Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 Spurningin Hver er uppáhalds- flfkin þín? Karen Shelton, 13 ára: Kani-gall- inn sem ég er í. Júlíana Einarsdóttir, 13 ára: Anorakkurinn og gallabuxurnar sem ég er í. Rakel Ólafsdóttir, 13 ára: Galla- buxumar sem ég er í. Sigríður Þóra Kristinsdóttir, 13 ára: Buxumar sem ég er í. Guðrún Jónadóttir, 13 ára: Þessar svörtu buxur sem ég er í. Orri Einarsson, 11 ára: Gallabux- umar mínar. Lesendur Snorri Bjamason skrifar: Evrópusamband- ið eins og það hefur komið mér fyrir sjónir er ekkert annað en áframhald af því sem á undan er gengið. Stórveld- ishugsunin lifir enn góðu lífi. De Gaulle var hershöfðingi í Afríku, en síðast í útlagastjórn Frakka í London. Þegar hann kom heim að stríði loknu og Frakkar voru að missa nýlendur sínar í Afríku og Þýskaland, sá hann fyrir sér að nú væri tækifæri fyrir Frakka að verða forystuþjóð í evrópsku stórveldi, sem komið væri á án þess að beita hervaldi. Hann hóf því áróður fyrir því að stofnuð yrðu Bandaríki Evr- ópu. Þróunin var síðan eins og við höfum fylgst með, að Þýskaland reis úr öskustó fyrir bandarískt fé og er nú voldugasta og auðugasta ríki Evr- ópu og það fjölmennasta. Evrópubandalagið var stofnað og nú skyldi aðferðin vera sú að lofa peningastyrkjum og fá þjóðimar til að koma sjálfviljugar inn og láta þær helst þurfa að sækja á og sækja um inngöngu. Flestar þjóðirnar bitu á agnið svo nú er stórveldið orðið að veruleika og komið með eigin gjaldmiðil. Ég hef alltaf spáð því að þaö fari fyrir ESB líkt og hjá Napóleon og Hitler, að þegar það fer að sækja til austurs verði það því að falli. Við „Evrópusambandið eins og það hefur komið mér fyrir sjónir er ekkert ann- að en áframhald af því sem á undan er gengið. Stórveldishugsunin lifir enn góðu lífi.“ samþykktum illu heilli EES samn- inginn með hjásetu þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur og afsöluðum okkur þar með stórum hluta sjálfsákvörð- unarréttar okkar. Nú eru uppi háværar raddir um að við eigum að sækja mn fulla aðild og þó em ekki nema 55 ár síðan við stofnuðum lýðveldið og fengum með því fullan sjálfsákvörðunarrétt. Væri ekki skynsamlegra að losa sig úr þessum böndum? Ég vil ætla mínu foðurlandi og minni þjóð veg- legra hlutskipti en þetta. Nú er komið svo nálægt aldamót- um að ef við ætlum að standa við þau fyrirheit sem við höfum gefið okkur, þá verðum við að fara aö taka á honum stóra okkar. Eitt þeirra fyrirheita var „ísland án eit- urlytja árið 2002“. Höfum við unnið nógu vel að því? - Mér sýnast nóg verkefni framundan, þótt við dok- um við með umsókn að Evrópusam- bandinu. Hvað er Evrópu- sambandið? Sjúklmgar og sjúkraskýrslur: Læknar neituðu um aðgang Guðrún María Óskarsdóttir skrifar: Unnvörpum neituðu læknar og sjúkrastofnanir sjúklingum um að- gang að upplýsingum um þá sjálfa. í dag koma þessir sömu menn fram á sjónarsviðið og segja; sjúklingar verða að eiga sínar upplýsingar. Hvilík og önnur eins þversögn í málflutningi flnnst VEirt í okkar fá- menna landi. Þarf vísindasamfélagið íslenska ekki að gangast undir siðferðilegt próf í þessu sambandi? Ég tel það fyllilega koma til greina, og reyndar held ég að mjög margir telji nú þeg- ar að vísindasamfélagið, eða Muti þess er andmælir títtnefndum gagnagrunni hástöfum, hafi nú þeg- ar fallið algjörlega á hinu siðferði- lega prófi. Hið sama á við um alþingismenn þá er setja sig gegn þvi að þjóðin fái að vita hvað íslenska heilbrigðis- kerfið framkvæmir, og hverju nú- verandi framkvæmdir áorki í bar- áttunni við að bæta heilsu lands- manna fyrir almannafé. En al- mannafé þetta telst vera útgjalda- frekasti málaflokkur þjóðarinnar, eðli málsins samkvæmt. Og sem dæmi höfum við eytt 700 milljónum af almannafé í geðdeyfðarlyfið Prozac, án sýnilegs árangurs enn sem komið er. Einnig hvað varðar innlagnir á þessu sviði. Þar kann að vísu að vera um að kenna handavinnu Tryggingastofn- unar við endurskoðun lyfseðla, en stofhunin hefur t.d. viðurkennt (eða forstjóri hennar), að hafa óvart end- urgreitt kostnað af tannfyllingum, Alltaf versnar miðbær Reykjavíkur íbúi í kvosinni skrifar: Það ætlar ekki af okkur íslend- Auð lóð við Lækjargötu. Allt í óvissu um frekari framkvæmdir. hreysum er haldið við með minnstu endurbótum eða þau flutt mUli gatna, og eru eins og augnatóftir í blindum manni. Nú síðast er það Lækjargatan í næsta nágrenni við mig og mína