Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 8
24 SPORTBÍLAR MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 Bryddað verður upp á nýjung á Avital sportbílasýningunni í Laugardalshöll, en þar mun fara fram í fyrsta sinn hljómtækja- keppni. Keppt verður í tveimur greinum, annars vegar hljóm- gæðakeppni, þar sem skipt er í flokka eftir verði tækjabúnaðar, og hins vegar í hljómstyrkskeppni. Hljómstyrkskeppnin felst í því að keppt er í raun í því hver getur framleitt sem mestan hávaða. Keppt er eftir svonefndum SPL-reglum og skipt í flokka eftir flatarmáli hátal- ara, og sá sem mælist með mest hljóð í dB, eða desibelum, vinnur. í hljómgæðakeppninni er dæmt eftir frágangi við ísetningu, hljóm- styrk og hljómgæðum. Gefin eru stig fyrir eftirtalin atriði: ísetningu, 'sem vegur 20% í stigagjöfinni, hljómstyrk sem einnig vegur 20% og mæld hljómgæði eða tíðnisvið sem vegur 20%. Loks er um að ræða hljómgæðin sjálf eins og eyra dóm- nefndarmanna heyrir þau, og vegur þessi þáttur 40%. Sýna verður búnaðinn í bílnum, og myndir af honum ef hann er að einhverju leyti falinn eftir smíði og frágang. Alls verða flmm manns í dómnefndinni og til að gæta jafn- vægis er efsta og neðsta stigagjöf bílar með 3 tólf tommu bassa, sem jafngilda 0,219 fermetrum. í þriðja flokki eru engcir takmarkanir. Hver keppandi fær 45 sekúndur til að ná hámarks hljómstyrk, en mælt er með dB-mæli. 6000 músíkvött „Það er í raun ekki hægt að mæla hljómstyrkinn á sama hátt og við mælum venjuleg hljómtæki í bíl- um,“ segir Guðmundur Valdimars- son, einn þeirra sem var að vinna við bílinn sinn á verkstæðinu hjá Aukareif fyrir nokkrum dögum, en þar var hann að setja mikið hljóm- kerfi í venjulegan Honda Civic, ár- gerð Í92. „Ef við gerum tilraun til að setja þann hljómstyrk sem kerfið hjá mér mun gefa, þá má reikna með að það jafngildi um 6.000 mús- íkvöttum." Ef þetta er borðið saman við venjulegan heimilsbíl með dágóðum hljómtækjum þá er þetta um 150- faldur sá styrkur. „Ég verð með átta 12 tommu bassa og níu öfluga magnara, einn fyrir hvem bassahátalara og sá ní- undi sér um hátalarana frammi í bílnum, þar á meðal má telja fjóra miðjuhátalara og 4 svonefnda „tvítera." - nýjung á sportbílasýningunni Gæsilegur bíll með enn glæsilegra hljómkerfi. BMW-inn hans Bjarna Knútssonar er kominn með öfiugt hljómkerfi sem vart á sinn líka á landinu. Hér er Bjarni að ganga frá tenginum í skottinu sem rúmar í dag hljómkerfi í stað farangurs. í botninn er búið að setja sérsmíðaða öfiuga þurrgeyma og tengingar eru gullhúðaðar til að tryggja betra samband. Keppni í hQómgæðum og hljómstyrk felld út, þannig að eftir standa þrír dómar sem lagðir eru saman og mynda meðaltal. Keppt er i þremur flokkum. í fyrsta flokki eru bílar með tækja- búnað allt að 120.000 krónur, í öðr- um flokki eru bílar með tækjabúnað allt að 240.000 krónur og loks í þriðja flokki keppa bílar án verðtak- markana á búnaði. Keppendur í fyrsta og öðrum flokki þurfa að sýna nótur eða gilda verðlista yflr þann búnað sem er í bílnum. í hljómstyrkskeppninni gengur keppnin í raun út á það að fram- leiða sem mest hljóð og þar er einnig keppt í þremur flokkum. í fyrsta flokki eru bílar með tvo 12 tommu bassa, sem jafngilda 0,146 fermetrum. í öðrum flokki keppa Kraftloftsíur fáanlegar í margar gerðir bíla. Tómstundahúsið Nethyl 2 Ártúnsholti Sími 587 0600 Bassahátalaramir átta verða þar sem aftursætið er í venjulegum Ci- vic og magnaramir í farangursrým- inu. Hljómbúnaðurinn allur er frá Aukaraf, frá DLS, bætt er við öflug- um Optima-rafgeymum frá Bílabúð Benna og geislapilarinn er banda- rískur, Custic. „í hljómstyrkskeppni er ekki spil- uð hefðbundin hljómlist, aðeins bassi,“ segir Guðmundur. „Það eru til sérstakir geisladiskar með hljóð- um fyrir svona keppnir og þeir verða notaðir einnig hér. Ég stefni að því að geta framleitt 140 dB með þessum búnaði, en heimsmetið er 176 dB.“ Hundrað tímar eftir En það er ekki tekið út með sæld- inni að smiða bil fyrir svona keppni. „Ég er búinn að vera í tvo mánuði, 150 eöa jafnvel 180 tima, að smíða bílinn fram að þessu og ætli það séu ekki um 100 tímar eftir, eða allur sá tími sem ég hef fram að keppni," segir Guðmundur, sem var í óða önn að sníða út fyrir einum bassahátalaranum þegar við vorum í heimsókn. En hvað kostar svona ævintýri? „Ætli kostnaðurinn sé ekki kominn 1 kringum milljónina," segir Guð- mundur, sem ætlar að hafa þessi voldugu tæki áfram í bílnum eftir keppnina, alla vega fram á sumar. En þetta er vel tryggt að sögn Guð- mundar og búið er að setja mjög öfl- ugt þjófavarnarkerfi í bílinn. Meira en ár í smíðum „Ég byrjaði að smíða hljómkerfið í mínum bíl fyrir meira en ári, í febrúar i fyrra,“ segir Bjami Knúts- CC NCEPT Bón- og w\eö bílahreinsivörur gíwáSSS? 