Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 Fréttir dv Munaði litlu að Bervík ræki upp i brim og kletta: Svitnaði þegar var afstaðið - segir Kristján Kristjánsson skipstjóri Sjötíu tonna bátur, Bervík frá Ólafsvík, var hætt komin í 8 vind- stiga illskuveðri og miklum sjó út af Grindavík í gærdag. Báturinn var á leið til Þorlákshafnar þegar drapst á vélinni. Olíudæla hafði brugðist. Bátinn fór að reka upp og fram und- an bjargið og súrrandi brimið þar. Þyrla frá Landhelgisgæslunni kom fljótt á staðinn og var við öllu búin. Enn fremur var áhöfnin á Goðafossi reiðubúin að hjálpa ef með þyrfti. Spotti var tilbúinn til að koma yfir I fossinn til að draga bátinn frá. Kristján Kristjánsson var skip- stjóri um borð í bátnum sem er kom- inn suður til að stunda humarveiðar við Suðurland. Hann sagði í gær að tekist hefði að koma vélinni í gang þegar aðeins ein sjómíla var eftir upp í klettana. Vélstjórinn hélt slöngunni frá olíudælunni meðan dólað var inn í Grindavíkurhöfh, hálftíma stím. „Ég mátti ekki vera að því að svitna fyrr en eftir að allt var yfir- staðið, þetta leit ekkert of vel út, en rættist úr,“ sagði Kristján Kristjáns- son í gærkvöldi. -JBP Humarstofninn: Svipað og í fyrra „Við erum búnir að skoða svæðið frá Lónsdýpi að Eyjum og þetta er svipað ástand og í fyrra,“ segir Ragnar G.D. Her- mannsson, skipstjóri á hafrann- sóknarskipinu Dröfn RE, sem nú er hálfnuð að skoða humar- miðin suður af landinu. Árlega eru tekin reynslutog á ákveðn- um stöðum og árangur þess er notaður sem mælikvarði. Humarstofhinn hefur verið í lægð nokkur undanfarin ár. Dröfn RE hélt út frá Þorláks- höfn í gærkvöld til að skoða miðin vestan Vestmannaeyja. Nokkrir humarbátar hafa verið við veiðar í allan vetur. Umdeilt er að nú megi veiða allt árið í stað þess aö áður var upphaf vertíðar að vori ákveðið með til- liti til ástands stofnsins. -rt Fegurðardrottningar í ævintýraferð til Vestmannaeyja: Omeiddar frá spranginu DV, Vestmannaeyjum: Á laugardaginn héldu stúlkurnar í fegurðarsamkeppni íslands t mikla ævintýraferð til Vestmannaeyja og eyddu deginum í að skoða það sem Eyjarnar hafa upp á að bjóða. Með i ferð var fólk úr dómnefnd og fleiri aðstandendur keppninnar og áttu þau öll frábæran dag enda tóku Vestmannaeyjar á móti stúlkunum með frábæru veðri. Hópurinn kom til Eyja með flug- vél íslandsflugs og af flugvellinum var haldið sem leið lá á golfvöll Eyjamanna. Þar fengu stúlkumar aö kynnast leyndardómum golfsins undir leiðsögn tveggja Eyjapeyja. Þessi fyrstu kynni þeirra af golfl- þróttinni verða ekki tíunduð hér en hafa verður í huga að enginn verð- ur óbarinn biskup. Á eftir var boðið upp á veitingar í golfskálanum þar sem bæjarstjór- inn i Eyjum, Guðjón Hjörleifsson, heilsaði upp á stúlkurnar. Farin var skoðunarferð i boði Ferðaþjón- ustu Gísla Magnússonar en á eftir Siglt var milli Eyja og eins og sjá má var athygli stúlknanna óskipt. Keppendur í Fegurðarsamkeppni íslands fóru til Eyja um helgina. Heimamenn kynntu þeim innstu leyndardóma Vestmannaeyja og höfðu stúlkurnar bæði gagn og gaman af. Hér eru stúlkurnar ásamt föruneyti og heimamönnum, Meðal þeirra sem hittu stúlkurnar var Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri. DV-myndir Ómar var hápunktur ferðarinnar, sigling í kringum Heimaey með ferðabátn- um Víkingi undir öruggri stjórn og leiðsögn Ólafs Jónssonar. Ólafur lýsti því sem fyrir augu bar og kom meðal annars við í Fjósunum, sem er hellir í Stórhöfða. Þá komust stúlkumar í návígi við bæði há- hyrninga og höfrunga sem virtust ekki kunna því illa að koma fyrir augu stúlknanna. í Klettshelli lék Ólafur Snorrason á trompett og að lokum var siglt fram hjá Keikó í Klettsvík. Starfsmaður kom um borð í Vík- ing og upplýsti stöðu mála hjá Keikó sem svamlaði um í kví sinni meðan Víking sigldi fram hjá. Sprang er þjóðaríþrótt Vestmanna- eyja og sýndi Héðinn Þorkelsson stúlkunum listir sínar í þeirra eðal- íþrótt. Það var nóg til að kveikja hjá þeim áhuga á að prófa og reið Frey- dís Helga Árnadóttir á vaðið. Þótti hún sýna bæði kjark og áræði sem varð til þess að hinar vildu ekki láta sitt eftir liggja og reyndu sprangið. Sluppu þær allar ómeiddar úr þeim hildarleik. Að spranginu loknu var boðið í kvöldverð á veitingastaðnum Fjör- unni sem bauð upp á kræsilega sjávarrétti. Og til baka héldu stúlk- urnar svo um kvöldið, þreyttar en ánægðar með daginn. Ásbjörg Kristinsdóttir, 19 ára Reykjavíkurmær, sagðist hafa haft rosalega gaman af ferðinni. „Ég hef einu sinni komið til Vestmannaeyja en þá var ég tólf ára,“ segir Ásbjörg. „En ég hef aldrei siglt í kringum Heimaey eða fengið tækifæri til að skoða náttúruna eins og núna. Það var gaman að sjá háhyminga og fuglalífið og við erum mjög heppnar með veður. Við höfum því fengið að kynnast náttúru Eyjanna í sinni yndislegustu mynd.“ Ásbjörg hefur í mörgu að snúast þessa dagana því hún er á fullu að lesa undir stúdentspróf í Verslunar- skólanum og stefnir á nám i verk- fræði í haust. „Já, það er alveg rétt, ég hef nóg að gera og ég hefði getað nýtt tímann betur. Ég tók þó með mér námsefni sem ég reyni að kíkja í þegar færi gefst. Þegar Ásbjörg er spurð hvað henni finnist standa upp úr eftir ferðina til Vestmannaeyja svarar hún eftir nokkra umhugsun: „Ég á kannski eftir að skella mér í golf í framtíðinni.“ -ÓG sem i þér býr! 26" fjallahjól, 21 gíra Shimano Grip Shift MRX 200 - Ty30, Altus V-bremsur, áfgjarðirog nöf, karl- og kvensteil Verð kr. 26.900,- Þskkíng Reynsua þjónusta FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Slmi: 540 7000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.