Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 17
16 17 4- FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1999 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1999 Sport Sport KR spáð titlinum Hin árlega spá forráöamanna félag- anna í úrvalsdeildinni í knattspyrnu var kunngerö í fyrradag og fáum á óvart er KR-ingum spáö Islandsmeist- aratitlinum. Spáin lítur þannig út: 1. KR....................276 2. ÍBV ..................266 3. Akranes...............251 4. Keflavik..............182 5. Leiftur...............181 6. Fram .................166 7. Valur.................100 8. Breiðablik.............87 9. Grindavík .............75 10. Víkingur.............66 KR-ingum er nú spáó meistaratitlin- um í sjöunda sinn á siöustu niu árum en eins og allir vita hefur sú spá aldrei gengiö eftir. Eyjamenn uróu sjötta liðið til að vinna deildina eftir að hafa verið spáð titlinum. Það var spáð rétt til um meistarana í fjögur fyrstu skiptin en síðan hefur það aðeins gerst tvisvar á síðustu 10 árum. Spáin hefur sjaldan verið réttari en hún var í fyrra. Þá spáðu menn rétt til um meistarana (ÍBV), fallliðin (Þrótt og ÍR), auk þess sem 4 af 5 liðum sem spáð var í efri hluta enduðu í þeim hópi. Skagamönnum er nú spáð þriöja sæt- inu en hafði veriö spáð öðru sætinu í þessari spá síöustu sjö árin, meðal arm- ars öll funm árin sem þeir unnu titil- inn 1992-96. Þegar rétt var til getió um bæði fallliöin í fyrra var þaö aöeins í annað skiptið í 14 ára sögu þessarar spár (frá 1985) að sú staða kom upp um haustið. Fyrir utan 1988 (Leiftur, Völsungur) og 1998 (Þróttur, ÍR) hefúr annað af þeim liðum sem spáð hefur verið falli ávallt bjargað sér. Bestum árangri náðu Þórsarar 1992 sem var spáð 10. sætinu en enduöu í því þriöja. Grindvikingum var nú spáð falli i fjórða skiptiö á þeim fimm árum sem þeir hafa verið i deildinni en Grinda- vik og Valur eru einu félögin í sögu efstu deildar sem aldrei hafa fallið. -ÓÓJ/GH Einar ekki strax með Einar Örn Birgisson, sem KR- ingar fengu til sín frá Lyn í Noregi, verður ekki með þeim í tveimur fyrstu umferðum íslandsmótsins í knattspyrnu. Einar er tognaður aftan í báðum lærum og sagði við DV að hann yrði ekki orðinn heiil fyrr en um næstu mánaðamót. -VS Björgvin Rúnarsson hættur 1 Selfossi: „Vil spila áfram með þeim bestu“ Björgvin Rúnarsson, fyrirliði Sel- fossliðsins í handknattleik, hefur ákveðið að hætta að leika með lið- inu en eins og kunugt er féllu Sel- fyssingar niður í 2. deild á nýafstað- inni leiktíð. Björgvin gekk til liðs við Seliyss- inga frá ÍBV árið 1993 og hefur leik- ið með síðan og verið fyrirliði liðs- ins síðustu þrjá árin. Hann er samn- ingsbundinn Selfyssingum en ákvæði í samningnum sagði að hann gæti hætt ef liðið félli. „Ég vil spila áfram meðal þeirra bestu en það er ekkert komið á hreint með það hvert ég fer,“ sagði Björgvin í samtali við DV. -GKS Zoltan Belánýi á förum frá Gróttu/KR: „Ekki Ijóst hvar ég spila" Zoltan Belánýi, hornamaðurinn snjalli sem lék með Gróttu/KR í vetur, hefur ekki gengið frá nýjum samningi við félagið eins og fréttir sögðu í einum fjölmiðli á dögunum. „Ég er laus allra mála hjá Gróttu/KR og hef tekið stefnuna á að spila í 1. deildinni á næsta vetri. Á þessu stigi er ekki ljóst hvar ég spila en það kemur í ljós fljótlega,“ sagði Belánýi í samtali við DV. -GH Rúnar með sigurmarkið Rúnar Kristinsson tryggði Lilleström sigur gegn Moss í norsku A-deildinni í knattspymu í gær. Rúnar skoraði eina mark leiksins úr vítaspymu og fékk tækifæri tii að bæta öðm við en misnotaði vítaspymu. Lilleström fékk reyndar þijú víti og flskaði Heiðar Helguson tvö þeirra. Auðun Helgason skoraði eitt af mörloim Viking sem gerði 3-3 jafhtefli gegn Bodö/Glimt. Þá skoraði Helgi Sigurðsson fyrsta mark Stabæk sem sigraði Kongs- vinger á útivelli, 1-3. Valur F. Gíslason og Stefán bróðir hans vom báðir í hði Strömsgodset sem tapaði fyrir Brann, 1-2. Þá burstaði Tromsö Mð Odd, 5-0. Tryggvi Guðmundsson var í Mði Tromsö en náði ekki að skora. Eftir 6 umferöir era Molde og LMleström efst með 15 stig, Rosenborg og Stabæk 13. -GH Anatoly Fetukin og Knútur G. Hauksson, formaður handknattleiksdeildar Fram, takast í hendur eftir undirskrift Rússans í gær. Við hlið Fetukins er landi hans Nikulai Titov en hann mun þjálfa kvennalið Fram á næstu ieiktíð. DV-mynd Hari íslandsmótið í rallakstri hefst í dag: „Ætlum að vinna fýrstu keppni" - segir Sigurður Bragi Guðmundsson Framarar skoða þýskan leikmann - var um tíma hjá Stuttgart Framarar hafa að undanfomu verið að leita fyrir sér erlendis að leikmönnum tfl að styrkja liðið fyrir átökin í úrvalsdeMdinni í knattspymu í sumar. Liðið er á höttunum eftir vamarmanni og sóknarmanni. Samkvæmt heimildum DV er Þjóðverji á leið tM landsins og er ætlun Framara að skoða hann og taka síðan ákvörðun í framhaldinu. Um er að ræða framliggjandi miðjumann að nafni Mario Battista sem var um tíma hjá Stuttgart. -JKS Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason eru hér á fleygiferð á Metro bíl sinum i alþjóðlega rallinu sem fram fór síðastliðið haust. DV-mynd JAK Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason gerðu alvöra at- lögu að íslandsmeistaratitlinum síð- asta ár á sínum 13 ára gamla Rover Metro en horfðu endanlega á eftir sigrinum á næstsíðustu sérleið ársins þegar framdekk sprakk. Én era þeir ekki enn með hausinn undir hendinni eftir það áfaM? Sprengdum fimm dekk „Þetta var rosalega þroskandi," segir Sigurður Bragi. „Við stóðum ekki rétt að undirbúnigi fyrir lokasprettinn, komum t.d. báðir erlendis frá rétt fyrir keppnina og reyndumst meira að segja vera að skoða vitlausa leið þegar við hittum aðedkeppinautana fyrir tMvfljun en þeir höfðu þá átt lögheimMi á leið- unum í hálfan mánuð. Mesta vesenið á okkur í fyrra var að við sprengdum fimm dekk á móti engu hjá meisturan- um og kunnum ekki á því skýringu.“ En Sigurður Bragi virðist vera hættur að velta sér upp úr fortíðinni og hefúr látið gera Roverinn upp fyrir komandi raM-vertíð. „Sérfræðmgar frá David App- elby Motorsport, sem þjónustar þessa bíla, komu hingað, yfirfóra mótorinn og settu upp stUlanlega fjöðrun ásamt nýj- um hjólabúnaði en gamla fjöðranin hafði þjónað i yflr 30 keppnum. Eins er búið að setja nýtt rafkerfi og mælaborð. Gírkassinn er af bestu gerð, drifin vora yfirfarin og styrkt og það er bara ekki hægt að gera bílinn betri en hann er. Aðal bakhjarlar okkar era SheU og Sigurplast." Það er engin smávirðing sem gaml- ingjanum er sýnd fermingarárið og við- búið að hann skiU ósviknum 300 hestöfl- um ofan í svörðinn. Unnum fyrsta rall ársins í fyrra „Það er engin launung að við ætlum okkur sigur í fyrstu keppninni eins og í fyrra. Leiðamar kunnum við og þær henta bílnum. Ef árangurinn verður góð- ur í tveimur fyrstu keppnunum fórum við í aUar hinar, ef ekki tökum við hlé fram að alþjóðlega raUinu. Við Rögnvald- ur erum báðir of uppteknir í viðskiptalíf- inu við fyrirtækjastjómun tíl að geta haft ralUð númer eitt.