Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 20
ööömaí/1.. if>i:j{>AuiJií/ii/. MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 20 Fréttir Bæta við sig manni a Reykjanesi „Við ræðum það ekki í kvöld,“ sagði Árni M. Mathiesen, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjaneskjör- dæmi, þegar hann var spurður hvort hann gerði kröfu til þess að fá ráðherrastól á næsta kjörtímabili. Hann var að vonum ánægður þegar tölur gáfu til kynna að sjáifstæðis- menn hlytu 7 þingmenn í kjördæm- inu en hann hefur fyrir 5 menn. „Það er erfítt að segja til um uppbót- arþingmennina svona snemma næt- ur en prósentutalan er mjög góð. Við höfum verið að stefna að því að Þorgerður Gunnarsdóttir Ijómar af hamingju á kosningahátíðinni. fá sex þingmenn þannig að við erum hörkuánægð með þetta,“ sagði Ámi. Hverju ber aó þakka þennan ár- angur? „í fyrsta lagi góðri forystu flokks- ins í landsmálum og í öðm lagi held ég að við höfum fengið mjög góðan lista út úr prófkjörinu," segir hann. Auk þess hefur baráttan gengið mjög vel hjá okkur og hefur verið vel rekin og svo hefur flokkurinn verið að sækja í sig veðrið í sveitar- félögunum hér í kjördæminu og það er mjög góður grannur að byggja á,“ sagði Ámi. Þegar fyrstu tölur vora birtar hafði flokkurinn 5 menn í kjördæm- inu, næst 7 og það sem eftir lifði nætur hafði hann 6 þingmenn. Sjötti maður á lista flokksins er þingmaðurinn Ámi R. Ámason. Þorgerður Gunnarsdóttir, sem er í fjórða sæti Sjálfstæðisflokksins, sagði eðlilegt að kjördæmið gerði kröfu um ráðherrasæti. „Það væri óeðlilegt ef við myndum ekki gera kröfu um ráðherrasæti í kjördæm- inu. Það er hins vegar erfitt að segja til um það á svona stundu en ég legg persónulega gríðarlega áherslu á það að við fáum ráðherrasæti,“ sagði Þorgerður. -hb Stærðir 75-90 Skálastærðir B-C-D-E-F-G Laugavegi 40 sími 551 3577 Árni M. Mathiesen fagnar með eiginkonu og stuðningsmanni á kosningahátíð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í gærkvöld. DV-mynd Teitur Halldór raðar í ráðherrastóla - segir Siv Friðleifsdóttir „Við höfum ekki síðan Reykjanes- kjördæmi var myndað, eða í 40 ár, náð því að halda tveimur þingmönn- um inni tvö kjörtímabii í röð þannig au pau ef Sága tll nScSta uSSjar ög ég ætla að vona að nóttin sýni það,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjanes- kjördæmi, í gærkvöld. Framsóknar- flokknum tókst að halda báðum þingmönnum sínum í kjördæminu. „Þetta er góð kosning. Við unnum héma stórsigur síðast en þetta er að- eins fyrir neðan það. Miðað við stöðu flokksins í heild getum við verið mjög ánægð héma á Reykja- nesi. Ég vil þakka framsóknarfólki og öllum stuðningsmönnmn og þeim sem hafa unnið baki brotnu við að gera þetta að veruleika. Ég hef fund- ið mjög mikinn velvilja, sérstaklega hjá ungu fólki og konum,“ sagði Siv. Hún telur að sama stjómarmynstur verði áfram að loknum kosningum og að niðurstaðan sé sú að fólk vildi áframhaldandi stjórnarmynstur. En hvaö með ráöherrasœti á Reykjanesi? „Ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir fólkið að kjördæmið; sem er hið næststærsta, taki á sig meiri ábyrgð. En það er Halldórs Ásgríms- sonar að raða niður ráðherrastólum og það verður að koma í ljós hvern- ig hann gerir það,“ sagði Siv. „Við sem komum ný inn síðast höf- um verið mjög dugleg. Við höfum til- einkað okkur ákveðin málefni, sem við höfum náð að skila áfram, og góða kosningabaráttu," sagði Hjálmar Árnason, í öðra sæti framsóknar- manna, þegar hann var spurður hverju það væri að þakka að flokkur- inn héldi báðum mönnum sínum inni. Hann sagði líklegast að núverandi stjómarflokkar héldu áfram að starfa saman. „Við sögðum fyrir kosning- amar að ef Framsóknarflokkurinn gyldi afhroð væri eðlilegt að hann drægi sig til hlés. Ég hygg hins vegar að þá sé komin upp mjög erfið staða í íslenskum stjómmálum sem kynni að hafa ill áhrif á efnahagsmálin," sagði Hjálmar sem var, líkt og Kristín Hall- dórsdóttir, til skiptis inni og úti sem þingmaður allt kvöldið. -hb KRONUR KRÓNUR KRÓNUR KHONUR NÓATÚN 17 TOPPMERICI A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.