Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 Fréttir Eiður Aðalgeirsson hljóp 110 kílómetra til styrktar börnum á Indj^ndi: Lengsta hlaup sem Is- lendingur hefur hlaupið Eiður Aðalgeirsson, fjörutíu og tveggja ára gamall langhlaupari, hljóp á laugardag lengsta hlaup sem islendingur hefur hlaupið. Lagði hann að baki 110 kílómetra. Eiður, sem er þekktur langhlaupari og hef- ur áður hlaupið langar vegalengdir, hljóp þetta hlaup á laugardaginn til styrktar heimilislausum bömum á Indlandi og var fólki gefinn kostur á að heita á hvern kílómetra sem Eið- ur hljóp. Eiður segir að hann hafi fengið hugmyndina að þessu lang- hlaupi í samtali sínu við einn sjálf- boðaliða hjá ABC-hjálparstarfinu, sem er aðili að hjáparstarfi á Ind- landi sem miðast við að reisa þús- und fermetra barnaheimili fyrir heimilislaus börn í suðurhluta landsins. Fyrir fram var Eiður ákveðinn að hlaupa minnst tvö maraþon- hlaup eða áttatíu og fjóra kíló- metra, byrja á Reykjanestá og hlaupa áleiðis til Þingvalla. Hann gerði gott betur eins og fram hefur komið. Ekki fór þó allt saman sam- kvæmt áætlun: „Það var ekki hægt að komast upphaflega leið þar sem á sama tíma og ég hljóp fór fram rallkeppni og var þá leiðum á Reykjanesi lokað. Ég hóf hlaupið á Reykjanestánni og fór um hana, síð- an fórum við leiðina fram hjá Bláa lóninu og þar þurfti ég að breyta út af áætlaðri leið og hljóp afleggjar- ann hjá Bláa lóninu í stað Grinda- víkurafleggjarans, hljóp síðan Vatnsleysuströndina og upp á Reykjanesbraut og til Hafnarfjarðar og þaðan upp í Heimörk þar sem ég tók hring og að Nesjavallavegi. Þar hóf ég lokatömina, sem var býsna erfið, ekki nóg með að leiðin væri nánast öll upp í móti heldur var far- ið að hvessa og rigna og hljóp ég á móti vindinum. Ég er ekki alveg klár hvar ég nákvæmlega hætti, en ég var kominn langleiðina að Nesja- völlum." Eiður hljóp einn alla leiðina, en vinur hans sem var í fylgdarliði hans hljóp af og til með honum. Eið- ur segist hafa verið orðinn vel þreyttur í lokin: „Síðustu tíu kíló- metrarnir vora mjög erfiðir, aðal- lega vegna mótvindsins. Ég var samt mun hressari daginn eftir heldur en ég bjóst við.“ Eiður á að baki mörg stórhlaup, en hann hóf að hlaupa 1990: „Ég hef hlaupið þrjátíu maraþonhlaup og tvisvar tekið þátt í ofurmaraþoni í Suður-Afríku sem er 90 kílómetra langt: „Ég segi ekki að hlaupið núna hafi verið erfiðara en hlaupin í Suð- ur-Afríku, en það var öðravísi. Mik- ill fjöldi er að hlaupa í Suður-Afr- íku, en nú var ég einn með sjálfum mér og þurfti á meiri einbeitingu að halda." -HK Mótvindur, brekkur og rigning voru einkenni á síðasta hluta leiðarinnar. Eiður á hlaupum á Nesjavallavegi. Eiður Aðalgeirsson að loknu hlaupi ásamt Ragnari Gunnarssyni, stjórnar- formanni ABC-hjálparstarfsins. DV-myndir S. Bændaskólinn á Hvanneyri: Bændaskóli verður landbúnaðarháskóli DV, Vesturlandi: Borgarfjörðurinn skartaði sínu fegursta í sólinni og vorblíðunni sl. föstudag þegar Bændaskólinn á Hvanneyri útskrifaði nemendur frá bændadeild. Um þessar mund- ir eru 110 ár liðin frá þvi skóla- hald hófst á Hvanneyri og á þeim tímamótum verður jafnframt sú