Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Side 15
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 15 Punktasöfnun á fjöllum Þetta leit nokkuð vel út, enda vorum við aldrei þessu vant á réttum tíma og allt klappað og klárt. En Kálfsskinnsfeðgum - ferðafélögum mínum - er ekki ætlað að leggja upp i ferðalag án þess að hafa nokkuð fyrir hlutun- um. Rétt fyrir utan Akureyri brotnaði vélsleðakerran og ég bú- inn að hafa fyrir þvi að fljúga norður með hádegisvélinni svo ekki væri hægt að klaga mig fyrir að dagurinn væri ekki tekinn snemma. Það er töluvert mál að vera með bilaða vélsleðakerru rétt fyrir utan Akureyri skömmu eftir há- degi á virkum degi, enda eiga margir erindi í Byggingavöru- verslun KEA, sem að vísu er að breytast í Húsasmiðjuna eftir nýj- ustu hræringar í byggingavörú- bransanum - eða þá að menn eru bara á leið yfir í Skagafjörðinn. En Kálfsskinnsfeðgar hafa aldrei dáið ráðalausir, allra síst í alfaraleið. Þeir hafa heldur ekki tíma til þess né skapgerð. Eftir viðgerð til bráðabirgða var hægt að halda aftur af stað. Fyrsta stopp, Öxnadalsheiði. Skyggni skiptir engu Eftir að hafa tekið vélsleðana af kerrunum - já, við vorum á leið í vélsleðaferð inn á hálendið - var stefnan tekin inn Kaldbaksdal. Skyggnið var ekkert, 10-20 metrar þegar best lét. Fyrir tæknivædda vélsleðakappa skiptir skyggni engu máli. GPS leysir allan vanda. Ég er ekki einn þeirra sem kunna á þessi undratæki, GPS, enda lærði ég eingöngu á landa- bréf og áttavita í skátunum á mín- um yngri árúm og þótti nokkuð snjali. Gamall skáti með áttavita á hins vegar ekkert í nútíma-sleða- töffcira með GPS. Ekki dettur mér í hug að reyna að skýra út hvern- ig þessi nýja tækni virkar - það er aukaatriði hvernig hún virkar - aðalatriðið er að GPS virkar, eins og sjómenn vita manna best. Við vorum fimm á jafnmörgum sleðum og þar af tveir með þessa miklu galdratækni, GPS. í engu skyggni tókst þessum tveimur snillingum að koma okkur í gegn- um þoku og kóf í skjólið í Litla- koti þar sem komið hefur verið upp sæluhúsi. Að visu villtumst við á leiðinni, urðum viðskila, en það er nokkuð sem tilheyrir „al- vöru“-sleðaferðum um hálendið. Og það kemst furðufljótt upp í vana að treysta öðrum og elta þá í blindni, í bókstaflegri merkingu þess orðs. Öðruvísi punktar í Litlakoti byrjuðu GPS-ararnir að bera saman bækur sínar, eins og þeir höfðu verið að gera nær allan tímann frá því lagt var af stað og við allir saman, en ekki sundraðir og villtir. Það er nefni- lega þannig að vélsleðamenn með GPS fara á fjöll í öðrum tilgangi en aðrir sleðamenn. Þeir fara til þess að safna punktum. Ekki frí- punktum, ferðapunktum, eða hvað svo sem þeir heita, heldur staðsetningarpunktum í GPS-tæk- ið. Og síðan þurfa þeir endilega að rökræða um hvern einasta punkt sem þeir komast yfir, eins og punkturinn sem slíkur sé sérstak- lega áhugaverður og töluvert öðruvísi en punkturinn sem var settur inn á undan. En eitt eiga GPS-ararnir sameiginlegt með öðrum tækjadelluköllum. Þeir banka í tækið ef það virkar ekki. Líkamlegt ofbeldi er stundum góð Laugardagspistill Óli Björn Kárason ritstjórí leið til að koma flóknu tæki af stað en ekki veit ég ekki hvort einhverjir punktar hrökkva inn eða út við slíkar aðfarir. Ég man ekki lengur hversu oft var stoppað til að safna punktum en loks komumst við í Laugafell, eftir stutta viðdvöl í Berglandi, þar sem er sæluhús sem framtaks- samir einstaklingar hafa komið upp. Það er