Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 20
36 8PORTBÍLAR MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 Njáll Gunn- laugsson, 31 árs, ökukenn- ari. Alfa Romeo GTV ítalimir segja að þú sért það sem þú klæðist og það má vel heimfæra upp á GTV-inn frá Alfa Romeo. Pininfar- ina, sem hannað hefur margan Ferrari-bílinn átti líka hér hluta að máli. Bíllinn er vel sniðinn utan um vél sem er mátu- lega hávær fyrir sportbíl eins og þennan. Þrátt fyrir að vera aðeins með 2 lítra vél er úr nægu að spila því 155 hestar komast vel til skila. Vélin er fljót upp á snúning og þægileg skiptingin býður upp á fljótar gírskiptingar þangað til að flmmta gir er náð og hægt er að „krúsa“ afslappað um þjóðvegina. Eins og búast má við I sportbíl frá Ítalíu er stýringin mjög snögg og skemmtileg. Hann skiptir um akrein og tekur krappar beygjur eins og að drekka vatn. Fjöðrunin er mátulega stíf án þess að vera óþægileg og leðurbólstruð sætin líka. Pláss fyrir ökumann mætti þó vera aðeins meira og þá sér- staklega fótarými og skottið tekur ekki mikið meira heldur en eina stóra pizzu. Öll stjórntæki og frágangur inn- anrýmis er eins og best gerist og mjög aðgengileg. Miðað við hvað kaupandinn er að fá upp í hend- urnar við að rétta fram þrjár mill- ur eru þetta líklega ein bestu kaupin á sportbíl í dag. Audi TT Nafnið á nýja Audi bílinn kem- ur frá „Tourist Trophy“ keppn- inni á eynni Mön. Hann var fyrst kynntur til sögunnar á bílasýn- ingunni í Frankfurt árið 1995 og Alfa GTV. ólikt mörgum öðrum „concept“ bílum hefur hann ekki breyst mikið í almennri útgáfu. í útlits- hönnun bílsins eru hringformin allsráðandi, allt frá stórrnn hjól- unum til innréttingarinnar. Hönnunin hefur líka annan til- gang en bara útlit, þvi að stutt bil á milli fram og afturhjóla þýðir betri aksturseiginleika, breidd á öxli meiri stöðugleika og stór og breið dekkin meira grip. Bíllinn sem prófaður var er með 4 strokka, 1800 vél með 5 ventlum á hvern strokk. Einnig er hún búinn túrbínu sem verk- fræðingar Audi hafa náð góðum árangri með, þannig að hann nýt- ir bensínið við brunann til fulln- ustu og hestöflin sem úr henni eða að til væru vegir eða brautir fyrir hann, en því er ekki að heilsa. Porsche Boxter Hann fæddist ekki á tölvuskjá Einstök vörn gegn vélarsliti Mjög góðir kaldræsieiginleikar Hámarksslitvörn og full smuming við öll hitastig Helst þunnfljótandi milli olíuskipta Viðnámsminnkandi bætiefni minnka eldsneytiseyðslu Sniðin að vélum með hvarfakúta Stenst kröfur API: SJ/CF og ACEA: A3-96/B3-96 Suðurlandsbraut 18 • 128 Reykjavík • Sími 560 3300 • Fax 560 3325 Olíufélagiðhf www.esso.is fram- og afturhjóla þýðir betri aksturseiginleika, breidd á öxli meiri stöðug- leika og stór og breið dekkin meira grip. nást eru 180. Þökk sé henni kem- ur aflið snemma inn og nýtist vel i gegnum gírana. Inngjöfin er tölvustýrð en ekki tengd beint. Mikið er lagt upp úr öryggi eins og alltaf í þýskum bílmn og þessi bíll stenst alla þá staðla sem not- aðir eru yfir öryggisprófanir, líka nýja Euro NCAP staðalinn. Þessi bíll var að minu mati með fallegustu innréttinguna, svart allsráðandi með silfurlitum hringformum. BMW Z3 Það er ekki hægt með góðri samvisku að mæla með þessum bíl fyrir hvern sem er, svo öflug- ur er hann. Það er nánast sama í havaða gír þú ert þegar bensínið er stigið í botn. Þú þrýstist aftur í sætinu og ferð strax að hafa áhyggjur af bleika spjaldinu í vas- anum á þér. Þá stígur þú á brems- una en kemst þá að því að þær eru jafn öflugar og vélin, í raun svo öflugar að erfitt er að vera mjúkur á þeim og þú færð aftur að finna fyrir þyngdaraflinu, bara á öfúgan hátt núna. Samt er þessi bíll mjög auðveldur í jöfnum akstri og heldur sér mjög vel á vegi, þökk sé breiðum dekkjum og stífri fjöðrun. M-ið í nafninu stendur fyrir Mótorsport og það er vel við hæfi. Akstur bíls eins og þessa fær mann til að óska að maður ætti heima í Þýskalandi, þessi heldur í hjörtum örfárra verkfræðinga hjá Porsche, sem áttu aðeins eitt sameiginlegt: að njóta þess að keyra góðan sport- bíl. Hann er hannaður til að geta notið aksturs í opnum sportbíl, án þess að það komi niður á al- mennri notkim hans. Með vélina í miðju bílsins næst eitt besta sam- spil þyngdardreifingar sem völ er á, án þess að það komi niður á farangursrými. Afl vélarinnar hefur varanleg áhrif á ökumannin, en ekki um- hverfið, og fallegar línumar hafa líka sitt notagildi, þær kæla vatnskassann, næra vélina og þrýsta bílnum nær götunni í akstri. Hægt er að velja um 5 gíra kassa eða Tiptronic-S, en bíllinn sem var prófaður var einmitt með þess háttar takkaskiptingu sem gerir hann 50 kg þyngri en bein- skiptu útgáfuna. Þrátt fyrir að vera mjög framúrstefnulegur bún- aður er takkaskiptingin í stýrinu aðeins of mikið af því góða og kemur líka niður á afkösium hans, því hann er sekúndu fljótari í hundraðið beinskiptur. Þessi bíll er aðeins tveggja sæta og óhætt að segja að ökumaðurinn fái mesta tilfinningu fyrir að hann sé að aka sportbíl í þessum bíl. NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.