Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Verkefnin bíða Fátt bendir til annars en að ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og FramsóknarfLokks verði áfram við völd næstu fjögur ár, enda í samræmi við úrslit þingkosn- inga síðasta laugardag. Á næstu dögum verða fjöl- miðlar uppteknir við að velta vöngum og spá um skiptingu ráðherraembætta - hverjir setjast í ráð- herrastóla og hverjir ekki. Slíkar vangaveltur eru ágætar, svo langt sem þær ná, en skipta litlu þegar til lengri tíma er litið. Það sem mestu skiptir er hvaða verkefni bíða ríkisstjómarinnar og hvernig hún hyggst leysa úr þeim. Eitt stærsta verkefni ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar á komandi árum eru breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. Mikilvægt er að þær breytingar gangi hratt fyrir sig og verði ekki til þess að skapa óróa eða óvissu í sjávarútvegi. Ljóst er að byggt verður á því skipulagi sem nú ríkir - kvótakerfið verður styrkt í sessi, þó einhverjar breytingar verði gerðar innan þess. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur lýst því yfir að til greina komi að sjávarútvegurinn taki auk- inn þátt í að standa undir þeim kostnaði sem fellur nú á samfélagið vegna nýtingar auðlinda sjávar. Hvort menn kjósa að kalla slíkt auðlindaskatt eða annað skiptir ekki máli, en aukin kostnaðarþátttaka sjávarútvegs er til þess fallin að auka sátt um stjórn- kerfi fiskveiða. Á næstu fjórum árum verður því engin bylting gerð á íslenskum sjávarútvegi, heldur leitast við að sníða af þá vankanta sem eru á stjórnkerfi fiskveiða. Á liðnu kjörtímabili voru tekin nokkur mikilvæg framfaraspor á fjármálamarkaði með því að skipu- leggja undanhald ríkisins af markaði. Sala ríkis- banka gekk hægar en vonir stóðu til og því er nauð- synlegt að ríkisstjórn, með endurnýjað umboð frá kjósendum, taki einkavæðingu ríkisbankanna þriggja föstum tökum. Um leið þarf ríkisstjórnin að vera undir það búin að breyta stefnunni í peninga- málum ef talið er nauðsynlegt að tengja íslensku krónuna við evruna með einhverjum hætti. Þær breytingar sem eru að verða á evrópsku peninga- og fjármálakerfi skipta okkur íslendinga miklu þó fátt bendi til þess, enn sem komið er, að dagar krónunn- ar sem sjálfstæðs gjaldmiðils séu taldir. Uppskurður heilbrigðiskerfisins er verkefni sem stjómmálamenn hafa forðast eins og heitan eldinn og þeir eru fáir sem hafa riðið feitum hesti eftir að hafa setið um lengri eða skemmri tíma í stóli heilbrigðis- ráðherra. Ríkisstjórn sem situr að völdum næstu ár kemst hins vegar ekki hjá því að taka til hendinni. Markmiðið er að tryggja öllum góða heilbrigðisþjón- ustu um leið og aðhalds er gætt. Innleiða verður raunverulega samkeppni í þessa grein atvinnulífsins sem öðru fremur ýtir undir betri þjónustu við þá sem þurfa að leita sér hjálpar og opnar heilbrigðisstéttum nýjar og betri leiðir til að styrkja afkomu sína. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar em margvísleg - sum em flókin en önnur fremur auðveld viðureign- ar. En mikilvægast er að varðveita þann stöðugleika sem einkennt hefur íslenskt efnahagslíf undanfarin ár - stöðugleika sem leyst hefur úr læðingi þrótt ein- staklinga á öllum sviðum þjóðlífsins, allt frá viðskipt- um til lista og menningar. Þar skiptir mestu hvernig til tekst í kjarasamningum á komandi ári. Óli Bjöm Kárason „Höfum við safnað rétti eða bónus með áratuga skattgreiðslum í ríkisútgerðina með hestaheilsu?" - Sjúkling- ar sækja bætur í Tryggingastofnun ríkisins. ^ Endurreisn sjúkratrygginga: Ur ánauð trygg- ingaeinokunar Enginn kærir sig um biðlista, hvort sem um ræðir mjaðmaaðgerðir, hjartaaðgerðir, geðdeild- ir, endurhæfingu, bama- geðdeildir eða nú síðast biðlista á heilsugæslu- stöðvum ríkisins. Ríkis- rekstrarformið sjálft verkar lamandi á þjón- ustuna. Hérlendis og erlendis Mikilvægasta leiðin út úr eymd ríkisrekstursins eru alvörutryggingar á ný. Einstaklingar þurfa að verða neytendur og borgunarmenn fremur en skattgreiðendur og þurfamenn bíðandi við dyr lamaðra ríkisstofn- ana. Um leið og fólk er laust úr ánauð trygginga- einokunar rikisins er það orðið valfrjálsir neytend- ur. Þá og ekki fyrr verður hætt að koma fram við sjúklinga eins og þurfa- menn. Stofnanir sem veita heilbrigðisþjónustu geta jafnframt losnað úr hlut- verki ölmusuþega fjárlag- anna. Geta farið að skipta við sjálfstætt fólk með tryggingar sem það ber sjálft ábyrgð á. Þetta kann að vera nýstárleg hugmynd fyrir þá sem eru fæddir inn í opin- bera forsjá í heilbrigðismálum. Sjúkratryggingaskírteinið á að geta verið hliðstætt öðrum trygginga- skírteinum þar sem trygginga- samningar eru skýrir og viðskipti einkennast af því. Þar kann hinn tryggði