Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 Fréttir_______________________________pv Allar líkur á sama stjórnarmynstri áfram: Stokkað upp í ráðherraliöinu - Siv og Guðni líkleg inn hjá Framsókn sem og Árni og Sólveig hjá Sjálfstæðisflokknum Hugsanleg ráðherraskipan Davíö Oddsson f ' } Halldór Ásgrlmsson Geir H. Haarde Finnur Ingólfsson Björn Bjarnason Ingibjörg Pálmadóttir Halldór Blöndal Sif Friöleifsdóttir Arni Mathiesen Guöni Ágústsson Sólveig Pétursdóttir Páll Pétursson : nrii Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur séu ekki sammála um hvaða mál séu efst á verkefnalista næstu ríkisstjómar þá eru þingmenn flokkanna fyllilega sammála um að miklar líkur séu á áframhaldandi samstarfi þeirra. Það bendir því óneitanlega flest til sömu stjómar en ljóst er að nýir menn munu setjast í ráðherrastóla. Spumingin er aðeins hversu margir það verða. Þreifingar um stjómarmyndun hófust formlega í fyrradag og eru því skammt á veg komnar. DV ræddi í gær við vel á annan tug þingmanna flokkanna og aðra sem þekkja til innviða þeirra. Ljóst er þó að við- ræður flokkanna eru á ofurvið- kvæmu stigi og varasamt að fullyrða of mikið um niðurstöðu þeirra, eink- um hvað lýtur að ráðherraefnum og breytingu á forræði málaflokka. Ráöherraefnin Eins og staðan er nú mega ein- ungis fimm ráðherrar teljast ömgg- ir um sæti f næstu ríkisstjóm. Þetta em þeir Davíð Oddsson, Geir H. Haarde og Bjöm Bjamason fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þeir Haildór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson fyrir Framsóknarflokkinn. Sjálfsagt era margir þó einna spenntastir fyr- ir því hvaða nýliðar muni setjast í ráðherrastóla á næstu vikum. í því sambandi er rétt að gæta að hugsan- legri fjölgun ráðherra í stjóminni út tíu í tólf. Slík fjölgun myndi þýða að dómsmálaráðuneytið og sjávarút- vegsráðuneytið skiptist niður á tvo ráðherra og sama máli myndi gegna um landbúnaðar- og umhverflsráðu- neytin. Af nýjum ráðherraefnum Fram- sóknarflokksins nefna flestir nöfn Sivjar Friðleifsdóttur og Guðna Ágústssonar. Bæði þykja hafa feng- ið sterka útkomu úr kosningunum og þar með styrkt stöðu sína vera- lega í þingflokknum. Hvort bæði komast að veltur hins vegar nokkuð á því á hvað Páll Pétursson félags- málaráðherra hyggst fyrir í framtíð- inni. Sögusagnir eru á kreiki um Páll muni fljótlega láta af störfum vegna heilsubrests en þær era ekki staðfestar. Þá töldu flestir líklegt að Ingibjörg Pálmadóttir yrði áfram ráðherra flokksins, þrátt fyrir held- ur laka útkomu í kosningunum. Bentu menn á að Ingibjörg hefði verið með erfiðan málaflokk á hendi og í samanburði við fyrirrennara sína í ráðuneytinu hefði hún ekki komiö illa út úr þvi. Valgerður Sverrisdóttir og Kristinn H. Gunn- arsson þóttu bæði mun óllklegri en hin tvö og einn orðaöi sem svo að „yflrlýsingar Kristins um ráðherra- dóm gætu tæpast talist raunhæfar". Ráðherrar Sjálfstæöisflokksins Flestir heimildarmanna DV inn- an þingflokks Sjálfstæðisflokksins telja nær óhugsandi annað en að Ámi Mathiesen verði ráðherra í Ijósi glæsilegs kosningasigurs flokksins á Reykjanesi. Þá vora margir á því að Sólveig Pétursdóttir kæmi til greina í ráðherrastól, með- al annars í ljósi háværra krafna innan flokksins um að rétta hlut kvenna í ráðherraliöinu. Flestir hölluðust því að möguleikar Sól- veigar væru mun meiri en til dæm- is möguleikar Sigríðar Önnu