sem verður fyrir barðinu á, ja, ég vil segja prökkurum, sem kría lóð út úr borginni en selja hana svo aftur og nú liggur ekkert fyrir hvort þarna veröur yfirleitt byggt á þessu ári. Umhverfið er ömurlegt og setur ljót- an svip á þennan hluta miðbæjarins. Það er með ólíkindum hve mið- bærinn í Reykjavík hefur lengi sætt óvinsemd og mætt afgangi hjá borg- aryfirvöldum. Að vísu sæta þau sí- fellt þrýstingi frá samgönguyfir- völdum um að viðhalda flugumferð yfir borginni. En það er sama , á þessum málum verður að taka og næstu borgarstjómarkosningar munu snúast að mestu um gjörbylt- ingu á umhverfi og skipulagi kvosarinnar og eldri hverfanna þar vestur úr. allt vestur að Hringbraut. ingum að ganga hvað varðar endur- bætur á höfuðborginni. Víst em blettir og blettir sem við getum hrósað okkur af, einkum í nýrri hverfunum þar sem bæði götur og hús eru í flnu ásigkomulagi, enda talsvert ekið með erlenda ferða- langa þangað tO að sýna þeim að- stæður í nyrstu höfuðborg heims- byggðarinnar. En það er verra með miðborgina, kjarnann sjálfan, þar sem allt ætti raunar að vera hvítþvegið og sópað, marmari i gangstéttum og skínandi gluggasamstæður verslana og stofn- ana áberandi. En það hefur ekki einu sinni mátt byggja nema eins konar kofa vegna flugumferðar tO og frá Vatnsmýrinni og öOum fl^»Æ\ þjónusta allan nóttinn til Reykjavíkur Sólveig Vagnsdóttir hringdi: Ég sem hef búið hér á Þingeyri áratugum saman hef fylgst vel með búsetuferlinu frá þessum landshluta. Fólksflóttinn heldur sífeUt áfram héðan. Ég get ekki kennt ríkisstjóm (þessari eða öðr- um) um þann fólksflótta. Heldur ekki atvinnuleysi. Það er í lág- marki ef nokkurt. Hér búa t.d. 70 Pólverjar sem hafa tekiö við inn- lendu vinnuafli að hluta, því fólk flýr aöalatvinnuveginn. Ástæða fólksflóttans er einfaldlega sú að Reykjavík dregur fólk til sín, hún hefur það aðdráttarafl sem þessir staðir hér hafa ekki. FóUdð lang- ar tU Reykjavíkur, það flýr ein- angrunina, samgönguleysið og til- breytingarleysið, skort á fjöl- breytni í störfum og afþreyingu. Við skulum líta raunsætt á málin. Fyrr verður heldur aldrei stefnu- breyting. Holóttur vegur viðLoft- leiðahótel Kristinn Sigurðsson skrifar: Það er furðulegt að gatnamála- yfirvöld skuli vera sofandi yfir lagfæringum á götum og vegar- spottum sem eru raunverulega í alfaraleið. Þannig hefur vegurinn í kringum Hótel Loftleiðir og Flugmálastjórn verið illfær og holóttur mjög. Smá lagfæring var gerð í fyrra en nú eru þar djúpar holur. Þarna er leiðinleg land- kynning og alveg óþörf. Erlendir ferðamenn eru þama mikið á ferli og koma að hótelinu við þessar aðstæður. Vonandi tekur embætti gatnamálastjóra við sér og lagfær- ir ökuleiðir þarna. Strá salti í sárin Liverpool-aðdáandi skrifar: Mér varð næstum öOum lokið er ég sá íþróttagrein í DV fimmtud. 6. þ.m. en þar var skrifað um „um- deOt atvik“ í leik Liverpool og Man. Ufd. miðvikudaginn áður. Þetta svokaOaða „umdeilda" atvik átti sér stað þegar Denis Irwin, hinn leikreyndi vinstri bakvöröur Man. Utd. og írska landsliðsins tO margra ára, sparkaði boltanum í bm-tu í þeirri einu von að græða einhverjar sekúndur á klukku dómarans. Dómari leiksis, David Ellaray, brást rétt við og gaf leik- manni annaö gula spjaldið sitt og þar með rautt spjald. Ekki veit ég hvaðan blaðamaður DV fær það út að brottreksturinn hafi „valdið nokkram deOum“ sem fær mann tO að hugsa hvort eigi ekki að breyta reglunum í fótboltanum! Eigum við þá ekki bara að endur- skrifa reglumar eftir höfði Alex Ferguson, framkvæmdastj. Man. Utd., og annarra Man. Utd.-aðdá- enda, því að þeir eru þeir einu sem settu út á reglur alþjóða knattapymusambandsins í þessu tOviki. Era Man. Utd.-aðdáendur strax famir að örvænta eftir að fyrsti bikarinn hvarf úr höndum þeirra á „Mekka" fótboltans sl. miðvikudagskvöld? Aumt stand hjá öryrkjum Steindór Einarsson skrifar: Mér finnst undarlegt ef öryrkj- ar eða eUilífeyrisþegar hafa ein- ungis nokkm- þúsund krónur um- fram skattleysismörkin að þá skuli dregið af þeim. Þessu fóUti veitir ekki af þessum pening- um.Væri nær að hækka skatta hjá fyrirtækjum sem hafa tugi og hundrað miUjóna króna í gróða á ári? Það er skömm að því að níð- ast á öryrkjum og eUilifeyrisþeg- um. Og svo má það ekkert vinna því þá fer megnið aftur í skattinn. Ég kalla þetta aumt ástand hjá ör- yrkjum og öldruðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.