að hafa skilgreinda sjálfsá- byrgð eins og gerist víða annars staðar. Geti tryggður íslendingur ekki fengið þjónustu hérlendis er Kjallarinn Ingólfur S. Sveinsson læknir eðlilegt að hann kaupi hana erlend- is. Nauðsynlegt er að fólk hafi val- frelsi um trygg- ingafélög, þar á meðal e.t.v. trygg- ingar ríkisins og samkvæmt reynsl- unni þurfum við einnig aðgang að erlendum trygging- um sbr. sögu bíla- trygginganna. Að marka stefnu Þegar horfið verð- ur frá ríkiseinokun trygginga koma vafalaust fleiri „Sjúkratryggingaskírteinið á að geta verið hliðstætt öðrum tryggingaskírteinum þar sem tryggingasamningar eru skýrir og viðskipti einkennast af því. Þar kann hinn tryggði að hafa skilgreinda sjálfsábyrgð eins og gerist víða annars staðar.” spumingar en svör. En fyrst og fremst þurfum við að hafa myndug- leik til að marka stefnu sem er í samræmi við siðferðisvitund okkar og langa sögu. Spurningar gætu verið:Hve mikla skatta fáum við til baka ef við tryggjum okkur sjálf t.d. hjá endurreistu sjúkrasamlagi Akureyrar? Höfum viö safnað rétti eða bónus með áratuga skatt- greiðslum í rikisútgerðina meö hestaheilsu? Fæst hann fluttur? Stóra spumingin í augum flestra er þó þessi: Hvað um hinn fátæka mann? Hver á að annast hann? Þá spurningu þarf að fást við með öðr- um hugtökum en amerísku grýl- unni annars vegar og hins vegar „bernskum" hugsjónum sósíalism- ans. - Það telst eðlilegt að böm trúi á tilveru jólasveinsins til fiögurra ára aldurs en varla að íslendingar trúi á sósíalismann ævina út. í fyrsta lagi þarf að skilgreina með löggjöf lágmarksskyldutrygg- ingu hvers manns svo að engir séu ótryggðir. Þá þarf að ákveða hver skal greiða fyrir þann sem ekki get- ur greitt tryggingagjöld sjálfur. Sagan segir að sveitarfélagið sé eðlilegasti aðilinn einmitt vegna hefðar íslendinga og svo hins að slík ábyrgð setur mjög ákveðna kröfu á hvert sveitarfélag að rækta mannlíf. Hafa góða skóla, góða heilsugæslu, jákvæða virka fé- lagsþjónustu o.s.frv. Dugir Sjálfstæöis- flokkurinn? Einn allra flokka á Sjálf- stæðisflokkurinn stefnu sem vísar veg út úr ríkisrekstri og ríkiseinokun heilbrigðis- mála. Stefnan er í samræmi við sjálfstæðisstefnuna með áherslu á atvinnufrelsi, við- skiptafrelsi, raimverulegar tryggingar einstaklinga og af- nám opinbers reksturs svo sem við verður við komið. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur á árum áður litið framhjá þessari hugsjón sinni þegar hann hefur farið með ráðuneyti heilbrigöismála og not- að sósíalisma í staðinn. Sjálfstæð- ismenn eiga vonandi þá trú- mennsku við heilbrigða skynsemi og sina eigin stefhu að vinna upp þetta mikilvæga svið sem hefur hvað rekstrarform varðar dregist svo mjög aftur úr öðrum sviðum þjóðlifsins. Ingólfur S. Sveinsson Skoðanir annarra Unglingar og reykingar „Unglingar eru mjög áhrifagjamir og það er skýlda fullorðinna að koma í veg fyrir að þeir byrji að reykja. Reykingar fylgja því unga fólki sem ánetjast tóbaki oftast alla ævi og kosta þjóðfélagið stórfé ... Ráðamenn þjóðarinnar verða að taka á málinu tafarlaust og sjá tU þess að ungt fólk undir 18 ára aldri geti ekki keypt tóbak. Þannig forða þeir mörgum unglingnum frá því að byrja að reykja og neyta annarra vimuefna. Kann- anir sýna að miklar líkur eru á að unglingar sem reykja leiðist út í notkun sterkari vímugjafa." Pétur Orri Þóröarson í Mbl. 11. maí. Fyrirhafnarlítil stjórnarmyndun „Hversu skrítið sem það kann nú að virðast er ekki annað að sjá en að forystumenn Samfylkingar- innar leggi verulega áherslu á að næststærsti þing- flokkur Alþingis fái frí frá landsstjóminni næstu árin. Hugsanlega er þetta gáfuleg afstaða frá hreinu flokkssjónarmiði ... Ef Framsóknarflokkurinn gerir Samfylkingunni þann greiða að endumýja fyrirhafn- arlítið núverandi stjómarsamstarf án þess að kanna einu sinni aöra möguleika, gæti þessi hemaðaráætl- un jafnvel skilað tilætluðum árangri i næstu þing- kosningum." Elías Snæland Jónsson í Degi 11. mai. Samfylkingin missir afl „Samfylkingin náði svipuðum árangri í kosning- unum og skoðanakannanir höfðu gefið til kynna ... Hins vegar er árangur hinnar sameinuðu fýlkingar í kosningunum sjálfmn töluvert langt frá því, sem forystumenn hennar og hugmyndasmiðir höfðu vænzt. í því felst, að framundan er fiöguma ára vinna jafnaðarmanna við að festa Samfylkinguna í sessi. Það verður ekki einfalt verk, þegar horft er til þess árangurs, sem vinstri grænir náðu ... Og raun- ar virðist styrkur vinstri grænna í þessum kosning- um benda til, að það verði nánast óframkvæmanlegt fyrir Samfylkinguna að ná því marki nema henni takist að laða vinstri græna til samstarfs við sig.“ Úr forystugreinum Mbl. 11. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.