Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 29
®gurð tí' LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 DV DV LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 fégurð: k Fullt nafn: Hildigunnur Guðmundsdóttir. Fæðingardagur og -ár: 21. ágúst 1979. Nám/vinna: Ég starfa við fiskþurrkun í saltfiskverkun og stunda jafnframt nám í Kvöldskóla Suðurnesja. Áhugamál: Ljósmyndun, skíði og ferða- lög. Líka kærastinn minn, Einar Lars Jónsson. Foreldrar: Gunnhildur Gunnarsdóttir og Guðmundur Sigurbergsson, búsett í Keflavík. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Mér þykir gaman að reyna eitthvað nýtt, auk þess sem það eykur sjálfstraustið að þurfa að koma fram fyr- ir fullum sal af fólki. Maður kynnist líka fullt af stelpum sem koma alls staðar að. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég stefni á að klára stúdentinn og læra Ijósmyndun. Ef eitthvað breytist þá er ég opin fyrir ýmsu öðru. Fullt nafn: Halla Rós Arnarsdóttir. Fæðingardagur og -ár: 14. maí 1978. Nám/vinna: Ég stunda nám við Mennta- skólann að Laugarvatni. Áhugamál: Hestar, íþróttir, útivist og að vera með vinum. Foreldrar: Björg Ingvarsdóttir og fóstur- faðir Snæbjörn Sigurðsson, búsett í Laugardalshreppi. Arnar Jónsson og fósturmóðir Margrét Árnadóttir, búsett í Garðabæ. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Ég var beðin að taka þátt og ákvað að slá til. Ég sé ekki eftir því, þetta hefur verið mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég stefni á Þroskaþjálfaskólann og táknmálsfræði í Háskólanum. Fullt nafn: Ásbjörg Kristinsdóttir. Fæðingardagur og -ár: 26. júlí 1979. Nám/vinna: Ég útskrifast af stærðfræði- braut Verzlunarskóla íslands í vor, en hef einnig unnið í framköllunarfyrirtæki fjöl- skyldunnar og hjá Landsvirkjun. Áhugamál: Ég hef mikinn áhuga á því að ferðast innanlands og á ýmiss konar úti- veru, svo sem skíðaiðkun og fjallgöng- um. Foreldrar: Kristinn Kárason og Ingibjörg Leósdóttir, búsett í Reykjavík. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Upp á framtíðina að gera fannst mér mjög sniðugt að hafa lært að koma fram ófeimin. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? I haust hef ég verkfræðinám við Háskóla fslands. í framtíðinni mun ég starfa við eitthvað tengt náminu. Fullt nafn: Lajla Beekman. Fæðingardagur og -ár: 2. október 1980. Nám/vinna: Ég vinn í líkamsræktarstöð- inni Táp og fjör á Egilsstöðum. Áhugamál: Hestar, ferðalög og líkams- rækt. Foreldrar: Björk Helle Lassen og Krist- ján Beekman, búsett í Breiðdalnum. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Þetta er þroskandi og jafn- framt skemmtileg reynsla sem eykur sjálfstraustið, auk þess sem maður kynnist nýju fólki. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég ætla að klára stúdentinn og svo stefni ég á háskólanám í sálfræði. Fullt nafn: Jóhanna Katrín Guðnadóttir. Fæðingardagur og -ár: 4.júlí 1980. Nám/vinna: Verkamaður í Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað. Áhugamál: Vera með vinum, útivist og fara að veiða með Þóru frænku. Foreldrar: Guðni Haukur Sigurðsson og Ástríður Ingibjörg Þorgeirsdóttir, búsett á Neskaupstað. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Til þess að prófa eitthvað nýtt og hafa gaman af. Kynnast fullt af fólki og öölast reynslu á ýmsum sviðum. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég stefni á stúdent og að læra eitthvað sem tengist snyrtifræði. Ég hef líka áhuga á því að læra nudd síðar meir. Fullt nafn: Guðmunda Áslaug Geirsdótt- ir. Fæðingardagur og -ár: 3. desember 1980. Nám/vinna: Starfa á Hard Rock Café og Heilsuhælinu Hveragerði. Áhugamál: Útivera, ferðalög, tungumál og að vera í góðra vina hópi. Foreldrar: Guðmunda Hulda Jóhannes- dóttir og Geir Þorsteinsson. Fósturfor- eldrar Gunnar Sigtryggsson og Linda Kristmannsdóttir. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Til að hafa gaman af. Það er stór hópur af stelpum sem maður kynnist, lærir að bera sig með glæsileika og öðlast reynslu á sviði sem þessu. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég ætla að starfa eitthvað í sam- bandi við tísku, tungumál og það sem krefst þess að maður ferðist mikið á milli landa. Fullt nafn: Elín Gíslína Steindórsdóttir. Fæðingardagur og -ár. 4. ágúst 1981. Nám/vinna: Er á verslunarbraut í Fjöl- brautarskólanum í Breiðholti. Vinn í Mjólkurbúi Flóamanna í sumar. Áhugamál: íþróttir, útivera og ferðalög. Foreldrar: Erna Magnúsdóttir og Stein- dór Kári Reynisson, búsett á Selfossi. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Það er lærdómsríkt og skemmtilegt og svo finnst mér alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í góðum fé- lagsskap. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég hef áhuga á förðun, en ekki er þó ráðið hvað tekur við eftir verslunar- prófið. Fullt nafn: Bjarney Þóra Hafþórsdóttir. Fæðingardagur og -ár: 16. mars 1980. Nám/vinna: Er á þriðja ári á náttúru- fræðibraut í Menntaskólanum á Akureyri. Áhugamál: íþróttir og þá aðallega fót- bolti, skólinn, börn, að ferðast og hafa það gott heima. Foreldrar: Hafþór Róbertsson og Heið- björt Antonsdóttir frá Vopnafirði. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Það er gaman að gera eitt- hvað nýtt og æðislegt að kynnast fólki. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég ætla að fara í háskólanám eftir stúdentspróf, annars er allt óráðið. Fullt nafn: Elva Björk Barkardóttir. Fæðingardagur og -ár: 26. febrúar 1981. Nám/vinna: Nemi í FG og vinn í Kókó með skólanum. Áhugamál: Ferðalög, líkamsrækt, kærastinn, vinirnir og fjölskyldan. Foreldrar: Lisa Lotta Reynis Andersen og Börkur Árnason, búsett í Garðabæ. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Til þess að læra að koma fram og prófa eitthvað nýtt og skemmti- legt. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég stefni á meira nám og draumurinn er að opna mína eigin tísku- vöruverslun, þá flottustu á Islandi. Fullt nafn: Linda Björk Sigmundsdóttir. Fæðingardagur og -ár: 12. apríl 1980. Nám/vinna: Er að klára þriðja ár í Fjöl- brautarskóla Suðurlands og vinn í versl- uninni Horninu á Selfossi. Áhugamál: Líkamsrækt og útivist. Fara á skíði og vera með vinum. Foreldrar: Sigmundur Stefánsson og Ingileif Auðunsdóttir, búsett á Selfossi. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Til þess að kynnast nýju fólki og reyna að hafa gaman af þessu. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég ætla að klára að læra og fara síðan í snyrtifræði eða eitthvað þvílíkt. Annars kemur það bara í Ijós. Fullt nafn: Erla Jóna Einarsdóttir. Fæðingardagur og -ár: 21. ágúst 1979. Nám/vinna: Er á fjórða ári á félagsfræði- braut við Menntaskólann á Akureyri. Áhugamál: Að skemmta mér í góðra vina hópi, lesa og teikna. Einnig að vinna að félagsmálum innan skóla og utan. Foreldrar: Einar Sighvatsson og Ása Kristín Jónsdóttir, búsett á Húsavík. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Gera eitthvað nýtt, skemmta mér og kynnast nýju fólki. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég ætla að fara í háskólann að læra sálfræði árið 2000. Fer svo líklega til Árósa í framhaldsnám í afbrotafræði. Fullt nafn: Sigríður Ólafsdóttir. Fæðingardagur og -ár: 21. mars 1980. Nám/vinna: Nemi á hagfræðibraut í Verzló og vinn í tölvuuvöruversluninni Tæknibæ eftir skóla. Áhugamál: Iþróttir og útivera. Hef æft fótbolta með Stjörnunni í 10 ár. Foreldrar: Ólafur Arason og Agnes Arth- úrsdóttir, búsett í Garðabæ. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Það er gaman að prófa eitthvað nýtt og gott að læra að koma fram. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég stefni á framtíðarvinnu í fjöl- skyldufyrirtækinu Tæknibæ. Fullt nafn: Bjarnheiður Hannesdóttir. Fæðingardagur og -ár: 13. september 1980. Nám/vinna: Ég er á hagfræðibraut í Fjöl- brautarskóla Suðurnesja og starfa jafn- framt í verslun. Áhugamál: Hestar, skíði og líkamsrækt. Foreldrar: Hannes Arnar Ragnarsson og Halldóra S. Lúðvíksdóttir frá Keflavík. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Mér hefur alltaf fundist gaman að gera eitthvað nýtt. Maður kynnist líka fullt af stúlkum alls staðar að af landinu og ég tel að þetta geri okkur öllum gott. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég ætla að verða innanhúss- arkitekt á minni eigin stofu og líkams- ræktarkennari. Fullt nafn: Hrönn Sigvaldadóttir. Fæðingardagur og -ár: 21. september 1979. Nám/vinna: Vinn á leikskóla. Áhugamál: Líkamsrækt, börn, fara út að labba, og góður félagsskapur. Einnig kærastinn minn Sigurður Jökull Kjart- ansson. Foreldrar: Sigvaldi Gunnarsson og Sig- urlaug Garðarsdóttir, búsett á Akranesi. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Mér þykir gaman að vera með. Það eykur líka sjálfstraustið og maður kynnist nýju fólki. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Framtíðin er óráðin, en ég ætla að klára framhaldsskólann og finna síð- an eitthvað sniðugt. Fullt nafn: Anna Þóra Þorgilsdóttir. Fæðingardagur og -ár: 27. maí 1981. Nám/vinna: Stunda nám á náttúrufræði- braut við Fjölbrautarskóla Vesturlands. Starfa á Hróa hetti og Byggðasafni Akra- ness. Áhugamál: Tónlist og að vera í góðum félagsskap. Líka kærastinn minn, Andri Lindberg Karvelsson. Foreldrar: Þorgils Sigurþórsson og Eygló Tómasdóttir búsett á Akranesi. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Það er gaman að prófa að vera með. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég ætla að klára stúdentinn og stefni að því að fara í Tækniskólann í framhaldsnám. Fullt nafn: Katrín Rós Baldursdóttir. Fæðingardagur og -ár: 19. júní 1981. Nám/vinna: Er á náttúrufræðibraut við Fjölbrautarskóla Vesturlands. Áhugamál: Námið, líkamsrækt og að vera í góðum félagsskap. Foreldrar: Baldur Árnason og Erna Kristjánsdóttir, búsett á Akranesi. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Til þess að reyna eitthvað nýtt og hafa gaman af. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Framtíðin er óráðin, en eftir stúdentspróf ætla ég í framhaldsnám. Næstkomandi föstudag verður haldin á Broadway árleg keppni um titilinn Fegurð- ardrottning íslands. Að þessu sinni eru það 23 stúlkur sem keppa um hina eftir- sóttu nafnbót. Hilmar Þór, Ijósmyndari DV, myndaði stúlkurnar í vikunni og komst að því að þær eru hver annarri fegurri. Fullt nafn: Eva Stefánsdóttir. Fæðingardagur og -ár: 26. febrúar 1980. Nám/vinna: Hagfræðibraut í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og vinn við þrif hjá Úr- val-Útsýn í Keflavík. Áhugamál: Útivist, að skemmta mér með vinum og körfubolti (sem ég æfi með meistaraflokki kvenna í Njarðvík). Foreldrar: Stefán E. Bjarkason og Þor- björg Garðarsdóttir, búsett í Njarðvík. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Til að kynnast nýju fólki, auka við sjálfstraustið og prófa eitthvað nýtt. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég stefni að því að klára fjöl- braut og fara síðan í Háskólann að læra viðskiptafræði. Fullt nafn: Hlín Guðjónsdóttir. Fæðingardagur og -ár: 5. ágúst 1978. Nám/vinna: Starfa í snyrtivöruverslun Hagkaups í Kringlunni. Áhugamál: Förðun, líkamsrækt og ferðalög. Foreldrar:Guðjón Guðlaugsson og Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir frá Vest- mannaeyjum. