Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 s sfclkerinn Skinka í karrí og hvítlauk Árni Daníel Júlíusson, sagnfræð- ingur og fyrrum pönkari, hefur orð á sér fyrir að vera afbragðsgóður mat- reiðslumaður, þó að allajafna hafi hann nóg með að sinna fræðistörfum í hinni nýstofnuðu Reykjavíkuraka- demíu. Manninum er bersýnilega margt til lista lagt og hann féllst á að leyfa lesendum Helgarblaðs DV að njóta með sér hæfileika sinna. „Rétturinn er fenginn úr danskri matreiðslubók, keyptri í Kaupmanna- höfn einhvern tímann um 1984. Ég hef eldað réttinn öðru hvoru síðan og ýmsir sem ég þekki hafa fengið að smakka og líkað vel. í honum er talað um skinkekod, en ég hef alltaf notað skinku og hefur gefist ágætlega. Þeir sem vilja geta prófað aö nota afgang- inn af svínasteikinni, smátt skorinn, í stað skinku eða annað svínakjöt. Upp- skriftin er þannig: 2 vænir laukar 2 msk. smjör eða olía 2 marin hvítlauksrif 1 msk. karrí salt og pipar 400 gr. skinka 1 dós niðursoðnir tómatar ostur I sneiðum Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur býður upp á rétt sem hann fann í danskri matreiðslubók fyrir ailmörgum árum. Laukurinn er skorinn og létt- steiktur á pönnu, hvítlauk og karrí bætt út í. Skinkan skorin í smábita og sett með. Látið malla smástund. Eldfast mót tekið og smurt í botninn. Blöndunni af pönnunni hellt í mótið og niðursoðnir tómat- ar settir ofan á. Ofan á ailt saman er sneiddur ostur, þannig að þeki nokkurn veginn. Þetta er sett inn í ofn og bakað við 180 gráður I 30 mín., eða þar til osturinn er orð- inn gylltur. Borið fram með hrís- grjónum." matgæðingur vikunnar Lundapaté í hvítvínshlaupi - og grillaður appelsínulundi „Við veiðum mikið af lunda og höfum því safnað og prófað ótal uppskriftir sem hægt er að nota fyr- ir þessa villibráð. Það væri gaman að gefa einhvern tíma út mat- Nykaup Þarsem ferskleikinn býr Súkkulaðimús Einföld og afbragðsgóð mús 300 g súkkulaði 4 stk. egg (aðskilin) 100 g sykur 50 g smjör 5 dl rjómi Bræðið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði, þeytiö síðan rauðumar og 25 g af sykri, þeytiö svo h vítumar og 75 g af sykri og blandið síðan eggjum og súkkulaði saman. Þegar þetta er komið vel saman er súkkulaðihrærunni blandaö saman við þeyttan rjómann. V Athugið aö blanda öllu mjög j varlega saman svo að músin falli ekki. Setjið í glös eða stóra skál og kæliö í u.þ.b. 3-6 tíma. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. m íJ3 1 T . í Tf~ w Það eru þau Ása H. Ragnarsdóttir og Karl Gunnarsson sem eru matgæðingar Helgarblaðsins að þessu sinni. Lundi er bersýnilega í miklu uppáhaldi hjá þeim. DV-mynd Pjetur reiðslubók sem héti „Hundrað að- ferðir til þess að matreiða lunda“ og ætli við séum ekki komin langleið- ina með uppskriftirnar í hana. Þess- ar tvær eru í mestu uppáhaldi hjá okkur: Lundapaté (kæfa) fyrir 4 4 lundabringur 1 tsk. salt 0?2 tsk. pipar l/2íisk. villibráðarkrydd 1/2 tsk. mulin einiber 5 sneiðar af sýrðum rauðrófum 175 g smjör Hlaup, ÍÍ2 pk. ljóst Toro hlaup 3 dl vatn 1 dl hvítvín Sjóðið lundabringumar í klukku- tíma og látið síðan mesta hitann rjúka úr þeim. Setjið bringumar í matvinnsluvél, ásamt kryddinu, rauðrófunum og smjörinu og hrær- ið vel svo úr verði slétt mauk. Geymið maukið á meðan hlaupið er útbúið. Sjóðið saman vatn og hvítvín og