Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 52
-■ 60 ^ríkmvndlr LAUGARDAGUR 15. MAI 1999 ^75 ALVÖRU BÍÓ! EBMby STAFRÆNT = HLJÓÐKERRÍ I LIY ÖLLUrUI SÖLUM! ......VÁO Belly í Kringlubíói: Stríðsmenn götunnar Kringlubíó hefur haflð sýningar á Belly sem leikstýrt er af Hype Willi- ams sem þykir nú einn besti leikstjóri tónlistarmyndbanda. Hans sérsvið hefur verið rapp og hefur hann því valið nokkra þekkta rappara til að leika í myndinni sem lýst er sem sakamálamynd með svörtum húmor. Gerist hún á götum stórborgar þar sem glæpir eru framdir á klukku- tima fresti og hver er sjálfum sér næstur þegar kemur að þvi að þurfa að komast af dag frá degi. Aðalpersónurnar eru æskuvinimir Tommy Brown og Sioncere sem búa i Queens og hafa ágætar tekjur á þvi að vera röngum megin við lögin. Þegar meiri peningar koma inn i spilið kemur i ljós hversu ólíkir DMX kallar hann sig, arinn sem leikur Tommy Brown, aðalper- sónuna í Belly. Strætisvanar stúlkur í Belly. þeir Tommy :r hroka- • / gikkur sem telur sig eiga rétt á að fara með alla eins og lonum sýn- að hika við aö ráðast á minnimáttar þegar það hæfir honum. Sioncere er mun gáfaðri og rólegri og þótt hann hafl ekkert á móti auðfengnum gróða þá vill hann hugsa vel um sína. Ágreiningur verður til þess að brotala- mir koma i vinskapinn. Eins og við er að búast er rapptón- listin i hávegum höfð i Belly enda ligg- ur bakgrunnur leikaranna í rappinu. DMX, sem heitir Earl Simmons, er einn hinna hörðu strætisrappara og segist hann hafa verið hissa þegar hon- um var boðið að leika aðalhlutverkið í myndinni: „Ég var ekki og er ekki á leiðinni i kvikmyndirnar en þegar Hype Williams á i hlut þá segir maður ekki nei og mér leið ávallt vel að leika undir hans stjóm. Hann þjálfaði mig upp i að verða leikari enda var margt sem ég þurfti að læra.“ Belly er fyrsta kvikmyndin sem Hype Williams leikstýrir en hann þyk- ir áhrifamestur myndbandaleikstjóra af þeim sem fást við tónlistarmynd- bönd með rapptónlist og annarri svartri tónlist og hefur hann gert myndbönd með tónlistarmönnum á borð við Sean „Puffy“ Combs, Notori- ous BIG, Tupac Shakur, LL Cool J, R. Kelly, Mary J. Blige, Will Smith, Wu- Tang Clan og Baby Face. -HK Free Money í Laugarásbíói: Brando í hlutverki brjálaðs fangelsisstjóra Það er gott lið leikara sem fer með hlutverk í Free Money sem Laugaraásbíó hefur hafið sýningar á. Þar ber fyrstan að telja sjálfan Marlon Brando sem ekki er tíður gestur á hvita tjaldinu og ávaílt er frétt til næsta bæjar þegar hann ákveður að leika í kvikmynd. Aðrir leik- arar eru Chales Sheen, Donald Suther- land, Thomas Haden Church, Mira Sor- vino, David Arquette og Martin Sheen. Leikstjóri er Yves Simoneau í myndinni leikur Brando fangelsis- stjóra sem yfirleitt drepur þá fanga sem reyna að flýja. Hann býr einn og það er aðeins þrennt í heiminum sem hann dýrkar, nýi trukkurinn hans og dætur hans tvær sem eru tvíburar. Þegar þær tilkynna honum að þær séu ófrískar eru hans fyrstu viðbrögð að drepa þá tvo ólánssömu menn sem bömuöu dætur hans en þegar systurnar grátbæna hann um að