Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 33 Sport Sumir eru óheppnari en aðrir í torfærunni: - raunir Trúðsins Gunnar Gunnarsson mætir til leiks á Trúðnum í sumar. Hann lætur ekki deigan síga þrátt fyrir röð óhappa. Dreki með 542 kúbiktominu risamótor Einar Gunnlaugsson er ekki af baki dottinn í tor- færunni þrátt fyrir hrak- farir sínar síðastliðið haust er hann sprengdi 454 vélina í sandspyrnukeppni með of miklu nítrói. Einar hefur nú fengið sér nýja vél í Norðdekk- drekann og er það 542 cid Chevy big block vél með beinni innspýtingu en ni- tro-græjurnar fá að liggja heima í skúr. Þessi risavél á að skila meira átaki á lágsnúningi og innspýting- in gefur snerpuna. Þá er Einar einnig bú- inn að breyta íjöðr- unarkerfinu í drekanum sem vegur 1600 kg. -JAK Gunnlaugs- son. Trúðurinn var illa farinn eftir veltuna enda lenti hann undir vagninum og dráttarbílnum. Gunnar Gunnarsson á Trúðnum kom nýr inn í torfæruna með látum í fyrrasumar. Bestum árangri náði hann í fyrri umferð Heimsbikarmóts- ins á Akureyri þar sem hann sigraði. Lánið hefur þó ekki leikið við Gunnar og Trúðinn að öllu leyti því að á leiðinni norður í umrædda keppni var keyrt á flutningabílinn sem flutti Trúðinn. í keppninni á Hellu kviknaði í Trúðnum í mýrinni og gekk brösulega að slökkva eldinn. Gunnar var í fyrrahaust staðráðinn í að vera með i sumar svo hann hófst strax handa við að gera Trúðinn upp. í vetur fór hann svo ásamt öðrum með Trúðinn upp í Jósefsdal þar sem farið var með nokkra Englendinga, væntanlega keppnishaldara í Englandi, í ökuferð. Á leiðinni heim rann dráttarbíllinn, sem dró Trúðinn, til í hálku og valt, svo að Trúðurinn lenti undir flutningavagninum og dráttarbílnum. Var jeppinn stórskemmdur eftir óhappið en þó var grind og kram heilt. Meðal annars eyðilögðust þrjú ný skófludekk. Gunnar hefur síðan lagt nótt við dag við að endurbyggja Trúðinn og ætlar hann sér að ljúka því fyrir fyrstu keppnina i maí. „Hann verður yndislega fallegur,“ segir Gunnar Gunnarsson sem sparar ekkert til og hann er staðráðinn í því að ná góðum árangri á Trúðnum í sumar. -JAK Það logaði hressilega í vél Trúðsins i Torfærunni á Hellu í fyrra. Erum hungraðir í sigra - íslandsmeistararnir í ralli tilbúnir í slaginn á MMC Lancer Mikill atvinnumannabragur var á þeim íslandsmeisturum í rall-akstri Páli Halldórssyni og Jóhannesi Jó- hannessyni þegar þeir kynntu vænt- anlega titilvöm sína árið 1999 undir merkjum Heklu hf., Coca Cola. Subway og Esso. Á þeim félögum er engan bilbug að finna, Lancerinn sem nýr í sum- arbúningnum og mun samkvæmt al- þjóðareglum væntanlega skarta rás- númeri 1 í öllum keppnum ársins þar sem Páll Halldórsson er rétt- hæsti íslenski ökumaðurinn og hampar nú alþjóðlegu B-skirteini rall-ökumanna sem íslandsmeistari. Galvaskir meistarar „Það er engin spurning, við ætlum okkur að verja titilinn og keyra fulla ferð frá fyrstu leið,“ sagði Páll. „Okk- ur hungrar í sigra, því við höfum aldrei unnið keppni saman á bilnum þrátt fyrir að vera íslandsmeistarar, (íslandsmeeet!!). Titlinum