Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 7 'Skerjafjörður Bessastaðir Keflavík Básendar PÓSTURINN Fréttir Þórólfur Árnason, forstjóri Tals hf. reyna að fá úrlausn mála minna en þar fékk ég sama svarið. Mér fmnst það einkennilegt þegar peningar duga ekki, bara júró og vísa, áður fékk maður afslátt ef maður hafði peninga, en núna er orðið snöggtum dýrara að hafa reiðufé,“ sagði Inga Tómasdóttir, sem ætlaði að nýta sér kostaboð Tals hf. á gemsasíma, sem auglýst var eitt kvöldið í sjónvarp- inu. Þórólfur Ámason, forstjóri Tals hf., sagði i samtali við DV í gær að rétt væri að tilboðið væri til komið með liðveislu kortafyrirtækjanna. Þau vilja gjarnan komast í viðskipti við farsímaeigendur. Fólkið með seðlana fær því ekki að taka þátt í kostaboðinu. Þórólfur sagði að Tal hefði verið með ýmis tilboð og sum þeirra gerðu ráð fyrir staðgreiðslu með peningum. Tal hefði aldrei dulið það ef um væri að ræða tilboð til Ætlaði að kaupa farsíma á tilboðsverði: Mun dýrara að nota reiðufé en krítarkort Farsími sem auglýstur var á 5 þúsund kostaði 18 þúsund - reiðufé getur hækkað hluti í verði. Það er af sem áður var þegar menn með seðla fengu afslátt. Kona í Reykjavík sagði blaðinu í gær sínar farir ekki sléttar. „Þegar ég kom i búðina og hafði ekki Euro eða Visa kostaði síminn skyndilega 18 þúsund krónur en ekki 5 þúsund eins og auglýst hafði verið. Mér var sagt að kortafyrir- tækin vilji fá pottþéttar greiðslur í 12 mánuði fyrir símaáskriftina. Ég bað um áskrift í 12 mánuði með pen- ingum en það var ekki hægt að gera. Ég fór inn í Síðumúla til að korthafa eingöngu. Athyglisvert væri að tilboðum til korthafa fjölg- aði mjög á ýmsum sviðum og oft nytu þeir betri kjara en hinir sem veifa seðlunum. Hins vegar virtust allflestir nota kort, og flestallir gætu orðið sér úti um þau. íslendingar gemsa-væðast sem aldrei fyrr þessa dagana, enda tæk- in ódýr, verðið allt niður í 99 aura. Þórólfur Ámason sagði að í síðustu viku hefðu bæst við 1500 nýir áskrif- endur hjá Tali og hefur starfsliðið í Síðumúla haft ærið að gera. -JBP Póstgangan 1999 er gengin til að minnast fyrstu ferðar fastráðins landpósts um Suðurnes og tilskipunar Kristjáns VII frá 13. maí 1776 um póstferðir á íslandi. Póstgangan verður í nokkrum áföngum og hófst hún 6. maí. 13. maf Gangan hefst kl. 10 á Bessastöðum og þar heilsar forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, upp á hópinn. Gengið verður suður í Kúagerði með viðkomu á pósthúsinu í Hafnarfirði. Grillveisla verður í Kúagerði í lok göngunnar. Rútuferðir: FráBSÍkl. 9.15, pósthúsinu í Kópavogi kl. 9.30, pósthúsinu í Garðabæ kl. 9.45 og frá Kúagerði í lok göngunnar. 4 Postgangan 1999 Posthusstræti 4® *❖ Hafnarfjörður Kúagerði Næstu þrjú fimmtudagskvöld verður göngunni haldið áfram. AUir velkomnir! Akureyri: Brennu- vargs er leitað DV, Akureyri: Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri rannsakar enn brunann sem varð í Hamri, félagsheimili íþróttafélagsins Þórs, aðfaranótt sunnudags. Daníel Snorrason hjá rannsóknarlögreglunni seg- ir alveg ljóst að kveikt hafi ver- ið í, en eldurinn kom upp í véla- geymslu í kjallara þar sem m.a. var geymt talsvert af salemis- pappír. Eldurixm barst ekki upp á efri hæðir hússins, en skemmdir urðu þó geysilega miklar og nema mörgum millj- ónum króna. Lögreglan hefur að sinni ekki upplýsingar um mannaferðir þessa nótt sem tengja má við eldsvoðann, en vinnur áfram að rannsókn málsins. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.