Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 18
' 34 SPORTBILAR MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 AudiTT. Prófun við íslenskar aðstæður mjög þægilegur, hlutir í innrétting- unni eru meira að segja straumlínu- laga, gírstöngin og hurðaopnarinn eru eins og hannaðir fyrir flugvélar. Ég var svolítið feiminn við Tiptron- ic skiptinguna fyrst en þegar á leið áttaði ég mig á þyí að þetta er eins og í PlayStation. Ég komst almenni- lega í stuð þegar ég fór að keyra hann eins og í leiktækjasal. í innan- bæjarsnatti er best að keyra hann í sjálfskiptingvmni en þegar gefa þarf í er feikilega skemmtilegt að geta bara ýtt á takka til að gira niður og gefa í botn. Boxterinn virkar einmitt vel á háum snúningi enda sér maður aldrei Porsche fyrir sér keyra hægt. Bíllinn er stinnur en samt ekki hastur. I rigningunni var harði toppurinn góður kostur og kannski fær maður að prófa ein- hvem tíma á sólríkum degi með ekkert milli sín og himinsins. BMW Z3M Roadsterinn prófaði ég næst og var hann miklu kraftmeiri en Boxterinn. Innréttingin er hefð- bundin frá BMW sem stendur alltaf fyrir sínu. BMW-inn er miklu meiri bíll, vélin togar mann vel áfram og alltaf virðist hún eiga rosalega mik- ið inni. Gírskiptingar era ákveðnar og stýrisgangur nákvæmur þannig að BMW-þægindin eru auðfundin. Aksturseiginleikamir njóta sín ekki til fullnustu nema á hraðbrautum heimalandsins eða i kappaksturs- braut. 321 hestafl segir alla söguna. Porsche Boxter. Audi TT Audi TT, vá. í Boxtemum er ný- stárleg hönnun en klassíkin er aldrei langt undan. í Audi-inum var greinilega byrjað að hanna með autt teikniborð. Maður fellur annaðhvort fyrir honum eða finnst hann skrítinn, ég sjálfur gat ekki ákveðið mig af blaðamyndum und- anfarinna missera en núna hef ég komist að niðurstöðu. Mér fmnst hann flottur. Hönnunin jafnt að utan sem innan er villt en snyrti- mennskan er samt í fyrirrúmi. Bensínlokið er meira að segja glæsilegt. Aksturseiginleikarnir eru skemmtilegir þó vanti kannski aðeins orku í hesthúsið. Það er kannski ekki að marka þegar mað- ur er nýstiginn upp úr 321 hestafls tæki. Þau auka 45 hö sem Quattro útgáfan býður eiga öragglega eftir að bæta þetta upp þegar hún kem- ur í haust. Aifa Romeo GTV Alfa Romeo GTV er með 4 sæti eins og TT-inn og því með mun betra notagildi en Boxterinn og Roadsterinn. Bíllinn sem prófaður var er með glæsilega innréttingu, rjómagul leðursætin eru algjör draumur, mælaborðið stílhreint og auðvelt að eiga við stjórntæki. Það eina sem kannski væri hægt að setja út á er lengdin á stýrisstöng- inni, hún mætti vera 5 cm styttri. Línumar að utan era sérstakar en mjög fallegar. Skondið er að bera hann saman við TT-inn því þeir eiga ekkert sameiginlegt að utan- verðu. Vélin er léttleikandi en ekki eins kraftmikil enda aðeins 155 hö, sem er töluvert minna en hinir bíl- amir í þessari kynningu. Ekki má gleyma því að hægt er að fá rúmlega tvo GTV fyrir verð á einum Z3 eða Boxter. -HÁ Jóhannes Reykdal, 54 ára, umsjónar- maður DV-bíla. Audi TT Þetta er bíllinn! Ekki bara að hann sé laglegur og vel hannaður, hann fer ótrúlega vel á vegi, það er gott pláss og gírkassi sem er með skiptingar eins og hunang. Audi TT er bíll sem virkar vel á alla, jafnt ökumann og farþega. í fyrsta skipti sem sest er inn, bregður báðum, því maður situr djúpt í framsætun- um, líkast því sem var í sportbílunum