Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 Utlönd Stuttar fréttir i>v Jeltsín býr sig undir ný átök Borís Jeltsln Rússlandsforseti býr sig nú undir ný átök við þing- ið um skipan hans í embætti for- sætisráðherra. Jeltsín stóð af sér atlöguna sem stjómarandstæðing- ar gerðu að honum og lauk meö atkvæðagreiðslu á laugardag um hvort höfða ætti mál á hendur honum til embættismissis. Forset- inn hafði þar sigur. Dúman, neðri deild rússneska þingsins, kemur saman á mið- vikudag til að íhuga skipan Sergeis Stepasjíns í embætti for- sætisráðherra. Kommúnistar gætu reynt að bjarga særðu stolti sínu eftir atkvæðagreiðsluna á laugardag og sýna um leið óá- nægju sína með brottrekstur Jev- genis Prímakovs í síðustu viku. Franska löggan eltir morðingja Um tvö hundruð franskir lög- regluþjónar leituðu undir kvöld í gær að þýskum karlmanni sem grunaður er um að hafa myrt fimm manns, fjóra í Þýskalandi og einn í Frakklandi, í gær. Að sögn saksóknara í frönsku borg- inni Thionville er maðurinn þekktur fyrir ofbeldisverk. Ehud Barak, leiötogi Verkamannaflokks ísraels: Lofar einingu kom- ist hann til valda Allt að eitt hundrað þúsund karl- ar hafa horfið í Kosovo og óttast er að Serbar hafi drepið þá, að sögn Williams Cohens, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna. „Við höfum séð að eitt hundrað þúsund karlar á herskyldualdri hafa horfíð og þeir kunna að hafa verið rnyrtir," sagði Cohen í viðtali við sjónvarpsstöðina CBS. Flóttamenn frá Kosovo hafa greint starfsmönnum hjálparstofn- ana frá því að Serbar hafi skilið karlana frá konunum og börnunum og ekki leyft þeim að fara yfir landa- mærin, tfl að koma í veg fyrir að þeir gengju til liðs við Frelsisher Kosovo. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði að þegar átökunum linnti kæmu í ljós ógnvænlegar sannanir fyrir þjóðernishreinsun- um Serba á hendur Albönum. Albanskur piltur frá Kosovo á bak við vírgirðingu í stærstu flótta- mannabúðunum í Makedóníu. Um 600 bættust í hópinn í gær. Ehud Barak heimsótti kartöflu- bændur í gær og lofaði ísraelum einingu, von og umfram allt breyt- ingum greiddu þeir honum atkvæði sitt í forsætisráðherrakosningunum í dag. Leiðtogi ísraelska Verka- mannaflokksins hvatti landa sína til að „draga ísrael upp úr aurnum", eins og hann orðaði það. Kosningamar í dag verða einvígi milli Baraks og Benjamins Netanya- hus forsætisráðherra þar sem aðrir frambjóðendur hafa dregið framboð sín til baka. Síðast í gær þeir Yitzhak Mordechai, fyrrum land- vamaráðherra, og harðlínuþjóðern- issinninn Benny Begin. Mordechai lýsti yfir stuðningi sínum við Barak en Begin lét það vera að styðja Net- anyahu. „Leiðimar eru aðeins tvær. Leið Netanyahus sem færir okkur þrá- tefli og okkar leið sem mun sameina Tíminn er sennilega að renna út fyr- ir Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels. Líkiega tapar hann kosningunum í dag. þjóðina og vekja ást á ísrael," sagði Barak, umkringdur börnum með ísraelska fánann. Samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í gær fær Barak 55 prósent atkvæða í dag en Netanyahu aðeins 45 prósent. Forsætisráðherrann gerði lítið úr stuðningi Mordechais við Barak og spáði því enn einu sinni að hann myndi fara með sigur af hólmi, hvað sem skoðanakannanir segðu. „Við munum koma fólki á óvart, við munum sigra,“ sagði Netanyahu á fundi með fréttamönnum sem sjónvarpað var beint frá skrifstofu hans í Jerúsalem. Stjórnmálaskýrandinn Giora Goldberg segir ólíklegt að nægilega margir flokksmenn Netanyahus, sem studdu Mordechai, muni styðja forsætisráðherrann í dag og stela sigrinum af Barak. Frá oq med 17. maí hefst sumartíminn hjá okkur. Þá opnum vid kl. 8:00 oq lokum kl. 16:00. Gledileqt sumar. ÍP SP-FJÁRMÖGNUN HF Veqmúla 3, simi 588 7200, fax 588 7250, www.sp.is Kvikmyndastjörnur, gamlar og ungar, eru nú hvar sem litið er í Miðjarðar- hafsborginni Cannes í Frakklandi. Þeirri á meðal eru gömlu frönsku brýnin, þau Anouk Aimée og Michel Piccoli sem hér má sjá. Óttast um afdrif karla í Kosovo: Serbar grunaðir um að myrða 100.000 *<í‘ ■ - Færri reykingamenn Reykingamönnum í Danmörku hefur fækkað um fimmtíu þúsund á ári allan þennan áratug, að því er rannsóknir sýna. Engu að síð- ur reykja 1,4 milljónir Dana. Ástarbréf Mandeia birt Brot úr ástarbréfum sem Nel- son Mandela, forseti Suður-Afr- íku, skrifaði úr fangelsi til þá- verandi eigin- konu sinnar, Winnie, koma fyrir sjónir al- mennings í nýrri bók um þetta frægasta ástarsamband Suður-Afríku. Kafl- ar úr opinberri ævisögu Mandela birtust í bresku blaði í gær, tæp- um þremur vikum áður en Mand- ela hverfur af sviði stjómmál- anna. Eldar loga á ný Eldur kviknaði á ný í olíu- geymi í olíubirgðastöð í Abidjan á Fílabeinsströndinni í gær, tæpum sólarhring eftir að stjórnvöld sögðu að eldar i birgðastöðinni hefðu verið slökktir. Milljarðar til bænda Norskir hændur fá um tíu milljarða íslenskra króna framlög frá ríkinu, samkvæmt nýjum landbúnaðarsamningi. Þetta kem- ur fram í Aftenposten. Konur fá réttindi Ríkisstjómin í Kúveit sam- þykkti í gær lagafrumvarp sem veitir konum full stjórnmálarétt- indi. Konur geta boðið sig fram og greitt atkvæði í kosningum sem verða árið 2003. Uppreisn gegn Soniu Þrír háttsettir leiðtogar Kon- gressflokksins, helsta stjómar- andstööuflokks- ins á Indlandi, boðuðu upp- reisn gegn Son- iu Gandhi 1 gær og sögðu að er- lendur upprani hennar gerði hana vanhæfa til að leiða landið. í harðorðu bréfi sögðu þeir aö vegna þessa ætti hún að halda sig fjarri kapp- hlaupinu um forsætisráðherra- embættið. Skotiöá flugvél Stjómvöld í írak sögðu í gær að loftvamakerfi þeirra hefði hæft vestræna orrustuflugvél í eftir- litsflugi yfir flugbannssvæðinu í norðurhluta landsins. Ráðamenn hittast Mohammad Khatami íransfor- seti og Abdullah, krónprins í Sá- di-Arabíu, hittust í gær og ræddu leiðir til að efla samstöðuna með- al olíuframleiðsluþjóöa um að draga úr framleiðslu. 300 þök fuku burt Skýstrokkur reif upp þökin á þrjú hundruð húsum í þorpi einu í Búlgaríu á laugardag. Nokkrir þorpsbúar hlutu sár. Vandræði í Tyrklandi Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, lýsti i gær yfir alvar- legum áhyggj- um sínum vegna þess hve seint gengi að mynda nýja stjórn í land- inu. Ecevit hef- ur að undan- förnu verið að bera víurnar í hægrisinnaðan flokk þjóðernissinna en þeir höfii- uðu samvinnu í gær. Búist er við að áhrifa þessa gæti á tyrknesk- um fjármálamörkuðum. Walesa vill í framboð Lech Walesa, fyrmm forseti Póllands, hefur fullan hug á að endurheimta fyrra starf í kosn- ingunum á næsta ári og bjóða sig fram gegn núverandi forseta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.