Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Page 2
2 MIÐVKUDAGUR 12. MAÍ 1999 Fréttir Eigandi þriggja smábáta i Reykjavíkurhöfn malar gull: Hala inn milljónatugi bundnir við bryggju - og von um hærri kvótatekjur á næsta ári Útgerðarmaður í Reykjavík hef- ur komið sér upp sannkallaðri gullhænu með því að kaupa smá- báta. Um er að ræða þrjá báta sem hann hefur eignast undir merkjum tveggja fyrirtækja á undanfomum misserum og þeir velta milljðna- tugum í kvótaleigu. Einn bátanna er í gamla aflamarkskerflnu, ann- ar í aflahámarkskerfi smábáta og sá þriðji er í svokölluðu dagakerfi smábáta. Þessi útgerð er undir nokkuð öðmm formerkjum en al- mennt þekkist á íslandi, því minnst er lagt upp úr sjósókn og bátarnir liggja lengst af árinu bundnir við bryggju í stað þess að stunda veiðar. Þannig hafa þeir legið við Kaffivagninn undanfarið og ekki sjáanlegt á þeim fararsnið. Sá bátanna sem er í aflamarks- kerfinu heitir Dóra BA og er skráð eign Hala ehf. á Tálknafirði. Dóra er rétt tæplega 20 tonn að stærð. Stærðin segir þó litið því alls er 424 tonna bolfiskkvóti á bátnum, auk þess að rúmlega 118 tonn af rækju voru færð á hann. Frá því fiskveiðiárið hófst þann 1. septem- ber 1998 hefur aðeins verið landað á bátinn um 34 tonnum. Síðasta löndun var skráð þann 29. október 1998 á Bíldudal. Samkvæmt skrán- ingu Fiskistofu hafa verið færð af bátnum til annarra skipa tæplega 265 tonn á kvótaárinu. Veltan í þeim viðskiptum er, ef miðað er við 100 krónu leiguverð á þorsk- kvóta, um 26,5 milljónir króna. Reikna má með að sá afli sem bát- urinn bar að landi hafl lagt sig á 80 til 100 krónur kílóið þannig að aug- ljós ávinningur er af því að hafa hann mannlausan og bundinn og gera út á leigukvóta. Eftir era á Dóru BA tæplega 117 tonn af þorski og fari svo að þau verði leigð í burtu gæfl sú aðgerð útgerð- inni sem nemur 11,7 milljónir til viðbótar. Þar með yrði heildar- velta Dóra BA rúmlega 38 milljón- ir króna, sem kæmu til án þess að nokkum tíma yrðu leystar land- festar. Dóra BA hefur gefið eigendum sín- um tekjur sem nema tæpum 27 milijónum króna þar sem hún liggur bundin við bryggju. DV-myndir S María BA liggur bundin og enginn arður af útgerðinni. Það stendur þó til bóta á næsta ári. Elín RE hefur gefið eigendum tekjur upp á tæpar 12 milljónir króna þar sem hún liggur bundin skammt frá Kaffivagninum. Veiddl 30 kllo einnig gerður út undir merkjum Næsti bátur útgerðarinnar sem tí- Hala ehf. Sá bátur er á þorskaflahá- undaður er heitir Elín RE-1 og er marki sem gefur ívið minna í aðra hönd við leigu kvóta, þar sem ekki má færa úr smábátakerfinu yfír í gamla kvótakerfið. Elín RE, sem er 6 rúmlestir að stærð, er skráð fyrir alls 248 tonnum af þorski og hefur veitt sem nemur 30 kílóum það sem af er kvótaárinu. Af Elínu hafa ver- ið færð á aðra báta 164 tonn af þorski. Hagnaður Eif þeim kvótavið- skiptum er sem nemur 11,5 mUljón- um króna ef miðað er við gangverð á leigukvóta. Þetta er þó ekki öll ársveltan, því ef báturinn heldur sig frá veiðum og leigir frá sér þau rúmlega 77 tonn sem eftir era fær útgerðin sem nemur 5,4 milljónum til viðbótar. Þannig yrði ársveltan í kvótaleigunni um 17 milljónir króna. Enginn hagnaður en... Þriðji báturinn sem er í útgerð og eigu sömu aðila er ekki farinn að skila arði enn sem komið er, þrátt fyrir að hafa verið samviskusam- lega bundinn við bryggju það sem af er kvótaárinu. Sá bátur heitir Mar- ía RE og er skráð í eigu Máls ehf. í Reykjavík og hefur þann djöful að draga að vera i dagakerfi. í því kerfi er ekki hægt að leigja heimild til að veiða fisk, en það stendur til bóta árið 2000, þegar heimilt verður að framselja daga. Samkvæmt heimild- um DV er gert ráð fyrir að vilji menn kaupa sér einn slíkan dag til eignar, muni hann kosta að há- marki um 700 þúsund krónur. Vilji menn aftur á móti leigja slíkan dag til einnota brúks, er líklegt að hann muni kosta um 70 þúsund krónur. María BA hefur ekki landað nein- um fiski það sem af er fiskveiðiár- inu, en hefur til ráðstöfunar 23 sóknardaga. Samkvæmt þeirri reiknireglu gæti leiga daga árið 2000 gefíð tekjur sem nema 1,6 milljón- um króna árlega. Tekið skal þó fram að María er enn ekki farin að gefa slíkan arð og liggur því bundin og tekjulaus enn sem komið er. Ekki náðist í útgerðarmann bát- anna í gær. -rt Fyrsti fundur þingfiokks Vinstrisamtakanna - græns framboðs var haldinn í gær. Hér heilsast þau þingflokkssystkinin Ögmundur Jónasson og Þuríður Bachman með virktum. DV-mynd Hilmar Þór Símanum skipt upp Landssímanum