Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 Viðskipti Þetta helst: ... Lítil viðskipti á Verðbréfaþingi ...Viðskipti með bankavíxla 342 m. kr. ... Hús- næðisbréf 198 m. kr. ... Hlutabréfaviðskipti aðeins 96 m. kr. ... Mjög litlar verðbreytingar á hlutabréf- um. ... Mest viðskipti með bréf Opinna kerfa, 48 m. kr. ... Evran hækkar aftur. ... Einkasparnaður og opinber hefur minnkað: Sparnaður þjóðarinnar of lítill - aukinn sparnaður hins opinbera er lausnin Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um spamað þjóðarinn- ar. Stjómmálamenn og hagfræðing- ar hafa látið málið sig varða og flestir virðast sammála um að spamaður þjóðarinnar sé ónógur og geti haft margvíslegar neikvæð- ar afleiðingar. Mikill viðskiptahalli hefur meðal annars verið rakinn til ónógs sparnaðar auk mikillar neyslu. Þessi umræða hefur hins vegar verið ómarkviss og orsakir og afleiðingar á reiki. Spamaður skiptir okkur miklu máli, bæði sem einstaklinga og hluta af stórri heild. Sem dæmi um hve mikið spamaður hefur minnkað var með- aleinkaspamaður á árunum 1960-1983 17,3% af landsframleiðslu en frá árinu 1984 hefur hann verið 11,8% að meðaltali. Spamaður hins opinbera hefur einnig minnkað mikið. Mikilvægi spamaðar verður seint ofmetið en í stuttu máli er spamaður ein af forsendmn þess að lífskjör okkar batni og komandi kynslóðir njóti sömu gæða og við. Til dæmis er auðséð að neikvæðan spamaður hins opinbera þarf að fjármagna á einn eða annan hátt og kemur það harðast niður á kom- andi kynslóðum. Helstu orsakir Fyrir kosningar töluðu stjóm- málamenn um hve mikill viðskipta- hallinn væri, svo og þjóðhagslegur spamaður. Flestir höfðu af þvi miklar áhyggjur. Hins vegar virð- ast margir ekki átta sig á að einnar helstu ástæðu þess er að leita hjá hinu opinbera en ekki hjá einkaaðilum. Það hljómar því undarlega þegar þessir sömu menn telja viðskipta- hallann mikið vandamál en vilja síðan stór- auka ríkisútgjöld. Viðskiptahallann má nefnilega minnka með auknum spamaði bæði hjá hinu opinbera og einkaaðilum. Þjóðhagslegum sparnaði má skipta í opinberan spamað og spamað einkaaðila. Spamaður hins opinbera hefur minnkað jafn og þétt undanfama áratugi og má með- al annars rekja til mikils halla- reksturs. Einkaspamaður hefur líka minnkað mikið og ástæður þess em margþættar. Þrátt fyrir það hefur lífeyriskerfið verið stór- bætt á undanfömum árum og þvingaður spamaður hefur um ára- bil verið helsta undirstaða einka- spamaðar á íslandi. Það er varla hægt að hugsa þá hugsun til enda hver staðan væri ef ekki væri þessi forsjárhyggja opinberra aðila því spamaðarhneigð virðist vera lítil hér á landi. í nýlegri rannsókn á spamaði þjóðarinnar, sem Þórhildur Hans- dóttir Jetzek hefur gert, er bent á fleiri atriði sem hafa valdið minnk- andi spamaði. Breytingar í aldurs- samsetningu hafa áhrif - líklegt er talið að því eldri sem þjóðin er þeim mun meiri sé spamaðurinn. Á sama hátt hefur Tryggvi Þór Her- bertsson hagfræðingur, bent á að á meðan þjóðin er img er líklegt að fjárfestingar séu miklar og eðlilegt að halli sé á viðskiptajöfnuði og spamaður minni. Hvort tveggja er þetta þættir sem jafna sig yfir tíma og teljast eðlilegir og þvi má leiða að því líkur að kerfisbundin minnk- un spamaðar sé vegna hins opin- bera. Um þessar mundir er rikis- sjóður að spara umtalsvert en sveit- arfélögin era rekin með miklmn halla og gerir það að verkum að op- inber sparnaður er mun minni en æskilegt gæti talist í því góðæri sem ríkt hefur undanfarin ár. Það er því einboðið að helsta leiðin til að auka þjóðhagslegan spamað sé að fá opinbera aðila til að bæta sig. Fleiri