náðum við fyrst og fremst með jöfnum árangri." Þeir félagamir urðu í öðru sæti fjórum sinnum í keppni og því þriðja í síðustu af þeim 5 keppnum sem telja mátti. Á miðju tímabili féllu þeir úr einni keppninni þegar vélin gaf sig en náðu sér á strik strax í þeirri næstu þrátt fyrir áfallið. „Bíllinn var og er löglegur á al- þjóðlegan mælikvarða hvað varðar 34 mm túrbínu-þrengingu, við gátum blásið hann upp í 500 hestöfl án þrengingar ef við vildum en ákváð- um að gera það ekki því það kallar bara á sundursnúna öxla og önnur drifrásarvandamál." Rúnar verður erfiðastur „Ég á von á mestri keppni frá Rún- ari og Jóni, sem hafa verið fljótastir ef bíllinn tollir undir þeim en hern- aðaráætlun okkar í fyrra byggðist á að Subaruinn mundi aldrei þola álagið í öllum keppnum og það gekk eftir. Hjörtur og ísak á Toyotunni tel ég að eigi eftir að safna sér meiri reynslu til að skila jöfn- um árangri en þá Sigurð og Rögnvald á Metrónum reynum við bara að taka aft- ur á sálfræð- inni. Öll okkar nótuvinna og sérleiðaskoðun síðustu tveggja ára mun skila sér í meiri hraða og öryggi svo titil- vömin á að ganga upp. Ég er ekki sá besti í að „slæda á 200“ en það verð- ur erfltt að vinna mig á kröppum og snúnum sérleiðum því bíllinn er feiknalega lipur,“ sagði Páll. -ÁS Páll Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson Lancerinn sem kominn er í sumarbúninginn. við Bensín- dropar / 600 \ milljónum / verður varið til \ / eyðileggingar á einu \ / stórbrotnasta íþrótta- \ / mannvirki Norðurlands. \ / Þannig líta rallmenn á vega- \ áætlun varðandi fyrirhugað- i ar vegabætur á leiðinni milli \ Sauðárkróks og Blönduóss I \ um Þverárfjall sem er ein / \ af draumaleiðum rall- / \ arans. / Sömu ör- lög gætu beðið gullmola Suðurlands, eins og Lyngdalsheiðar um Gjábakkaveg og Grafningsvegar með fram Þingvallavatni, á næstu árum. Stiga- gjöfinni til íslandsmeistara í rallinu hefur verið breytt enn einu sinni. Núna verður skalinn þannig: 20, 16, 13, 11 fyrir fýrstu flögur sætin en var 20, 17,15,13 og er þannig áfram í öðrum keppnum akstursí- þrótta. Alþjóðlega ralliö gildir eitt og hálffalt þ.e. 30, 25,5 22,5 og 19,5. Rall- menn þeir sem tilbúnir em tóku stuttan sprett fyrir viku uppi við Geitháls til að liðka sjálfa sig og fararskjótana fyrir komandi átök. Fréttir herma að þeir hafi farið mikinn og kannskiy um of. Jeppi þeirra Sig- hvats Sigurósson- ar og Úlfars Eysteins- sonar hafi oltið og Porsche Guöbergs Guöbergssonar hafnað utan vegar og skemmst talsvert. íslandsmeistararnir stóðu í kantinum og fylgdust með. Stóö þeim veruleg ógn af þrumugný/ Roversins og Toyotunni. Quick Motorsport í Bretlandi hefur annast smíði og grunnviðhald tveggja nýjustu og öflugustu rall- keppnisbíla íslendinga, bæði MMC Lancer íslandsmeistara- bíls Páls og Jóhannesar og sömuleiðis Toyota Corolla Hjartar og ísaks. Lancerinn mun vera lög- legur í grúppu A en Toyotan er sögð smíðuð aðeins utanbókar og flokkist þar með í grúppu X, með t.d. Rovernum. -ÁS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.