Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 19
SPORTBÍÍAR 35 im*a 7 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 Z3 Z3 hefur óumdeilanlega mesta orkuna og vélarsvörun eftir því. Viðbragð á honum 0-100 er aðeins 5,4 sekúndur og sú tala segir nokkuð. Maður situr vel í Z3 og þótt sest sé langt niður fylgir því ekki sú tilfinning að sitja á gólfinu. Bíll- inn er þéttur utan um mann og óneit- Sigurður anlega heyrist Hreiðar Hreið- meira í honum af arsson, 61 árs, ytri hljóðmn en í umsjónarmað- hinum bílunum ur DV-bíla. sem allir voru með harðan topp. Stjómtæki liggja vel við og gírskiptingin leikur í höndum manns. Þetta er bíll sem svarar umsvifalaust og stendur við það sem ætlast er til af honum. í haugarigningunni var blæjan þétt og fín og ekki vottur af raka á henni innanverðri eins og stundum vill verða á tuskutoppi. Galli var þó að ef maður opnaði glugga til að spjalla við manninn í næsta bíl, eða bara á götunni fyrir utan, þá hriplak beint af rennulausri blæj- unni inn í bíl og niður á lærið á manni. En hvað um það, þetta var sá bíll sem veitti mér mesta ánægju af akstrinum. GTV Líklega er þetta sá af þessum bíl- um sem hefur mest alhliða notagild- ið. Hann er rúmgóður og orkaði vel á mig strax að setjast inn í hann. Hann svarar eins og engill og situr vel á vegi. Gírskiptingin er mjög fín og sætið hentaði mér einkar vel. Mælaborðið var auðlæsilegt þegar í stað og yfirhöfuð bauð þessi bíll af sér góðan þokka. Þó að vélarorkan sé kannski minni er í hinum bílunum þremur nýtist hún afar vel gegnum vel út- færðan gírkassa og drif. Mér fannst auðvelt og gaman að keyra þennan bíl eins létt og staðhættir leyföu við þær kringumstæður sem í boði voru og augljóst að hann átti miklu meira til - sem gaman hefði verið að geta hagnýtt sér betur. ítalskur karakterinn leyndi sér ekki - íbúar stígvélsins neðan á Evrópu kunna svo sannarlega að búa til bíla sem gaman er að aka. Andartak vafðist fyr- ir mér hvemig á að ljúka þessum bíl upp að utanverðu - en í raun- inni er það sniðuglega leyst. Alltént er ekki vindgnauð af handfang- inu! Audi TT Nýjasta hönnunin í þessum hópi og sum- part sú forvitnilegasta. Er þetta fallegasti bíll- inn af þessum fjórum? Þessa stundina finnst mér það, hvað sem síð- ar verður. í slagveðrinu lenti ég í þeirri ógæfu að þurfa BMW Z3. að byrja á því, einn míns liðs og framan af án leiðsagnar kunnugra, að draga upp bílrúðuna. Leitaði ég nú vel og lengi eins og kotungsson að Búkollu en hafði ekki erindi sem erfiði. Það var ekki fyrr en ég fékk tilsögn aö ég fann rofann fyrir rúðu- vindumar, vandlega falinn framan á neðri festingu á handfangi hurðar- innar að innan. í annan stað hrökk ég við þegar ég settist inn í bílinn - svo djúpt að ég var fyrst í stað ekki viss um að ég sæi almennilega fram úr honum. En þetta vandist fljótt og eins og Audi er títt er þetta léttkeyrandi og auðveld- ur bíll - bíll sem veitir öryggiskennd. Á þeim kafla sem Audi TT kom í minn hlut var ekki tilefni til mikilla tilþrifa en mér fannst gripurinn þægilegur frekar en æsandi eins og hinir tveir sem áður hafa veriö nefndir. Líklega bíll sem gaman væri að kynnast frekar í góðu tómi. Porsche Boxter Fáguö smíð að ytra útliti, full- hefðbundinn til að vera virkilega spennandi. Maður situr ágætlega í Boxter og hefur góða yfirsýn yfir stjómtæki og líka út úr bilnum en einna síst þó ef maður þarf að bakka. Mælaborðið er flóknast í Boxter af þessum fjórum bílum og þarf dálitla einbeitingu til að átta sig á því. Boxterinn var sá eini sem var sjálfskiptur af þessum fjómm - þó með valskiptingu sem að vissu marki er hægt að nota handskipt líka ef maður kýs að gera svo. Lik- lega galt hann þess að vera ekki með hefðbundna handskiptingu. Að minnsta kosti fannst mér hann svara lakar en hinir þrír og vera þunglamalegri. Millihröðun á hon- um var ekki frískleg nema notaður væri handskiptimöguleikinn, og jafnvel þá ekki eins og ég hefði vænst af Porsche. Þessi bíll vakti, því miður, ekki sérstakan áhuga hjá mér. -SHH CC NCEPT bílahreinsivörur [SLAKK Hf; tveir flottir [á sportbílasýningunni í Laugardalshöll] RÆSIR HF Skúlasgötu 59, sími 540 5400 www.raesir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.