Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1999, Blaðsíða 12
34 MÁNUDAGUR 10. MAÍ 1999 Sport Guörún Arnardóttir lenti í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi á stiga- móti Alþjóða fijálsíþróttasambands- ins í Osaka í Japan um helgina. Guð- rún hljóp á 55,54 sekúnd- um. Rúmenska stúlkan Ionela Tirlea sigraði á 54,09 sekúnd- um. í öðru sæti varð Deon Hemmnings frá Jamaíka á 54,69 sekúndum og Kim Batten frá Bandaríkjunum lenti í þriðja sæti á 54,94 sekúndum. Davtö Jónsson, GS, sigraði í keppni án forgjafar á opna Etonic/Top-flite golfmótinu hjá Golfklúbbi Suðumesja um helgina. Davíð lék á 70 höggum. Annar varö Ólafur Þór Ágústsson, GK, einnig á 70 höggum, og þriðji Helgi Birkir Þórisson, GK, á 73 höggum. Guðmundur Ásgeirsson, GK, sigraöi með forgjöf á 63 höggum nettó. Annar varð Ólafur Þór Ágústsson á 66 höggum og þriðji Baldur Baldursson, GKG, á 67 höggum. Frakkar sigruóu á fjögurra landa handknattleiksmóti sem fram fór i Sviss um helgina. Frakkar sigruðu Rússa í úrslitaleik, 24-21. Svisslendingar, sem mæta íslendingum í forkeppni Evrópu- mótsins síðar í þessum mánuði, lentu í þriðja sæti. Þeir töpuðu stórt fyrir Frökkum, 26-13, en lögðu Túnismenn, 20-19. Þrír leikir voru i sænsku knattspymunni í gærkvöld. Malmö tapaði heima fyrir Kaimar, 0-1, og kom Sverrir Sverrisson inn á hjá Malmö en hvorki gengur né rekur hjá félaginu. Halmstad sigraði Hammarby, 3-1, og Örebro sigraði Norrköping, 2-1. -JKS/SK Stelpurnar stóðu sig íslenska kvennalandsliöið í körfubolta lenti í 2. sæti á æfmgamótinu í Lúxemborg en þrjú efstu liöin voru öll jöfn að stigum. ísland sigraði Lúxemborg, 59-54, í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Lúxemborg. Heimamenn höfðu 23-30 forustu í leikhléi en þeir voru 27-19 yfir á tíma í fyrri hálfleik. Stig Islands: Guðbjörg Norðfjörð 13, Alda Leif Jónsdóttir 10 (4 stolnir boltar), Anna Maria Sveinsdóttir 8 ( 7 fráköst), Marín Rós Karlsdóttir 6, Kristin Jóns- dóttir 5, Kristín Blöndal 4, Linda Stefáns- dóttir 4, Helga Þorvaldsdóttir 4, Signý Hermannsdóttir 3 (8 fráköst), Birna Val- garðsdóttir 2. I öðrum leiknum vann íslenska liðið Hol- land, 49-43, eftir að hafa leitt 25-22 í hálfleik. ís- land hafði yfirhöndina allan tím- ann gegn mjög há- vöxnu hol- lensku liði Alda Leif Jónsdóttir og tryggði úr ÍS skoraði flest sér með stig, eða 35, og stal sigrinum flestum boltum eða.sæti í úr- 13 hjá íslandi á slitaleikn- mótinu. um. Stig fslands: , Alda Leif Jónsdóttir 11 (7 stolnir boltar), Signý Hermannsdóttir 11, Anna María Sveinsdóttir 10 Kristín Jónsdóttir 7, Guðbjörg Norðfjörð 7, Bima Valgarðsdóttir 2, Helga Þorvalds- dóttir 1. ísland tapaði síðasta leiknum rgegn Slóveníu með 24 stiga mun 52-76. Slóvenía leiddi 36-27 í hálf- leik og stúlkurnar hittu úr öllum 33 vítum sínum á meðan ísland nýtti aðeins 10 af 18 vítum sínum. Stig íslands: Alda Leif Jónsdóttir 14, Anna María Sveinsdóttir 11, Guðbjörg Norðfjörð 8, Kristín Blöndal 8, Helga Þor- valdsdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 3, Kristín Jónsdóttir 2, Marín Rós Karls- ' dóttir 2, Bima Valgarðsdóttir 1. Slóvenía varð í 1. sæti, heimamenn í því þriðja og Holland i 4. sæti. -ÓÓJ Annað sæt ið Guöleif Haróardóttir úr ÍR setti fs- landsmet i sleggjukasti i Hafnarflrði um helgina þegar hún kastaði 45,27 metra. Hún átti eldra metið sem hún setti i siðustu viku. - eftir tap gegn Sviss á körfuboltamótinu í Sviss KR-ingar tryggðu sér 35. Reykjavíkurmeistaratitil sinní knattspymu með 1-0 sigri á Fylki á laugardag- inn. Þetta er sjötta árið í röð sem „vortitilT kemur i vesturbæinn en KR hefur unnið Reykjavíkurmeistara- titilinn í fimm skipti á síðustu 6 árum og í níu skipti frá 1988 auk þess að vinna deildarbikarinn í fyrra. Vorbragur var á þessum leik, bæði leikmönnum og aðstæðum, en það var Andri Sigþórsson sem skoraði sigurmarkið eftir góðan undirbúning Sigþórs Júlíus- sonar á 23. mínútu leiksins. KR-ingar fengu nokkur góð færi til viðbótar. Bjöm Jakobsson og Sigþór komust einir á móti Kjartani Sturlusyni, markverði Fylkis, en án árangurs. Fylkismenn spOuðu oft mjög vel úti á velli en vom bitlausir uppi við mark KR og það var ekki fyrr en í leikslok að nokkur hætta