Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 10
10 enmng FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1999 JLÍV Litið um öxl Þaö er gaman að lifa fyrir lesendur Þorsteins frá Hamri þessa dagana. Ekki einungis er nýútkomið vandað ritsafn hans sem inniheldur allar ljóðabækur hans og flesta lausa- málstexta, heldur fylgir Þorsteinn þessu ritsafni eftir með glænýrri bók, Meóan þú vaktir, sem er nýkomin út hjá Iðunni. Það er enda ekki laust við að manni flnnist nærvera eldri ljóða Þorsteins og annarra texta í ritsafn- inu nokkuð sterk í nýju bókinni. Hún fjallar ekki síst um gamlan skáldskap, gamlar hugsanir og hug- sjónir. Titillinn er í þátíð, og mörg ljóðanna fjalla um liðna tíma, eða kannski réttara sagt um liðna fram- tíð: drauma og hugsjónir sem eitt sinn voru, og hafa kannski verið af- skrifaðar of fljótt. Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson Þorsteinn frá Hamri Þannig sýnist mér t.d. að megi túlka ljóðið Af vegum" þar sem eru þessar línur: Af vegum / sem allir kenndu viö erindisleysu / náöum viö heim nokkrum Ijóöum ríkari. Af svip- uðum toga er fyrsta ljóð bókarinnar Ársól í garöi þar sem stendur: Ég stend hér í dag, / sé stíga framundan, spyr / morgunvindinn: / Auönaöist þér aö þyrma / stundarblœ / sem ég trúi á laun aö sé lífs / og barst mér í óþoli / varla til fulls aó vitum / þá, í fyrndinni, eitt sinn / á tœpri tíó. Eins og sjá má af þessum tveimur dæmum vinnur Þorsteinn áfram með tákn og myndir sem lesendur hans þekkja úr síðustu bókum og eru lesendum hans gömlum og nýjum væntanlega f fersku minni. Náttúran er áberandi og merkingar- bær í ljóðum Þorsteins, en þetta er abstrakt náttúra og táknmið hennar tilvistarleg fyrst og fremst. Þorsteinn yrkir um skóga, strendur, tré, vinda og jafn- vel torg. í ljóðinu Skóg af skógi rennur borgin þannig saman við hina táknrænu, en ljóðinu lýkur á þessum línum Leita áfram / at- hygli dýrsins trúr / - aö þessu sinni / í skógi sem ekki er skógur: / norpa á torgum / og nálgast fólk eins og runna. Lágmæltari á yfirborði Það er yfirvegaður tónn í ljóðum þessarar bókar. Rödd Þorsteins verður sífellt agaðri, og í þessari bók einkennir hana einnig ákveðið látleysi. Stílbrögðum er hér beitt af smekkvísi, án þess að þau vekji sérstaklega á sér athygli. Þótt fæst ljóðanna séu ort undir reglulegum bragarháttum er ljóslega um bund- ið mál að ræða. Hrynjandi, stuðla- setning, regluleg eða óregluleg og margvisleg beiting hálf- eða alríms gerir það að verkum. Það þarf enda enginn þarf að efast um tök Þorsteins á málinu og þau verða ekki siður ljós og áhrifamikil í þessum ljóðum en stundum áður þegar hærra lét i honum. Það er með Þorstein eins og mörg góð- skáld önnur að eftir því sem árin líða verða ljóð hans lágmæltari á yflrborði en það sem undir býr vex að sama skapi. Þorsteinn frá Hamri - Meðan þú vaktir, Iðunn 1999 Besti gagnrýnandi Dana Ser íslenskusérfræðingur Silja Aðalsteinsdóttir, „okkar maður“ í Danmörku, fékk nýverið boðsbréf frá danska bók- menntaráðinu. „í boðsbréf- inu stóð að veita ætti gagn- rýnanda heiðursverölaun upp á 25.000 danskar krónur l og að hann væri einstaklega verðugur. Dómnefndin „hik- aði ekki viö að kalla hann S besta gagnrýnanda Dan- merkur", hann „setti stand- Iard sem afar fáir gætu lifað upp til“ - svo maður sletti dönsku. Það var því sérstaklega ánægjulegt fyrir blaðamann DV að komast að því að verð- : launahafinn var enginn annar en Erik Sky- Ium-Nielsen (á mynd) - sem einmitt núna undanfarið hefur verið fagurlega umtalaður í dönskum blöðum, ekki vegna skrifa sinna um bókmenntir heldur vegna þýðingar sinn- ar á Fótsporum á himnum eftir Einar Má Guðmundsson á dönsku. „Mín fyrstu kynni af Erik voru þau að hann slátraði skáldsögu eftir mig fyrir sjö árum,“ sagði Lars Bukdahl, dómnefndarmaður og gagnrýnandi á Week- endavisen, „en það er alveg sama. Maður er ekki búinn að fá neinn ritdóm fyrr en Erik er búinn að skrifa. Hans umsögn er sú eina sem skiptir máli.