Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 Fréttir Verkalýðsfélögin eru undrandi og æf: Hækkun þingmanna ein og sér er hærri en almenn taxtalaun Verkalýðsforyst- an er ólgandi vegna stórkost- legra launahækk- ana toppmanna í ríkiskerfinu. Þeir sem mest hafa hækkuðu um nærri 30 prósent á laugardaginn. DV heyrði tóninn í þrem þeirra í gær, en þá voru menn almennt að átta sig á dómi Kjaradóms. Innan verkalýðsfé- laganna er viss undirbúningur haf- inn fyrir kjara- samningana sem hefjast í haust. Ljóst virðist að rausnarlegar Sigurður T. hækkanir sem fiökrarvið. Kjaradómur dæmdi sinum mönnum geta skerpt verulega á kröfugerð verkalýðsfé- laga. Sigurður T. Sigurðsson í Hlif: Manni verður flökurt „Ég held það sé ótrúverðugt hjá forsætisráðherra að segja að hann hafi ekki verið búinn að fá að vita um hækkanir á launum æðstu manna fyrr en daginn eftir kjördag. Menn eru að segja að það hefði get- að skaðað kosningamar að segja fréttina á kjördag. Hvenær skaðar lýðræði og góð upplýsingaskylda kosningar eða heill almennings? Aldrei og mun aldrei gera,“ sagði Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar i Hafn- arfirði, í gær. Sigurður segir að almennur launataxti félagsins sé 65.713 krón- ur. Bara hækkunin hjá alþingis- mönnum sé hærri en þetta. „Þetta svívirðing og nær engri átt, ég get sagt þér að mér verður flökurt þeg- ar ég heyri þessa menn nefnda. Svo koma þessir menn til manns, vit- Sigurðsson, mann Guömundur Þ. Jónsson, sama fyrír mitt fólk. Magnús L. Sveinsson, viðmiðun við Norðurlandalaun tekin upp. andi það þetta er á döfinni og tala um stöðugleika, að hinn almenni launamaður verði að stilla sínum kröfum í hóf,“ sagði Sigurður T. Sig- urðsson. „Ég tel að Kjaradómur hafi nú varðað leiöina. Hlíf ræddi um 100 þúsund króna lágmarkslaun, núna verður sú krafa 120 þúsund krónur í það minnsta. Það er ekkert ósann- gjart að við hækkum launin næst í krónutölu, en miðum ekki við pró- sentur," sagði Sigurður. Guðmundur Þ. Jónsson, for- maður Iðju: Þýðir ríflegri kröfugerð „Ég verð ánægður með þessa launahækkun þegar ég fæ sambæri- lega hækkim fyrir mitt fólk. Ég sé reyndar ekki betur en þessi dómur sé ávísun á stórhækkuð laun,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, í gær. „Það stingur óneitanlega í augu þeg- ar verið er að hækka laun svo mik- ið á sama tíma og kröfur eru gerðar til launafólks um aö viðhalda stöð- ugleikanum með hóflegum kaup- kröfum." Guðmundur segir að hann hafi orðið býsna undrandi þegar hann heyrði fréttina af hækkun æðstu manna ríkisins á sunnudaginn. „Þetta var nú bara að gerast þannig að ég hef ekki heyrt i mörgum um þetta. En það er alveg ljóst að hinn almenni launamaður getur ekki einn borið ábyrgð á stöðugleika. Ég er hræddur um að fleiri þurfi þar að koma viö sögu,“ sagði Guðmundur Þ. „Við héldum ansi myndarlegan fund í síðustu viku, fyrsta startið fyrir komandi kjarasamninga. Menn höfðu þetta nú ekki inni í myndinni þá. En það er alveg ljóst að þessi sið- asta aðgerð gerir það að verkum að launþegar verða miklu riflegri í kröfugerðinni næsta haust,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson. Magnús L. Sveinsson, for- maður VR: Ávísun á stórar hækkanir „Það er ekki hægt að taka þetta öðruvísi en sem ávísun á launa- hækkanir í væntan- legum kjarasamn- ingum. Það er sér- staklega athyglis- vert að í rökstuðn- ingnum er vísað til launa á Norðurlönd- um. Að