gekk að bíl sín- um. Haldið var á Broad- way þar sem stuðnings- menn Sjálfstæðisflokks- ins klöppuðu þegar for- maðurinn gekk inn ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Thorarensen. Suðræn lög hljómuðu á skemmtistaðnum. For- maðurinn gekk upp á svið og þakkaði öllum þeim sem unnið höfðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir þessar kosningar. „Okkar hagur á enn eftir að batna síðar i kvöld," sagði hann. -SJ Hér kveðjast Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki, og Margrét Frímannsdóttir, Sam- fylkingunni, að lokinni beinni útsendingu í Sjónvarpssal þar sem talsmenn flokkanna komu saman. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.