Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 13 DV Fréttir Frost seinkuðu framkvæmdum Rýmingarsala hjá GJ Fossberg Vikuna 10.-14. maí 1999 50%-75% afsláttur! Einstakt tækifæri Meðal efnis: Mannlífið • Atvinnulífið • Hvað er á döfinni? Athugið að síðasti pöntunardagur auglýsinga er föstudagurinn 14. maí á hádegi. Umsjón efnis hefur Arnheiður Guðlaugsdóttir í síma 421 5135. Umsjón auglýsinga hefur Gústaf Kristinsson í síma 550 5731, fax 550 5727, netfang: gk@ff.is Árétting Misskilja mátti myndatexta í blaðinu í gær. Þar var sagt frá ákæru þriggja Reykvíkinga vegna smyglmáls. Mynd var birt með frétt- inni þar sem tveir menn stóðu við smyglgóssið. Skal það áréttað að mennimir á myndinni tengjast mál- inu á engan hátt. Aðreinin frá Miklubraut að Réttarholtsvegi og Sogavegi er að verða tilbúin undir malbik. Uppi f vinstra horni myndarinnar sjást húsin við Sogaveg, en efst til hægri athafnasvæðið í Fenja- og Skeifuhverfi. DV-mynd Hilmar Þór Hampiðjan hf.: Nýr forstjóri Hjörleifur Jakobsson hefur verið ráðinn forstjóri Hampiðjunnar í stað Gunnars Svavarssonar sem verður næsti forstjóri SH. Hjörleif- ur er 42 ára, vélaverkfræðingur að mennt. Hann hefur starfað hjá Eim- skip frá 1984, þar af sl. fimm ár sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips. Hann tekur við starfinu 10. júní. „Þetta er traust fyrirtæki sem á sér traustan bakhjarl, trausta við- skiptavini og gott starfsfólk. Menn hafa verið að þróa starfsemi þess er- lendis og eru komnir með útstöðvar víða um heim. Það verður spenn- andi að taka við fyrirtækinu,“ sagði Hjörleifur í samtali við DV í gær. Hann sagði að verulegur hluti af veltu Hampiðjunnar væri af við- skiptum við erlend fyrirtæki og stefnan væri að auka þau frekar. -SÁ Handverkfæri, renniverkfæri, mælitæki, slípivörur, hreinsivélar fyrir frárennsli, snittverkfæri, fræsiverkfæri o.fl. o.fl.Ath. haldin í sýningarsal GJ Fossberg, Skúlagötu 63 (við hliðina á búðinni, sérinngangur). Opið 8-12 og 13-18. FOSSBERG - en unnið af krafti að stærstu vegaframkvæmd borgarinnar sem lýkur í haust Aðrein frá Miklubraut að Réttar- holtsvegi verður malbikuð í næstu viku. Harald B. Alfreðsson, verk- fræðingur hjá framkvæmdadeild Gatnamálastjóra, sagði að vinnu við þennan hluta gatnaframkvæmda við gatnamót Skeiðarvogar og Miklubrautar hefði seinkað vegna frosta í apríl. Fljótlega verður hægt að aka frá Miklubraut upp á Réttar- holtsveg og enn fremur frá Réttar- holtsvegi niður á Miklubraut. Rétt- arholtsvegur verður lagður aðeins nær brúnni og lokað þar, en hægt að aka inn á slaufuna. Búið er að steypa stöpul norðanvert við Miklu- braut, undirstöður fyrir millistöpul og verið er að slá upp fyrir brúar- stöpli að sunnanverðu. Brúna á að steypa í júlilok og mannvirkið á að vera tilbúið 4. september. Þessi vegaframkvæmd er hin stærsta sem er í gangi í borginni og mun greiða talsvert úr umferðarþunganum á Miklubraut. -JBP fókus vefur á vísir.is allt sqh þú þarft að vita og miklu nneira til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.