Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 Viðskipti Þetta helst: .. .Viðskipti á Verðbréfaþingi 1.301 m.kr. ... Úrvalsvísitala hækkar um 0,33% ...Viðskipti á húsnæðisbréfum var 135 m.kr. ... Viðskipti með bankavíxla var 580 m. kr. ... Viðskipti með bréf í Samherja var 19 m. kr. í Granda 14 m. kr. og í Marel 11 m. kr. ... Gengi dollara fór í 73,49... Miklir erfiðleikar hjá Kaupfélagi Þingeyinga: Landsbankinn og KEA til bjargar Miklir rekstrarerfiðleikar eru hjá Kaupfélagi Þingeyinga um þessar mundir. Til að verja stöðu félagsins munu KEA og Landsbankinn koma til aðstoðar og reyna koma rekstrin- um i viðeigandi horf. Það mun fel- ast í sameiningu af ýmsum toga. Kaupfélag Eyfirðinga og Kaupfélag Þingeyinga hafa gengið til sam- starfs um að stofna tvö einkahluta- félög, Kjötiðjuna ehf. og MSKÞ ehf. Fyrnefnda félagið mun yfirtaka eignir og skuldbindingar Kaupfé- lags Þingeyinga á sviði slátrunar og kjötvinnslu en það síðamefnda mun taka við mjólkursviðinu. Stofnun þessara fyrirtækja er liður í samein- ingarferli ofangreindra rekstrarein- inga hjá kaupfélögunum báðum. Kaupfélag Eyfirðinga á meirihluta í hinu nýstofnaða MSKÞ ehf. en KÞ og Landsbankinn munu eiga meiri- hluta í Kjötiðjunni. Engin breyting verður á rekstrinum fyrst um sinn þrátt fyrir yflrtöku nýju félaganna tveggja á rekstrareiningum KÞ. Forráðamenn kaupfélaganna beggja binda miklar vonir við að þessi sameining muni hafa mikla hagræðingu í fór með sér og skapa Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík ný sóknarfæri. í því sambandi má geta þess að þegar eru uppi hug- myndir um að efla slátrun og kjöt- vinnslu á Húsavík. Þess má geta að Kaupfélag Þingeyinga á stóran hlut í Kjötumboðinu hf. i Reykjavík og Bautabúrinu á Akureyri en engar breytingar verða á eignarhaldi þeirra fyrirtækja. Rökrétt framhald „Ég minni á að KEA, KÞ og Sölu- félag Austur-Húnvetninga hafa látið kanna hagkvæmni í sameiningu ákveðinna rekstrarþátta hjá þessum félögum, ekki síst í mjólkur- og kjöt- framleiðslu. Stofnun einkahlutafé- laganna tveggja kemur að mínu mati í rökréttu framhaldi af þeirri athugun. Þó má ljóst vera að at- burðarás síðustu daga er ekki sú sem KEA hefði kosið til þess að þessi sameining næði fram að ganga,“ segir Eirikur S. Jóhanns- son, kaupfélagsstjóri KEA. Nýtum sóknarfærin „1 ljósi þeirra rekstrarörðugleika sem KÞ á við að etja lít ég svo á að með stofnun þessara tveggja einka- hlutafélaga séum við að verja það sem við höfum og hins vegar nýta þau sóknartækifæri sem þrátt fyrir allt eru til staðar," segir Halldóra Jónsdóttir, stjórnarformaður KÞ. Hún segir það mikilvægast af öllu að verja hagsmuni starfsfólks, við- skiptavina og félagsmanna KÞ og þessar aðgerðir miði ekki síst að því. Stefnir í taprekstur hjá Krossanesi hf. Þrátt fyrir að Krossanes hf. hafl tekið á móti meira hrá- efni á nýliðinni vetrarvertíð en á sama tíma í fyrra er rekstrarafkoma fyrirtækisins á tímabilinu mun verri en árið áður. Endurskoðaðar áætlanir Krossaness hf. gera ráð fyrir að árið í heild verði gert upp með tapi ef ekki verða verulegar breytingar til batnaðar á rekstrarumhverf- inu á næstunni. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur rekstrarum- hverfi fiskimjölsverksmiðja versnað mjög síðustu mánuði. Verð á flskimjöli hefur t.d. lækkað um 45-50% frá því sem það var hæst og verð á lýsi hefur lækkað um 60%. Hráefn- isverð hefur hins vegar ekki lækkað neitt i líkingu við þetta og aðrir kostnaðarliðir hafa staðið í stað. Krossanes hf. hefur lagt fyr- ir Hollustuvernd tillögur til úrbóta í mengunarvörnum verksmiðjunnar. í tillöguniun er gert ráð fyrir að verksmiðj- an festi kaup á búnaði sem ráðgjafar fyrirtækisins telja að muni skila mestum árangri í því að draga úr lyktarmeng- un frá verksmiðjunni. Um er að ræða eina bestu fáanlegu tækni sem í boði er í heimin- um en þessi tækni hefur skil- að viðunandi árangri í meng- unarvörnum þar sem henni hefur verið beitt, m.a. annars staðar á Norðurlöndunum. Um hálfs árs afgreiðslu- frestur er frá framleiðanda á þeim búnaði sem Krossanes hf. leggur til að