Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 45 pv Fréttir Ófremdarástand í Ólafsfirði: Lögreglan í fjársvelti DV, Akureyri: Lögregluembættið í Ólafsfirði býr við fjársvelti, sem m.a. kemur fram í því að yfirvinna hefur verið skor- in niður og um helgar er enginn lög- reglumaður á vakt á næturna. Lög- reglumönnum er sniðinn mjög þröngur stakkur að sinna „eðlilegu" starfi á öðrum tímum. Málið hefur talsvert verið rætt að undanfórnu og reynt að finna á þvi lausn og hef- ur Lögreglufélag Norðvesturlands m.a. komið að málinu. “Ástandið í Ólafsfirði er ekki gott, það má reyndar segja að það sé mjög dapurt og þama vantar fjár- magn,“ segir Hermann ívarsson, formaður Lögreglufélags Norðvest- urlands. „Ég held að hver maður sjái að þama verður að bæta úr hlutunum því það er óviðunandi ástand að lögreglan geti ekki sinnt sínum störfum. Félagið sem slíkt getur lítið beitt sér öðruvísi en að þrýsta á að meira fjármagn fáist en það er að sjálfsögðu sýslumanns- embættisins og ráðuneytisins að leysa málið í sameiningu," segir Hermann. Samkvæmt heimildum DV mun vera um uppsafnaðan vanda að ræða sem kemur til af því að emb- ættið hefur fengið of lítið fjármagn undanfarin ár. Um sl. áramót átti að taka á því máli og það var gert með enn frekari niðurskurði en áður þannig að ástandið er óviðunandi að sögn viðmælenda DV. Þannig lýkur vakt lögreglunnar á miðnætti um helgar, nema dansleikur sé í bænum. „Á tveimur sl. árum hefur verið rúmlega 2 milljóna króna halli á lögregluembættinu og ráðuneytið hefur gert okkur að ná þessum halla niður á 2-3 árum. Við höfum engan annan möguleika í þeirri stöðu en að skera niður yfirvinnu,“ segir Björn Rögnvaldsson, sýslumaður í Ólafsfirði. Hann segir að reynt hafi verið að leita aukins fjármagns frá ráðuneytinu en svör hafi ekki feng- ist önnur en þau að embætti sem rekin hafi verið með halla skuli ná þeim halla niður á 2-3 árum. Um það hvort öryggi íbúanna sé ógnað með þessum niðurskurði á yfir- vinnu segir Bjöm að vissulega geti sú staða komið upp þegar lögreglu- maður er ekki á vakt að hann þurfi að meta sjálfur hvort veita eigi um- beðna aðstoð en þó sé sú regla við- höfð að leiki einhver vafi á því sé beiðnum sinnt. -gk Sólin er svo blíð þessa vordaga að það verður að píra augun í birtunni. Dag- björt Helgadóttir notar veðrið til þess að mála bátinn sinn, Hönnu. Að stand- setningunni lokinni ætlar hún sér að róa út í bugtina og ná sér í soðningu. DV-mynd S Rýmum fyrir nýjum vörum -allt að A þriðju hæð í verslun okkar að Lágmúla 8 BRÆÐURNIR (qft OKMSSON Láamúla 8 • Sími 533 2800 l|l NINTENDO: Askrifendur fá aukaafsláft af smáauglýsingum DV LOEWE. BOSCH ^►índesif @ Husqvama FINLUX SANGEAN ©YAMAHA OLYMPUS NOKIA jamo; Nikon ORION ÆA ÆlasCopœ —Tn aMmil lihlrr,in- 'S0, X Smáauglýsingar .íjf. & VÆJrÆJrÆSÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ 550 5000 . Margueri/r Ytntratuir ** ZKNO OH BRUGHS tlKGixtv Uokío ‘i1icrui<)(l,nutniic« j OuLdnor Emcrgency Care I’,,!Cyclop-(>ui oj ROMAN IIC ISAl Culti.rc Brituin: 17S0 ,- 18.V. e Heath Guidc .iterature UJST TECTONICS J ttcthinkíng CESOFTHEEUROPEA' Wfio'sWto Noo-Classical Mythokfe., Bœkur um allt milli himins oo jarðar! Stórútsö/u Bóksö/u stuaenta /ýkur íþessari v/ku haelÍkií0 Á fMúd) & c/> pjúflttllL. •m—m • cu "cu to o : vs | jO / síðustu FORVÖ0 ReyfarakauP! bók/di&. /túderxtfc. Stúdentaheimilinu við Hringbraut • Sími 5700 777 -A ■* í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.