“ Engar áhyggjur af túrbínureglum Ekki þurfa Rovermenn að hafa áhyggjur af túrbinureglum því engtn er túrbínan. Sem sérfræðingar í alþjóðlega rallinu eftir tvo sigra í röð hugsa þeir sér gott tU glóðarinnar, enda flest stigin þar að hafa á einu bretti. Svo mikið er víst að þeir mæta vel undirbúnir tíl leiks og það verður þessi viröi fyrir áhorfendur að skima um sérleiðir Reykjaness í kvöld og á morgun því þetta er ekki eina áhöfnin sem ætlar að vinna fyrsta raMið með tUþrifum. RalUð hefst við húsnæði Bílanausts við Borgartún klukkan 17 í dag. -ÁS * Iþróttakennarar - Frjólsíþróttaþjálfarar Frjálsíþróttadeild ÍR óskar eftir frjálsíþróttaþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 587 1720. Valdimar Urslitakeppni NBA: Pippen vaknaði - Indiana og Portland komin áfram Scottie Pippen, sjöfaldur NBA- meistari með Chicago, sýndi loks- ins í nótt hvað hann getur í bún- ingi Houston. Pippen skoraði 37 stig og tók 13 stig í stórsigri á Lakers. Charles Barkley gaf hon- um lítið eftir, skoraði 30 stig og tók 23 fráköst. Indiana og Portland unnu sin einvígi 3-0 og era komin áfram. Úrslitin í nótt: Philadelphia-Orlando.........97-85 Iverson 33, Lynch 17, Snow 13 - Ander- son 23, Hardaway 18, D. Armstrong 15. Staóan er 2-1 fyrir Philadelphia. Milwaukee-Indiana............91-99 Robinson 23, Allen 20, Thomas 12 - MUler 33, Jackson 16, Mullin 13. Indiana vann einvígiö, 3-0. Houston-LA Lakers...........102-88 Pippen 37, Barkley 30, Price 10 - Shaq 26, Bryant 13, Rice 13. Staöan er 2-1 fyrir Lakers. Minnesota-San Antonio .... 71-85 Gamett 23, Brandon 16, Smith 7 - Johnson 24, Robinson 17, Duncan 15. Staóan er 2-1 fyrir San Antonio. ÚrsUtin í fyrrinótt: Detroit-Atlanta.............79-83 Laettner 15, Huner 13, Hill 12 - Corbin 16, Smith 15, Long 10. Staðan er 2-1 fyrir Atlanta. New York-Miami ..............97-73 Sprewell 20, Houston 18, Ewing 15 - Mourning 18, Mashbum 14, Lenard 13. Staóan er 2-1 fyrir Neui York. Phoenix-Portíand...........93-103 Robinson 24, Kidd 16, Manning 13 - B.Grant 20, Rider 18, Sabonis 14. Portland vann einvígið 3-0. Sacramento-Utah ............84-81 Divac 22, C. Williamson 18, J. WUliams 12 - Malone 22, Eisley 21, Anderson 17. Staðan er 2-1 fyrir Sacramento. -VS/GH Halldór og Jóhanna Rósa - vörðu íslandsmeistaratitla sína í þolfimi í gær Jóhanna Rósa Agústsdóttir, Gerplu, og HaUdór B. Jóhannsson úr Ármanni urðu í gærkvöldi íslandsmeistarar í kvenna- og karlaflokki í þolfimi en keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Digranesi. Jóhanna Rósa, sem einnig hampaði Is- landsmeistaratitlinum í fyrra, hlaut 7,4 fyrir listfengi, 7,2 fyrir tækni og 2,35 fyr- ir erfiðleika. Samtals hlaut hún því 16,95 stig. í öðra sæti var Hilma H. Sigurðar- dóttir úr Keflavík en hún hlaut samtals 14,00 stig. HaUdór, sem eins og Jóhanna varð ís- landsmeistari einnig í fyrra, fékk ekki mikla keppni en hann var eini keppand- inn í karlaflokki. Hann hlaut 8,05 fyrir listfengi, 8,15 fyrir tækni og 2,9 fyrir erf- liðeika, samtals 19,3, en HaUdór fékk 0,2 í bónus fyrir æfingar sínar. Keppendur skráðir á mótið vora um 10 en dagana fyrir mót og aUt fram að móti hættu þeir við í hrönnum og enduðu því aðeins þrír keppendur. Það var vissulega dapurt en áhoifendum var skemmt með fjöldanum öUum af skemmtiatriðum. Jóhanna Rósa og HaUdór sögðu að æf- ingamar á morgun (í dag) yrðu léttari en vanalega en ekki .