Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 TIV rreindir kjósendur „Niðurstaöan er heilbrigðisvott- orð fyrir lýðræð- ið í landinu og dómgreind kjðs- enda.“ Steingrímur J. Sigfússon, vinstri-grænum, ÍDV. Spældur „Ég er spældur með út- komuna í Reykjavík, eitt- hvað hefur klikkað alvarlega og þeir sem leiddu listann ekki staðið sig nógu vel. Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni, í DV. Ósvífnar árásir „Andstæðingamir reyndu með óvenju- ósvífnum per- sónulegum ársásum að gera formann okkar tor- tryggilegan. , Að einhverju leyti tókst þeim þetta.“ Finnur Ingólfsson, Framsóknarflokki, í DV. Óánægja „Vinningur Sjálfstæðis- flokksins er allur á höfuð- borgarsvæðinu. Ég les úr þessu skilaboð aö það sé óá- nægja á landsbyggðinni." Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, í DV. Föst í smáatriðum „Mistök okkar voru að festast í smátriðum og vera krafin svara um þau.“ Mörður Árna- son, Samfylk- ingunni, í DV. Tími minn loks- ins kominn „Ætli tími minn sé ekki loksins kominn að hætta. Núna tekur við að taka til i húsakynnum sínum.“ Kristín Halldórsdóttir, vinstri-grænum, í DV. Brotlending „Það er ljóst að tilraunin brotlenti." Davíð Oddsson, Sjálfstæð- isflokki, um Samfylking- una, í DV. IWS' 'LÓC& 151 ' u <=1 V2/ó HO +2£> +23 'lo&r ■z o\\ '2CA,5 ' (o 3 0 +/2-% +2 9 +30 $1 52 55! , LITtHJ F7 SSibRTZU HLT-E>INlí=?, tó-sn-Ri Y Tplee? csEn~I^> f MF=TLOie? F±7FTSF7t\/7 SPILFf f<*í=7Sisa:MNj dyæ slMjniom i l<&FteÍ VlEÞjSdir 03- SiP7N<fr i RÍK5S- Guðjón A. Kristjánsson, nýkjörinn þingmaður Frjálslynda flokksins: Erum ekki hörundsárir og kunnum að svara fyrir okkur „Ég hafði það alltaf á tilfinning- unni að við værum með mann inni á Vestfjörðum og sjálfúr spáði ég að við fengjmn 15,7% atkvæða en raun- in varð að við fengum 17,7% svo ég get ekki verið annað en ánægður með okkar hlut í þessu kjördæmi, sérstaklega eftir skoðanakannana- farganið sem dundi á þjóðinni dag- ana fyrir kosningar og spáðu okkur engum þingmönnum. Þær gerðu okkur erfitt fyrir rétt fyrir kosningar," segir Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiskimanna- sambands ís- land, sem hlaut kosningu á þing fyrir Frjálslynda flokkinn á Vestfjörðum. I, Kosning Guð- jóns gerði það að verkum að formaður Frjálslynda flokksins, Sverrir Her- mannsson, komst einnig á þing. í gær var Guðjón kominn til vinnu sinnar á skrifstofu sinni hjá Farmanna- og fiskimannasambandinu: „Hér eru næg verkefni til að takast á við og síðan kemm- að því að skipuleggja Maður dagsins vinnu mina með þingmannsstörfín í huga. Ég mun klára mitt kjörtíma- bil hjá sambandinu hvemig sem á veltur og svo er bara að sjá hvað kemur í ljós með framhald- ið.“ Guðjón hef- ur öðm hverju dottið inn á Alþingi sem vara- maður: „Ég hef nokkrum sinnum kom- in inn á þing- ið í stuttan tíma, lengst var ég einn og hálfan mánuð þegar ég tók sæti Matthí- asar Bjama- sonar á sínum tíma, annars hef ég verið i stuttum afleysingum og ekkert síðustu fjög- ur árin.“ Guðjón líst vel á það að sitja með Sverri Hermannssyni í þingflokki: „Það verður allt í lagi með okkur, við eram ekkert hörundsárir og kunnum að svara fyrir okkur og emm fuflfærir að halda uppi sterk- um rökum fyrir okkar málstað." Þegar Guðjón var spurður hvað hefði helst komið honum á óvart í kosningunum sagði hann það vera árangur vinstri-grænu fylkingar- innar: „Þeir komu sterkir út úr þessum kosningum, því verður ekki neitað. Þaö kom mér einnig á óvart að við skyldum ekki ná betri kosn- ingu í einstaka kjördæmum, til dæmis á Reykjanesi, og tel ég að sökin sé að einhverju leyti skoðana- kannanir rétt fyrir kjördag og er ég alfarið á þeirri skoðun að ekki eigi að taka skoðanakannanir síðustu daga fyrir kosningar." Guðjón býr í Mosfellsbæ en hefur alltaf átt lögheimili á Vestfjörðum: „Ég hef í mínum frístundum mjög gaman af að fara á veiðar, og reyni að gera það þegar tími vinnst til, fyrir utan að þá fækka ég kflóunum. í fyrra fór ég á handfæraveiðar og tapaði fjórum kílóum og veiddi tutt- ugu tonn að fiski og ég væri alveg til í að gera það aftur. Það er heilsu- samlegt að komast út af skrifstof- unni og fá að reyna á alla vöðvana í skrokknum. -HK Málverk og gamlar vatns- litamyndir