Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 25 Ólafur Stefánsson sést hér í landsleik. Um helgina lék hann vel á Norðurlandamótinu og skoraði 10 mörk í leikjunum tveimur. Góð útkoma - ísland lenti í öðru sæti á Norðurlandamótinuí Noregi íslenska landsliðið í handknatt- leik hafnaði í öðru sæti á opna Norðurlandamótinu sem lauk í Moss í Noregi í gær. íslenska liðið mætti Svíum í úrslitaleik mótsins og beið lægri hlut með 25 mörkum gegn 23. I hálfleik var staðan 13-10 fyrir Svía. íslenska liðið hóf leikinn illa og komst raunar aldrei í gang. Svíar voru beittari og ákveðnari á öllum sviðum. Svíar komust í 16-10 strax í upphafi síðari hálfleik. Þá vaknaði íslenska liðið til lífsins og náði að jafna, 20-20. Munaði þar mest um sterkan vamarleik. Svíar voru svo sterkari á lokasprettinum og tryggðu sér tveggja marka sigur. Mörk íslands: Ólafur Stefánsson 5, Dagur Sigurðsson 4, Valdimar Grímsson 4, Róbert Sighvatsson 3, Júlíus Jónasson 3, Gústaf Bjarnason 1, Konráð Olavsson 1, Magnús Már Þórðarson 1. Birkir Guðmundsson varði vel í síðari háifleik og þá m.a. tvö vítaköst. íslenska liðið skellti Norðmönn- um í fjörugum leik á laugardag, 22-23. í háifleik var staðan 8-12 fyr- ir ísland. íslendingar áttu lengst af frumkvæðið í leiknum en Magnús Már Þórðarson gulltryggði sigurinn með 23. markinu af línunni fimmt- án sekúndum fyrir leikslok. Norð- menn minnkuðu síðan muninn und- ir lok leiksins. Um miðjan síðari hálfleik var fs- land með þriggja marka forystu, 14-17, en Norðmenn náðu að jafna af miklu harðfylgi, 17-17. Upp frá því var leikurinn í járnum en fs- lendingar náðu tveggja marka for- ystu með marki Magnúsar Más. Ólafur Stefánsson, Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson áttu allir ágætan leik og Sebastian Alex- andersson varði vel þegar hann kom í markið. Norðmenn voru að vonum mjög óhressir með tapið því þeir voru búnir að setja mótið þannig að þeir myndu leika úrslitaleikinn. Af leik Norðmanna að dæma verða þeir að laga ýmislegt fyrir heimsmeistara- mótið í Egyptalandi. „Ég var mjög ánægður með vöm- ina en það er gott að fá ekki á sig nema 22 mörk. Sóknin var lengst af ágæt og á heildina litið var ég ánægður með leik liðsins. Magnús Már kon inn á í síðari hálfleik og stóð fyrir sínu,“ sagði Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari, í samtali við DV eftir leikinn við Norðmenn. Mörk íslands: Ólafur Stefánsson 5, Valdimar Grímsson 5/2, Bjarki Sigurðsson, Júlíus Jónason 3, Aron Kristjánsson 2, Dagur Sigurðsson 1, Rúnar Sigtryggsson 1, Magnús Már Þórðarson 1, Konráð Olavsson 1. „Ég get ekki annað en verið þokkalega sáttur með þessa niður- stöðu. Þetta var verðugt verkefni og þarna lékum við gegn tveimur þjóð- um sem leika sama vamarleik og Svisslendingar. Þetta var því mjög góður undirbúningur fyrir leikina við þá. í mótinu var ég ánægðastur með vamarleikinn gegn Norðmönn- um og í síðari háfleiknum gegn Sví- um var vörnin og sóknin ágæt ef undanskildar em upphafsmínútum- ar,“ sagði Þorbjöm Jensson, lands- liðsþjálfari, í samtali viö