“ Erik Skyum er fróðastur manna um ís- lenskar bókmenntir í Danmörku og skrifar nú um þær í stóru alfræðibókina sem Gyld- endal er að gefa út (13 bindi komin, 7 eftir). Hann er líka okkar besti þýðandi á dönsku og hefur búið og kennt á íslandi. Hann sagði í þakkarræðu sinni að íslendingar hefðu yflr- IS’ leitt haldið að hann væri fjósamaður eða landbúnaðarráðunautur og í rauninni væri starf gagnrýnandans ekki svo ólíkt því. Hann vildi einmitt vera sá sem á táknrænan hátt hlúði að skepnunum og hugsaði um gróður- inn, bæri á og vökvaði. Tango Libre Það er ekki oft, og raunar allt of sjald- an, sem undirritaður fær upphringingar eða ábendingar varðandi þá tónlist á geislaplötum sem hann leitast við að kynna. Hins vegar virðist grein um tang- ótónlist sem birtist fyrir tæpum tveimur mánuðum hafa hreyft við óvenju mörg- um; af upphringingum var þá nóg. I framhaldi cif því flökraði að undirrituð- um að segja frá fleiri nýjum geislaplötum með tangótónlist. Þær þrjár plötur sem hér um ræðir eru mjög svo ólíkar, sem er til marks um sveigianleikann sem innbyggöur er í þessa seiðmögnuðu argentísku tónlist. Flæmski hljómsveitarstjórinn Rudolf Werthen, sem stjómar hljómsveitinni I Fiamminghi, hefur gefið út tangóplötu með undirtitlinum / minningu þeirra sem eru ei meir, sem er tilvísun í ljóð eftir Borges. Á plötunni er tangótónlistin not- uð til að fjalla um áhrif herstjómarinnar illræmdu á argentískt þjóðlíf á 8. og 9. áratugnum, og þá helst með því að byggja upp hugblæ þessa tímabils með Geislaplötur Aðalsteinn Ingólfsson völdum tónsmíðum. Til að mynda er lagt út af tónlist Astors Piazzolla með ýmsum hætti; helst með því að árétta angurværðina, tregann og jafnvel örvæntinguna sem setur mark sitt á mörg laga hans. Skáldskapur cirgentínskra höfunda á borð við Borges og Puig er síðan notaður til að hnykkja á þess- ari stemmningu. Þetta hljómar nú kannski fremur kcddriij- að og þar með á skjön við óyfirvegaða ástríðu tangótónlistarinnar, en gengur býsna vel upp, þökk sé afburða spila- mennsku I Fiamminghi og argentísku fag- mönnunum sem leika með þeim. Tangó á norðurhjara Margir hafa átt erfitt með að skilja feiki- vinsældir tangósins hér uppi á norðurhjara, þar sem blóðið rennur hægar um æðar en suður í Argentínu. Uppi hafa verið kenning- ar um að hrynjandi sinnar vegna sé tangóinn betur til þess fallinn en nokkur annar dans (eða samkvæmisrítúcd) að leysa úr læðingi niðurbældar ástríður okkar Norðurlandabúa. Tangóinn barst til Finnlands í fyrri heim- styrjöld og varð þá strax svo vinsæll meðal alþýðunnar - hér er jú fyrst og síðast um al- þýðutónlist að ræöa, okkur gleymist það þegar við horfum á svokallaðar „tangósýn- ingar“ - að Rússum þótti nóg um. Héldu þeir að dansinn væri hluti af leyndri og ljósri baráttu Finna fyrir sjálfstæði. Var það ekki síst vegna þess að tangóinn rann saman við dægurlagahefðina þar i landi, en hún var öðrum þræði sprottin upp úr þjóðlagaarf- leifðinni. Tangóinn hélt velli meðal Finna, hvernig sem veröldin veltist, allt til nútíðar. Til dæmis veitti