Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 %enning '* ± Umsjón Aðalsteinn Ingnlfsson Yndislegur Arthúr Gusgus í heita pottinum Tákn um væntingar okkar eyjarskeggja Enn meira af myndlist. Um helgina var opn- uð sýning á verkum Péturs Halldórssonar (á mynd) í Listasaflii Ámesinga en þar hefur ver- ið tekin upp markviss og héraðstengd mynd- listarstefna. Pétur er sem kunnugt er sonur j hins ástsæla teiknara Halldórs Péturssonar og I hefur bæði unnið við auglýsingastörf og mynd- Ilist. I útbýti sem gefið var út í tengslum við sýninguna gerir Pétur óvenju skilmerkilega grein fyrir markmiðum sinum og mættu fleiri myndlistar- menn taka hann sér til fyr- irmyndar hvað það snertir. Segir hann m.a.: „Ég nýti ýmislegt sem gert hefur ver- ið á auglýsingastofunni, : kynningarefni og söluhvetj- : andi auglýsingaefni sem gert hefur sitt gagn á smá- i um markaði okkar íslendinga. Þegar þessi i bræöingur lítur út eins og blöð úr minninga- ; bók mála ég yfir allt saman. Ég er kominn af | listamönnum sem unnu á hefðbundinn hátt og j er að þróa það form. Það er spennandi að nota hávært, fjölfaldað handverk á þennan hátt. Að meðhöndla sjálft bindiefni nútima samfélags, I táknin um væntingar okkar eyjarskeggjanna og búa til úr þeim myndir." Verk Henry Purcells, Arthúr konungur, var frumflutt á íslandi í Salnum á sunnudagskvöld rúm- lega 300 árum eftir að það var frumflutt í London og svo sannar- lega kominn tími til að slíkum verkum sé gert hátt undir höfði hér. Það var Kammerkór Kópa- vogs og Kammersveit Kópavogs (sem var sérstaklega samansett fyrir þetta tækifæri ) undir for- ystu Gunnsteins Ólafssonar sem hafði frumkvæði að þessum tón- leikum og verður það að teljast metnaðarfullt og stórmerkilegt framtak. Arthúr konungur er svokölluð semiópera, það er leik- rit í 5 þáttum með viðamiklum tónlistaratriðum, eins og segir í prýðisgóðri efnisskrá sem Gunn- steinn hefur haft veg og vanda af, m.a. hefur hann sjálfur þýtt allan textann. Þar segir enn fremur að persón- ur skiptist eftir leik- og sönghlut- verkum; annars vegar séu persón- ur af holdi og blóði sem geti ein- Fra æfln9u a Arthuri konungi eftir Purcell i Salnum, ungis talað og hins vegar persón- ur annars heims sem eingöngu geti sungið, persónan Grimbald er sá eini sem getur gert hvort tveggja. Þannig heyrum við t.d. aldrei í aðalpersónum leikritsins, þ.e. Arthúri kon- ungi, Emmeline, unnustu hans, og Oswald, konungi Saxa. Söguþráðurinn er eitthvað á þá leið að Bretar, undir forystu Arthúrs, og hinir heiðnu Saxar, undir forystu Oswalds, eiga í baráttu um völd á Englandi. Eftir ósig- ur sinn rænir Oswald Emmeline, unnustu Arthúrs, og ákveður að giftast henni. Osmond, saxneskur galdrakarl, gimist hana einnig, lokar konung sinn Oswald inni og reynir að fá hana til fylgilags við sig. En allt endar vel að lokum, Arthúri tekst að frelsa Emmeline og Bretar og Saxar horfa saman til framtíðar. Krúsídúllaðar laglínur í tónlistinni birtast okkur hins vegar alls kyns draugar, dísir og englar sem reyna að hafa áhrif á framvindu leikritsins bæði með því að koma í veg fyrir að Arthúri takist áætlunarverk sitt og svo aðrir sem hjálpa til. Einsöngvarar voru Marta Halldórsdóttir sópran, Rannveig Sif Sigurðardóttir sópran, Sibylle Kamphues alt, Hans Jörg Mammel tenór og John Speight barítón sem einnig Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir fór með hlutverk sögumannsins. Allir söngvarar stóðu sig með mikilli prýði, rödd Mörtu er eins og sniðin fyrir þessa gerð tón- listar og var oft sem hún væri virkilega af öðrum heimi svo tær og björt og þá ekki síst sem Venus í Fairest isle sem hún söng eink- ar fallega. Sömu sögu er að segja um Rann- veigu. Þó hún færi heldur illa af stað var hrein unun að hlýða á hana fara örugglega í gegnum krúsídúllaðar laglínumar á þann