Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 31 Sport Inga B. Ingólfsdóttir á íþróttamóti Andvara með Myrkva. Siguroddur fékk flest gull hjá Andvara Mikil var um að vera á Kjóavöllum hjá félögum í Andvara í Garðabæ um helg- ina er íþróttamót félagsins var haldið. Þar hafa verið byggðir góðir vellir og að- staða hin besta til kappreiða. Fjöldi fé- lagsmanna er ekki eins mikill og hjá ná- grannafélögunum en þarna mættu tæp- lega tuttugu knapar í fjórgang og tölt full- orðinna. Heldur færri kepptu í ungknapagreinum. Þar komu aðallega stúlkur til keppni. Gullverðlaun dreifð- ust töluvert. í barnaflokki fengu þrír knapar gullverðlaun. Anna Gréta Oddsdóttir sigraði í tölti á Loðmundi og varð stigahæsti knapinn. Hrönn Gauksdóttir sigraði í fjórgangi og íslenskri tvikeppni á Hrefnu en Margrét S. Kristjánsdóttir sigraði í hlýðni á Dreka. f unglingaflokki sigraði Hugrún D. Þorgeirsdóttir í tölti og íslenskri tví- keppni á Torfa og varð stigahæsti knap- inn. Fannar Jónsson sigraði í ljórgangi á Tjörva og Bylgja Gauksdóttir í hlýðni á Glanna. í ungmennaflokki fékk Theodóra Þor- valdsdóttir gull fyrir sigur í fimmgangi og skeiðtvíkeppni á Feng en hún varð einnig stigahæst ungmenna. Ingunn B. Ingólfsdóttir fékk gullverðlaun fyrir sig- ur í tölti og fjórgangi á Myrkva og Sara Lind Ólafsdóttir sigraði í íslenskri tví- keppni á Bjarti. Siguroddur Pétursson fékk flest gull allra keppenda en hann keppti í flokki fuUorðinna. Fjögur voru gullin að lokum fyrir sigur í tölti og íslenskri tvíkeppni á HyUingu og fimmgangi og skeiðtvíkeppni á Rym. Jón Styrmisson sigraði í fjór- gangi á Adam og Guðmundur Jónsson í gæðingaskeiði á Röðli en hann varð einnig stigahæstur keppenda í flokki fuU- orðinna. -EJ Reykjavíkurmeistaratitlar komu í hlut Sigurbjörns Bárðarsonar og 7 ára dóttir hans varð einnig Reykjavíkurmeistari Sigurbjörn Bárðarson og dóttir hans, Sara, urðu Reykjavíkurmeistarar í fjórgangi en auk Sigurbjörns og konu hans, Fríðu H. Steinarsdóttur, hafa fjögur börn þeirra af fimm orðið Reykjavíkurmeistarar í hestaíþróttum. Yngsta barnið er Sigurbjörn yngri fimm ára og hans tími mun koma. Brugðið var á það ráð á innanfélagsmóti Fáks í hestaíþróttum að opna mótið og fá á það World Rank stimpU. Árangur knapanna er því reiknað- ur til stiga á World Rank-listanum. Sá Fáksmað- ur sem fékk besta útkomu í hverri grein var krýndur Reykjavíkurmeistari, sama hvar hann stóð eftir úrslit. Það þýddi að félagi í Fáki gat unnið bæði opna mótið og Reykjavíkurmeistara- mótið og fengið tvo bikara. Það þýddi einnig að Fáksmaður varð í 2. sæti í nokkrum tUvikum en varð þrátt fyrir það Reykjavíkurmeistari því sig- urvegarinn var aðkomumaður. Töluvert var um gesti frá nágrannafélögunum og jafnvel knapa sem komu lengra að. Mörg félög hyggjast opna mót sín tU að fá inn sterkari knapa og gera keppnina skemmtUegri. Fáksmenn voru ákaUega sigursælir á heima- veUi sínum og sigruðu í nánast