Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 26
26 kwgtfólk LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 13 "V ZooM hópurinn: Siggi, Trausti og Bjarki. að verða stórir Eitt af verkum ZooMara. Álfaauglýsingin sem strákarnir unnu frá grunni. Margra vikna vinna sem verður sýnd í sjónvarpsauglýsingunum í fjóra daga og síðan ekki söguna meir. Bjarki Rafn Guðmundsson, Trausti Skúlason og Sigurður Helgason tóku upp á því að kalla sig ZooM og byrjuðu að vinna saman í bílskúr í Kópavoginum fyrir nokkrum árum. í bílskúmum teikn- uðu þeir, áttu eina klippitölvu og höfðu því tök á að vinna sjónvarps- auglýsingar. Fyrsta verkefnið þeirra var ímyndarlógó fyrir Skíf- una. ímyndarlógó er ímynd fyrir- tækisins út á við, ef fólk veit það ekki. Manni á að detta fyrirtækið í hug þegar maður sér lógóið. Það er víst mjög mikilvægt i okkar auglýs- ingaveröld. Strákarnir era í því að skapa það fyrir fólk. Stundum fá þeir hug- myndimar og stundum vinna þeir hugmyndir annarra. Þegar spurt er út í starfsheiti fást aðeins undarleg svör: Bjarki er þrívíddarhreyfill, Trausti er blekbytta og Siggi, eini maðurinn með eðlilegan titil, er kallaður framleiðslustjóri. Starf- semin er kölluð „Stafrænt eftir- vinnsluhús". Annars segjast þeir eiga fullt í fangi með að þýða þetta allt saman og vilja sem minnst vera að útskýra hvað ZooM stendur fyr- ir. Áhrif frá teiknimyndum Drengirnir eru spurðir út í framleiðsluferlið og samvinnuna. Trausti vinnur karakterana og um- hverflð. Hann sér um „stíl“ verks- ins. Síðan tvinnast þetta allt saman. Hinir hreyfa karakterana, setja þá saman og klippa. ZooMarar einbeita sér að karaktermyndum, eins og þeir kalla það. Nú hafa þeir til dæm- is nýlokið verkefni fyrir álfasölu SÁÁ. Það er sjónvarpsauglýsing, tveir álfar, sá eldri og sá yngri, sem hvetja fólk til þess að styrkja þá sem eiga í vímuefnavanda. Strákarnir era ánægðir með verkið, en segja það hálfsvekkjandi að þeir voru margar vikur að vinna í þvi, en svo verður það bara sýnt í fjóra daga og siðan ekki söguna meir. Urðu þeir fyrir áhrifum af teikni- myndum í æsku? „Já, þau áhrif lifa með manni,“ segja strákarnir og nefna í því sam- bandi Star Wars myndimar, Súper- mann og Looney Toons, þó að þeir þvertaki fyrir það að vera Star Wars nördar. Nafn fyrirtækisins er einmitt sótt beint í alþekkt tákn í teiknimyndasögum, sem notað er fyrir hraða. Þegar eitthvað fer hratt og af miklu afli fram á við, er það táknað með ...ZooM. aj til fljúgandi lut Fram undan er verk fyrir Kötlu- matvæli og annað skemmtilegt sem ekki má tala of mikið um á þessu stigi. Það er alltaf smá leyndó í gangi í bransanum. En fá þeir ein- hverja peninga upp úr þessu? „Aldrei nóg,“ segja strákarnir. „Við sveltum ekki, en það eru engir peningar í þessu hér á íslandi mið- að við í útlöndum. Keppinautar era þó fáir í teiknimyndagerðinni, en við erum líka í tæknibrellum og að klippa fyrir önnur fyrirtæki." Strákarnir hlæja rosalega þegar þeir eru spurðir nánar út í tækni- brellurnar og segjast hafa gert fljúg- andi furðuhlut í kvikmyndina Blossa. „Það var atriði sem lifði í sex sekúndur. Gæinn henti matar- disk upp í loftið og hann varð að fljúgandi furðuhlut. Þetta var frekar fyndið því við héldum að verkefnið væri miklu stærra, en enduðum með einn punkt á skjánum." Hver er draumurinn? „Að verða stórir. Við erum að reyna að ná okkur í viðskipti að utan og það gengur alveg bærilega,“ segir Siggi. „Það er ekki aðeins list- rænn metnaður sem skiptir máli, heldur einnig peningamir, þar sem tækin sem við notum eru dýr og við viljum geta boðið upp á sem hesta þjónustu." -þhs ... i prófíl Felix, leikari í RENT Fullt nafn: Felix Bergsson. Fæðingardagur og ár: 1. janúar 1967. Maki: Baldur Þórhallsson. Böm: Guðmundur og Álfrún Perla. Starf: Leikari. Skemmtilegast: Að ferðast með manninum mínum. Leiðinlegast: Að sinna bók- haldinu. Uppáhaldsmatur: Salat úr mötuneyti Þjóðleikhússins. Uppáhaldsdrykkur: Vatnið í Vesturbæjarlauginni. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Dettur enginn annar í hug. Fallegasta röddin: Steinunn Ólafsdóttir leikkona hefur of- boðslega flotta rödd. Uppáhaldsllkamshluti: Gettu. Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkisstjórninni: Oftast and- vigur. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Gretti. Uppáhaldsleikari: Sir Ian McKellan. Uppáhaldstónlistarmaður: Björk, Bono, Daníel Ágúst. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Kolla Halldórs. Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: Ab Fab. Leiðinlegasta auglýsingin: Milljarður í sölumenn dauð- ans var eiginlega alveg ömur- leg. Leiðinlegasta kvikmyndin: Thin Red Line. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Gunni Helga (bara að grínast...) Uppáhaldsskemmtistaður: Spotlight. Besta „pikköpp“-línan: Kýst þú ekki Framsóknar- flokkinn? Hver/hvað hefur haft mest áhrif á líf þitt?Baldur og börnin okkar. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Stærri. Eitthvað að lokum: Gleði- legt sumar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.