hann vestrænni dægurlagatón- list, Bítlamúsíkinni svokölluðu, harða samkeppni. Fram á sjöunda áratuginn þýddi ekkert fyrir finnska dægurlaga- söngvara að syngja annað en tangótón- list. En finnski tangóinn er með öðru sniði en sá argentíski, uppfullur með eftirsjá, hugarangri og Ijúfsáru þung- lyndi. Enda oft nefndur „finnskur blús“. Með tangó í blóðinu Trikont, lítið og lítt þekkt útgáfufyr- irtæki í Þýskalandi, hefur gefiö út úrval finnskrar tangótónlistar, bæði rykfallnar gamlar upptökur og spánnýjar, margar hverjar kostuleg- ar, sem veita ómetanlega innsýn bæði í tónlistarlíf og sálarlíf þessara frænda okkar. Ýmislegt í þessari tónlist minnir á dægurlagatónlist okkar íslendinga á sjötta og sjöunda áratugnum. Kannski er tími til kom- inn að gaumgæfa áhrif tangósins á ís- landi. Ef menn eru hins vegar á höttum eft- ir „klassískum" firnavel spiluðum tangó, gegnsýrðum suðrænum ástríð- um, ættu þeir að kynna sér sænska hópinn Tango Libre á BIS. Þama eru á ferðinni hljóðfæraleikarar með tangóinn í blóðinu, m.a. eftir náin kynni af helstu meisturum hans í Argentínu. Bandóneóleikarinn lærði hjá snillingnum Marconi og fiðluleikarinn, Anna Lindal, hefur sérlega tæran tón sem skilar sér £dveg sérstaklega vel út í tangóhrynjandina. Rudolf Werthen - Tango: La elegía de qui- enes ya no son, I Fiamminghi, o.fl. Útgefandi: Telarc Umboð á íslandi: 12 tónar Finnischer Tango/Tule tanssimaan, Trinkont, Umboð á íslandi: 12 tónar Tango Libre Tónlist e. Salgán, Villoldo, Plaza, Piazzola, Jöback o.fl. BIS Umboð á íslandi: JAPIS Danska bókmenntaráðið veitir árlega styrki til bókmenntaverka og hefur í ár tæp- ar fimm milljónir danskra króna til ráðstöf- unar. Sérstakar nefndir útdeila fé til þýð- enda, skálda og rithöfúnda, bamabókahöf- unda, teiknara, leikritaskálda, greinahöf- unda og fræðibókahöfunda. Verðlaun veitir ráðið einu sinni á ári í einhverri grein bók- menntanna. Ekki kemur aftur að gagn- rýnendum fyrr en eftir áratug eöa svo, þannig að Erik Skyum-Nielsen trónir lengi einn í sínu hásæti sem besti gagnrýnandi Danmerkur. Hann skrifar í dagblaðið In- formation. Lífsstarf Magnúsar Á. Árnasonar Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, hefur á undanfömum árum gert vegleg skil þeim bæjarlistamönnum sem mest hafa lagt af mörkum til safnsins, til að mynda þeim Gerði Helgadóttur, Barböm Árna- son og Hrólfi Sigurössyni. Um helgina verður opnuð í safninu yf- irgripsmikil sýning á lífsstarfi Magnúsar Á. Ámasonar (á mynd), sem var sannkallaður fjöllista- maður, gerði olíumálverk, högg- myndir og teikningar, auk þess sem hann orti ljóð og samdi sönglög. Árið 1983, þremur ámm eftir að hann lést, 86 ára að aldri, færði Minn- ingarsjóður Barböra og Magnúsar Kópavogs- bæ að gjöf 300 verk eftir þau hjónin, þar af um 200 eftir Magnús. Úrval þeirra verður til sýnis í Gerðarsafni til 20. júní en auk þess fjölmörg verk úr einkaeign. Magnús var ágætlega ritfær og orðhepp- inn, eins og kemur fram í minninga- og ferða- bókum hans. Eitt sinn varð hann þó klumsa svo umsjónarmaður menningarsíöu vissi til. Það var á yfirlitssýningu á verkum hans sem haldin var að Kjarvalsstöðum árið 1976. Búið var að stilla upp verkum og kalla blaðamenn til fundar. Og þar sem Magnús stóð og hall- aði sér upp að myndastyttu, rúmlega áttræö- ur og örvinda af þreytu, tiplaði til hans dilli- bossi úr blaðamannastétt, síðar afkastamikill tímaritsritstjóri, og spurði að bragði: „Er þetta fyrsta sýningin þín?“ Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.