Þórð- ardóttur og Ambjargar Sveinsdótt- ur sem annars myndu koma til álita. En hvort Ámi og Sólveig verða bæði ráðherrar ræðst sem fyrr segir nokkuð af því hvort ráð- herrar verða tíu eða tólf talsins. Þrátt fyrir að framtíð Halldórs Blön- dal í ráðherrastól sé hvergi nærri öragg er þó fremur búist við að hann haldi stöðu sinni. Sumir inn- an þingflokksins telja þó hann „hafa fengið að sitja sinn tíma í embætti". Aðrir möguleikar Viðmælendum blaðsins bar al- mennt saman um að það væru hálf- gerðar getraunir að ætla sér að tengja menn við ákveðin ráðuneyti nú þeg- ar. Engu síður nefndu sumir að hug- myndir væru uppi um að Sjálfstæðis- flokkur léti menntamálaráðuneytið af hendi til Framsóknar og fengi þess í stað heilbrigðisráðuneytið. Þá varð mönnum tíðrætt um Sturlu Böðvars- son sem arftaka Ólafs G. Einarssonar í embætti þingforseta. Búist er við að stjórnarmyndunarviðræður muni taka þó nokkurn tíma, m.a. i ljósi mikilla anna Halldórs Ásgrímssonar í embætti utanríkisráðherra og er nið- urstaðna ekki að vænta úr þeim fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Haldreipið eina hverfur Fáar stofnanir ef nokkrar hér á landi hafa verið íhaldssamari en Ríkisútvarpið. Það er eiginlega arf- ur hins liðna en liflr þó í samtíman- um. Blómaskeið þess stóð áratugum saman meðan það var eitt á mark- aðnum og hljóðvarpsrásin aðeins ein. Þá hlustuðu landsmenn á þá út- varpsstöð, hvort sem þeim líkaði það betur eða verr. Þar var ekkert hopp og hí heldur alvaran í fyrir- rúmi. Tónlistin var sígild og því mátti nokk treysta að rétt væri far- ið með hið talaða orð. Þulir vora þjóðhetjur, gestir á hverju heimili. Veðurfregnir stöðvarinnar voru lífs- stíll, ætlaðar bændum í heyskap og sjófarendum. Staða Ríkisútvarpsins varð enn sterkari þegar Sjónvarpið komst á koppinn þegar nokkuð var liðið á sjöunda áratuginn. Menn horfðu í andakt á svart- hvítt Savanna-tríóið, skáld lesa ljóð og sáu og heyrðu ráðherra þéraða í umræöuþáttum. Fyrsta sjónvarpsauglýsingin um kórónafótin greyptist í huga neytenda, svo gjörsamlega að enn era mið- aldra menn og eldri að leita þessara klæða. Fréttatimar Sjónvarpsins náðu svokölluðu áhorfsmeti sem aldrei verður slegið. Lýðurinn var sem límdur við skjá þessarar einu stöðvar. Svo kom frelsið um miðjan níunda áratuginn og allt fór á verri veg. Samkeppnin hófst á út- varpsmarkaðnum og nú er svo komið að útvarps- stöðvamar era fleiri en talið verður. Þar gjamm- ar hver gleiðgosinn á fætur öðrum og lætur sig litlu skipta hvort orðin era i nefnifalli, þolfalli eöa þágufalli, þykist raunar góöur ef málflutning- urinn er í meginatriðum á íslensku. Graðhesta- tónlistin ræður þess utan ríkjum. Sjónvarpið fékk heldur ekki að sitja eitt að sínu. Stöö 2 fór af stað meö brambolti. Hún hefur smám saman sótt að kjölfestu frumherjanna, fréttatímanum, og nú er svo komið að stöðvarnar standa jafnfætis í fyrrnefndu áhorfi. Það sem eftir stóð af gamalli íhalds- semi Ríkisútvarpsins, eina haldreipi þeirra sem ólust upp með þessari einu stöð, var klukkuslátturinn klukkan 7 á morgnana og 19 á kvöld- in. Hann var það eina sem aldrei brást í hverfulum heimi. En svo bregðast krosstré sem önn- ur. Stjórnendur Ríkisútvarpsins blikkuðu augunum og bökkuðu burt frá áratugahefð heillar þjóðar. Frétt- irnar og líklega klukkuslátturinn einnig verða ekki lengur klukkan sjö. Stjórnendumir fóru á taugum í hinni blindu