þýddi að taka frí því HM væri í byrjun júní og þar stefna þau bæði að góðum árangri. -AIÞ/GH þjálfar Fram næstu tvö árin. Gunnar Berg Viktorsson veröur áfram hjá liðinu en óvíst hvort Astaflev leikur með „Við vorum mjög ánægðir með það sem við sáum til Fedukins og þar fer maður sem veit greinMega hvað hann er aö gera,“ sagði Knútur G. Hauksson, formaður handknattleiksdeMd- ar Fram i samtali við DV í gær. Framarar skrifuðu í gær undir samning við Rússann Anatoly Fedukin og verður Rússinn þjálfari hjá Fram næstu tvö árin. Fedukin á frábær- an ferU að baki sem þjálfari og leikmaður eins og komið hefur fram í DV. Varð hann meðal annars ólymp- íumeistari með liði Sovétmanna árið 1972. Þá þjálfaði Fedukin hið heims- fræga lið CSKA Moskva í 9 ár með frábærum árangri. Fedukin kom tU landsins um síðustu helgi og stjórnaði þremur æfingum hjá Fram. Leist forráða- mönnum og leik- mönnum Fram mjög vel á Rússann og um miðjan dag í gær tók- ust samningar og skrifað var undir tveggja ára samning um miðjan daginn. Líklegt er að aUir leikmenn Fram á síð- asta tímabili leiki áfram með liðinu. Þó er enn óvíst hvort Framarar endumýja samning við Rússann Astafiev. „Við höfum ekki enn ákveðið hvað við gerum varðandi Astafiev," sagði Knút- ur í gær. - Hvað með Gunn- ar Berg Viktorsson? „Ég reikna með að við göngum frá samn- ingi við hann á morg- un (í dag),“ sagði Knútur. -SK Blcand í poka Akurnesingar cetla að halda Skaga- mannadag á knattspymusvæðinu á Jaðarsbökkum á morgun. Dagskráin hefst klukkan 13 og verður ýmislegt í boði, þar á meðal knattspyma, rat- leikur, hreinsun á svæðinu, grill, skemmtiatriði og fleira. Guörún Arnardóttir varð í 5. sæti I 400 metra grindahlaupi á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem fram fór í Qatar i gær. Guðrún hljóp vegalengdina á 55,91 sekúndum. islenska landsliöiö í badminton tap- aði fyrir Wales, 5-0, á HM í badmint- on í Danmörku í gær. íslendingar höfnuðu í 23. sæti og sitja áfram í 4. riðli en með sigrinum komust Wales- veijar í 3. riðMinn. Finnar og Tékkar leika tM úrslita um heimsmeistaratitMinn í íshokkí. Finnar lögðu Svía i undanúrslitunum og Tékkar höfðu betur gegn Kanada- mönnum. -GH Tveir landsleikir gegn Kýpur: Konur dæma Islenska landsliðið í handknattieik mætir Kýpurbúum í tveimur lands- leikjum hér heima um helgina en leik- irnir eru liður í riðlakeppni fyrir Evr- ópumótið árið 2000. Leikirnir fara báðir fram í íþrótta- húsinu Kaplakrika í Hafnarfirði. Fyrri leikurinn er klukkan 16 á morgun og sá síðari klukkan 20.30 á sunnudags- kvöld. „í sjálfu sér veit ég ekki mikið um andstæðingana en þeir eru með rúss- neskan aðstoðarþjálfara og leikstMlinn því öragglega eitthvað ættaður þaðan. Ég sá U-21 árs lið Kýpur í Slóvakíu á dögunum og reikna með að 2-3 leik- menn úr því liði