Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 12
12 Spurningin MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 Hvað pantar þú þér á kaffihúsi? Halldóra Ottósdóttir húsmóðir: Kaffi. Elizabeth Arden hefðarkona: Hefðarkonur drekka te. Sir William Morris aðalsmaður: Ég drekk heitt toddí. Björgvin Kristjánsson verkamað- ur: Létt kaffi og meðlæti. ---------WT------------- Baldvin Þorsteinsson: Ég fer yfir- leitt ekki á kaffihús. Pálmi Ólason: Kolsvart kaffi. Lesendur Skautasvellið lokað í sumar - vonbrigði en skilningur í Skautahöllinni í Laugardal. - Fyndist ómaksins vert að bjóða upp á að framlengja tímann sem opið er, a.m.k. út maí eða fram í miðjan júnf, segir m.a. í bréfinu. Helga Sigurðardóttir skrifar: Ég er ein af þeim foreldrum sem hafa nýtt sér skautasvellið í Laugar- dal í nokkur ár, mér til óblandinnar ánægju og krökkunum sem ég hef tekið með mér þangað. Ég hef þegar komið nokkrum þeirra á bragðið ef svo má segja - að skauta sér til skemmtunar og hressingar. Það er nefnilega mjög hressandi að skauta og manni hleypur kapp í kinn ef maður heldur sig við svellið og nýt- ir tímann milli þess að svellið er spúlað með vissu millibili. - Á laug- ardögum og sunnudögum hefur ver- ið þarna geysilegur fjöldi, aðallega unglingar og krakkar, margir með fullorðnum. Nú var komið skautasvell í vetur innanhúss með prýðilegri aðstöðu. Veðrið hamlaði því ekki. Það var nú ein aðalástæðan fyrir lokun á svell- inu hér áður þegar það var utan- húss. En Adam var ekki lengi í Paradís. Nú er búið að loka skauta- svellinu í Laugardal. Þar verður lokað í allt sumar og ekki opnað aft- ur fyrr en í haust. Ég áttaði mig ekki á þessu, hélt að nú yrði opið allan ársins hring. Og það sem meira er, ég hef heyrt að þetta sé eina íþróttamannvirkið I borginni sem ber sig fjárhagslega. Á móti kemur, að sögn, því ég spurði hverju lokunin sætti, að nú sé farið að draga úr aðsókninni og það sé aðeins á laugardögum sem aðsóknin sé mikil. Síðasta sunnu- dag hafi t.d. verið farið að draga úr aðsókn og þannig haldi það áfram, sérstaklega virka daga vikunnar. Ég er dálítið undrandi á þessu. Og þó. Nú hafa skólar staðið yfir virka daga og prófum að ljúka. Ég hefði haldið að eftir að skólum lýk- ur myndu unglingar og krakkar hópast á skauta og einmitt yfir dag- inn. Ekki er um mikið annað að velja fyrir krakka á sviði afþreying- ar hér í Reykjavík, og þeir sem ekki eru í vinnu eða fara í sveit (sem nú er víst ekki lengur í tísku) hafa í raun að engu að hverfa til að drepa tímann. Ég sakna skautasvellsins sem átti að bjarga öllu fyrir áhugasama á þessu sviði, þar sem ekki var hægt að hafa skautasvellið opið úti vegna of mikils sólskins, að því er sagt var. Mér fyndist það ómaksins vert að bjóða upp á að hafa skautasvellið lengur opið, a.m.k. út maí eða fram í miðjan júní, til að fullkanna hvort aðsókn glæðist ekki, og auglýsa tím- ann rækilega. Dópvandamál nútímaþjóðfélags J.B.G. skrifar: Það er löngu opinbert og sannað að eiturlyf og vimuefni eru að eyði- leggja fjölda notenda þessara efna hérlendis sem erlendis og skapa með því upplausn og örvilnan í þjóðfélaginu. Langoftast eru seljend- ur þessara efna i næsta nágrenni og geta neytendur vímuefnanna ekki losað sig við þá þótt þeir vildu. Og margir óska þess sárlega. Ég held að þeir sem halda uppi lögum og reglu hér á landi séu búnir að gefast upp í baráttunni og segja eins og til af- sökunar: Látum þá litlu afskipta- lausa, handsömum þá stóru. En þeir „litlu“ leggjast bara í rán og þjófnaði, sem þýðir aftur að hin- ir stóru geta staðið í stórviðskiptum fyrir vikið. Þessi þróun virðist vera að brjóta niður hluta þessa litla þjóðfélags okkar. Þótt einn milljarður verði settur t.d. í það að „þurrka" upp þá vímuneytendur sem um það biðja, þá er það aðeins til þess að „snyrta" vandamálið út á við. En það þarf að höggva að rótum vandans, og það verður aðeins gert með hugarfars- breytingu allrar þjóðarinnar. Aulalegar auglýsingar Upp með verðsamanburðinn. - Kannski er meira pláss í farteskinu með vindsængum, bolum og handklæðum sem fylgdu gjaldeyrinum frá ís- landsbanka. Gunnsteinn skrifar: Tvær auglýsingar hafa farið af- skaplega í taugarnar á mér að und- anfomu. Mér finnst þær sýna dóm- greindarleysi auglýsingahönnuða gagnvart almenningi. Báðar auglýs- ingarnar varða ferðalög til útlanda, án þess að segja þó yfirleitt nokkuð sem máli skiptir fyrir íslenska ferðalanga. Önnur auglýsingin (sem er málfarslega röng á spænskunni) er um „glaðninginn með gjaldeyr- inn“ frá íslandsbanka, og sýnir spænska tollverði standa eins og aulabárða við færiband í spænskri flugstöð (líklegast?) að skoða bolta, handklæði og vindsængur sem ís- lenski