breyting að 1. júli nk. verður nafni skólans og umgjörð hans breytt og heitir hann eftir það Landbúnað- arháskólinn á Hvanneyri. Því vora þessi skólaslit þau síðustu í nafni Bændaskólans á Hvanneyri. Á skólaslitum Bændaskólans út- skrifuðust að þessu sinni 18 nem- endur úr fjögurra anna búnaðar- námi auk fjögurra nemenda af 5. önn. Bestum árangri búfræöinga náði Sigríður Kristín Sverrisdótt- ir frá Skriðu í Hörgárdal með fyrstu ágætiseinkunn 9,5. Sagði Magnús skólastjóri að líklega væri hér um að ræða eina af 5 bestu einkunnum sem náðst hefði frá upphafi þess að núverandi ein- kunnakerfi var tekið upp. í 5. ann- ar deildinni náði Þórður Úlfarsson bestum árangri. Ymsar viður- kenningar vora veittar fyrir ár- angur í einstökum námsgreinum og vora mörg fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem gáfu verð- launin. Það er skemmst frá því að segja að Sigríður Kristín Sverris- dóttir bókstaflega „hreinsaði til sín“ nær öll þessi verðlaun. Meðal annars fyrir bestan árangur á bú- fræöiprófi, í verknámi, af búfjár- ræktarsviði, í rekstrargreinum, áburðarfræði, byggingafræði og í landnýtingargreinum. -DVÓ/GE llla farið með Halldór Smám saman er að koma í ljós að ekki er fullkomlega að marka þær at- kvæðatölur sem flokkamir fengu í kosningunum. Samfylkingin telur að hún hefði átt að fá meira og hefði fengið meira ef Steingrímur og vinstri grænir hefðu ekki boðið fram. Steingrímur sveikst eiginlega undan merkjum og gerði það að verkum að Samfylkingin fékk ekki þau atkvæði sem hún átti að fá. Það sama er að segja um Fráls- lynda flokkinn, einkum þó á Reykja- nesi, en þar var Valdimar Jóhannes- son f framboði og var búinn að spá því að flokkurinn fengi verulegt leynifylgi, sem Valdimar vissi um en enginn annar og ef ekki hefði verið fyrir óábyrgt tal DV og skoöanakann- anir blaðsins hefði þetta leynifylgi skilað sér og Valdimar komist á þing. Verst er þó með Framsóknarflokk- inn og formann hans, Halldór Ás- grímsson, en Halldór varð fyrir fólsku- legum persónulegum ofsóknum sem lögmaður flokksins hefur nú formlega kært. Það kom sem sagt í ljós að Halldór var spurður um fjármál og kvótaeign fjölskyldunnar og fréttamenn RÚV spurðu Halldór um þessi mál í mjög langan tíma í yfirheyrslu í sjónvarpinu og svo reyndi einhver ónafngreindur einstaklingur að dreifa óhróðri um Halldór í póstburðarbréfi og allt varð þetta til þess að Framsókn fékk mun minna fylgi heldur en hún hafði reiknað með og átti skilið og vissi að hún mundi fá ef ekki hefði verið fyrir þennan óhróður um Halldór. Hvað kemur það kosningunum við hvað fjöl- skylda Halldórs á mikla kvótaeign? Halldór veit það ekki einu sinni sjálfur, hvað þá mamma hans, og það hefur ekkert með pólitík að gera. Svo leyfa menn sér aú spyrja um þetta og dreifa bæklingmn um kvótaeign Halldórs! Hver var það sem lét Boga Ágústs- son spyrja um kvótaeignina og hver var það sem dreifði óhróðrinum? Og hvemig stóð á því að pósturinn tók að sér að dreifa þessum pósti? Við þessu verður að fá svör vegna þess að Framsóknarflokkurinn tapaði verulegu fylgi á því að menn voru að spyrja um þetta og tala um þetta og hættu við að