Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 9 I>v Stuttar fréttir Risastórt vopnabúr Sjö tonn af vopnum fundust í austurhluta S-Afríku. Talið er að Eugene de Kock, lögreglustjóri á tíma aðskilnaðarstefnunnar, hafi safnað vopnunum. Nyrup ánægður Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, er ánægð- ur með samning Færeyinga og Breta um lög- sögumörk milli Hjaltlandseyja og Færeyja. Ekkert er nú lengur í vegi fyrir því að leit- að verði útboða til olíuleitar í fær- eyskrilögsögu. Tugir létust í loftárás Nær þrjátíu létu lffiö og sextán særðust í loflárás stjórnvalda á tvo bæi í haldi skæruliða í Lýð- veldinu Kongó í gær. Lúxusfangelsi Stjórnmálamaðurinn Jeger í Slavgorod í Síberíu vill að sett veröi sjónvarp, ísskápur og bað í klefa þeirra fanga sem hafa efni á að borga fyrir þægindin. Skólaverkfall Þúsundir kennara og nemenda í Argentínu efindu í gær til verk- falls td að mótmæla fyrirhuguð- um niðurskurði innan skólakerf- isins. Friðarsamningur í hættu Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, sagði í gær ársgamlan frið- arsamning á N-írlandi í hættu. Stjórnun Gro gagnrýnd Breytingamar og umbætumar innan Alþjóða- heilbrigðismála- stofnunarinnar undir stjóm Gro Harlem Brundtland ganga of hægt, að mati breska læknaritsins British Medical Jo- urnal. Gömul sprengja Loka varð alþjóðlega flugvellin- um í Berlin í gær á meðan veriö var að gera 500 kílóa sprengju frá seinni heimsstyrjöldinni, sem fannst nálægt vellinum, óvirka. Útlönd Benjamin Netanyahu hræddur við kosningarnar: Grátbiður gamla vini um stuðning Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, grátbað í gær gamla samherja og vini um að snúa nú aftur heim og greiða honum at- kvæði sitt i kosningunum næstkom- andi mánudag. Samkvæmt skoðana- könnunum er allt eins útlit fyrir að Netanyahu biði lægri hlut. Netanyahu, sem nýtur minni vin- sælda en Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins, flutti ákall sitt bæði í sjónvarpi og útvarpi. „Ég hef aldrei haldið því fram að ég sé gallalaus," sagði forsætisráð- herrann þegar hann reyndi að lokka aftm- í flokksfaðminn alla þá sem höfðu gerst honum fráhverfir að undanfómu. Benjamin Netanyahu virðist vera orðinn örvæntingarfullur. Barak hefur aukið forskot sitt á Netanyahu jafnt og þétt en allt bendir þó til að hann fái ekki hrein- an meirihluta í kjörinu um forsætis- ráðherra þar sem fimm frambjóð- endur leiða saman hesta sína. Því verður líklega að kjósa aftur milli hans og Netanyahus 1. júní. Nýjasta hneykslið sem skekiö hef- ur ísrael í kosningabaráttunni snýst um rabbína einn sem stendur Net- anyahu nær. ísraelsk sjónvarpsstöð sýndi í gær upptöku þar sem rabbíninn mælir með því að Rabin, þáverandi forsætisráðherra, verði drepinn. Upptakan var gerð aðeins nokkmm mánuðum áður en Rabin var svo myrtur. OJ Simpson fær forræðið yfir börnum sínum OJ Simpson heldur forræðinu yfir börnum sínum eftir að hann náði samkomulagi við foreldra fyrrverandi eiginkonu sinnar sem var myrt. Vegna samkomulagsins verða engin ný réttarhöld í mál- inu, að sögn lögmanns mðnings- kappans fyrrverandi. Lou og Juditha Brown, foreldr- ar Nicole, fyrrverandi eiginkonu Simpsons, munu aðstoða við upp- eldi bamanna. Nicoie Brown-Simpson og vin- ur hennar, Ronald Goldman, vora myrt fyrir fimm árum. Simpson var ákærður fyrir morðin og vöktu réttarhöldin yfir honum at- hygli um allan heim. Simpson var sýknaður og árið 1996 fékk hann forræðið yfir bömum sínum. For- eldrar Nicole reyndu að fá þeim úrskurði hnekkt. Lltleiga á alls konar leiktækjum f bamaafmæli Herkúles Þessir fallegu lemúrar eiga heima í dýragarðinum í Frankfúrt í Þýskalandi. Hér bíða þeir spenntir eftir að fá eitthvað í gogginn úr hendi starfsmanna garðsins. Lemúrmamman eignaöist tvíbura í mars og er matarlyst þeirra góð. Sími 568-2644 GSM 891-9344 Elizabeth Dole hvergi bangin: Byssumennirnir teknir á beinið Elizabeth Dole, sem sækist eftir að verða forsetaefhi repúblikana- flokksins i Bandaríkjunum, tók mikla pólitíska áhættu í gær þegar hún herti árásir sínar á þrýstihópa byssueigenda. Hún sagði það „rangt að leyfa fólki að bera falin vopn.“ Dole greindi frá afstöðu sinni á fundi með kvennasamtökum í Was- hington. Þar hvatti hún líka til þess að byssuframleiðendur yrðu skyld- aðir til að setja bamaöryggislæsing- ar á byssur sínar. George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, sem talinn er lík- legastur til að hljóta út- nefningu repúblikana tók annan pól í hæðina á mánudag þegar hann sagðist fylgjandi því að byssuframleiðendur réðu sjálfir hvort þeir settu barnaöryggislæsingar á vöm sína. Einn ráðgjafa Dole sagði að með ræðunni hefði Dole viljað gera skýran greinarmun á af- stöðu sinni og Bush svo hann færi ekki fram hjá kjósendum. Dole veittist einnig að byssumönnum á fundi frambjóðenda í New Hampshire í síðustu viku. Samtök byssueigenda hafa lengi verið dyggir stuðningsmenn repúbiik- anaflokksins og þar á bæ hafa fáir þorað að setja sig upp á móti þeim. Elizabeth Dole er ekki hrædd við samtök byssu- eigenda í Bandaríkjunum þótt þaö geti kostað hana forsetatilnefningu repúblikana. Líttu vel Út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.