hátt sem ekki öllum er lagið og greinilegt að hún hefur gott vald á stílnum. Kamphues söng sín hlutverk einnig af mikilli list þó hennar partur væri kannski minnstur, Mammel söng sín hlutverk afskaplega fag- mannlega og var skemmtilegt að fylgjast með honum ásamt Speight og kórnum í ágætum bændaslagaranum sem er að finna í síðasta þættinum. Speight var oft á tíðum kostulegm- sem sögumaðurinn og söng sín hlutverk ágætlega þó stundum ætti hann erfitt með að ná í gegnum sveitina; var þó Safnasafnasafn i sumar verður heilmikið um að vera í Safnasafninu á Svalbarðsströnd, þar sem ræð- ur ríkjum Níels Hafstein, fjöllistamaður og al- þýðufræðimaður, en sL febrúar var safn hans tilnefnt til Menningarverðlauna DV fyrir myndlistarstarfsemi. Um helgina voru opnaðar þar hvorki fieiri né færri en 8 sýningar á al- þýðulist, handverki „og fjölbreyttri myndsköp- un sem tekur mið af alþýðlegum gildum“, eins og segir í fréttatilkynningu. Á hlaði eru 4 stein- steyptar höggmyndir eftir Ragnar Bjamason frá Öndverðamesi í Grímsnesi, í miðrými em 400 brúður sem Magnhildur Sigurðardóttir, eiginkona Nielsar, hefur safnað undanfarin 5 ár. í vestursal er einkasýning á 4 járnverkum eftir Gunnar Árnason, sem smíðaði einmitt verðlaunagripinn vegna Menningarverðlauna DV i ár. í suðursal er safnsýning á 115 leir- verkum og 24 vatnslitamyndum eftir Svövu Skúladóttur, í gler- byggingu er einkasýning á 39 skúlptúrum og málverkum eft- ir Þór Vigfússon, í aðalsal er minningarsýning á 50 lág- myndum eftir Óskar Beck sem ekkja hans og börn gáfú Safnasafninu. í aðalsal er einnig safnsýningin Hand- verk í Húnaþingi vestra með 135 gripum eftir 8 aðila. Loks er einkasýningu á verkum eftir Hildi Hákonardóttur að finna í svokallaðri Hom- stofu hússins. Síðar í sumar verða opnaðar aðrar einkasýningar í Homstofu, á verkum Ragnheiðar Ragnarsdóttur, Hannesar Lárus- sonar og Magnúsar Pálssonar. Safnasafnið, þetta aktífasta safn landsbyggð- arinnar, er opið alla daga frá 10-18 til 29. ágúst en auk þess er hægt að panta skoðunarferðir fyrir hópa utan opnunartíma. Aðgangseyrir er kr. 300, ókeypis fyrir börn innan fermingar. DV-mynd Teitur góður í hinni óborganlegu kuldasenu. Sveitin veir skipuð úrvalsfólki þar sem þær Daniela Helm og Annelies van der Vegt fiðluleikarar og Robert Howarth semballeik- ari voru burðarstoðirnar ásamt Amgeiri Heiðari Haukssyni sem lék á lútu, Sigurði Halldórssyni sellóleikara, Jóhanni I. Stefánssyni trompetleikara og Pet- er Tompkins óhóleikara. Leikið var á barokkhljóðfæri og var mikill „upprunalegur" hljómur í sveitinni sem var þétt og nokkuð örugg undir stjórn Gunnsteins. Kammerkór Kópa- vogs er góður kór í mikilli sveiflu og var oft mikið stuð á sviðinu. Gunn- steinn hefur þarna gert góðan og þakk- arverðan hlut með þvi að færa okkur þessa unaðslegu tónlist á siifurfati. Síð- ari sýningin er í kvöld á sama stað kl. 20.30 og er ástæða til að hvetja fólk til þess að fjölmenna og vonandi upplifa ánægjulega kvöldstund líkt og áheyrendur gerðu á sunnudagskvöld. Arthúr konungur, ævintýraópera eftir Henry Purcell Kammerkór Kópavogs ásamt einsöngvur- um og barokksveit Stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson Frumflutningur í Salnum 9. maí gus gus á hijómleikum fyrir nýjustu atburði Þegar nýjasta hefti franska vikuritsins Les Inrockuptibles var stillt út í hillur blaðasala 5. maí, blasti við á forsiðu voldug mynd af einhverju sem minnti helst á heita pottinn í Sundlaug Vesturbæjar með átta hausum standandi upp úr vatninu, og þar sem undir henni var jafh voldug fyrirsögn: „Stórt íslenskt bað“, var ljóst að þetta var engin sjónhverfing. Að undanfórnu hafa komið út nokkrar íslenskar skáldsögur í franskri þýðingu og íslenskar kvikmyndir hafa verið sýndar við góðar undirtektir á hátíðinni i Rúðuborg, en af einhverjum