Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1999 nn Ummæli Miðum við Norðurlönd í kjarabaráttunni „Nú hefur Kjaradómur loks tekið af skarið um að óhætt sé að miða i við laun á Norður- , löndunum, sem er / , sérstakt fagnaöar- | efni. Það ríkir því f ómæld ánægja | meðal þjóðarinn- ar með þennan dóm.“ Pétur Sigurösson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, í DV. Þorskurinn enn allsráðandi „Við gátum gengið í Nato, þjóð án hers, en getum ekki gengið i Evrópusambandið þótt við séum hluti af álfunni. í því efni er þorskurinn ennþá alráð- ur á Islandi hvemig sem rollur og Intemet remba sig í fjárhús- um og skólum.“ Guðbergur Bergsson rithöfund- ur, í DV. Þeir sem bera ábyrgð „Það fór ýmislegt úrskeiðis og þótt erfitt sé að kenna einstakling-1 um um það þá eru það einstaklingar. sem bera ábyrgð á því og það em J þessir tveir for- ystumenn, Sig- hvatur og Margrét, sem hafa hið formlega vald í þessari hreyfingu." Ágúst Einarsson, Samfylking- unni, i Morgunblaðinu. Farsi eða harmleikur „Gallar kvótakerfisins blasa ' við fólki í Eyjum sem farsi eða harmleikur þar sem stjómendur og „svokallaðir eigendur afla- heimilda" eru menn í fjarlægð og óralangt frá hjartslætti samfé- lagsins." Kristján Björnsson, sóknarprest- ur i Eyjum, í Degi. Þá réði ég öllu „Best væri náttúrlega að þing- mannslaunin lækk- uðu niður í tíu þús- und krónur því þá hefði enginn efni á J því að vera á þingi nema ég og þá réði ég öllu.“ \ Pétur Blöndal alþingismaður, i DV. Arnar-ajatollamir „Á sama tíma og bókstafstrú- armenn í íran era smám saman j að hafna kreddunum hafa arftak- ar þeirra á íslandi, arnar-“ajatoll- s arnir“ í fuglavemdunarfélaginu og á Náttúrufræðistofnun gripið J böðulssvipuna og keyrt hana ótt og títt um prent- og rafmiöla." Jón Sveinsson, iðnrekandi í Reykhólasveit. Edda Borg, tónlistarmaður og skólastjóri Tónskóla Eddu Borg: Blásturshljóðfæri eru í sólm „Skólinn hefur stækkað mikið síð- an stofnað var til hans fyrir tiu árum. Þá var hann aðeins forskóli með átta- tíu nemendum. Fljótt kom þrýstingur frá foreldrum um að nemendur gætu einnig lært á hljóðfæri í skólanum og strax á öðra ári byrjuðum við með hljóðfærakennslu og í dag kennum við nánast á öll hljóðfæri. Nú era um tvö hundruð nemendur í skólanum og sautján kennarar og ef ég fengi frekari fyrirgreiðslu í formi fjár- framlags frá Reykjavíkurborg gæti ég haldið úti öðrum alveg eins skóla, svo mikil er eftirspurnin og erum við alltaf með stóra biðlista," segir Edda Borg, tónlistarmaður og skólastjóri Tónskóla Eddu Borg sem nú er að ljúka tíunda starfsári sínu. Edda segir nemendurna flesta halda áfram eftir tveggja ára forskóla- nám: „Flestir taka þrjú stig, en svo fer hópurinn að grisjast og þeir sem era lengst komnir hjá mér era í sjötta stigi. Það má segja að nemendur skiptist í tvennt, annars vegar eru það krakkar sem vilja fara hina hefð- bundnu og klassísku leið og taka þá stig og svo era það þeir sem vilja fara í dægurlagaspilamennsku og taka þá þar til gerð námskeið." Að sögn Eddu era það alltaf viss hljóðfæri sem draga mest að, hvort sem það er í klassíkinni eöa dægur- lagatónlistinni: „Ég hef þó fundið fyr- ir sveiflum í áhuga á hljóðfærum. Til að mynda fyrir fimm áram þá vildu allir fara að læra á þverflautu, en núna finnst mér vera klarinettu- og saxófónuppsveifla. í heild má segja að blásturshljóðfæri séu að vinna á þótt alltaf sé nú píanóið vinsælast." Edda Borg hefur auk reksturs skólans verið virkur þátttakandi í tónlistarlifi höfuðborgarinnar: „Ég hef minnkað það að koma fram, eftir þvi sem starfsemin í skólanum hefur vaxið. Ég er klassíkmenntaður pí- anóleikari, hef samt lítið leikið opin- berlega sem slíkur, en verið á ýms- um öðram vígstöðvum. Um þessar mundir er ég með Þóri Baldurssyni Maður dagsins í Perlunni aðra hveija helgi og syng þar með honum dinn- ermúsík og klassísk dægurlög. Á undanförnum áram hefur djassinn verið mér hugleikinn og er ég með djassplötu í vinnslu. Ég hafði ætlað mér að gefa úr djassplötu mína fyrir jólin, en svo vill til að fað- ir minn, Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bol- ungarvík, er að koma út með djass- plötu og ég vil síð- ur að við séum bæði að gefa út plötu á sama tima og bíður mín því enn um sinn. Hins vegar ætla ég að fara meira út í létta klassík og ásamt sellóleikara sem kennir hjá mér ætlum við að fara að gefa okkur út fyrir að spila í ýmsum samkvæmum.