kjósa Framsókn út af þessu og atkvæðatölur eru ómark þeg- ar menn eru að spyrja um það sem ekki á að spyrja um. Það þarf eiginlega að kjósa aftur, ef vel á að vera og ef Framsókn á að fá þau atkvæði sem hún á. Menn verða að hafa rétt við í kosn- ingabaráttu og fjölmiðlar og íslands- póstur verða að vita hvað má tala um og hvað má spyrja um og hvað má fara í dreifingu, ef þeir ætlast til að fólk kjósi eins og það á að gera. Framsóknar- flokkurinn veit að hann á að fá meira fylgi, alveg eins og Valdimar veit um leynifylgið sem ekki skilaði sér og Samfylkingin veit um atkvæðin sem hún hefði fengið ef aðrir hefðu ekki boðið fram. Dagfari Siv hafnað? Allar líkur era taldar á því að Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, taki þann kost að halda áfram samstarfi viö Sjálfstæðisflokk. Formanninum brúnaþunga mun lítt hugnast að fá hina brokkgengu samfylkingarkonu Jóhönnu Sigurð- ardóttur upp í til sín. Á sínum tíma, þegar Jóka sat í ríkisstjórn Davíðs, þurfti forsætisráðherr- ann ítrekað að lempa hana og tókst vel. Halldór mun illa treysta sér i þá vinnu að halda henni góðri. Nú segir sagan að annar vandi steðji að Halldóri, en hann er sá að halda hinni sykur- sætu Siv Friðleifsdóttur utan ríkisstjórnar en hún lætur að sögn illa að stjóm. Kenningar eru um að ástæðan fyrir þvi ofur- kappi Framsóknar að fá mennta- málin sé sú að Hjálmari Árna- syni sé ætlaöur sá ráðherra- stóll.... Sálarlaus Slakur árangur Samfylkingar í kosningunum hefúr orðið mörgum umhugsunarefni. Til- raunir til að komast í ríkis- stjóm virðast ekki líklegar til að bera árangur og við blasir valdabar- átta innan hreyf- ingarinnar til að koma skikk á málin. Talið er víst að sótt verði að Mar- gréti Frí- mannsdóttur áður en tO kosn- inga kemur að nýju. í tilefni af þessu sendi Gróa á Leiti eftirfar- andi vísu úr ónefndu kjördæmi: Samfylking er sálarlaus með svertu undir fótunum Ekkert veit hún í sinn haus aldrei með á nótunum. Havel og Lónið Bláa lónið nýtur sívaxandi vinsælda meðal margra þeirra sem eiga við krankleika að stríða. Meöal þeirra sem telja sig fá bót meina sinna í lóninu góða er Havel Tékklandsforseti sem mun vera tíður gestur þar. Hann er jafnvel i sagður miða ferðaáætlanir sínar milli Evr- ópu og Ameríku við það að eiga stund til að skjótast í átt til Grindavíkur. Hann mun vera tíður gestur í Bláa lóninu og liggur ekki á því, langveikur maðurinn, að við baðið hverfi öll einkenni veik- inda um stundarsakir.... Auður í garði... Einhverja mestu fjármálaspek- inga nútímans er að finna á Skild- inganesinu við Skerjafjörð. Þar reka hjónin Auður Einarsdóttir og Árni B. Erlings- son útgerðarfyrir- tækin Hala ehf., Bala ehf. og Mál ehf. Þau gera smá- báta sína að mestu út á kvóta- leigu, sem gefur tugmilljóna króna veltu á ári. Talið er að Árni einn færasti sérfræðingur lands- ins hvað varðar smugur í kerfinu og þær hafa nýst þeim vel. Auður er dóttir Einars heitins Sigurðs- sonar ríka, þannig að nokkur ættarauður mun hafa nýst fyrir- toalfinnnm \ro1 í cfari-iA Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @£f. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.