verði með í þessum leikjum. Við megum alls ekki faUa í þá gryfju að vanmeta Kýpurbúana en ef við vinnum ekki báða þessa leiki eig- um við ekkert erindi í riðlakeppnina," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálf- ari við DV í gær. Þorbjöm tUkynnir landsliðshópinn eftir æfingu í kvöld. Ljóst er að Róbert Duranona verður ekki með en hann kemur ekki tM landsins fyrr en á mánudag. Eitt það merkUegasta við þessa letiti er að dómaramir era kvenkyns og koma frá Svíþjóð. Þær heita Monika Hagen og Malena NUsson og eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem konur dæma landsleik á íslandi. -GH Halldór B. Jóhannsson og Jóhanna Rósa Ágústsdóttir vörðu íslandsmeistaratitla sína í þolfimi í gærkvöldi og hér eru þau með verðlaunagripi sína í mótslok. DV-mynd Hilmar Þór Bland í poka Nicolas Anelka, framherjinn snjalli hjá Arsenal, er nú orðaður við spænska stórliðið Real Madrid eftir að umboðsmaður hans og Lorenzo Sanz, forseti Madridarliðsins, áttu fund í Madrid í fyrrakvöld. David Ginola skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Tottenham. Ginola, sem er 32 ára, endar ferU sinn hjá Tottenham en hann hefur leikiö mjög vel á tímabti- inu og var útnefndur knattspyrnu- maður ársins af blaðamönnum og leikmönnum í A-detidinni á dögun- um. Aston Villa er reiðubúið að borga Blackbum rúman einn milljarð króna fyrir framherjann Chris Sutton. Sutton hefur lengi verið efst- ur á óskalista Johns Gregorys, stjóra Villa, og hann bauð Blackburn 950 milljónir í leikmanninn í október síð; astliðnum sem Blackburn hafnaði. 1 staðinn keypti hann Dion Dublin en þrátt fyrir það vill Gregory fá Sutton i sinar raðir. Oleg Luzhny, hinn þritugi fyrirliði úkraínska landsliðsins og leikmaður Dynamo Kiev, mun að öllum líkind- um ganga í raðir Arsenal fyrir 220 milljónir króna. Manchester United náöi eins stigs forskoti á Arsenal þegar liðið geröi markalaust jafntefli gegn Blackburn í fyrrakvöld. Jafnteflið gerði það að verkum aö Blackburn leikur í B- deildinni á næstu leiktíð en slagur United og Arsenal um titilinn ræðst í lokaumferðinni á sunnudaginn. Þá mætir United liði Tottenham á Old Trafford og Arsenal fær Aston Vtila í heimsókn. Parma sigraói í UEFA-keppninni en liðiö sigraði vængbrotið lið Marseille, 3-0, í úrslitaleik í Moskvu i fyrra- kvöld. Hernan Crespo, Paolo Vanoli og Enrico Chiesa skoruöu mörkin. AB Copenhagen varð í gær danskur bikarmeistari í knattspyrnu í fyrsta sinn þegar liðið sigraði AaB, 2-1, i úr- slitaleik í Kaupmannahöfn. Ajax varö hollenskur bikarmeistari I gærkvöldi en liðið sigraði Fortuna, 2-0, í úrslitaleik. Jesper Gronkjœr skoraði bæði mörk Ajax. Theodór Guöfinnsson, landsliös- þjálfari kvenna i handknattleik, verð- ur næsti þjálfari Islandsmeistara Stjömunnar i kvennaflokki og tekur hann við starfi Aóalsteins Jónsson- Landssíminn, KSI og Samtök fé- laga í úrvalsdeildinni i knattspyrnu hafa skrifað undir nýjan samstarfs- samning tti tveggja ára. Nýjungar á samstarfinu felast meðal annars í því aö eftir hverjar 6 umferðir 1 detidinni verður valinn besti leikmaðurinn, besti þjálfarinn, besti dómarinn, bestu stuðningsmennimir og falleg- asta markið. Kosning fer fram á vef Landssímans, www.simi.is/lands- simadetid. -GH -h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.