Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 13 Dauðateygjur Efasemdir um NATO Alvarlegustu atriðin eru þó enn ótalin: Hvernig verður ástandið þegar versta styrjaldarástandinu léttir? Hvert verður mannfallið orðið? Hvað verður tjónið mikið?“ Ljóst er að Nato mun ekki geta gegnt slíku þróunarhlutverki gagnvart Serbum og stuðnings- mönnum þeirra. Þau samtök munu ekki geta linað þær mann- legu þjáningar og bætt það menn- ingarlega tjón sem blasir við í Júgóslavíu. í raun og veru hlýtur sú spum- ing að vakna hvort yfirstandandi „aðgerðir" Nato feli ekki í sér dauðateygjur samtakanna. Við ís- lendingar hljótum a.m.k. að spyrja hvort okkur beri ekki í framtíð- inni að veðja á samtök sem stefna að víðtækara pólitísku, efnahags- legu og menningarlegu samstarfl en Nato mun nokkurn tíma auðið eftir 50 ára sögu sína. Hjalti Hugason I ár liðu páskamir án upprisu a.m.k. í Júgóslavíu. Þar í landi hefur ástandið lengi verið óbærilegt. Dropinn sem fyllti mælinn er Kosovo. Þolinmæði margra var fyrir löngu á þrotum. Spurningin um það hversu lengi alþj óðasamfélagið ætlaði að horfa upp á þjóðarbrotin á Balkanskaga murka lífið hvert úr öðm varð stöðugt áleitn- ari. Þar kom að sam- tök vestrænna ríkja brugðust við á sinn hátt og gripu til „aðgeröa". í fyrstu voru tiifinningar margra blendnar. Var lengur hjá því komist að beita vopnavaldi - ef því væri aðeins haldið í lágmarki og það tæki skjótan enda? Nú blasir hið klassíska svar hins vegar við óbreytt frá fyrri Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor styrjöldum: Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Það er ugglaust ein- fóldun að kenna „að- gerðum“ Nato mn stórherta sókn Serba i Kosovo. Þær skapa hins vegar óbrigðult skálka- skjól. Hér eftir verða viðbrögð annars að- ilans aldrei metin án tillits til þess sem hinn hefst að. Við stöndum frammi fyrir sígildum víta- hring ófriðarins. Ótalin atriði bíða svara Lærdómurinn sem við getum dregið af styrjöldinni í Júgóslavíu er sá að í hemaði verður árangri ekki náð með „snyrtilegum", lang- drægum stýriflaugum sem beitt er á sérhæfðan hátt til þess að lama hernaðarmátt andstæðingsins. Þegar þetta er skrifað er þróunin þegar komin inn á hefðbundnari brautir. Tekið er að sprengja brýr, verksmiðjur og opinberar bygg- ingar. Fátt virðist fram undan Hvert verður mannfallið orðið? Hvað verður tjónið mikið? Hvemig verður friður tryggður á svæðinu til frambúðar og hver ætlar sér að gera það? „Þegar öllu er á botninn hvolft eru engar skjótfengnar lausnir til á vanda eins og þeim sem við er að glíma í Júgóslavíu. Eina vonin um varanlegan frið feist í því að þjóðir þær ogþjóðarbrot sem búa á svæðinu nái að þróa sambúð sína innbyrðis og samskipti sín við umheiminn á jákvæðan hátt.u annað en sprengjuregn yfir íbúð- arhverfi og e.t.v. innrás landhers. Óbreyttir borgarar eru fyrir löngu teknir að líða og enginn býst leng- ur við skjótum enda. Alvarlegustu atriðin em þó enn ótalin: Hvemig verður ástandið þeg- ar versta styijaldarástandinu léttir? Skjót aðstoð nauðsyn Þegar öllu er á botn- inn hvolft era engar skjótfengnar lausnir til á vanda eins og þeim sem við er að glíma í Júgóslavíu. Eina vonin um varan- legan frið felst i því að þjóðir þær og þjóðabrot sem búa á svæðinu nái að þróa sambúð sína innbyrð- is og samskipti sín við umheiminn á jákvæðan hátt. í innanríkismál- unum skiptir mestu að komið verði á lýðræðislegum stjómar- háttum, að almenn mannréttindi verði tryggð og komið verði á rétt- arfari sem nær jafnt til allra þegna samfélagsins án tillits til uppmna, tungu og trúar ólíkra þjóðarbrota. Til þess að slík markmið náist þurfa ýmis ríki Austur-Evrópu bæði aðhald og aðstoð yfirþjóð- legra stofhana. Slík aðstoð verður best veitt með þvi að veita þeim skjóta og fúllgilda aðild að samtök- um lýðræðisríkja. Konur og Sjálfstæðis- flokkurinn Við sem stutt höfum Sjálfstæðis- flokkinn i áratugi höfum að sjálf- sögðu oft velt fyrir okkur öllu er lýtur að fylgi flokksins á hverjum tíma. Hverjar em virkustu stétt- irnar sem styðja flokkinn? Era konur eða karlar i meirihluta? Hvernig kemur flokkurinn út í skoðanakönnunum, er jafnrétti kynjanna innan flokksins sem merkja má af þeim? Konur ofarlega á listum Sem betur fer standa glæsilegar konur mjög vel að vígi á framboðs- listum flokksins í vor. Kona leiðir listann á Austfjörðum, konur era í baráttusætum í Reykjavík og á Vesturlandi og Vestfjörðum. Á Reykjanesi era konur ofarlega á listanum og á Suðurlandi er kona í öruggu sæti. Annars staðar era konur í öraggum varaþingsætum. Kona veitir borgarstjórnarflokkn- um forustu, kona er þingflokksfor- maður og framkvæmdastjóri þing- flokks. Öruggt má telja að enginn flokk- ur hafi eins margar og glæsi- legar konur, og úr eins mörgum