verði keyptur. Ef Hollustuvernd fellst á fram- komnar tillögur má gera ráð fyrir að hægt verði að ljúka uppsetningu búnaðarins í kringum næstu áramót. Fyrir- tækið áætlar að kostnaður við þessar framkvæmdir verði á bilinu 50-60 milljónir króna. Miklar hækkanir á flugvélaeldsneyti - hefur ekki teljandi áhrif á rekstur Flugleiða Miklar hækk- anir hafa orðið á olíu á heims- mörkuðum und- anfarið. Það sama á við um flugvéla- eldsneyti og hef- ur það hækkað um 50% frá ára- mótum. Slíkar hækkanir hafa eðlilega mikil áhrif á stóra kaupendur og sem dæmi þá tapaði SAS-flugfélagið um 194 milljónum íslenskra króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta tap var að stór- um hluta rakið til olíuverðshækkana. í morgunkorni FBA í gær velta sérfræðing- ar í markaðsviðskiptum því upp þeirri spurningu hvort fjárfestar hérlendis eigi að óttast um afkomu Flugleiða vegna þessa. Talsmaður Flugleiða, Einar Sig- urðsson, var fljótur að bregðast við þessum vangaveltum og sagði að þessar hækkanir hefðu ekki teljandi áhrif á rekstur félags- ins. Þetta kemur fram á viðskiptavef Vísis. Árið 1998 var kostnað- ur félagsins vegna eldsneytis um 7% af heildarrekstrarkostn- aði. Einar sagði að áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir því að þetta hlutfall yrði hærra á þessu ári. Flugleiðir leita allra leiða til að verjast verðsveiflum af þessu tagi og beita til þess ýmsum gerðum fram- virkra samninga. Einar sagði að i árs- skýrslu félagsins væri að flnna mjög ítar- legar upplýsingar um stefnu Flugleiða og fjárfestar þyrftu ekki að óttast áhrif þess- ara hækkana á afkomu Flugleiða. viðskipta- molar Nýr framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Stjórn Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins réð um helgina Úlf- ar Steindórsson viðskiptafræð- ing í starf framkvæmdastjóra sjóðsins í stað Páls Kr. Pálssonar sem nýlega sagði upp starfi sínu. Úlfar hefur undanfarin þrjú ár verið framkvæmdastjóri Únion Islandia, dótturfyrirtækis SÍF í Barcelona á Spáni. Úlfar er 42 ára. Pundið of sterkt Eddie George, bankastjóri Englandsbanka, sagði fyrir helgi að breska pundið væri of sterkt til að huga að inngöngu í EMU. Eftir þessi ummæli hefur pundið lækkað í verði. Á miðvikudag er búist við að birt verði skýrsla um verðbólgu og búist er við því að sú skýrsla gefi líka til kynna að pundið sé of sterkt. í kjölfar þessa hafa verið leiddar að því líkur að frekari vaxtalækkanir verði á næstunni. Hlutafjárútboði Nýherja lokið Hlutafjárútboði Nýherja er lokið. Hluthafar skráðu sig fyrir 14,3 millj- ónum króna að nafnvirði en til boða stóðu 16,9 milljónir. Fjár- festingarbanki at- vinnulífsins leysir til sín af- ganginn en hann hafði umsjón með útboðinu. Tilgangur útboðs- ins er meðal annars að fjár- magna nýtt húsnæði Nýherja. Samherji kaupir í Snæfelli Kaldbakur, fjárfestingarfélag í eigu Samherja hf. og KEA, hefur keypt 23,5% hlut í Snæfelli hf. af KEA. Nú á KEA um 70% hlutafé í Snæfelli hf. en hefur átt 87%. Þessi sala er í samræmi við stefnu KEA, að selja eignir til að minnka skuldir. Norska krónan styrkist Norska krónan heldur áfram að styrkjast. Hækkandi olíuverð hef- ur meðal annars haft þau áhrif. Sænska krónan hefur hins vegar veikst nokkuð undanfarið eftir að íjármálaráðherra Svíþjóðar, Ring- holm, lét neikvæð ummæli falla um aðild Svía að EMU. S3.Samskipti er heildarlausn í skjalastjórnun og verkefna- stýringu fyrir fyrirtæki eg stefnanir. S3.Samskipti gefur víötækt yfirlit yfir alla viðskiptavini, tengiliöi Dg samskipta- ferli. I einum gagnagrunni er haldiö utan um öll mál, verkefni og samskipti sem fyrirtækið á viö viðskiptavini sína. Skráö Premium Partner eru samtöl, mál eg verkefni með ákveðnum lDkadagsetningum og ábyrgðaraöilum eg öll samskipti s.s. bréf, ______ sfmhréf og tölvupóstur eru send í gegnum S3.Samskipti sem vistar þessi gögn og tryggir starfsfólki aðgang að m nýjustu upplýsingum á hverjum tíma. NYHERJI Skaftahlíð 24 • Sími 569 7709 http://www.nyherji.is Dreifingaraðili Lotus Notes á íslandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.