samkeppni sem engu eirir. Kjölfestan er fyrir bí. Klukku- slögin sjö heyra sögunni til um næstu mánaðamót. Sjónvarpið yfir- tekur þann tíma og skutlar hljóð- varpinu fram um klukkustund. Þjóðin er í öngum sínum og bændur þó mest. Nyt dettur úr kúm þar sem þær hafa vanist því, kynslóð fram af kynslóð, að mjólka því aöeins að þær heyri klukkusláttinn kvölds og morgna. For- maður Bændasamtakanna nær ekki upp í nefið á sér. Ólíklegt er og að hænur verpi undir þessum kringumstæðum. Málið verður tekið fyrir í stjóm samtakanna. Skylduáskriftin heldur vart eftir þetta heitrof. Dagfari sandkorn Grátur og gnístran Hin mikla höfnun sem Fram- sókn fékk í kjörklefum hefur vakið verðskuldaða athygli. Viðbrögð Halldórs Ásgrímssonar , hins mislynda leiðtoga, sem tapaði rúm- lega átta prósenta fylgi í eigin kjör- dæmi, era þau að fjöhniölum sé um að kenna. Fréttamenn hafi verið upptekn- ir af því að spyrja um væntanlegan kvótagróða hans vegna Skinneyjar hf. á Höfn. Margir hafa bent á að Steingrím- ur J. Sigfússon, leiðtogi VG og sigurvegari kosninganna, hafi fengið svipaðar spurningar og Dóri. Steingrímur, sem á hlut í Hraðfrystihúsi Þórshafnar, svaraði með bros á vör og staðfesti að rétt væri en Halldór ýfðist gjarnan all- ur upp og spurði með þjósti hvurs- lags spurningar þetta væra eigin- lega. Þar meö skvetti hann olíu á eld ... Sjalla og VG saman Þrátt fyrir að allar líkur séu á áframhaldandi stjómarsamstarfi vilja margir sjálfstæðismenn frem- ur vinstra-græna og Steingrím J. Sigfússon en Framsókn í sam- starf. Enda þótt meirihlutinn þeirra yrði tæpur eru menn ekki endilega hræddir við það. Margt af málum VG eru Sjálfstæðis- flokknum þóknan- leg og það ætti að nást ágætt sátt þar á milli. Talið er að samstarf núverandi stjómar- flokka verði aldrei sem áður og því sé ástæða til sambandsslita. Mörg- um flnnst því kominn tími á Fram- sókn og að sigurvegarar kosning- anna taki saman ... I kjörklefanum Sjálfstæðismenn á Reykjanesi unnu góðan sigur í kosningunum undir forsæti dýralæknisins brosmilda, Talið er að Árna Mathiesens. loforð um breikkun Reykjanesbrautar sem verið hefur hjartansmál Krist- jáns Pálssonar al- þingismanns og svokallaðs ljósálfs, hafl ráðið nokkru um meðbyrinn. Taugaveiklun var nokkur meðal sjallanna á kjördag og þegar leið að lokum kjörstaða var gripið tO þess að hringja úr öll- um tiltækum símum í þá sem ekki vora mættir á kjörstað. Meðal þeirra sem hringt var í var eldri Njarðvíkingur. Það kom nokkuð á smala flokksins þegar hann svar- aði og sagðist einmitt vera í kjör- klefanum. „Hvað á ég eiginlega að kjósa?“ spurði hann og fékk um- svifalaust skýrar leiðbeiningar ... Þurrkvóti Það reyndist svo sem DV greindi frá að lífsvon frjálslyndra væri að finna í Vestfjarðakjör- dæmi þar sem gamli jaxlinn Guð- jón A. Kristjánsson halaði inn atkvæði sem dugðu til að koma honum og Sverri Her- mannssyni, leið- toga flokksins, á þing. Lifsbjörg frjálslyndra er ekki síst talin sjó- mönnum aö þakka en stað fest dæmi eru um að heilu togara- áhafnirnar hafi óskiptar kosið Adda Kitta Guj. Þá mun hafa geng- ið í Vestflrðinga þegar Addi og fé- lagar seldu harðfisk á Silfurtorgi á ísaflrði daginn fyrir kjördag. Sú ágæta vara hét í sölumeöferð þeirra þurrkvóti og var seldur var- anlega en ekki leigöur ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn ffiff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.