gera það ekki þá tekur hann þá inn á heimili sitt og notar þá sem þræla. Annar tengdasonanna hefur haft uppi áform um að ræna peningalest og fær þjáningabróður sinn með sér og má segja að kostuleg atburðarás hefjist með þess- ari ákvörðun þeirra. Almennt er litið á Marlon Brando með þvílíkri virðingu í kvikmyndaheiminum að oftast fyllast menn lotningu í návist hans og engin undantekning var á þvi við gerð Free Money. Aöstoðarleikstjór- inn Simon Edouard Pilon segist aldrei gleyma þeim áhrifum sem Brando hafði á alla þegar hann birtist fyrsta daginn á tökustað. „Þegar Marlon kom á staðinn stöðvaðist nánast allt. Áöur en hann hélt inn í kvikmyndaverið sneri hann sér við og veifaði tU allra sem ekki voru innan- dyra og aUir veifuðu á móti. Inni voru Donald Sutherland og Mira Sorvino að undirbúa atriði og það var eins og við manninn mælt, aUt stöðvaðist um leið og hann birtist. Marlon labbaði síðan um og heUsaði öUum með handabandi og átti # áH & vingjarnleg orð við aUa. Þetta var hans aðferð að kynnast öUum. Og lotningin var slík þegar fólk heUsaði honum að það var eins og Rauðahaf væri að opnast.“ Marlon Brando hefur á undanfórnum árum haft sig litiö í frammi í kvikmynda- heiminum, leikur kannski eitt hlutverk á ári í mesta lagi og þess á miUi er hann heima hjá sér og gerir mest lítið nema að borða góöan mat eins og sést á vaxtarlagi hans. Sjálfur segir hann: „Eina ástæðan fyrir þvi að ég bý i HoUywood er sú að ég hef ekki hugrekki tU að neita þeim pen- ingmn sem mér eru boðnir fyrir að leika í kvikmyndum." -HK Hippamynd nr. 1. Treat Willi- ams í Hárinu. Músíkdagar Hreyfimyndafélagið gjörir kunnugt að helgina 14.-16. maí verður hægt í Háskólabiói að upp- lifa stemningu tveggja mjög svo ólíkra áratuga með hjálp vinsæl- ustu dans- og söngvamynda þess- ara tímabda. Jesus Christ Superstar (1973) Stórkostleg kvikmyndaútfærsla á rokkóperu þeirra Tims Rice og Andrews Lloyds Webbers. Ógleymanlegt meistaraverk leik- stjórans Normans Jewisons var verðlaunað í bak og fyrir á sínum tíma, m.a. sem besta mynd ársins, fyrir bestá leik í aðalhlutverkum og fyrir bestu leikstjórnina. Hárið (1973) Hippamynd númer 1. MUos Forman leikstýrir þessari kvik- myndaperlu sem fjallar um ungt fólk með mikið hár og stórar hug- sjónir. Hárið var boðberi nýrra og frjálsari tíma og er sígUd enn í dag, með grípandi lögum, geggjuð- um dansi og frábærum leik. Footloose (1984) Footloose skaut leikaranum Kevin Brjon upp í stjörnuhimin- inn og gerði popparann Kenny Loggins þarm heitasta í bransan- um. Sagan um strákinn úr stór- borginni, sem hristir ærlega upp í smábæjarsamfélagi með nýjustu tónlistinni og heitasta dansinum, er vægast sagt kostuleg og eldist ótrúlega Ula. Dirty Dancing (1987) Hver man ekki eftir dansæðinu sem fylgdi í kjölfarið á þessari frá- bæru mynd? Partrick Swayze fer á kostum í einni bestu dansmynd sem gerð hefur veriö. TónUstin úr myndinni sló svo sannarlega í gegn og lög eins og „I had the time of my life“ sat á toppi vinsælda- lista lengur en flest önnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.