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Því það er þroskandi og spennandi, auk þess sem það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég ætla að læra meira í förðun og verða förðunarfræðingur. Fullt nafn: Freydís Helga Árnadóttir. Fæðingardagur og -ár: 17. maí 1978. Nám/vinna: Er á fjórða ári í Menntaskól- anum á Akureyri. Starfa einnig sem þolfimi- og Body Pump kennari í Vaxtar- ræktinni og við afgreiðsiu í Hraðkaupi á Akureyri. Áhugamál: Líkamsrækt, félagslíf, vera heima og hafa það notalegt með eitthvað gott að borða, horfa á Friends, börn o.fl. Foreldrar: Guðrún Freysteinsdóttir, bú- sett á Akureyri, og Árni Ingólfsson, bú- settur í Grafarvogi. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Félagsskapurinn, að kynn- ast stelpum alls staðar að af landinu, til þess að læra framkomu og læra að skipuleggja mig. Syo er það líka gaman. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Leikskólakennari og halda áfram þolfimikennslu. En fyrst ætla ég að prófa flugfreyjustarfið. Fullt nafn: Bryndís Björg Einarsdóttir. Fæðingardagur og -ár: 17. janúar 1979. Nám/vinna: Þjónustufulltrúi í fslands- banka. Áhugamál: Útivera, ferðalög og líkams- rækt og hafa það gott með fjölskyldunni, vinunum og kærastanum. Foreldrar: Ingibjörg Harðardóttir og Ein- ar Gunnarsson, búa í Seljahverfinu. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Það er rosalega lærdóms- rík og skemmtileg upplifun. Ég hefði aldrei viljað missa af þessu tækifæri. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég hef áhuga á því að læra tungumál og nýta mér þá kunnáttu í starfi. Til dæmis finnst mér flugfreyju- starfið mjög spennandi. Fullt nafn: Henný Sif Bjarnadóttir. Fæðingardagur og -ár: 29. júlí 1980. Nám/vinna: Stunda nám við Verzlunar- skóla íslands og vinn í tískuversluninni 17. Áhugamál: íþróttir og útivera, vinirnir og fjölskyldan, tónlist. Foreldrar: Bjarni Vilhjálmsson og Björg E. Guðmundsdóttir, búsett í Reykjavík. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og spennandi. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Mig langar að læra auglýsinga- hönnun. Fullt nafn: íris Wigelund Pétursdóttir. Fæðingardagur og -ár: 9. október 1980. Nám/vinna: Ég er Kvennaskólapía og vinn með skólanum í Sambíóunum. Áhugamál: Líkamsrækt, ferðalög, fjöl- skyldan, vinirnir og svo finnst mér voða- lega gott að borða. Foreldrar: Pétur W. Kristjánsson og Anna Linda Skúladóttir, búsett í Reykja- vík. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Þetta er mjög þroskandi og ekki spiilir fyrir að það er líka skemmtilegt. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég er mikil félagsvera, er á fé- lagsfræðibraut og það er líklegast að ég muni starfa á því sviði. Annars varast ég að ákveða of mikið fyrirfram því þá á maður á hættu að fara að lifa samkvæmt því. Fullt nafn: Katrín Haraldsdóttir. Fæðingardagur og -ár. 31. júlí 1979. Nám/vinna: Ég útskrifast 28. maí frá Menntaskólanum við Sund. Áhugamál: Að stunda líkamsrækt, veiða, vera í góðra vina hópi og ferðast innan lands og utan. Foreldrar: Haraldur Tómasson og Inga Guðmundsdóttir, sem fluttust frá Hvammstanga til Reykjavíkur árið 1990. Hvers vegna tekurðu þátt í fegurðar- samkeppni? Þetta er góð reynsla sem bætir sjálfstraustið, auk þess sem mað- ur kynnist nýju fólki. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verð- ur stór? Ég ætla að verða hjúkrunar- fræðingur, giftast og eignast fullt af börn- um. Umfram allt ætla ég þó að verða hamingjusöm. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.