sjálfsögðu munum við leita fanga hjá starfs- bræðrum og systr- um á Norðurlöndum og göngum að því sem vísu að það verði auðfengið að fá samsvarandi við- miðanir," sagði Magnús L. Sveins- son, formaður Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur, i gær. Hann segir að fólk sé orðlaust. Magnús segir að könnun á launum hér og í Danmörku hafi verið gerð fyrir tveim árum. Þar kom í ljós, og kom ekki á óvart, að dönsk laun verslunarmanna voru miklu hærri fyrir styttri vinnutíma en hér tíðkast. „Þar vinna menn 37 tíma í viku þegar við vinnum 50 til 60 tíma,“ sagði Magnús. „Eins verð ég að lýsa furðu minni yfir því hvemig þetta bar að, að frétt- in skuli birtast fólki að morgni dags eftir kosningar. Ég spyr: Var þetta ekki tilbúið fyrir helgina? Auðvitað var þetta tilbúið. Og hvers vegna var það þá ekki birt þá. Varla vom menn að kokka þetta saman klukkan sex á sunnudagsmorgni," sagði Magnús L. Sveinsson. Magnús telur að krafan hljóti að verða um krónutöluhækkun svipaöa þeirri sem alþingismenn hafa fengið sér dæmda. „Þessi launahækkun verður greidd með sköttum fólksins sem vinnur úti á hinum almenna vinnu- markaði. Við skulum vona að at- vinnulífið þoli þessar launahækkan-. ir,“ sagði Magnús. -JBP Topparnir teknir í bólinu Formaður Kjaradóms hef- ur lengi verið þeirrar skoðun- ar að æðstu embættismenn þjóðarinnar séu illa haldnir fjárhagslega. Hann hefur þrá- faldlega reynt að bæta kjör þingmanna, ráðherra, bisk- ups og annarra helstu topp- figúra ríkisins. Það hefur gengið bölvcmlega því þessi hópur valinkunnra sóma- manna hefur ekki kunnað við að þiggja sporslumar. Það gekk meira að segja svo langt hér um árið að ríkisstjómin greip til þess ráðs að setja bráðabirgðalög á úrskurð Kjaradóms um laimahækkun svo komast mætti hjá því að taka við aurunum. Þegar þessi hópur manna stendur þétt saman er ekki auðveldlega komist í gegnum þær varnir. Emhættismannasettið allt taldi sig hafa ærin laun og undi glatt við sitt. En formaður Kjara- dóms er heldur enginn veifiskati. Hann beið fær- is. Allt hefur sinn tíma og hann var einlægur í þeirri trú að þessum friða hópi væm ekki boöin mannsæmandi laun. Kjaradómsformaðurinn er þolinmóður. Hann vissi að honum bar að taka fram fyrir hendumar á þeim sem vita ekki hvað þeim ber. Þaö þuifti hara að finna gjörningnum rétta stund og til- kynna hann þegar þingmenn og ráðherrar höfðu öðmm hnöppum að hneppa. Sá dagur kemur ekki nema á fjögurra ára fresti en þann dag og aðeins þann dag getur þingheimur ekki varið sig. For- maðurinn ákvað því ríflega hækkun til þing- manna og ráðherra á kjördag. Þetta tilkynnti hann hæði nýkjömum og fóllnum þingmönnum. Með fylgdu hinir, dómarar, saksóknari, sátta- semjari, endurskoðandi, biskup og forseti lýð- veldisins. Þingmenn fengu aukalega 66 þúsundkall á raánuði og ráðherrar tvöfalda þá upphæð. Emb- ættismannasettið fékk svo sitt, hver maður einhverja tugi þúsunda. Efstur í hinum fríða hópi manna trónir for- seti hæstaréttar með ríflega 600 þúsund krónur á mánuði. Forsetinn og forsætisráðherr- ann geta því glaðst yfir því að vera ekki hæstir. Hækkunin nemur sem svarar lágmarkslaumun verkamanna upp í tvöfold Verkamannalaun. Það er því að vonum að menn hafi ekki viljað þiggja. Verkalýðsfor- menn hafa eitthvað verið að æsa sig yfir þessu. Svo er að sjá að þeir hafi ekki sama skilning á þörfúm þessa hóps og Kjaradómur. Sýnir það best hversu verkalýðsforystan er fjarri tengslum við bestu syni þjóðarinnar, þá sem handleika fjöreggið. Samningar verkalýðsins eru lausir á næsta ári. Það hefúr þráfaldlega sýnt sig að hinir lægst launuðu ná litlu úr úr slíkum samningum. Eigi að bæta kjör þeirra er aðeins ein leið fær. Verka- lýðuriim verður að komast í r.