í baksal Gallerí Foldar, Rauðarárstíg 14, heldur Haraldur (Harry) Bilson málverkasýningu. Sýning- una nefnir listamaðurinn Aðeins eitt er víst: Ekkert. í galleríinu em sýndar gaml- ar vatnslitamyndir eftir Tryggva Magnússon. Haraldur (Harry) Bilson fæddist í Reykja-______ vík 21. janúar 1948 en fluttist til Bret- lands á unga aldri. Móðir hans er islensk en faðir hans breskur. Harald- ur hefur dvalist í Asíu, Ástralíu og í Evrópu viö listsköpun sína og frá árinu 1969 hefur hann sýnt verk Sýningar sín í fjölmörgum löndum í öflum heimsálfum, að Afr- íku undanskilinni. Þetta er þriðja einkasýning Haralds hér á landi og hafa fyrri sýningar hans vakið mikla athygli. TVyggvi Magnússon fædd- ist á Bæ á Selströnd við Steingrímsfjörö árið 1900. Hann nam myndlist i Dan- mörku, Bandaríkjunum og Þýskalandi. í námi sínu lagði hann höfuðáherslu á teikningu. Hann telst vafa- lítið meðal okkar fremstu ______teiknara. Tryggvi Magnússon lést árið 1960. Myndimar sem nú eru sýndar í Gall- erí Fold em landslagsmynd- ir, unnar með vatnslitum, og em af söguslóðum íslend- ingasagna. Sýningamar standa til 16. maí. -EypÓR Vamagli EyþoR- Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Fjöldi tón- listarmanna tekur þátt í flutningi á King Arthur eftir Henry Purcell. Arthur konungur Fimmtugustu tónleikarnir í Salnum, hinu nýja og glæsilega Tónlistarhúsi í Kópavogi, verða haldnir í kvöld á afmælisdegi Kópavogs og hefjast þeir kl. 20.30. Þá flytur Kammerkór Kópavogs ásamt sautján manna barokksveit og fríðum flokki ungra einsöngv- ara ævintýraópemna King Arthrn- eftir Henry Pureell, undir stjóm Gunnsteins Ólafssonar, og er hér um tónleikauppfærslu að ræða. Era þetta endurteknir tónleikar frá sunnudagskvöldinu. Það má með sanni segja að flytj- endur jafnt sem áheyrendur hafi tekið þessu fyrsta alvöra tónlistar- húsi landsins með miklrnn fögnuði og borið hróður þess víða. í Saln- um hafa nú þegar hljómað ellefu einsöngstón- -------------- íeikar tíukór- Tónleikar tonleikar, mu______________ einleikstónleikar og átta kammer- tónleikar auk óperutónleika, djass- tónleika, burtfarar- og einleikara- prófstónleika, afmælis-, minning- ar- og styrktartónleika og svo mætti áfram telja. Fjöldi áheyr- enda er kominn langt yfir 10.000. Eins og fram hefur komið mun Tónlistarhús Kópavogs einnig hýsa starfsemi Tónlistarskóla Kópavogs og hefur framkvæmd- um við þann áfanga miðað hratt og er stefnt að því að þeim verði lokið nú þegar í sumarbyrjun. Bridge Mikil dramatík einkenndi úrslita- keppni sveita í Danmörku í ár. í undanúrslitum áttust við sveitir Munksgaards og Raulunds annars vegar og Sörensens-Aukens hins vegar. Sveit Jens Aukens var fyrir fram talin sigurstranglegust og lík- legust til að hampa Danmerkur- meistaratitlinum en Sörensen gerði sér lítið fyrir og sló Auken út með 107 impum gegn 95,5. Munksgaard vann sinn leik með nokkm öryggi, 146-101. Munksgaard fékk því sam- kvæmt þeim reglum sem ríkja í Danmörku 10,5 impa forskot í úr- slitaleiknum. Sá leikur var ótrúlega spennandi og endaði með sigri Munksgaard, 146,5-145. Hins vegar fengu báðar sveitir tímasektir fyrir of hæga spilamennsku. Sveit Sören- sen fékk einn impa i sekt en sveit Munksgaard fékk 3 impa í sekt!. Lokaniðurstaðan varð því 144-143,5, Sörensen í hag! Munksgaard reyndi að áfrýja en dómnefnd vísaði áfrýj- uninni frá. í þessu spili í leiknum græddi Sörensen 13 impa. í opnum sal enduðu sagnir í NS i 3 gröndum og sagnhafi tók 11 slagi. í lokuðum sal gengu sagnir þannig, norður gjafari og NS á hættu: 4 A2 4* ÁG983 ♦ - * ÁK8642 * K43 W 105 4- G843 4 D8765 «* KD76 ♦ 1075 * 5 N * G1073 4 G109 «* 42 4 ÁKD962 * D9 Norður Austur Suður Vestur Cohen Kofoed Munksg. Hansen 2 * pass 24 pass 34* pass 5 * pass 54 pass 6 4 p/h Tveggja laufa opnunin var precision-ættuð, lofaði góðum lauflit og hugsanlega há- lit til hliðar. Tveir tíglar vom spum- arsögn og 3 hjörtu sýndu 5-6 í hjarta og laufi. Suður stökk þá í 5 lauf en norður taldi höndina réttlæta slemmuleit. Fimm tígla fyrirstöðusögnin kom eðlilega illa við suður og niðurstaðan 6 lauf. í hagstæðari legu hefði spilið getað unnist en var vonlaust í þessari. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.