verður skipt upp í fjór- ar rekstareiningar á næstu mánuðum. Að sögn Þórarins V. Þór- arinssonar, stjórnar- formanns Landssím- ans, er gert ráð fyrir því að tekjuhlið fyrir- tækisins verði brotin upp í fjögur svið. „Við höfúm yerið að vinna að nýju skipuriti og höfum verið að gera það lengi. Þessar breyt- ingar eru gerðar út af mörgum ástæðum. Ein þessara deilda verður farsímadeild- in, þ.e. sú deild sem hefur með Þórarinn V. Þórarins- son, stjórnarformað- ur Landssímans. GSM-símtöl að gera verður með þessu aðskilin frá öðr- um deildum. Það er gert út frá samkeppnislegum ástæðum og svo út frá regluumhverfínu," sagði Þórarinn. Hann telur að hægt verði að ljúka vinnu við fyrirhugaðar breytingar mjög fljótlega. „Ég vona að við náum að klára þaö í maí.“ Hann segir að fram- kvæmdastjóri muni starfa yfir hverju sviði, en hugs- anlegt sé að sami fram- kvæmdastjórinn gegni stöðu framkvæmdastjóra í fleiri en einni deild. -hb Spænskur sjómaður sóttur með þyrlu Spænskur sjómaður var í gær- kvöldi sóttur af þyrlu varnarliðsins rúmlega 200 mílur út á Reykjanes- hrygg. Sjómaðurinn var á spænsku skipi sem er þar við karfaveiðar. Skip- ið sendi neyðarkall til björgunarmið- stöðvarinnar í Madrid á Spáni og var þaðan haft samband við Landhelgis- gæsluna um klukkan 20 í gærkvöld. Landhelgisgæslan sendi Puma þyrlu sína TF-LÍF af stað en svo illa vildi til að svokallaður „autopilot" þyrlunnar bilaði skömmu eftir flugtak sem hefur það í fór með sér að hún gat ekki híft manninn upp af skipinu. Þá var haft samband við varnarliðið og lagði þyrla þeirra af stað um kl. 22.30. För þeirra gekk vel og kl. 3 í nótt lentu þeir í Keilavík og var maðurinn flutt- ur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Talið var að um botnlangakast hefði verið að ræða. -hvs Stuttar fréttir i>v Svipaður fjöldi Uppsagnir grannskólakennara era ámóta margar og í fyrra, að sögn starfsmannastjóra fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur við Dag. Tapaði máli Nýkjörinn þingmaður, Kol- brún Halldórs- dóttir, tapaði máh í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn fjármála- ráðuneytinu. Krafa Kolbrúnar var sú að launa- kjör leikstjóra við Leiklistarskóla íslands tækju mið af launakjörum leikstjóra við Þjóðleikhúsið, eins og var um langt árabil. Héraðs- dómur sýknaði ráðuneytið af kröf- unni. RÚV sagði frá. Kennarar mótmæltu Margir kennarar Tónlistarskól- ans á Akureyri fjölmenntu í mót- mælaskyni á fund bæjarfulltrúa í gærkvöld vegna óánægju með kjaramál. Allmargir nemendur skólans sýndu kennurunum stuðn- ing með því að fylgja þeim sem og foreldrar nemendanna. Dagur sagði frá. Stýrir Íslandssíma Eyþór Arn- alds borgarfúll- trúi hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri íslandssima. Fyrirtækiö var stofnað á síð- asta ári og hyggst m.a. veita símaþjónustu á Internetinu. Eyþór segir í Morg- unblaðinu að hann muni í fram- haldinu draga sig út úr borgar- málunum smám saman. Kínverjar lægstir Kínverskt virkjanafyrirtæki í rík- iseigu og íslenskir aðalverktakar áttu langlægstu tilboðin í byggingar- hluta Vatnsfellsvirkjunar en tilboð í þá voru opnuð í gær hjá LandsvirKj- un. Morgunblaðið sagði frá. Peningarnir ráöa íslensk stjómvöld og fjátfestar hér á landi geta ráðið úrslitum um það hvort reist verður álver á Reyðarfirði, þar sem Norsk Hydro hefur ekki í hyggju að vera meh'i- hlutaeigandi í því. Nýtt álver kostar um 10 mihjarða króna og þyrfti aö afla 6-7 milljarða hér á landi, að sögn RÚV. Minni flugumferð Vegna óhagstæðra háloftavinda hefur flugumferð milli Ameríku og Evrópu um íslenska flugstjóm- arsvæðið verið um þriðjungi minni undanfama tvo mánuði en í meðalmánuði, að sögn Morgun- blaðsins. Samfylking að flokki Ágúst Einars- son, fyrrv. al- þingismaður, telur að strax í haust skuli stofna stjóm- málaflokk úr Samfylkingunni og kalla Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra til forystu. Sighvatur Björgvinsson telur í Degi ekkert liggja á að stofna flokk fyrr en haustið 2000. Herjólfur frá Meiri skemmdir komu í ljós á Herjólfi þegar skipið var fært í slipp í Hollandi en ætlað var. Skip- ið verður því lengur frá en ætlað var. Ekki hefur fengist annað skip á leigu í stað Herjólfs til Vestmanna- eyjasiglinga, að sögn RÚV Fólksbílafærir Svokallaðir aðalfjallvegir verða byggðir upp og ár brúaðar sam- kvæmt nýju svæðisskipulagi mið- hálendisins. Þeir eiga að verða færir öllum venjulegum fólksbíl- um fjóra til sex mánuði á ári. RÚV sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.