ótrúlegt hve sumir eru duglegir við að koma upp af- drepi á hálendinu sem aðrir fá svo að njóta. Enn fleiri sýna dugn- að sinn við að koma upp „bensín- stöðvum" um hálendið en reyna að tryggja að sem fæstir hafi að- gang að þeim. Sælureitur Laugafell er lítill sælureitur noröaustur af Hofsjökli og þar er hlaðin lítil sundlaug, enda heitar uppsprettur um allt eins og nafn- ið bendir til. Ferðafélag Akureyr- ar reisti þar skála árið 1948 en við ætluðum að gista í Hjörvarsskála sem nokkrir eyflrskir fullhugar reistu árið 1989. Einn ferðafélagi minn benti mér á að eitt það besta við staðinn væru salemin, enda líklega þau einu með heitri kló- settsetu. Sögur herma að Þórunn á Gmnd hafi dvalist í Laugafelli ásamt heimilisfólki sínu á meðan svartidauði gekk yfir og lét hún höggva út laugarker í klöpp. Þór- unnarlaug er skammt norðan við sæluhúsin. Við tókum duglega til matarins, enda svangir og maturinn góður. Kaffi og örlítið koníakstár gerði máltíðina enn betri og allir voru reiðubúnir að ganga til laugar og slappa af. í Laugafelli þurfa menn ekki sérsniðin sundföt til laugar- ferðar og það einfaldar málið allt. Það var gott að slappa af í rúm- lega 40 stiga heitu vatninu og menn tóku upp létt tal um menn og málefni, eftir að hafa rifist af sannfæringu um kvótakerfið. Stjórnkerfi fiskveiða er jafngott ágreiningsefni uppi á fjöllum og niðri við sjó. Nóttin var tíðinda- laus, enda sváfum við eitthvað lengur en til stóð. Þegar við vorum i þann veginn að leggja af stað komu tveir þekkt- ir bræður úr athafnalífinu á Ak- ureyri í heimsókn ásamt félögum. Eins og góðra er siður var þeim boðið heitt kafFi. Yflr krúsunum eru sagðar skemmtisögur af ein- hverjum mönnum sem ég hef aldrei heyrt nefnda. Síðar brutust fram áhyggjur af vandræðum elsta kaupfélagsins á íslandi. Þetta eru að líkindum samvinnu- menn eins og Kálfsskinnsbóndinn en enginn þeirra er þó í fanginu á kaupfélaginu, að því er ég veit best. 100 og... Seint og um síðir komumst við af stað og stefnan var tekin á Hofsjökul. Við neyddumst til að taka króka á leið okkar, enda er snjórinn farinn að hopa, árnar famar að brjóta ísinn af sér og vötnin að minna á sig. Við þurft- um því að fara yfir ár á nokkrum stöðum - allt var gefið í botn og sleðinn sigldi yfir vatnið, aldrei slakað á. Bláminn var alls staðar - snjórinn er orðinn blautur og vatnið að komast í gegn. Allt er gefið í botn yfir blámann, annars fer allt á hinn versta veg. Loksins náðum við jökulrönd- inni og upp á jökulinn var haldið. Þeir sem ekki hafa reynt að sitja á vélsleða í góðu veðri uppi á jökli eiga mikið eftir. Fátt jafnast á við að þeysast um jökul með sólina í fangið - ekkert nema snjór og aft- ur snjór og, jú, einstaka sprunga. 80,90,100+ kílómetra hraði - ótrú- legt gaman, enda hraðamælirinn hvort sem er bilaður. Ólíkt GPS- urunum þarf ég litlar áhyggjur að hafa en þeir ná nokkrum punkt- um í viðbót víðs vegar um jökul- inn. Heppnir kallar. Heimferðin gengur samkvæmt áætlun, að öðru leyti en því að flugvélin suður var farin áður en mér tókst að komast á Akureyrar- völl. En hvaða máli skiptir ein vél á milli vina, sérstaklega þegar alltaf er önnur vél, í versta falli daginn eftir. Ánægjan með há- lendisferðina minnkar ekki við að bíða eftir flugvél. Og svo mikið er víst að áður en farið verður upp á fjöh næsta vetur verður fjárfest í GPS-tæki. Ég ætla i punktasöfnun eins og hinir strákarnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.