Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 25
lAM. .01- /1UOAOUI4AI/. MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 t 37 Fréttir Gunnar Ingl Gunnarsson. Gunnar Ingi Gunnarsson: Trúðum á Vestfirði „Við höfðum alla tíð trú á því að það færi maður inn á Vestfjöröum þannig að þetta kom okkur ekki á óvart,“ sagði Gunnar Ingi Gunnars- son sem skipaði annað sætið á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík. Gunnar sagði að umtal um Frjálslynda flokkinn í kosningabar- áttunni hefði oröið honum dýr- keypt, hann kallaður vonlaust framboð og frambjóðendur hans pólitískir vandræðamenn. Kosn- ingabaráttan hefði því verið flokkn- um erfið á margan hátt. -SÁ Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins: Bundum miklar vonir við Vestfirði Gríðcurleg fagnaðarlæti brutust út á kosninga- vöku Frjálslynda flokks- ins þegar tölur úr Vest- fjarðakjördæmi birtust og ljóst var að Guðjón A. Kristjánsson, frambjóð- andi flokksins á Vest- fjörðum, hafði hlotið sterka kosningu á þing. „Við bundum alltaf vonir við Vestfirði en hegðunin gagnvart okk- ur hefur verið dálítið groddaleg. í gær auglýsti Dagblaðið í gríð og erg að Frjálslyndi flokkur- inn fengi engan þing- mann og hamaðist við að telja fólki trú um það að öll atkvæði okkur greidd féllu dauð niður. Þetta var okkur erfiðast. En miðað við spár er þetta miklu betri útkoma," Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins. Orðinn þingmaður á ný. DV-mynd S sagði Sverrir Hermanns- son, formaður flokksins, í samtali við DV á kosn- < ingavöku flokksins. Ár- angur Frjálslynda flokksins á Vestfjörðum er mikil tíðindi, ekki síst vegna þess að Guð- jón A. Kristjánsson tek- ur Sverri Hermannsson, efsta mann flokksins í Reykjavík, með sér á þing, þannig að Sverrir er á ný orðinn alþingis- maður. Sverrir sagði í samtali við DV að árangur flokksins í öðrum kjör- dæmum ylli vonbrigð- um. Hins vegar væru skilaboðin frá Vestfirð- ingum skýr og þau hlytu að herða á því að breyt- ingar yrðu gerðar á kvótakerfinu. -SÁ Valdimar Jóhannesson, Frjálslynda flokknum: „Hinn gegndarlausi áróður DV um að Frjálslyndi flokkurinn hefði engan mann inni hefur örugglega skaðað okkur stór- kostlega," sagði Valdimar Jóhannesson, efsti maður á lista Frjálslynda flokksins í Reykjaneskjördæmi, í samtali við DV á kosningavöku flokksins, og átti þar við út- varpsauglýsingar um síðustu skoðana- könnun DV. Valdimar talaði um leynifylgi Fijáls- lynda flokksins í samtali viö Bylgjuna á kosningadaginn. DV spurði hann um þetta fylgi og hvert það hefði farið í ljósi gengis flokksins annars staðar en á Vestfjörðum. „Leynifylgið hvarf, það var eyðilagt fyr- ir okkur. Við misstum mjög mikið fylgi við þennan áróður DV. Um það er ég sann- færður," sagði Valdimar Jóhannesson. -SÁ Valdlmar Jóhannesson, efsti maður á lista Frjálslynda flokksins í Reykjaneskjör- dæmi. DV eyðilagði leynifylgið SUMAR Með hverjum notuðu bíl á sumartilboði . fylgir geislaspilarif á notuðum bílum' með alvöru afslætti . i, Þu kemur og semur Opið virka daga kl. 9-18 og laugar&aga kl. 1 BILAHUSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bilheima) Sævarhöfða 2 -112 Reykjavik Símar: 525 8096 - 525 8020 • Simbréf 587 7605 • Tölvupóstur gusi@ih.is u- A. @ BOSCH © BOSCH BOSCH BOSCH Garðyrkjusumar í hjarta borgarinnar pBOSCH 6.630,- ©BOSCH BOSCH Dreytarar 16.433 BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.