Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 21 Fréttir Guðmundur Árni Stefánsson stappar stáli í stuðningsmenn Samfylkingarinnar í gærkvöld. Á meðan ræðir Margrét við aðra foringja í sjónvarpsviðtali. DV-myndir Teitur Náðum ekki félags- hyggjuöflunum saman - segir Rannveig Guðmundsdóttir „Ég hefði gjarnan viljað sjá að við færum yfir 30 prósent, það var það sem við vorum með væntingar um,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir, efsti maður á lista Samfylkingarinnar á Reykjanesi, í gærkvöld á kosningahá- tið Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Hins vegar megum við ekki gleyma því að Samfylkingin er í annarri stöðu heldur en aðrir flokkar. Hún er glænýtt afl sem á eftir að festa sig í sessi og markmið okkar var að búa til eina sterka stjómmálahreyfingu sem I fyllingu tímans geti tekist á við Sjálfstæðisflokkinn. En við náðum ekki öllum félagshyggjuöflunum sam- an, það var myndaður flokkur til vinstri. Það breytti þeirri stöðu sem við byrjuðum með og það hefur auð- vitað áhrif á útkomu Samfylkingar- innar," sagði Rannveig. Hún sagði að ljóst væri að í næstu kosningum myndi Samfylkingin koma tvíefld. „Það hafa verið gerðar þær kröfur til Samfylkingarinnar að hún verði sams konar flokkur og t.d. Sjálfstæð- isflokkurinn - gróinn flokkur með gífurlegt skipulag og auðvitað eram við það ekki. En við erum frjótt afl og sterkt," sagði hún. -hb Ágúst Einarsson datt út: Vonbrigði „Þetta gat farið á þann veginn," sagði Ágúst Einarsson, 5. maður á lista Samfylkingarinnar í Reykja- neskjördæmi, eftir fyrstu tölur sem sýndu að hún hlyti flóra þingmenn. „Meginniðurstaðan er nú samt að við erum orðin næststærsta stjórn- málaaflið. Þetta þýðir það að við eig- um að búa til úr þessari hreyfingu flokk og gera það strax í haust. Síð- an eftir næstu kosningar, sem verða ekki seinna en árið 2003, er það mitt mat að við munum leiða þá stjóm sem þá tekur við völdurn," sagði Ágúst. En eru það vonbrigði að ná ekki þingsœti? „Það er það alltaf. Auðvitað fer maður í kosningu til að vinna. Við höfðum þær reglur í prófkjöri að ég færðist niður í það sæti og það eru þingmenn og færðust upp fyrir mig. vitað fyrir fram að þetta yrði harður góðar konur sem eru orðnar þama Ég er ánægður með það en það var slagur fyrir mig,“ sagði Ágúst. -hb að na ekki þingsæti Ágúst Einarsson ræðir við stuðningsmann á kosningahátíð Samfylkingar- innar í gær. Rýmingarsala hjá GJ Fossberg Vikuna 10.-14. maí 1999 50%-75% afsláttur! Einstakt tækifæri Handverkfæri, renniverkfæri, mælitæki, slípivörur, hreinsivélar fyrir frárennsli, snittverkfæri, fræsiverkfæri o.fl. o.fl.Ath. haldin í sýningarsal GJ Fossberg, Skúlagötu 63 (við hliðina á búðinni, sérinngangur). Opið 8-12 og 13-18. Traustur, alvöru, upphækkanlegur, 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU verði Hátt og lágt drif- byggður á grind Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu Sjálfskipting kostar 150.000 KR. ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn í rúðum og speglum • • styrktarbita i hurðum • • samlitaða stuðara • $ SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is 1.830.000 kr. JLX SE 5d. Fœrðu einhvers staðar meira fyrir þetta verð? S. 511 4747 AGMARKSVERÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.