setjið hlaupduftið saman við. Takið pottinn af hellunni og hrærið vel í. Látið kólna smávegis. Hellið einni matskeið af hlaupinu í lítil form eða skálar og látið það stífna aðeins í ísskáp. Sprautið eða setjið með skeið lundakæfuna ofan á hlaupið og hellið síðan einnig hlaupi ofan á. Setjið í ísskáp og lát- ið stífna í tvær til þijár klukku- stundir. Borið fram með ristuðu brauði og avókadósósu. Avókadósósa 2 avókadó 1 dós sýrður rjómi Maukað saman í matvinnsluvél. GriUaður appelsínulundi (marineraður) Kryddlögur: 2 msk. kínversk soja 2 msk. matarolía 2 msk. sérrí 2 msk. tómatsósa tí2 tsk. engifer safi úr einni appelsínu 2 tsk. salt Úrbeinið fuglana og látið kjötið (bringumar) liggja í leginum í sólar- hring. Pakkið síðan hverri bringu inn í álpappír ásamt einni appel- sínusneið. Grillið kjötið (í álpapp- ímum) í ofni í 7 mínútur á hvorri hlið. Soðinu er bætt í sósuna. Sósa 1 peli rjómi 1 msk. appelsínumarmelaði 2 súputeningar 1 tsk. salt l/2£ísk. mulinn pipar 2 msk. sérrí 2 msk. maizenamjöl safi úr kjötinu Allt soðið saman. Bragðbætt ef áhugi er fyrir hendi. Kjötið er síðan borið fram með hrísgrjónum eða timian-kartöflum, gratineruðum í ofni. Gott salat er ómissandi með. Við skomm á Andrés Ragnarsson sálfræðing og konu hans, Ingibjörgu Hinriksdóttur lækni, sem næstu matgæðinga. Þau em sérlega dugleg við að framleiða góðar „hissur". Ekki spillir að þau kunna að nota kryddbaukinn." Nykaup Þar seinfersldeilcinn býr Kúskús með pestó, vorlauk og grænum spergli Fyrir 4 250 g kúskús (cous-cous) 1/2 1 grænmetissoð, sjóðandi heitt (1 Knorr teningur í 1/21 af vatni) 4 msk. pestó, grænt Meðlæti 16 stk. spergill, grænn 16 stk. spergill, hvítur 6-8 msk. furuhnetur Helliö sjóðandi heitu græn- metissoði yfir kúskús í skál og hrærið af og til í 12 mínútur. Pestó hrært saman við. Skiptið á diska, leggið soðinn spergil ofan á og örlítið meira kúskús þar ofan á. Skreytið með pönnusteiktum hnetum og djúpsteiktu basil. Skerið neðan af sperglinum og : snyrtið. Sjóðið í léttsöltu vatni, grænan spergil í 3-4 mín., hvítan í 4-5 mín. Léttbrúnið furuhnet- urnar á heitri, þurri pönnu. Hollráð Gott er að bera djúpsteikt basil fram með þessum rétti. Þá i era 2-3 ferskar basilgreinar djúpsteiktar í heitri olíu. Látið dijúpa af þeim á handþurrku : eða stykki og leggið ofan á rétt- inn þegar hann er borinn fram. Steikt smálúða - með rauðum vínberjum Fyrir 4 800 g smálúöuflök í bitum 3 msk. ólífuolía salt og pipar Meðlæti og sósa 6 stk. skalotlaukar 400 g vínber, rauð, steinlaus 1 tsk. timian 2 dl rauðvín 2 dl kjúklingasoð 4-5 msk. maizenamjöl eða sósujafnari 3-4 msk. ólífuolía 2 msk. smjör salt og pipar Steikið smálúðubitana í 2-3 mínútur í heitri olíu, snúið Ínokkrum sinnum. Setjið lok á, takið af hita og látið standa I pönnunni í 2-3 mín. áður en bor- ið er fram. Skiptið á diska og setj- ið sósu og meðlæti yfir. Meðlæti og sósa Saxið laukinn og léttsteikið, bætið síðan vínberjunum út í ásamt timian. Bætið rauðvíni og kjúklingasoði saman viö og sjóð- ið í 1-2 mínútur. Þykkið með maizenamjöli eða sósujafnara, sjóðið áfram við vægan hita í 1-2 mínútur. Setjið smjörið út í síð- ustu mínútuna. Annað meðlæti Berið fram með soðnum smá- um kartöflum. Áætlið 3-4 stk. á hvem fullorðinn.___________________ Uppskrlftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.