Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 10. MAÍ1999 Appelsínuhúð? Þarf ekki að vera vandamál! Body buffing/contouring jurtakrem. Sérstaklega ætlað fyrir ójafna húð (cellolite). Frí heimsending. Póstkr./Visa/Euro. S. 562 2123/861 4577 Fréttir_______________________________________pv Eigendur félagsíbúða kreQast frelsis í sölu: Gert að selja undir raunverði Jarðvegsþjöppur Allar stærðir, bensín eða dísil. Einnig „hopparar" - húsnæðisnefnd segir menn ekki geta bæði átt kökuna og étið hana Hópur fólks sem á húsnæði í fé- lagslega kerfinu hyggst knýja á um að forkaupsréttur Reykjavikurborg- ar að íbúðum verði verulega stytt- ur. Hópurinn segir í eins konar keðjubréfi, áskorun um samstöðu, sem berst á milli fólks sem býr í fé- lagslegum eignaríbúðum í Reykja- vík, að mikið óréttlæti ríki við sölu þessara íbúða. Þar er reyndar talað um að borgin hafi 30 ára forkaups- rétt að íbúðunum, og 10 ára kaup- skyldu. Hvort tveggja er í raun rangt, borgaryfirvöld samþykktu 18. febrúar síðastliöinn að lækka for- kaupsmörkin í 25 ár. Auk þess er kaupskyldan 10 og 15 ár eftir því hvenær kaupin voru gerð. „Fólk sem hefur fengið félagsleg- ar eignaríbúðir á þeim skilmálum sem þeim hafa fylgt í gegnum tíðina hefur náttúrlega búiö við mjög hag- stæðan og öruggan húsnæðiskost. Fólk getur náttúrlega ekki gert hvort tveggja, búið afar hagstætt og hagnast síðan á eigninni sem fólk- inu hefur verið látin í té. Spurning- in verður alltaf hvar sanngirnin er og hver hún er. Annars vil ég ekki tjá mig mikið um þessa undir- skriftasöfnun," sagði Arnaldur Mar Bjamason, framkvæmdastjóri Hús- næðisnefndar Reykjavíkur. í bréfi fyrmefnds umbrotahóps er talað um mikið óréttlæti og fólk hvatt til að selja ekki íbúðir sínar fyrr en borgaryfirvöld hafa fallið frá forkaupsrétti sínum. „í 20 ár eftir að kaupskyldu lýkur getur Reykjavík- urborg keypt af íbúðareigendum í félagslega kerfmu á verði sem er langt undir markaðsverði, vegna óskiljanlegra reglna um afskriftir og affóll íbúðanna, reglna sem ekki eiga sér neina hliðstæðu í lögum og eru sennilega brot á stjórnarskrá," segir í áskorunarlista sem senda á borgarstjóm Reykjavíkur. Bent er á að eigendur fiskiskipa og bújarða mundu vart sætta sig við sams kon- ar reglur um forkaupsrétt sveitarfé- laga. í bréfinu segir að söluhagnað- Arnaldur M. Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. ur sem myndast við endursölu þess- ara íbúða, mismunurinn á inn- lausnarverði að frádregnum áhvílandi skuldum og kostnaði og söluverði, renni ekki til Reykjavík- • urborgar. Enn fremur að íbúum í Reykjavík sé ætlað að greiða niður tap þeirra sveitarfélaga sem sitja uppi með dýrar óseljanlegar eignir úr félagslega kerfinu. í áskoruninni segir að samkvæmt lögum um íbúðalánasjóð geti Reykjavíkurborg nú þegar fallið frá forkaupsrétti sínum og heimilað sölu allra íbúðanna á frjálsum markaði. Arnaldur M. Bjarnason tjáði DV að öllum sem uppfylltu skilyrði um 25 ára eign íbúða hafi verið skrifað og tilkynnt um þennan rétt þeirra til að selja á frjálsum markaði. Þónokkuð margir þessara íbúðar- eigenda höfðu átt íbúðimar í meira en 30 ár, en höfðu þó ekki vitjað réttar síns til að selja á frjálsum markaði. Arnaldur benti líka á að útreikningsaðferðin væri bundin í lögum og ekki ákvörðun húsnæðis- nefnda sveitarfélaga. Hæstaréttar- dómur sem gekk fyrir réttu ári síö- an staðfesti að útreikningsreglurnar væru réttar miðað við lögin. -JBP Keflavík: Sjálfsvörn og sparkbox DV, Suðurnesjum: Stúdíó Huldu í Keflavík er fyrsta líkamsræktarstöð á landinu til að kenna TAE BO sem er það nýjasta i líkamsræktinni í dag en hefur verið kennt í Bandaríkjunum um árabil og notið mikilla vinsælda. Hulda Dag- mar Lárusdóttir, sem rekur stúdíóið, segir þetta vera sambland af sjálfs- vörn, aerobic og kickbox. „Það eru engin spor notuð svo þetta er ekki flókið. Þetta krefst einbeitingar og þjálfar allan lík- amann og í staðinn fær fólk stælt- an og sterkan líkama. Þetta er fyr- ir alla aldurshópa og í Bandarík- junum er fólk á aldrinum frá 7-84 ára í þessu og allar frægustu stjörnumar þar stunda þetta með góðum árangri." -AG Ekki bara glæsileikinn, einnig velliðan, en aðalatriðið er öryggið’ Nýtt (AÁT komið út Guðlaugur Hjörleifsson og Dagný Kristjánsdóttir við steinana. DV-mynd Njörður Sólgleraugu á húsið - bílinn í tíma í TAE.BO hjá Stúdíó-Huldu í Keflavík. DV-mynd Arnheiður .EullLatlesLefnL i-L4o_hlðiðsL4umL Smásögur - krossgátur viðtöl - fræðigreinar lífsreynslusögur - skop ofl. ofl. Safnað fyrir söngferð DV.VÍk: Það era margar og ólíkar aðferð- ir notaðar þegar þarf að safna fyrir góð málefni. Þessir krakkar fóra niður í fjöruna við Vík í Mýrdal til að ná sér í fallega steina sem þeir svo seldu til fjáröflunar fyrir barna- kórinn í Vík. Hann fer í söngferða- lag til Danmerkur i sumar. Á suma steinana voru bömin búin að teikna hinar finustu myndir en aöra seldu þau eins og þeir komu fyrir í fjör- unni. -NH Lituð filma innan á gler tekur ca 2/3 af hita og 1/3 af glæru, upplitun. Við óhapp situr glerið í filmunni og því er minni hætta á að fólk skerist. Asetning meöhita -fagmenn Y/Vóf //: Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.