DV eftir mótið í gær. -JKS Rós Magnúsdóttir - fyrsti íslandsmeistari kvenna í snóker. íslandsmót kvenna í snóker: Rós meistari í fyrsta sinn Rós Magnúsdóttir varð um helgina fyrsti íslandsmeist- ari sögunnar í snóker í kvenna- flokki. íslandsmótið fór fram á Ingólfsbilli- ard en keppendur voru ekki mjög margir. Rós viðist vera í fremstu röð hér á landi um þessar mundir því hún vann alla leiki sína örugglega. Eins og áður sagði var þetta fyrsta íslandsmót kvenna. Heimildar- maður DV sagði í gær að nokkur fjöldi kvenna hefði ætlað að taka þátt í mót- inu um helgina en guggnað á síðustu stundu. Er ljóst að næst þegar keppt verður um meist- aratitilinn í kvenna- flokki mun fríður hópur snóker- kvenna mæta til leiks og sýna listir sínar. Sport Bland í nolca íslands- meistarar ÍBV í knatt- spyrnu sigr- uðu lið Fram ör- ugglega í minningar- leik um Lárus Jakobsson í Vestmanna- eyjum um helgina. Lokatölur urðu 3-0. Mörkin skoruðu þeir Hlynur Stefánsson, Bjarni Geir Viöarsson og Gunnar H. Þorvaldsson. Svíar hlutu tœpar eina milljón króna fyrir sigurinn á opna Norðurlandamótinu í handknatt- leik. Magnus Wislander og Staffan Olson léku ekki með Svíum á mótinu í Noregi. Þeir voru að leika með liði sínu, Kiel, í Þýska- landi. Danir þóttu ekki sannfærandi á mótinu eins og reyndar Norð- menn einnig. Báðar þessar þjóð- ir leika á HM í Egyptalandi. Norðmenn gengu út frá því sem vísu að þeir myndu leika til úr- slita á mótinu. Samið hafði verið við norska sjónvarpið um að sjónvarpa leiknum beint. íslend- ingar gerðu þær áætlanir að engu þegar þeir sigruðu Norð- menn í fýrsta leiknum. íslendingar mœta Kýpurbúum um næstu helgi en leikirnir eru liður í forkeppni Evrópumótsins. Leikið verður á laugardag og sunnudag. 16-liða úrslitakeppnin í NBA hófst um helgina með fjórum leikjum. Miami tapaði á heima- velli fyrir New York, 75-95. Allen Houston skoraði 22 stig fyrir New York en Alonzo Mo- urning skor- aði 27 stig fyrir Miami. Atl- anta sigraði Detroit, 90-70. Steve Smith skoraði 19 stig fyrir Atl- anta og Grant Hill gerði 26 sti fyrir Detroit. Isaiah Rider skoraði 25 stig fyrir Portland sem sigraði Phoenix, 95-85. Jason Kidd skoraði 17 stig fyrir Phoenix. Karl Malone gerði 21 stig fyrir Utah sem lagði Sacra- mento, 117-87. Chris Webber skoraði 14 stig fyrir Sacramento. Það verða KR og Stjarnan sem leika til úrslita í deildarbikarn- um í kvennaflokki. í undanúr- slitunum sigraði KR lið Vals, 4-1. Ásthildur Helgadóttir skoraði 2 mörk og þær Olga Fœrseth og Guðlaug Jónsdótt- ir eitt hver. Bergþóra Laxdal skoraði fyrir Val. Þá sigraði Stjarnan lið Breiðabliks, 1-0. Heiða Sigurbergsdóttir skor- aði mark Stjörnunnar. Hertha Berlin krækti í einn efnilegasta knattspyrnumann Þýskcdands um helgina þegar Sebastian Deisler frá Borussia Múnchengladbach skrifaöi undir þriggja ára samning við Berlín- arliðið. Bayem Múnchen og Bayer Leverkusen vom einnig á höttunum eftir honum. -JKS/SK ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG INTER SPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.