stéttum á næsta þingi sem Sjálf- stæðisflokkur- inn. En betur má ef duga skal. Það er engin sann- girni í því að konur, sem era nær helmingur kjósenda flokksins, eigi ekki ráð- herra í ríkisstjórn. Sjálfstæðis- flokkurinn verður að velja konur í ríkara mæli i ábyrgöarstöður inn- an flokksins, og kona, eða konur verða að vera í næstu ríkisstjóm sem flokkurinn leiðir. Við eigum að nýta það tækifæri núna þegar Kvennalistinn er hruninn og allt logar í illdeilum á vinstri væng stjóm- málanna að laða konur enn frekar til liðs við flokkinn í framtíðinni. - En það gerum við helst með því að treysta þeim enn frekar til trúnaðarstarfa. Mat kjósenda Ef marka skoðanakannanir sem gerðar hafa ver- ið undanfarið era konur þó nokkuð færri sem styðja flokkinn, öfúgt við það sem áður var, og það er mikið áhyggjuefni. Eina svarið við því er að sýna sanngimi og beita jafn- rétti. Ég skora á konur að fylkja sér enn frekar um flokkinn. í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokks- ins hafði hann alla möguleika til að koma vel út og þannig verður það líka ef dæma má eftir skoð- anakönnunum fyrir kosningamar. Sjálfstæðisflokkurinn hafði og hefur stöðugt góðan málstað að verja og ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar skilur við gott bú. Verð- bólga er sú lægsta sem um getur á lýðveldistímanum. Inn- an Sjálfstæðisflokksins er að finna fólk úr öll- um stéttum þjóðfélags- ins og fólk finnur að hann er sú kjölfesta sem það getur treyst. Það var líka lærdóms- ríkt að vera á síðasta landsfundi flokksins, þeim glæsilegasta sem flokkurinn hefur hald- ið. Þar hitti maður aldraða bændur sem unga þéttbýlinga, kon- ur og karla úr öllum stéttum. Það er engin tilviljun að Sjálfstæðisflokkur- inn er svona stór flokkur og í þetta langan tíma. Máltækið segir að sígandi lukka sé best. Síðan þjóðarsáttarsamn- ingarnir voru gerðir 1990, með að- stoð og góðum skilningi launþega, verkalýðsfélaga og viðsemjenda, hefur veriö friður á vinnumarkað- inum og meira launaskrið en dæmi eru um. - Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ekki getað gert allt fyrir alla en hann hefur gert best fyrir alla. Það virðast kjósendur kunna að meta nú sem endranær. Karl Ormsson „Það er engin sanngirni í því að konur, sem eru nær helmingur kjósenda flokksins, eigi ekki ráð- herra í ríkisstjórn. Sjálfstæðis- flokkurinn verður að velja konur í ríkara mæii í ábyrgðarstöður inn- an flokksins, og kona, eða konur verða að vera í næstu ríkisstjórn sem flokkurinn ieiðir.u Kjallarinn Karl Ormsson fyrrv. deildarfulltrúi Með og á móti Er raunhæft að spá KR íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu eins og 44 prósent landsmanna gerðu í könnun DV? Eina raunhæfa markmið KR „Já, það er mjög raunhæft að spá KR titl- inum í ár, rétt eins og svo oft undanfarin ár. KR er stórveldi í íslenskri knattspymu og hefur verið í fremstu röð all- an þennan ára- tug. Óheppni hefur valdið því að liðið hefur oft verið í öðra sætinu, tvisvar eftir hreina úr- slitaleiki í lokin og einu sinni á markatölu. Meistaratitillinn er eina raun- hæfa markmið KR í ár. Eins og Atli þjálfari sagði eftfr sigurinn í Reykjavíkurmótinu, þá er aðeins ein leið til að bæta sig frá i fyrra, hún er sú að vinna titilinn. KR- liðið býr að því i ár að breyting- ar frá í fyrra eru í lágmarki, hóurinn er sterkari ef eitthvað er, en það sem ég tel að muni mestu er, að nú er liðið að grunni til byggt á uppöldum KR- ingum. Þeir hafa þann metnað sem til þarf. KR verður meistari eftir harða baráttu við ÍBV og ÍA, og jafnvel Leiftiu-.“ Fara alltaf á taugum „Nú er ör- væntingin mikil í Vestin-- bænum og það er allt reynt til að ná titlinum áður en öldin er úti. KR-ing- ar hafa lagt allt í sölumar í ár, stofnað hlutafélag og náð í einn mesta stuðn- ingsmann ÍBV, sálfræðinginn Einar Gylfa Jónsson, í sínar rað- Ragnar Sigurjóns- son, rádsmaöur í Vióey og stuön- ingsmaður ÍBV. KR-ingar era með gott lið í ár eins og svo oft áður en ég hef ekki séð annað til þeirra en það sem sýnt var frá úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í sjónvarp- inu. En það er staðreynd að hjá þeim vantar rétta hugarfarið og þann rétta neista sem þarf til aö vinna alvörutitla. KR-ingar fara alltaf á taugum þegar mest liggur við, eins og sást best í úrslita- leiknum gegn ÍBV í fyrra. Hjá þeim era höfuð og hjarta ekki rétt stillf eins og hjá okkur Eyja- mönnum. Það er nokkuð ljóst að KR, ÍA og ÍBV berjast um titilinn í ár. Ég hef fulla trú á að mínir menn klári þetta þriðja árið í röö en er ekki viss um hvort röndótta liðið eða það gula hafnar í öðra sæt- inu. Svo mikið er víst að KR- ingar ná ekki titlinum i ár, frekar en undanfarna þrjá ára- tugi.“ -VS Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.