áhrifavaldar Það má benda á margt annað sem getur gert það að verkum að spam- aðurinn hefur minnkað. Sem dæmi má nefna að ýmsar varanlegar neysluvörur, eins og bílar, em færðar sem neysla í þjóðhagsreikn- ingum, svo og fjárfesting í mannauði. Erlendir nafnvextir em færðir til gjalda í viðskiptajöfnuði. Allt era þetta hlutir sem myndu hækka mældan spamað og því má segja að raunveralegur sparnaður sé meiri en mældur spamaður. Annað sem ekki hefur verið skoðað er hvaða áhrif það velferðarkerfi sem við búum við hefur. Öflugt velferðarkerfi gerir það að verkum að sparnaðahvati hefur minnkað mikið. Hér áður fyrr þurfti ungt fólk að spara mikið til elliáranna því þá átti það ekki vísa umönnun í ellinni eins og ungt fólk í dag á. Lifeyrissparnaður hefur aukist mikið og séreignalífeyris- sjóðir gert það að verkum að mun auðveldara er að spara og ávaxta fé sitt en áður. Þannig er sparnaður auðveldari nú á dögum og því kannski eðlilegt að hann minnki. Afleiðingar og úrbætur Hér á landi virðast vextir hafa mjög lítil áhrif á spamað eins og hefðbundanr hagfræðikenningar gera ráð fyrir. Fólk virðist hafa ríka tilhneigingu tU að spara það fé sem fellur tU, óháð því hvaða vexti er að fá á fjármálamörkuðum. Ýms- ar rannsóknir styðja það og því virðast hærri vextir ekki leiða tU aukins spamaðar. Einn möguleiki er að hvetja tU spamaðar í gegnum skattakerfið og gera heimUum kleift að spara en áhrif slíkra að- gerða eru óljós. Þó hefur viðbótar- lífeyrisspamaðurinn, sem komið var á fót á síðasta ári, góð áhrif en betur má ef duga skal. Það virðist því ljóst að opinber spamaður sé vænlegasti kosturinn tU að auka þjóðhagslegan spamað. -BMG Þjóðhagslegur spamaður - meðaltal 1991-1996 Japan 32,6% Noregur25,3% Þýskaland 2fi3% Danmörk 17,3% Rnniand 164% ísland 15,5% Bandarikin 14,9% Svíþjóð 14,3% SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVÍK SflVII 581-4515 • FflX 581-4510 Leiðréttum klukkuna - hagsmunamál fyrir viðskiptalífið ísland er eina landið í Vestru'-Evrópu sem ekki flýt- ir klukkunni fyrsta sunnu- dag í aprU. Þetta hefur vera- legar afleiðingar í fór með sér fyrir íslenskt athafnalíf. Hefðbundin fyrirtæki á Is- landi era opnuð klukkan níu en þá hafa samstarfs- eða viðskiptafyrirtæki í Evrópu verið opin í þrjá tíma. Fyrir- tækjum erlendis er gjaman lokað fyrr en íslenskum fyr- irtækjum og því þurfa öU er- lend samskipti að eiga sér stað á tUtölulega skömmum tíma eða frá klukkan níu til tvö. Umræða um þetta efni hefur verið nokkur undan- farið og hafa talsmenn versl- unar á íslandi látið það tU sín taka. Hins vegar hefur ekkert gerst í málinu og lítUl vUji virðist vera tU breyt- inga. Upphaf þess að Evrópu- þjóðir breyttu klukkunni má rekja tU seinni heimsstyrj- aldarinnar. Ástæðan var sú að menn vUdu spara raf- magn og nýta dagsbirtuna betur. Það þótti þvi kjörið að breyta klukkunni. Það er heldur enginn vafi á að þessi breyting hentar lífsklukku manna miklu betur, sérstak- lega þegar þeir búa norður undir heimskautsbaug. Nú í maí er til dæmis orðið dimmt um klukkan 23 en bjart klukkan 4. Ari Teitsson, formaður bændasamtakanna, sagði í samtali við DV í gær að bændur væra æfir vegna breytingar á fréttatíma RÚV. Ástæðan var sú að nú yrðu fréttir á mjaltatíma. Ef hins vegar klukkan yrði leiðrétt hér á landi eins og annars staðar þá væri þetta lítið vandamál. Kýrnar spyrja nefnflega ekki að því hvað klukkan er. Það er mikU- vægt að umræða um þetta hagsmunamál fari í gang því hér-er um töluverða hags- muni að ræða fyrir ísienskt viðskiptalif. -BMG Álver er enn inni í myndinni. Norsk Hydro á Austfjörðum Forsvarsmenn Norsk Hydro Aluminium komu hingað tU lands í gær til að skoða aðstæður á Austur- landi fyrir væntanlegt álver þar. Jon Harald Nielsson, nýráðinn forstjóri fyrirtækisins, hélt beint tU EgUs- staða í gær ásamt tveimur öðrum og munu þeir skoða aðstæður á Reyðar- firði, Seyðisfirði og í Neskaupstað. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra tók á móti þeim og heldur fund með þeim á miðvikudag þar sem staðan verður metin og skoðað hvaða mögu- leikar eru í stöðunni varðandi nýtt álver á Austurlandi. Áhrif Kosovo- deilunnar víðtæk Átökin í Júgóslavíu hafa nú staðið yfir í einn og hálfan mánuð. Þau hafa haft víðtæk áhrif á viðskiptalíf í heiminum. Gengi margra gjaldmiðla, sér- staklega í Evrópu, hefur lækkaö og er það að mörgu leyti rakið tU Kosovo-deilunnar. TU dæmis hefur evran lækkað mikið frá því að deUan hófst en tók kipp upp á við eftir að fregn- ir bárast af sáttavUja MUosevics. Verð á olíu hefur einnig verið að hækka það sem af er þessu ári og hluta þeirrar hækkunar má rekja tU deUunnar. Þá er ótalið hver áhrif árásanna á kínverska sendiráöið í Belgrad verða. Kínverjar eru mjög öflugir á alþjóð- legum vettvangi í viðskiptum og hafa und- anfarið staðið í deUum við Bandaríkja- menn um inngöngu í Heimsviðskiptastofn- unina. Margir telja að samningsstaða Kínverja sé sterkari nú en fyrir árásina en ef upp úr sýður er ljóst að deUur mUli Kínverja og Bandaríkjamanna geta haft enn frekari af- leiðingar á heimsviðskipti. -BMG viðskipta- molar Nýr framkvæmdastjóri hjá Eimskip HöskiUdur H. Ólafsson, sem verið hefur forstöðumaður skrif- stofu Eimskips í Rotterdam, hef- ur verið ráðinn framkvæmda- stjóri innanlandssviðs Eimskips. Hann tekur við af Hjörleifi Jak- obssyni sem tekur við forstjóra- stól Hampiðjunnar. Höskuldur er viðskiptafræðingur frá HÍ og hefur starfað hjá Eimskip frá ár- inu 1987. Nýr maður í Rotterdam Sá sem tekur við af Höskuldi H. Ólafssyni í Rotterdam er Bragi Þór Marinósson. Hann er deUdarstjóri utanlandsdeUdar. Bragi er vélaverkfræðingur að mennt og hefur starfað hjá Eim- skip síðan 1993. Fyrsta síldin í gær kom fyrsta sUdin úr sUd- arsmugunni. Það era skip Hrað- frystihúss Eskifjaröar, Jón Krist- jánsson, og SUdarvinnslunnar á Neskaupstað, Birtingur, sem komu með 2.200 tonn af sUd sem fer í bræðslu. HeUdarkvóti ís- lendinga í sUdarsmugunni er 200 þúsund tonn. IKEA kallar inn leikföng IKEA, stærsti húsgagnafram- leiðandi í heimi, hefur innkaUað kúlulaga bamaleikfóng eftir að fimm ára barn kafnaði í Englandi. Leikfangið hafði verið samþykkt af nefndum Evrópu- sambandsins en þrátt fyrir það verður varan köUuð inn. Útboð ríkisvíxla í dag í dag verður útboð á óverð- tryggðum 5 ára ríkisbréfum og 11 mánaða ríkisvíxlum. Alls verða boðin út bréf að andvirði 100 tU 500 mUljónir króna en út- boðsfjárhæð ríkisvíxlanna verð- ur 300-1.000 mUljónir króna. Bæði bréfin og víxlamir eru ein- greiðslubréf án verðtryggingar og nafnvaxta. Jóhann Ólafsson & Co yfirtekur VG Jóhann Ólafsson & Co. hefur keypt heUdverslunina HG Vendig. Starfsemi HG verður hluti af hótelvöradeUd Jóhanns Ólafssonar & Co. Miklar breyt- ingar era fram undan hjá fyrir- tækinu og mim það flytja í stærra húsnæði í Sundaborg síð- ar í sumar. Verslun minnkar í Bretlandi Verslun í Bretlandi hefur minnkað mikið undanfarið. Minnkunin er sú mesta í fimm ár og er rakin tU þess að ekki er búist við að efnahagur Breta muni taka við sér. Þrátt fyrir það hefur Englandsbanki verið með ýmsar aðgerðir undanfarið og lækkað vexti. Hlutabréf hafa einnig verið nokkuð stöðug en almenningur virðist enn í vafa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.