áðarfaðm Kjara- dóms. í gegnum hann fá menn kjarabætur, jafn- vel þótt þeir vilji þær ekki. Hvað fengju þeir þá sem raunverulega sækjast eftir hættum kjörum? Dagfari Sjálfseyðing Ýmis skandalmál komu upp i kosningabaráttimni þó ekki hafi þau farið hátt. Ungir framsóknarmenn áttu í nokkrum vanda vegna þess að vímuefnavarnir voru settar á oddinn í bar- áttunni. í hita leiks- ins gáfu frammararn- ir þeim sem þiggja vildu alllt niður í 16 ára bjór á gleðisam- komum flokksins um allt land. Bjór- inn var sérmerktur sem vítamín fyrir fuliorðna. En það var fleira sem Framsókn afrekaði. Þannig var dreift smokkum í Norðurlandi vestra og víðar sem á stóð „Lífið byijar á miðjunni" og „okkur stend- ur ekki á sama.“ Svo er að sjá að for- vömin hafi virkað því ekki fæddist nýr þingmaður í kjördæminu og sá glaölyndi og áöur efhilegi Ámi Gxmnarsson, formaður Flótta- mannaráðs, er óbættur utan þings... Keypt atkvæði En það voru til áhrifaríkari að- ferðir til að ná fylgi en Framsókn notaði. Þannig mokaði einn umboðs- manna Sjálfstæðisflokksins inn at- kvæðum af Kleppi dagana fyrir kosning- ar. Hann einfaldlega bauð i atkvæðin og máttu sjúklingamir velja á milli þess að fá tvo pakka af sígarettum eða þús- undkall. Þetta svín- virkaði en ekki er þó talið að atkvæð- in hafi haft mikið að segja hvað varðar glimrandi gengi flokksins ... Leiðtogakreppa Dapurt gengi Samfylkingar í kosn- ingunum vakti mikla athygli. Undir handleiðslu Margrétar Frímanns- dóttur kom upp úr kjörkössunum fylgi sem ekki gerir meira en slefa upp í það sem kratamir einir og sér höluðu inn fyrr á öldinni. Innan Samfylkingar er mikil óánægja með frammistööu Margrétar og þá sérstaklega í sjón- varpsþáttum formann- anna þar sem hún laut slag í slag í lægra haldi fyrir Davlð Oddssyni forsætisráðherra. Davíð sagði reynd- ar í einum þættinum að mestur tími hans í kosningabaráttunni hefði far- ið í að reyna að útskýra stefnu Sam- fylkingar sem enginn virtist botna í. Hæpið þykir að Margrét muni leiða Samfylkinguna öðm sinni og er þeg- ar hafin leit að arftakanum... Mikill heiður Þá eru knattspymuáhugamenn byrjaðir enn eina ferðina að spá KR- ingum íslandsmeistaratitli en KR hefur ekki hampað íslandsbikam- um í karlaflokki í áratugi sem frægt er orðið. í skoðana- könnun DV sögðu nú ríflega 40% að KR yrði meistari en Eyjamenn og Skagamenn fengu ekki nema um 15%. Gaman var __ að fylgjast með viðbrögðum þjálf- aranna, Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, sagði niðurstöðuna „mikinn heiður", Bjami Jóhannsson, þjálfari ÍBV, sagði niðurstöðuna kurteisi við KR-inga á aldarafmæli félagsins en Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, virtist sömu skoðunar og þau 40% sem spá KR sigri. Svo eiga þjálfarar og fyrir- liðar liðanna í efstu deildinni eftir að spá KR sigri enn eitt árið en það er nánast orðin hefð meðal þeirra að spá KR sigri, hlæja síðan að spánni og enn meira á haustin þegar fyrir hefur legið að KR hefur misst af titl- inum enn eitt árið ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sanji.oru <ví íT. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.