skapaðist en KR-vömin hélt út og eitt mark nægði til þess aö fá titilinn í hús þetta árið. Kristinn Tómasson, markahæsti Fylkismaðurinn í efstu deild, spilaði í vörninni í þessum leik við hlið Ólafs Þórðarsonar en var kannski sárt saknað við að enda sóknir Árbæjarliðsins. Nú er að sjá hvort þetta sumar endar nú jafnvel og þau hafa byrjað undanfar- in ár í vesturbænum. Fylkir er enn meö í deildarbikamum og mætir Leiftri á morgun en Fylkir hefur tekið tvo titla af þremur á árinu og spilað til úrslita um þá alla. -ÓÓJ íslenska kvennalandsliöiö í flmleik- um varö i öðru sæti í þriggja landa keppni sem fram fór í Dublin um helgina. Sveit Austurríkis sigraði og hlaut alls 128,90 stig, ísland hlaut 125,04 stig og írar urðu þriðju með 115,30 stig. Schutterwald sigraði Hameln, 21-16, í fyrri leik liðanna um sæti í þýsku A-deildinni í handknattleik á næsta tímabili. Síðari leikurinn verður i Hameln á laugardaginn kemur. Þýska landsliöiö í handknattleik lék tvo leiki gegn Króatíu um helgina og vann þá báða. Fyrri leikinn í Karls- ruhe á föstudagskvöldið, 28-16, og þann síðari í Ludwigsburg í gær með 26 mörkum gegn 22. Heiner Brand, þjálfari liðsins, sagði liðið vera á réttri leið en ýmsa hluti þyrfti að laga fyrir HM i Egyptalandi sem hefst í byijun næsta mánaðar. Felix Magath, þjálfari þýska A-deildarliðsins Werder Bremen, sagði af sér í gækvöld. Þetta gerði hann í kjölfar tapsins gegn Eintracht Frankfurt, 1-2, í deildinni á laugar- daginn. Bremen er í 15. sæti af 18 lið- um og i bullandi fallhættu. Ákvörð- un Magath kom því ekki á óvart. -JKS Fyrsta kvartmílukeppni sumarsins var haldin á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni f gær. í götubílaflokki sigraði Friðbjörn Georgsson á Plymouth Roadrunner ‘68 sem sést hér spyrna við Sigurjón Andersen á Roadrunner ‘72. Á innfelldu myndinni er Karen Gísladóttir sem sigraði í mótorhjólaflokki undir 750 cc. DV-mynd JAK íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði fyrir Svisslendingum, 72-69, í úrslitaleik á alþjóðlegu móti sem lauk í Lúxemborg i gær. Það stefndi allt i sigur íslenska liðs- ins því fimm mínútum fyrir leiks- lok var liðið með níu stiga forystu. Lokakaflinn var slæmur af hálfú ís- lendinga og Svisslendingar gengu á lagið og tryggðu sér sigur. Dómarar leiksins gerðu slæm mistök undir lokin. Þá var brotið á Helga Jónasi Guðfinnssjmi en dómaramir voru ekki á sama máli og töldu að brotið hefði verið á Friðriki Stefánssyni. Bæði vítaskot hans geiguðu. Her- bert Amarson reyndi síðan þriggja stiga skot í lokin en boltinn dansaði á körfuhringnum og þar við sat. Herbert Amarson var stigahæstur í íslenska liðinu með 25 stig og Helgi Jónas skoraði 14 stig, íslenska liðið byrjaði á því að sigra Lúxemborg, 94-83, og var hér um nokkuð góðan leik að ræða af hálfú liðsins. Helgi Jónas Guðfínnsson var stigahæstur og skoraði 26 stig. Herbert Amarson skoraði 20 stig og Friðrik Ragnarsson skoraði 19 stig. Á laugardeginum mætti liðið bandarísku úrvalsliði og s aði með 88 stigum gegn 84. Þar var Helgi Jónas Guðfinnsson stiga- hæstur með 24 stig, Herbert Amarson gerði Þormóður Egils- son, fyrirliði KR, með Reykjavíkur- meistarabikarinn sem fer . vörslu KR-inga í níunda skipti á 12. \ síðustu sumrum. j X Reykjavíkurmótið í knattspyrnu 1999: Vorí 18 stig og Friðrik Stefánsson var með 12 stig. Við áttum að klára leikinn „Við áttum að klára leikinn, miðað við það forskot sem við höfðum. Á heildina litið var ég þó ánægður með liðið á mótinu. Nýir leikmenn skiluðu sínu hlutverki með ágæt- um. Ég var þó ánægðastur með þá Herbert, Helga Jónas og Friðrik Stefánsson í mótinu. Þegar heim verður komið mun ég setjast yfir þessa leiki hér í Lúxemborg og skoða það sem betur má fara. Einnig mun ég skoða hvemig Bald- ur Ólafsson nýtist okkur best í for- keppni Evrópumótsins sem hefst í næstu viku,“ sagði Jón Kr. Gísla- son, landsliðsþjálfari í körfuknatt- leik, í samtali við DV í gær. Leikið við Norðmenn Liðið mun æfa í þesari viku og halda síðan til Noregs um næstu helgi og leika þar tvívegis við heimamenn áður en liðið heldur til Slóvakíu þar sem Evrópumótið hefst 19. maí. -JKS sigr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.