ástæðum hafa pennar Parísar- pressunnar látið það allt framhjá sér fara. Og það voru hvorki skáldsögur né kvikmyndir sem teymdu fréttamenn menningar-og rokkblaðsins vin- sæla allar götur norður á bakka heita potts- ins í Vesturbænum, heldur annars konar desíbelavekja í takt við tímann: íslenska rokksveitin Gusgus. Hennar vegna voru fréttamenn Les Inrockuptibles sendir tvíveg- is á hjara veraldar, til „Gusguslands“ eins og það heitir i vikuritinu, og afraksturinn er tvær greinar, tiu blaðsíður alls með mörg- um myndum og prósa sem ögrar jafnvel harðsvíraðasta þýðanda. Sjónarsviptandi ákavíti... En ferðirnar voru ekki alltaf teknar út með sældinni, þvi til að komast í snertingu við rokksveitina urðu fréttamennimir að klifra í tíu stiga frosti upp bratta brekku í snævi þakinni eyðimörk að skála þar sem þeim var síðan boðið upp á „kindahausa sagaða í tvennt og kæstan hákarl sem hefði Tíðarandi/Menning Einar Már Jónsson getað gert geithafur fárveikan með lyktinni einni.“ Og drykkjarfongin voru „gamaflækj- andi og sjónarsviptandi ákavíti." Tilefhi skrifanna er önnur geislaplata rokksveitarinnar, This is normal, sem önn- ur frönsk blöð hafa einnig sagt frá, og fjall- ar fyrri greinin mest um útkomu hans. Þar em lofsyrðin ekki spörað og Gusgus-flokk- urinn kallaður „lostafyllsta vélin til að vagga mjaðmagrindinni angurvært sem fram hefur komið í hinum frjálsa heimi síð- an Massive Attack varpaði fyrstu kyn- bombunum i byrjun þessa áratugar." Síðan segir að „sjaldan hafi maður fundið slíka hringrás vökvanna, slíka skrúðfylkingu já- kvæðra sveiflna og slíkt samfélag andans í nærvem rokksveitar." Einnig er fjallað um lífsstíl rokksveit^rmannanna og þau vinnubrögð sem liggja að baki þessari tónsmíð, og skín undrunin og hrifningin í gegn: Gusgusmenn vinna allt vandlega í sameiningu, og eru sennilega einu tónlistar- mennimir nú á dögum, fyrir utan kór Rauða hersins, sem lifa við kommúnisma. Gúlliver á íslandi Seinni greinin er almennur pist- ill um listamannalífið í Reykjavík, og er lesandinn leiddur niður í kjallara í Kaffi Thomsen, í sam- kvæmi víða um bæinn og loks á klúbbinn Spotlight. Margir koma við sögu á þeirri löngu leið, svo sem Hallgrímur Helga- son, Sjón, Kristín Ómarsdóttir o.fl., en tekið er sérstaklega fram að Björk hafi ekki verið á staðnum, því hún hafi verið að leika í kvikmynd undir stjóm Lars von Trier í Sví- þjóð. Höfundur telur greinilega að þetta listamannalíf samtímans sé með fádæmum gróskumikið, og nefnir mörg dæmi. Af þessu dregur höfundur sínar ályktanir: „ísland er í tísku. Það er tíska sem kemur íslendingum sjálfum mikið á óvart. Þar em á flakki erlendir atvinnumenn, kvikmynda- framleiðendur, hljómplötuútgefendur, list- gagnrýnendur og forráðamenn safna að leita að nýjasta íslenska gullmolanum." En Sjón tekur að sér að koma höfundi aftur niður á jörðina: „Að ísland sé sérlega í tísku núna...Það em ýkjur. Listamenn hafa alltaf haft áhuga á okkur: Pierre Loti, Wittgen- stein, Jean-Paul Sartre. Jafnvel Gúlliver og Múnchhausen barón komu til íslands." íslensk myndlist á Norðurlöndum Alltaf virðist það koma frændum vomm á Norðurlöndum jafnmikið á óvart að íslensk myndlist skuli vera eins fjörmikil og raun ber vitni. Umsjónarmaður menningarsíðu var í Gauta- borg í síðustu viku þar sem mikið var rætt um sýningu ungra íslenskra myndlistar- manna í Galleríi 54 þár í borg. Var honum tjáð (og selur það ekki dýrara en hann keypti) að aðilar frá nútímalistasafni Finna, Ki- asma, hefðu gert sér sér- staka ferö til borgarinnar til að berja sýning- una augum. Fyrst Finnland er hér nefnt til sögunnar er einnig rétt að minna á sýningu á verkum Jóns Óskars (á mynd) sem nú stendur yfir í einu þekktasta galleríi í Helsinki, Galerie Forsblom, tii 16. mai. ■r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.