Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 6
22 SPORTBÍLAR MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 Doohan Mike Doohan, heimsmeistari í GP500 kappakstri mótorhjóla, slasað- ist í tímatökum á Spáni á fóstudaginn þegar hann féll af hjólinu eftir að hafa misst vald á því á 180 km hraða. Var hann að koma út úr beygju og fór að- eins of langt út í hana þannig að hann snerti hvítu línuna og féll við. Hann mun vera fótbrotinn og viðbeinsbrot- inn auk þess að hafa brákað hondina. Samkvæmt yfirlýsingu hans frá því á sunnudag mun hann mæta aftur til keppni eftir tvo mánuði og reyna þá að ná efstu mönnum en erfltt getur reynst fyrir hann að verja heims- meistaratitilinn. Annars urðu úrslit þannig á sunnudag að Alex Criville frá Spáni varð fyrstur á Hondu, Bax Biaggi annar á Yamaha og Sete Giber- nau þriðji á V2 Hondu. Fyr- ir Criville að vinna í þriðja skiptið í Jerez var þetta hinn fullkomni dagur. Þrátt fyrir pressu frá 100.000 áhorfendum og að hafa verið með Biaggi fyrir aftan sig stóðst hann álagið alla keppnina. Munurinn á þeim í lokin var aðeins 0,157 sekúndur. Criville leiðir nú heimsmeistara- keppnina eftir að Kenny Roberts á Suzuki lenti i 13. sæti. -NG - eftir fall á 180 kílómetra hraða slasaður TT-keppnin á eynni Mön Einu sinni á ári breytist lítil eyja undan ströndum Bretlands í mótorhjólanýlendu í heila viku. Þar er keppt í kappakstri mótor- hjóla, á vegum sem allt mótorhjólafólk dreymir um að keyra og það sem betra er - þeim er lokað fyrir allri bílaumferð á meðan á þessu stendur. Sumir kalla eyjuna Mekka mótorhjólamanns- ins því á seinni árum hef- ur hún helst verið fræg '|yrir mótorhjólakeppnina en einnig er keppt þar í akstri sportbíla í hinni frægu Manx-keppni og á hún sér næstum jafn langa sögu og hin. Einnig er haldin þar árleg körtu- keppni „Kart Racing Grand Prix“ þar sem þessir htlu og skemmti- legu bílar fá að þeysast óáreittir um götur eyjunnar. Saga þessi hófst árið 1907 þegar öld bíla og mótorhjóla var að hefj- ast. Vegna strangra reglna í Bret- landi um hámarkshraða og keppni fóru menn að líta út fyrir land- steinana og duttu þá niður á eyj- una Mön þar sem nýlega höfðu verið settar reglur sem leyfðu slíka keppni. Fyrstu keppnirnar fóru fram á braut er kahaðist St. Johnís en hún var mun styttri en Gordon Bennett brautin sem nú er notuð og er 60 km á lengd. Framleiðendur bíla og mótorhjóla litu á þessa keppni sem kjörið tækifæri til að prófa tæki sín og gera það enn. Fyrsta 50 mílna með- alhraða í brautinni náði T.C. de LaHay árið 1920 á Sunbeam- hjóli. Áttatiu mílna múrinn féh árið 1933 og þá á Norton en 100 mílunum var ekki náð fyrr en 1960 af hinum fræga John Surtees og þá á hinni ítölsku MV Augusta. Núna þeysa menn hringinn á næstum því 200 km meðalhraða, metið í dag á Carl Fogarty, heimsmeistari í Super- bike keppninni í fyrra, og er það 123 mílur. Eftir keppnina gefst hinum al- menna mótorhjólamanni tækifæri til að reyna reiðskjóta sína á brautinni og jafnvel fá hraða sinn á henni mældan. Brautin, sem í raun og veru er aðeins vegir eyjar- innar sem vel er við haldið, er fuU af skemmtUegum beygjum, bæði fi£ Wfflrlíl I* « p | I i r 1 . .fSS Sportbílalakk ^ á alla bíla . BILALAKK ISLAKK sérverslun með bílalakk kröppum og aflíðandi, þar sem ekið er í gegnum sveitir og bæi og yfír brýr og hæðir. Þar sem menn ná hátt í 300 km hraða á sumum köflum brautarinnar er það oft mikið sjónarspU að sjá keppendur koma yfir hæð- irnar og stökkva tugi metra. Keppnir þessar eru aðaltekjiUind eyjarskeggja og árlega koma hundruð þúsunda þangað vegna þeirra. Það væri kannski ekki úr vegi að vekja Hvalfjörð aftur tU lífsins með slíkri keppni hérlendis, þar er líklega einn skemmtUegasti vegur á landinu J og myndi henta vel undir slika keppni. Hann er einnig mátulega langur og ekki fer mikið fyrir umferð þar eftir opnun Hvalfjarð- arganga. -NG begar hljómteekl skipta máli Heyrðu Maanari: 2 x 100W RMS • Utvarp með 24 stöðva minni • Sond Morping RDS • Þriggja diska spilari • Hátalarar tvískiptir: 120W • Power Bass Magnari: 2 x 100W RMS • Utvarp með 24 stöðva minni • Sond Morping RDS • Þriggja diska spilari • Hátalarar tvískiptir: 120W • Power Bass 3 ára ábyrgð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.