bankinn gefur sem „glaðn- ing“ sé keyptur gjaldeyrir í bankan- um fyrir meira en 30 þús. krónur. - Þarf virkilega enn að auglýsa „gjaldeyri“?? Hin auglýsingin er frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflug- velli, einni „ódýrustu flugstöð heims“. - Þar segir frá könnun í janúar 1999 um verðlag í flugstöð- inni gagnvart flugstöðinni á Kastr- up og í Hamborg (14% lægra en í Kastrap og 10% lægra en í flugstöð- inni í Hamborg). Ekki skulu bornar brigður á réttmæti þessa. Súkkulaði 35% og 11% ódýrara, Ray Ban sólgleraugu 2% og 4% ódýrari, Gucci sólgleraugu 38% ódýrari, Chanel ilm- vatn 4% og 6% ódýrara og Kodak filma 30% og 33% ódýrari. Allt þetta segir mér nákvæmlega ekki neitt. Þama er ekkert verð og því veit ég sem væntan- legur ferðamaður ekk- ert mn verðlagið á þess- um vörutegundum í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. „Fyrir íslendinga á leið í friið er Leifsstöð því hagstæðasti kostur- inn“, segir svo í lokin. - Nema hvað! Við eigum ekki ann- arra kosta völ en fara í gegnum Flugstöð Leifs Ehákssonar, því það er ekki um neina samkeppni að ræða við brottfór frá landinu. Við rennum því alveg blint í sjó- inn um verðlag í Flugstöðinni þar til við komum á staðinn. En hér er sama gamla tuggan á ferðinni; verð- lausar vörukynningar, og höfðað til dómgreindarleysis og heilaþveg- inna íslenskra ferðalanga. DV Halldór og sjón- varpsfréttamenn Dísa skrifar: Ég er ánægð með aö formaður Framsóknarflokksins skyldi loks spurður nákvæmlega um Hölskyldu- fyrirtækið sem hann á hlut í á Hornafirði. Honum finnst það víst al- gjör óþarfi að ljóstra því upp að hann sé einn erfmgja kvóta sem metinn er hátt á fjórða mUljarð króna. En fréttamenn spurðu hann spjörunum úr og það var þýðingarmikið að fá þessar upplýsingar fram. Það er eng- inn að væna Halldór um að starfa óheiðarlega sem stjórnmálamaður eða öfúnda hann af hans miklu eign- um. Aðeins að kjósendur viti ná- kvæmlega hver staðan er í málum sem þessum. Burt með feluleikinn, spilin á borðið likt og í Sjónvarpinu. Enga Rolling Stones hingað Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: í DV í dag, í dálkinum „Með og á móti“ birtast ágæt ummæli eftir Snorra í Betel varðandi væntanlega heimsókn Rolling Stones til íslands. Að hugsa sér að íslenskir aðUar skuli bjóða þessa engUsaxnesku lág- menningu velkomna til íslands! Þetta er algjör öfugþróun og ekki í anda alls þorra þjóðarinnar sem stendur undir gjaldeyrissköpuninni. Ég get aldrei fyrirgefið Mick Jagger að hafa eyðilagt hjónaband Pierres Trudeaus, fyrrum forsætisráðherra Kanada. Við íslendingar ættum að vera á hærra plani en þetta. Sigur Sjálf- stæðisflokksins verðskuldaður Ómar hringdi: Margir undrast hvers vegna Sjálf- stæðisflokkurinn sigrar æ ofan í æ meö slíkum yfirburðum sem nú í kosningunum. Ég er í engum vafa um það. Ég tek dæmi af málflutningi formanns Sjálfstæðisflokksins og hinna flokkanna. Allir, aðrir en Dav- íð Oddsson, hafa klifað á aumingja- skap almennings, Margrét um fá- tæktina sem er í raun tilbúningur, Halldór einnig á því aö koma þurfi til bjargar hinum og þessum og leggja milljarða króna í aöstoð, sem enginn fær- svo að lokum. Steingrím- ur og Sverrir hamra á óréttlæti kvót- ans, sem er þó það eina sem hægt er að byggja á þrátt fyrir allt. Davíð minnist ekki á aumingjaskapinn og lítiOækkar þjóðina því ekki en held- ur því á loft sem gert hefúr verið og býður kjósendum að velja. Þeir hafa valið. Valið stærsta flokkinn til ábyrgðar enn og aftur. Glannaakstur jeppanna Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég ek fremur hægt innanbæjar, en má hvað eftir annað vara mig er jeppi kemur á mótj mér, oft og tíðum á miðri götunni og hraðinn svo mik- iO að ógn stafar af og ökumaður oft- ar en ekki í hrókasamræðum í far- símanum. Nýlegt dauðaslys þar sem jeppi ók á unga stúlku á gangbraut sýnir að lögreglan má heldur betm- vakna og sinna því eftirliti sem því miður er í lágmarki. Og svo er ann- að: Hvaða refsingu fær sá maður sem ekur á vegfaranda á gangbraut? Ég vona að slíkir ökumenn fái refs- ingu þannig að þeir muni eftir og verði síðan fyrirmynd annarra glæfraökumanna. Margir bíða eftir íbúðum Steindór Einarsson skrifar: Það er stórfurðulegt að hér í Reykjavík skuli á annað þúsund manns biða eftir íbúðum hjá Öryrkja- bandalaginu. Jafnvel í fjögur tO sex ár. Og eftir félagsbústööum fyrir ör- yrkja annað eins. Svo eru fluttir inn tugir Kosovo-Albana og þá er tfl hús- næði, næstum samdægurs. Það er svo sem gott og blessað að þetta fólk, sem mikið hefur þjáðst, fái hér hæli, en vonandi taka yfirvöld við sér svo að öryrkjar fái lika húsaskjól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.