'JJ-AKK HF. son hjá Aukaraf, sem í frístundum sínum hefur verið að koma fyrir öfl- ugu hljómkerfl i bílinn sinn, BMW 750 frá árinu e91, glæsilegan bíl með öfluga V12 vél. „Ég er búinn að setja í bílinn fjóra öfluga bassahátalara og bæta við tveimur öflugum hátölurum að framan, auk þess að sérsmíða breyt- ingu á mælaborðinu til að koma tveimur tvíterum þar fyrir líka.“ Kassinn utan um bassahátalar- ana er haganlega felldur inn í þann stað á bílnum sem aftursætisbakið er venjulega og er opið inn í hátal- araboxið frá farangursrýminu og spegill í botni þess sýnir vel hvað það hefur að geyma. „Boxið er 106 lítrar og er gert úr MDF og stáli, framhliðin sem hátal- amir eru felldir inn í era úr stáli. Það þarf líka tvo menn til að lyfta því, ætli það sé ekki á bilinu 90 til 100 kíló,“ segir Bjami. Fjórir auka rafgeymar era felldir ofan í botn farangursrýmisins, þar sem varadekkið er venjulega, enda veitir ekki af því kerfið tekur allt að eitt þúsund ampera straum þegar kveikt er á því, enda er ætlunin að það geti sent frá sér allt að 136 dB hljómstyrk. Mikið af pitsum Það er greinilegt að þaö liggur mikil vinna í þessum bíl af hálfu Bjama, frágangur á því sem búið er til fyrirmyndar. Tenginar á raf- geymum eru með gullhúðuðum klemmum, bæði til að gefa betri og öraggari straumflutning og einnig fyrir augað. Þegar búið er að full- ganga frá tengingum koma glærar hlífar yfir tengiskóna. „Ég er sennilega búinn að setja í þetta á bilinu 600 til 700 klukku- tíma, og enn eru um 150 tímar eft- ir,“ segir Bjarni. „Það er búið að borða mikið af pitsum á þessum tíma og lítið um aðrar frístundir." Sem dæmi um áhugann á verkinu þá er Bjarni búinn að vera að mestu án hljómtækja í bílnum allan þenn- an tíma, og aðeins hefur verið hægt Litla Hondan hans GuðmundarValdimarssonar verður komin með eitt öflug- asta hljómkerfl landsins í bíl þegar hann verður tilbúinn. Hér er hann að ganga frá einum af átta 12 tommu bassahátölurum sem koma í staðinn fýrir aftur- sætið. að hlusta á þau þrisvar á smíðatím- anum, rétt til þess að finna hvernig til hefði tekist. Mikil vinna var lögð í það að ein- angra bílinn til að missa ekki hljóm- styrkinn út um víðan völl. Byrjað var á því að líma sérstakar einangr- unarmottur innan á hliðar bílsins og síðan einangrað með þéttull. Bjami keppir í dýrasta flokknum á sýningunni, en hvað kostar svona ævintýri? Það lá ekki á lausu hjá Bjarna, en hann nefndi sem dæmi að einn magnarinn kostar um 140 þúsund krónur. Kerfið tekur líka sinn skammt af straumkerfi bílsins. Einn magnar- inn tekur um 180 amper í fullri keyrslu, en alls tekur hljómkerfið um 340 til 350 amper. Upprunalegur rafall, 140 ampera, er í bílnum að sögn Bjarna, en búið er að skipta um straumstilli til að takast á við þessa miklu orkunotkun. „Það er búið að bæta mjög full- kominni þjófavöm í bílinn, til við- bótar þeirri þjófavörn sem fylgir honum frá verksmiðjunum," segir Bjarni. „Þar til viðbótar má nefna að hann er kominn með fjarstart og það er hægt að fjarstýra opnun á sóllúginni líka. Sigursælir í Evrópu Eins og fram kom hér að framan nota srákarnir búnað frá DLS í bíl- ana. „Þetta er mjög góður búnaður, sem sést best á því að þeir hafa ver- ið mjög sigursælir í keppnum sem þessum í Evrópu á undanfornu ári,“ segir Ásgeir Öm hjá Aukaraf, sem selur hljómbúnaðinn frá DLS. „Hingað til lands mun koma Finni, Mikko að nafni, búsettur í Svíþjóð, sem hefúr verið í fremstu röð þeirra sem keppa í hljómkeppn- um á borð við þessari og það verður fróðlegt að heyra í honum í sam- bandi við þessa frumraun okkar á þessu sviði," segir Ásgeir Örn í Aukaraf, en Mikko hefur náð þeim árangri í sínum bíl að framleiða 163,3 dB með tíu bassahátölurum. Á þriðja tug keppenda? Ekki er ljóst þegar þetta er sett á blað hve margir munu keppa í þessri fyrstu hljómtækjakeppni, en að sögn strákanna sem við hittum á verkstæðinu hjá Aukaraf þá má bú- ast við allt að þriðja tug keppenda. Það má búast við ýmsu skemmti- legu í sambandi við þessa keppni, enda er hér um frumraun að ræða, en sjón er sögu ríkari og því er um að gera fyrir alla áhugamenn um hljómtæki í bilum að kíkja við í Laugardalshöllinni þá daga sem sýningin stendur og fylgjast með því sem þar verður á boðstólum. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.