Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 5 í t r»v Fréttir Sverrir ætlar að berjast fyrir lágmarkslaunum á þingi: Með fern eftirlaun - og þingmanns- laun að auki - bjóst aldrei við að enda á þingi „Verkalýðshreyfingin er ófær um að berjast fyr- ir þeim sem lægst hafa launin. Ég mun því beita mér fyrir því að Alþingi setji lög um lágmarks- | laun í landinu," sagði Sverrir Hermannsson, | nýkjörinn alþingismað- ur, í gær. Sjálfur er hann aftur kominn á launa- skrá Alþingis þó að hann þiggi eftirlaun sem fyrr- verandi þingmaður hjá sömu stofn- un, auk þess að fá eftirlaun sem ráð- herra, bankastjóri og framkvæmda- stjóri hjá Framkvæmdastofnun rík- isins. Laun Sverris koma því úr I fimm áttum. „Þetta var allt stillt af þegar ég hætti í Landsbankanum og ég veit að eftirlaun min nema samtals 90 pró- sentum af bankastjóralaunum hver sem þau eru í dag. Nú bætist nýtt þingfararkaup við og því mundi ég ætla að eftir- laun mín sem þingmanns frestuðpst á meðan ég sit á þingi. En um þetta hef ég ekki hugmynd því ég reiknaði aldrei með að enda á þingi. Ekki einu sinni á lokaspretti kosn- ingabaráttunnar,“ sagði Sverrir og ætlar nú að ganga á fund skrifstofú- stjóra Alþingis til að fá því svarað hvort hann haldi eftir- launum sem þingmaður þótt hann sé orðinn þingmaður aftur. „Það hefur aldrei gerst áður hér að fyrrum þingmaður sem þiggur eftirlaun sé kosinn aftur á þing. Ég hef skoðað þetta mál sérstaklega og niðurstaðan er sú að sá sem þiggur þingfararkaup fær ekki eftirlaun á meðan,“ sagði Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis. -EIR Þaö var glatt á hjalla í þingflokksherbergi Framsóknarflokksins á manudag- inn þegar Hjálmar Árnason, Ólafur Örn Haraldsson og ísólfur Gylfi Pálma- son óskuðu hver öörum til hamingju meö þingmannssætiö. Sem kunnugt er tryggöu þeir félagar sér þingsætin á elleftu stundu eftir aö hafa verið ýmist úti eöa inni alla kosninganóttina. DV-mynd Teitur Klipptu i sundur símalín- ur Borgarkringlunnar Menn frá verktakafyrirtækinu ístaki, sem vinnur við stækkun Kringlunnar, klipptu í sundur nær allar símalínur Borgarkringlunnar í gærmorgun, einar 200 línur, með þeim afleiðingum að búðir þar voru síma- og posalausar. Ljóst þykir að starfsmennirnir frá ístaki hafi ekki verið með nógu haldgóðar teikning- ar af símalögnunum. Er ístak skaða- bótaskylt og þarf að borga viðgerð Landssímans auk óþæginda búðar- eiganda fyrir vikið. Viðgerðarmenn frá Landssímanum voru kallaðir á vettvang til þess að kippa ósköpun- um í liðinn og þegar þeir luku sér af höfðu verslanimar í Borgarkringl- unni verið símasambandslausar í rúmlega þrjár klukkustundir. „Verktakar hafa greiðan aðgang að teikningum af öllum símalögnum á Teiknistofu Landsímans. Þess vegna á svona lagað ekki að koma fyrir. Menn verða að passa sig að grafa ekki hugsunarlaust þar sem þeim hentar án þess að kynna sér það sem fyrir liggur," segir Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýs- inga- og kynningarmála hjá Lands- símanum. -hvs Akureyri: Nýr mengunarvarnar- búnaður í Krossanes DV, Akureyri: Eigendur Krossanesverk- smiðjunnar á Akureyri hafa ákveðið að setja upp mjög full- kominn meng- unarvamarbún- að í verksmiðj- unni og má reikna með að búnaðurinn verði kominn í notkun í verksmiðj- unni um næstu áramót. Talsverðar erjur háfa verið milli eigenda fyrirtækisins og íbúa á Ak- ureyri sem búa næst verksmiðj- unni, sem hafa kvartað undan ólykt frá verksmiðjunni, sérstaklega á sumrin. Nýi mengunarvamar- búnaðurinn á að leiða til þess að lykt frá verk- smiðjunni verði úr sögunni og hafa eigendur verksmiðjunnar þegar tilkynnt um nýja búnað- inn til Hollustu- vemdar ríkisins. Búnaðurinn mun kosta á bilinu 50-00 milljónir króna. Þá hafa forsvarsmenn Krossanes- verksmiðjunnar ákveðiö að bjóða bæjarbúum upp á fiskimjöl sem þeir geta borið á garða sína. Verður mjölið afhent í verksmiðjunni nk. mánudag og þriðjudag. -gk Krossanesverksmiöjan á Akureyri. DV-mynd gk Líttu vel út. fíOLie/PBLAOC„ ROLLERBLADe ROLLERBLADE. Zq Zio Viablade ZX7 ABEC3legur Glær76mmdekk — Stærðir 37-47 A Viablade ABECIIegur _ ,-s. Svört 74 mm dekk n *mWI Stærðir 37-47 + Z9 64 mm dekk Stærðir 30-35 Z10 70 mm dekk Stærðir 34-38 . ROLLERBLADE\ C-Stunt WBS Polo 2 í einum: Skór + skauti ABEC 1 legur QA Glær74 mm dekk-M Stærðir 41-47 ABEC 1 legur Stærðir 38-44 55 mm dekk 3VBki E4 UTILIF GLÆSIBÆ • S: 581 2922 ABEC 5 legur Álgrind, púði í hæl ttCB Stærðir 39 - 47 » 4? Glær78 mm dekk EINN.TVEIROG ÞRÍR32.102

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.