Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. MAI 1999 tétt/r Rolling Stones koma ekki: dMlMhi Hrottalega óvænt - segir Ragnheiður Hanson tónleikahaldari gráti nær „Þetta var alveg hrottaiega óvænt. Við höfðum verið að vinna hörðum höndum aö undirbúningi tónleikanna," segir Ragnheiður Hanson sem unnið hefur að því undanfarin þrjú ár að fá bresku hljómsveitina Rolling Stones til að spila á íslandi. Ætlunin var að gefa út fréttatil- kynningu á miðvikudag um komu hljómsveitarinnar þegar reiðarslag- ið dundi yfir og hljómleikamir voru blásnir af á þriðjudag. Hljómleika- för Stones, Bridges to Babylon, var stytt um viku vegna persónulegra ástæðna Charlie Watts trommuleik- ara og þar með fuku íslandstónleik- arnir út í veður og vind. Jake Berry, sviðsstjóri Stones, hefur ver- ið á íslandi undanfarna 10 daga við undirbúning og bókanir á ferðum og honum var ekki síður brugðið. „Þetta er gífurlegt sjokk fyrir okkur öll og ég er alveg hundfúll," sagði Berry við DV i gær þar sem hann var að undirbúa brottför sína. Hann sagði að meðlimir Stones hefðu hlakkað til íslandsferðar enda væru þeir mjög hrifnir af því að spila á nýjum og spennandi stöðum. „Það góða viö þetta allt er að ég fékk tækifæri til að dvelja þessa daga í fallegu landi og góðu veðri,“ sagði Berry. Ragnheiður Hanson segist verða mánuði að jafna sig á þessu áfalli. Hún segist ekki tapa háum fjárhæð- um á ævintýrinu þar sem Rolling Stones endurgreiði það sem hún hafi greitt fyrir fram. Hún segist Jake Berry sviðsstjóri, Guðrún Kristjánsdóttir og Ragnheiður Hanson eru nú að ganga frá máium eftir tónleikana sem aldrei voru haldnir. DV-mynd S engu vilja spá um það hvort seinna verði af komu Stones. „Ég berst við að halda aftur af tár- unum og vO engu spá um það hvort þeir koma einhvern tímann. Það er vilji þeirra að koma á næsta ári en ég er búin að fá nóg í bili og vil fá tíma til að jafna mig á þessum tíðindum. Það er verst að bregðast fólkinu sem hlakkaði til að mæta á tónleikana," segir Ragnheiður Hanson. „Ég er leiður og dapur,“ segir Ólaf- ur Helgi Kjartansson, sýslumaður ís- firðinga og Rolling Stones aðdáandi númer 1 á íslandi, um það að ekkert verður af hljómleikum Jaggers og fé- laga í Sundahöfn. Þetta er annað árið sem Ragnheiður Hanson hljómleika- haldari verður að afboða hljómsveit- OPIÐ LAUGARDAG 10-18 SUNNUDAG 12-18 TILBOÐ í MÍRU Indversk harðviðarborð SÓFABORÐ 110-60-40 12.900 120-75-40 13.900 135-75-40 15.900 145-90-46 21.000 160-90-46 19.900 100-100-40 15.900 HORNBORÐ 60-60-40 8.900 80-80-40 12.900 Ný sending SÓFABORÐ 110-75-40 25.000 120-75-40 27.000 135-75-40 29.000 100-100-40 27.000 Rolling Stones koma ekki. Erfiðleikar KÞ: Menn fullir ótta á Húsavík „Auðvitað eru menn fullir ótta. Kaupfélagið hefur á annað hundrað manns í vinnu og atvinnulífið á staðnum stendur og fellur með þessu félagi," sagði Aðalsteinn Bald- ursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, aðspurður um andrúms- loftið á Húsavík í kjölfar válegra tíð- inda um fjárhagsstöðu Kaupfélags Þingeyinga. Það er ekki einungis erfið staða kaupfélagsins sem veldur mönnum áhyggjum heldur horfa menn einnig til dótturfyrirtækja þess. Meðal þeirra er hin tveggja ára harðviðar- verksmiðja Aldin hf. en taprekstur hennar hefur einnig bitnað hart á KÞ. Framkvæmdastjóri Aldins átti í gær fund með formanni Verkalýðs- félags Húsavíkur og þar á bæ eru menn einnig áhyggjufullir. Aðalsteinn sagði að þrátt fyrir að tvisýnt væri um framtíð kaupfélagsins væri mikill hug- ur í mönnum og menn staðráðnir að gera sitt besta til að halda starfsemi Aðalsteinn Bald- þeirri sem kaup. vinsson. félagið hefur gengist fyrir lifandi. Hvað það varð- ar binda menn helst vonir við einkahlutafélög sem Landsbankinn og KEA hafa stofnað um kjöt- og mjólkurvinnslu KÞ og félög sem áður hafa verið stofnuð um rekstur matvöruverslana á félagssvæði kaupfélagsins. -kbb Dagpeningar Péturs Blöndal: Fljótræðislegt hjáforseta Bæjarlind 6-Sími 554 6300-www.mira.is „Mér finnst það heldur íljótræðislegt hjá forseta Al- þingis að bregð- ast við með fréttatilkynn- ingu án þess að hafa samband við mig og fá skýringar," sagði Pétur Blöndal alþing- ismaður um dagpeninga sína sem hann hefur látið renna til Hjálpar- stofnunnar kirkjunnar og greint var frá í DV fyrr i vikunni. „Staðreynd- ir málsins eru þær að á síðasta kjör- Pétur Blöndal. tímabili fór ég í tíu ferðir til útlanda vegna starfa minna sem þingmaður og eftir að hafa greitt allan kostnað vegna ferðanna stóðu 550 þúsund krónur eftir. Af þeim peningum hef ég látiö Hjálparstofnun kirkjunnar hafa 520 þúsund og á eftir að af- henda þeim 30 þúsund. Ég er ekki að þessu til að slá mig til riddara heldur er ég í vandræðum með að finna þessum fjármunum stað í bók- haldinu. Þetta eru hvorki tekjur né gjöld,“ sagði Pétur Blöndal. Þess má geta að Ólafur G. Einars- son forseti Alþingis er nýkjörinn stjórnarformaður Hjálparstofnunn- ar kirkjunnar. -EIR ina. Sýslumaður er þrátt fyrir tíð- indin bjartsýnn. „Ég vonast þó til aö enn geti orðið af komu þessara mestu rokkara í heimi,“ segir Ólafur Helgi, sem sjálfur mun ekki fara á mis við Rolling Stones þrátt fyrir að Sundahöfn verði ekki vettvangur þeirra. „Ég mun sjá þá í London 11. og 12. júni þannig að tónleikaferðinni er alls ekki lokið hjá mér. Reyndar eru þeir enn í fullu fjöri og því engin ástæða til að óttast að þeir séu hættir tónleika- haldi. Það er því aldrei að vita nema þeir komi seinna," segir hann. -rt Karl á klakann Á árum áður var nánast árvisst að Karl Bretaprins kæmi til ís- lands og veiddi í Hofsá. Eftir að Díana prinsessa kom til sögunnar hætti Kalli að koma í Hofsá, enda væntanlega nóg að gera við að halda hjónabandinu sam- an. Nú berast Sandkornum þau tíðindi að meira en hugsnalegt sé að Kalli taki sig saman í andlit- inu og komi. Kunningi Karls til margra ára er Orri Vigfússon, formaður Norður-Atlantshafs- sjóðsins, NASF, og faðir laxa- stofhsins. Orri hefur undanfarin ár ítrekað boðið Karli í Hofsá og I nú er líklegt að hann þekkist boð- í ið í sumar og komi með Harry prins með sér. Óljóst er hvort Kamilla kemur.... Reiður prestur Borgfirðingar eru ævir vegna þess að leggja á niður hefðbundna jpóstþjónustu í uppsveitum og loka pósthúsinu í Reykholti. Út- sendarar íslandspósts héldu á dögunum fund með iBorgfirðingum og fengu þar á bauk- inn. Mættur var Geir Waage, sóknarprestui- og ■isjálfstæðismað- ur, sem dregið hefur sig að ■ mestu út úr I landsmálaumræðu : eftir að hafa verið sleginn af stóli ■ formanns Prestafélagsins. Geir hélt, samkvæmt heimildum, þrumandi ræöu yfir útsendurum póstsins og dró hvergi af sér: „Helvítis einkafrrmtakið," var iméðal einkunna sem presturinn gaf frammistöðu póstmanna. Forystukreppa Ef marka má fylgi Framsóknar |í Reykjavík sýnist næsta víst að Finnur Ingólfsson verði seint formaður Framsóknarflokksins. Hann hafi einfaldlega ekki fylgi og því mimi koma upp alvarleg kreppa þegar Hall- dór hættir sem formaður. Það er útbreidd skoðun innan Framsókn- ar að eftir á að hyggja hafi hin fagra Siv Frið- leifsdóttir, sem féll fyrir Finni í varaformanns- kjöri, því trúlega verið betri kost- ur fyrir flokkinn. Hitt er svo ann- að mál hvort Halldór Ásgríms- son sé á förum úr formannsstóli þrátt fyrir ýmis þreytumerki... Fylginu stolið! Bjartsýnisverðlaun kosning- anna ættu með réttu að falla kvóta- skelfinum Valdimari Jóhann- essyni í skaut. Hann lýsti þvi yfir í kosningabaráttunni að stærð- fræðingur nokkur hefði reiknað út leynifylgi hans sem lofaði þing- sætum á færi- bandi. Valdimar brást síðan ókvæða við þeg- ar kom í ljós að þrátt fyrir að annar maður á lista Valdi- mars í Reykjanesi, Grétar Mar Jónsson, heföi mokað inn atkvæð- um dugði það ekki til þingsætis. Hann skellti skuldinni á skoðana- könnun DV sem sýnt heföi dræmt fylgi við fijálslynda. DV stal leyni- fýlginu, sagði hinn tárvoti fram- bjóðandi... Umsjón Reynir Traustason s Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.