“ Til að fagna áfanganum verður Tón- skóli Eddu Borg með hátíðartónleika á Grand Hótel á morgun kl. 16. „Þar munum við leggja áherslu á að sýna breiddina í skólanum." Eiginmaður Eddu Borg er Bjami Sveinbjömsson bassaleikari og eiga þau þrjú böm. -HK Myndgátan Kór aldraðra til Egilsstaða Kór Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík (KFAR) er í söngferðalagi á Egilsstöðum um helgina. Mun kórinn syngja fyrir Hér-_________ aðsbúa og ná- grenni ásamt kór- um aldraðra á Héraði. Lokatónleikamir verða á söngskemmtun á sunnudaginn i Egilsstaða- kirkju kl. 15. Kór aldraðra er skipaður fjörutíu og átta mönnum, konum og körl- um, og er stjómandi kórs- ins Sigurbjörg Petra Hólm- ________________grímsdóttir. Undir- TnnlníLor leikari er Arnhild- lomemar ur Valgarðsdóttir. Kór eldri borgara á Héraði mun syngja á móti Reykjavíkurkómum. Stjómandi hans er Kristján Gissurarson. Hornkerling Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Pétur Grétars- son, annar tveggja gítar- ieikara sem koma fram í Nönnukoti í kvöld. Gítartvenna í Nönnukoti í kvöld kl. 20.30 munu Pétur Jónasson og Hrafnhildur Hagalín leika létta gítartónlist í reyklausa kaffihúsinu Nönnukoti í Hafnar- firði. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill meðan húsrúm leyfir. Á efniskránni verða verk af ýms- um toga, þ.á m. suður-amerísk þjóðlög, ffanskar kaffihúsaperlur og sígild ítölsk skemmtitónlist. Pétur lærði í Tónlistarskóla Garðabæjar og stundaði framhalds- nám í Mexíkó og á Spáni. Hrafn- hildur, sem er betur þekkt sem leik- skáld, lauk burtfararprófi í klass- ískum gítarleik frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík og var síðar við framhaldsnám á Spáni. Þau hafa komið fram saman við ýmis tæki- færi á undanfómum misserum. Tónleikar Söngur á Akranesi Á morgun munu tveir kórar úr Reykjavik, Rangæingakórinn und- ir stjóm Elínar Óskar Óskarsdótt- ur og Húnakórinn undir stjóm Kjartans Ólafssonar, heimsækja Akranes og halda söngskemmtun í safnaðarheimilinu Vinaminni. Efnisval kóranna er fjölbreytt og við allra hæfi. Tónleikarnir hefiast kl. 16. Bridge Sagnhafi lendir oft í ágiskunar- stöðum sem geta valdið úrslitum um hvort spil standi eða falli. Hins veg- ar er með skynsamlegri hugsun oft hægt að komast að réttri niðurstöðu í ágiskunarstöðunum. Skoðum hér eitt dæmi. Þeir sem vilja spreyta sig á vandamálinu, skoði til að byrja með aðeins sagnirnar og hendur AV. Lokasamningurinn er 3 spaðar, spil- aðir á vesturhendina. Útspil norðurs er tígulgosi sem fær að eiga fyrsta slaginn. Næst kemur tígultia, lítið úr blindum, suður drepur á ásinn og spilar næst hjartasjöunni. Hvað ger- ir þú i þeirri stöðu? * 53 * Á54 * G10542 * G98 4 D1076 *> 93 ♦ D93 * Á642 ♦ AG842 m KG2 ♦ 76 4 K107 N * K9 m D10876 ♦ ÁK8 4 D53 Suður Vestur 1 m 1 * 3 m pass p/h Norður Austur 2 * * 2 4 pass 3 4 Þú ert sjálfur ekki með nægilega sterk spil til þess að berjast upp í 3 spaða, en austur fer upp á þriðja sagnstigið í krafti fiórða trompsins. Tveir tapslagir era á tígul, a.m.k. einn í hjarta og sennilegast einn á lauf. Til þess að vinna spilið verður því spaðakóngur að liggja og aðeins einn slagur má tapast á hjarta. Sagn- hafi reynir að gera sér mat úr þeim upplýsingum sem liggja til staðar. Einhverjir sagnhafar myndu senni- lega fara upp með hjartakónginn á þeim forsendum að ásinn sé líklegri til að vera á hendi suðurs eftir opnun- ina. En ekkert liggur á. Eftir útspilið er augljóst að suður á ÁK í tígli. Til að vinna spilið verður suður að eiga spaðakóng. Suður á greinilega 5 hjörtu, því norður tekur varla undir á minna en 3 spil. Sömuleiðis má teljast líklegt að suður eigi a.m.k annað há- spilanna í laufi. Það felast ákveðin skilaboð í þvi að norður skuli spila út tígli en ekki hjarta. Ástæðan hlýtur að vera sú að hann heldur á ásnum en ekki drottningunni. Suður á ágæt- is opnun sem réttlætir baráttu hans í þrjú hjörtu, með ÁK í tígli, spaða- kóng, punkta í laufi og hjartadrottn- ingu. Því ætti skynsamur sagnhafi að komast að þeirri niðurstöðu að hjartagosinn sé rétta spilið. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.