bandarísku hér í eina tíð. Umhverfi ökumanns er ótrú- lega skemmtilega hannað, mikið lagt upp úr því að gera hlutina grófa og sterklega en um leið mjög fínlega. Burstað álið setur svip sem fáir leika eftir í dag. Eftir stuttan akstur leikur TT í höndum sérhvers ökumanns. Þótt vél- araflið sé drjúgt þá er það ekki meira en svo að það fer sér enginn að voða. Sé hins vegar stigið of fast á bensín- giöfma í upptaktinum þá spólar hann óþyrmilega, í slikum tilfellum væri gaman að hafa aldrifið sem kemur á næsta ári. TT er með sæti fyrir fjóra, en aftur- sætið nýtist vart í alvöru, nema þá fyrir mjög svo netta farþega. En þetta er fyrst og fremst bíll sem myndi nýtast vel í daglegu umhverfi hér á landi og þarf ekki hraðbraut til að kalla fram skemmtilega takta. BMW Z3 Sennilega hættulegasti bíllinn! Hér er vélaraflið yfirdrifið og svörunin ótrúleg, sem mátti reyna vel á blautu malbiki í þessum stutta prufuakstri, því hann var fljótur að spóla sig upp ef stigið var of fast á bensíngjöfma. Umhverfi ökumanns minnir á arf- leið frá gömlu góðu bresku sportbílun- um. Þegar sest er inn þá koma mæla- borð og stjórntækin eins og hanski utan um ökumanninn. Sérstaklega er gaman að svipta gírkassanum á milli gíra, kúpla snöggt og finna hvemig aflið hríslast um drifrásina til hjól- anna. Blæjan kom á óvart, einangraði vel veghljóð, raunar miklu betur en ætla heföi mátt fyrirfram, en það vantaði illilega þakrennu í rigningunni því ef gluggi var opnaður lak inn. Þetta er bíll sem vex öragglega við frekari kynni. GTV Þetta er bíll sem fer ótrúlega vel milliveginn á milli alvöru sportbils og notadrjúgs bíls í daglegum akstri. Þetta er plássmesti bíllinn af þessum fjórum og mælaborðið er í dæmigerð- um Alfa-anda, dálítið framúrstefnu- legt en um leið auðlæsilegt og gott. Það kom mest á óvart hve vélar- aflið nýtist vel. Aflið er greinilega mun minna en í hinum þremur, en góð gírhlutfóll og léttleikandi gírkassi bæta það svo sannarlega upp. GTV situr greinilega vel á vegi, veghljóð var einna minnst í þessum bíl miðað við hina þrjá og það er næsta víst að hann liggur eins og klessa í kröppum beygjum, en það vantaði mikið á að íslenskar aksturs- aðstæður leyfi að hægt sé að prófa svona bíl til hlítar. Porsche Boxter Dæmigerður Porsche, fágaður og flottur, en ekki alveg nógu spennandi fyrir minn smekk. Dálítil vonbrigöi að hann skyldi ekki vera með hefð- bundna handskiptingu, þvi sjálfskipt- ingin, þótt hún bjóði upp á hand- skiptimöguleika, er þunglamaleg og full sein að svara til að hægt sé að kalla fram spræka takta. En áratuga reynsla við hönnun sportbíla skilar sér samt vel í þessum bíl. Ökumaður situr vel, öU stjómtæki era innan seilingar, og það vantaði ekkert nema góða þýska hraðbraut til að finna réttu taktana, en íslenskt vegakerfi og hraðatakmarkanir gera sitt til að þetta er ekki bUl að mínu skapi. -JR Porsche Ég hafði Hákon Ás- geirsson, 24 ára, flugum- ferðarstjóri. Boxter nokkram sinnum setið í Porsche, nokkuð gömlum bílum frá þeim tíma sem hrá innrétting og vélar- hávaði þóttu sýna merki um kappakst- urseiginleika. Nú er öldin önnur hjá bílaframleiðundum, þeir keppast um að hafa bílana þægi- lega og sportlega í senn. Boxterinn er BÍLALAKK *«b' Sportbílalakk á alla bíla , ISLAKK sérverslun með bílalakk • Audi TT • BMW Z3 • Alfa GTV • Porsche Boxter •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.