Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 4 1 Sviðsljós I>V Ofbeldisrokkarinn Tommy Lee taldi sig nánast kominn tii himnaríkis um daginn þegar hann varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá koss frá sinni fyrrum heittelskuðu eiginkonu Pameiu Anderson, fyrrum sílikonbombu. Atburður þessi gerðist við afhendingu tónlistarverðlaunanna í Monte Carlo. Allt búið milli Frikka og Maríu Nú er það endanlegt. María Montell og Friðrik Danaprins eru ekki lengur saman. „Við hittumst ekki meir,“ sagði María við danska Billed Bladet. Prinsinn og söngkonan hafa áður lýst þessu yfir en gengið erfiðlega að standa við það. Hvort eitthvað annað verður upp á teningnum að þessu sinni skal ósagt látið en víst er að mörgum mun þykja það miður. Alexandra gefur fé í neyðarhjálp Alexandra prinsessa, eiginkona Jóakims prins, yngri sonar Mar- grétar Þórhildar Danadrottning- ar, var meðal áhorfenda þegar danskar sjón- varpsstöðvar efndu til söfnun- ar fyrir flótta- mennina frá Kosovo. Prinsessan, sem er ófrísk og ham- ingjusöm, komst við eins og aðrir þegnar Danadrottningar. Hún og Jóakim bóndi hennar ákváðu því að gefa sem svarar fjögur hundruð þúsund íslenskum krón- um í neyðaraðstoðina. Bændur & vinnuvélaeigendur IS09002 ZZALUANCE T/RE & RUBBER COMPANY LTD. Búvéta' og vinnuvéladekk Beinn innflutningur - hagstæð verð Draupnisgötu 5, 603 Akureyri s. 462 3002 SENDUM HVERT Á LAND SEM ER Játvarður prins og Soffía í veislu Játvarður Filipusarson Eng- landsprins og Soffla Rhys-Jones, til- vonandi eiginkona hans, voru með- al gesta í glæsilegri brúðkaups- veislu í London um daginn. kynæsandi Ef þig langar til að verða aðlaðandi í augum hins kynsins ættirðu að gera eins og Bruce Willis og Demi Moore, það er að krúnuraka þig. Þetta er niðurstaða bandarískra aðila sem fylgjast með straumum og stefnum á tískusýningum i London, París, Mílanó og Róm. Á sýningum nú í vor gerðu bandarísku aðilarnir könnun meðal þúsunda blaðamanna. Þeir voru meðal annars spurðir að því hvað þeim þætti kynþokkafyllst. Yfir helmingur aðspurðra var á þeirri skoðun að skallar væru mest kynæsandi, ekki bara hjá körlum heldur líka hjá konum. Bruce Willis kom upp í huga flestra blaðamannanna þegar þeir voru beðnir að nefna einhvern Bruce og Demi á meðan allt lék í lyndi. Símamynd Reuter kynþokkafullan með skalla. Sjálfur segir hann að hann reyni stundum að láta hárið vaxa. Árangurinn sé hins vegar svo lélegur að hann raki þau fáu strá sem koma eftir mánuð. Demi Moore, sem er nú að skilja við Bruce, lenti í öðru sæti. Hún rakaði höfuðið í fyrsta sinn vegna leiks í kvikmyndinni G. I. Jane. Aðrir á listanum yfir kynæsandi fólk með skalla eru Ronaldo og Fabien Barthez og söngkonan Sinead O'Connor sem var fyrst kvenna til að ganga um krúnurökuð. Einnig má nefna Yul Brynner og Sean Connery. Sá síðamefndi var fyrir nokkrum árum kjörinn kynþokkafyllsti karl í heimi. Niðurstaða könnunarinnar mun birtast í tímaritinu Jane. Linda horfir bara á Fabian Ofurfyrirsætan Linda Evang- elsita og franski markmaðurinn Fabian Barthez voru svo upptek- in hvort af öðru þegar þau áttu að vera að fylgjast með fram- gangi tennismótsins í Mónakó að þau sá fátt af því sem gerðist úti á vellinum. Kunnugir segja að Linda sé búin að vera í sjöunda himni allt frá því þau Fabian kynntust í ágústmánuði síðastliðnum. Og virðist ekkert lát ætla að vera á því. Um tíma var uppi orðrómur um að hin 33 ára gamla Linda væri ófrísk en svo mun ekki vera, að hennar eigin sögn. tai Rachel leigir sér nýtt hús í L.A. Ljóskan Rachel Hunter er sem óðast að ná sér eftir skilnaðinn við sandpappírspopparann Rod Stewart. Gleggsta merkið um það er að stúlkan leigði sér stóra lúxusvillu með einkasundlaug og tennisvelli í Los Angeles. Þrír mánuðir og rúmlega það eru nú liðnir frá því Rachel gaf Roddaranum sparkið. Engu að síður er gott á milli þeirra, enda eiga þau nokkur stykki börn saman. „Við tölum saman á hverjum degi og börnin hitta Rod annan hvem dag. Bömin em okkur allt,“ segir Rachel. Skallar eru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.