öUum greinum með fáeinum undantekningum er aðkomuknapar skutust í toppsætin. Það voru einungis tveir gest- anna sem höfðu kjark tU að ná verðlaunum af heimamönnum: Sigfús B. Sigfússon frá Hesta- mannafélaginu Smára og Hermann R. Unnarsson frá Mána í KeUavík. Svo skemmtUega vUdi til að feðginin Sigur- bjöm Bárðarson og Sara dóttir hans urðu bæði Reykjavíkurmeistarar í fjórgangi. Hann í 1. Uokki en hún í barnaUokki. Sara er einungis sjö ára og sennUega yngsti knapinn sem hlýtur þessa nafn- bót, en faðir hennar er fjórum áratugum eldri, fæddur skömmu eftir heimsstyrjöldina síðari. Sigurbjöm var afar sigursæll og varð áttfaldur Reykjavíkurmeistari og hlaut einnig átta gull á opna mótinu. Reykjavíkurmeistaramótið Sigurbjörn Bárðarson, einn af fáum eUismeU- um keppninnar, var nánast ósigrandi. Hann hlaut átta guU í 1. Uokki. Sigurbjörn sigraði í tölti, íjór- gangi, Ummgangi, gæðingaskeiði, íslenskri tvi- keppni, slaktaumatölti og 250 metra skeiði og varð stigahæstur keppenda. Hann keppti á Oddi, Neista, Ósk, Húna og Byl. Auðunn Kristjánsson sigraði í 150 metra skeiði á Bylgju og Sveinn Ragnarsson sigraði í skeiðtví- keppni á Framtíð. í 2. Uokki dreifðust ReykjavíkurmeistaratiU- arnir nokkuð. Þóra Þrastardóttir sigraði í tölti og íslenskri tvikeppni á Hlyn, Hjörtm- Bergstað sigr- aði í fimmgangi á Kládíusi og varð einnig stiga- hæstur keppenda. HrafnhUdur Guðmundsdóttir sigraði i fjórgangi á Ögra. í ungmennailókki fékk Davíð Matthíasson þrjú guU fyrir sigur í Ummgangi, gæðingaskeiði og skeiðtvíkeppni en hann keppti á Kolfmni. Matthí- as Barðason varð Reykjavíkurmeistari í tölti og fjórgangi á Ljóra. í unglingaUokki var Sylvía Sigurbjörnsdóttir ReykjavUí- urmeistari í fjórum grein- um: tölti, fimmgangi, ís- lenskri tvíkeppni, auk þess sem hún varð stigahæsti unglingurinn en hún keppti á Garpi og Lykli. Steinar T. VUhjálmsson varð sigursæU í barna- Uokki og hlaut þrjú guU fyrir sigm: i tölti og ís- lenskri tví-keppni en hann varð einnig stiga- hæsti knapinn í barna- Hokki. Steinar keppti á Svertu. Sara Sigur- björnsdóttir varð Reykjavíkur- meistari í Uór- gangi á Hirti, hesti sem móðir hennar, Fríða H. Steinars- dóttir, hef- ur haft sem sinn aðal- keppnis- hest und- anfarin ár. Friða keppti á Djákna í staðinn og komst í úrslit í tölti. Þess- ir knapar voru einnig sigur- vegarar á opna mót- inu hjá Fáki með þeim undan- tekningum að í ung mennaUokki sigraði Sigfús B. Sigfússon, Hestamannafélaginu Smára, í tölti, Uórgangi og íslenskri tvíkeppni á Garpi, gæðingaskeiði á Hlýju og hann varð einnig stigahæstur ungmenna. í fjórgangi barna Töluverðar breytingar hafa orðið á keppnis- mönnum Fáks. Fáir eldri knapanna voru með en því Ueiri ungir knapar og efni- legir og mikiU fjöldi kvenna. -EJ Hrefna María Ómarsdóttir sigraði í fjór- gangi ungiinga á Hrafnari á Fáksmótinu. DV-myndir E.J. Hestaíþróttir um helgina:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.