Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 36
60 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 DV nn Ummæli * ' Leiktækjadeild NATÓ „Þrátt fyrir að leiktækjadeild NATÓ fái bestu , græjurnar i bænum \ fyrir vídeóleikina sjá dátarnir ekki», handa sinna skil á skjánum. Sprengja | bæði skotmörk í \ fjarlægum lönd- um og fara húsa- villt þegar þeir rata á rétt land.“ Asgeir Hannes Eiríksson, i Degi. Vill spila fótbolta „Ég hef það gott fjárhagslega hjá Brann. En það er ekki nóg. Ég er að spila fótbolta af því ég hef gaman af þvi og því vil ég X heldur spila með einhverju liði þar sem ég fæ einhver tækifæri þó launin séu lægri.“ Bjarki Gunnlaugsson knatt- spyrnumaður, i Degi. Menn til aö ákveða sjálfir „Alþingismenn eiga að vera menn til að taka ákvörðun um það I hversu mikið þeir telji að laun sín eigi | að hækka, í stað- f inn fyrir að geta falið sig á bak við \ kjaradóm." Aðalsteinn Baldursson, verkalýðsforingi á Húsavík, í DV. Ekki sama nám og atvinnulíf „Ég vil benda á að margir þess- ara manna, sem eiga að baki skólagöngu, koma út í atvinnulíf- ið eins og álfar út úr hól. Það er "fc ekki nóg að kunna að fletta upp í bókum þegar eitthvað bjátar á.“ Birgir Björgvinsson, talsmaður Sjómannafélags Reykjavíkur, i DV. Misst sjónar á skyldum sínum erum ákveðið þeirrar skoðunar að það sé hið almenna at- vinnulíf samkeppn- isgreinamar, sem eigi að slá taktinn um launaþróun- ina í gervöllu \ samfélaginu. Okkur sýnist að af þeim upplýsingum sem fram eru komnar að ríki og sveitarfélög hafi gjörsamlega misst sjónar af þessum skyldum sínum.“ Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, í Degi. Prímadonnur „Það hefur nú verið gallinn við A-flokkana um langt skeið að það eru svo óskaplega margar prímadonnur innanborðs." Sigbjörn Gunnarsson sveitar- stjóri, í Degi. Guðrún Sigurðardóttir handmenntakennari: Ekki nóg að tala um að vera náttúrvæn „Efnið sem ég nota í skreytingarnar er beint úr náttúrunni. Aðaluppistaðan er birki og einnig ryðgað járn og vír og annað dót sem aðrir kalla venjulega rusl. Úr þessu, ásamt sumarblómum, geri ég útiskreytingar, ker og körfur, allt upp í 2 metra í þvermál. Hugmynd- in að þessu kviknaði þegar ég fór að hugleiða hvað ég gæti komið með til höfuðs hvítu plastkerjunum sem voru allsráðandi lengi vel og enn sjást því miður,“ segir Guðrún Sigurðar- dóttir á Egilsstöðum. Og af hverju er henni svo illa við plastkerin? „Jú,“ segir hún. „Það er ekki nóg að tala um að vera nátt- , úruvænn. Við verðum að gera eitthvað í málun- um hvert og eitt. Það hefur verið í gangi umhverflsá tak hér á vegum bæjarins og þá verðum við íbúarnir að fylgja því eftir og styðja hina grænu ímynd bæjarins." Guðrún hefur vakið mikla at- hygli fyrir skreytingar sínar sem sumar hverjar má kalla hrein listaverk. Eitt nýjasta verkefni hennar var að skreyta sal og sviö fyrir fegurðarsamkeppni Austur- lands sem haldin var í Valaskjálf. Þessi skreyting gerði mikla lukku. Hún gerði og minjagrip kvöldsins sem tákn- aði kórónu og allir gestir fengu. Það var servíettuhringur búin til úr ryðg- uðu púströri. Á sviðinu voru sjö ryðg- aðar jámplötur (jafnmargar og kepp- endur). „Ég sá jafnmikla fegurð £' í þeim og aðrir sáu í þessum gullfallegu Maður stúlkum. Og svo voru auð- vitað blóm, lyng og birki," sagði Guðrún. „Að minnsta kosti em þetta sláandi and- stæður í fegurð." Guðrún er lærður handmenntakennari og hefur kennt meira og minna öll ár síðan 1970, bæði bömum og fullorðn- um, ýmsar greinar handmennta. Þar má nefna tré- og postulínsmálun, leirvinnslu, bútasaum og skreytingar. Nú eru skreytingar meginviðfangsefni hennar en hún framleiðir einnig gestabækur og kort úr náttúruvænum efnum í stíl við skreytingarnar. Einnig býður hún upp á námskeið víða um land. Hún segist leitast við að vera frumleg í skreyting- um. Henni finnst að hver blómabúðar- eigandi eigi að vera skapandi og þróa sinn eigin stíl og þora að fara ótroðnar slóðir. Hún getur trútt um talað. Hún hefur að sjálfsögðu fengið óvægna gagnrýni eins og allir ~ ~ frumherjar. Hún hafði dagSIIIS Sýningu í Kaffi Nielsen fyrir tveim árum og einhverjum varð að orði. „Er hún nú orðin endanlega vitlaus?" Guðrún læt- ur sér fátt um finnast. Hún segir að einmitt þetta, að þora ekki að fylgja hugmyndum sinum eftir af hræðslu við umtal, sé það sem mest hamlar nýjung- um í framleiðslu. Guðrún segist kappkosta að draga fram gamlar hefðir í íslensku hand- verki, s.s. gamlar íslenskar útsaums- gerðir, og reynir með því að spoma við fjöldaframleiddu innfluttu dóti. í þeim tilgangi er hún að safna gömlum munstrum. í sumar ætlar hún að leyfa ferðafólki aö taka þátt í ýmiss konar handverki, svo sem körfugerð úr birki og leirvinnslu. Það fer fram utan dyra við Tómstundaiðjuna en svo heitir verslun hennar á Egilsstöðum. Eigin- maður Guðrúnar er Haukur J. Kjerúlf, sem. að hennar sögn. er afar duglegur við að hjálpa henni við stærri skreyt- ingar og öflun hráefnis. Böm þeirra era Jón Hrafnkell, Valný Heba, Ey- steinn Húni og Sigrún Þöll. Fógetanum. Þar rifjar hann upp eldri lög og kynnir ný. Tónleika- röðin er haldin af því tilefni að um þessar mundir er Bubbi Morthens að halda upp á 20 ára starfsaf- Tónleikar Bubbi Morthens heldur ■J^-áfam upprifjun á eldri tón- list sinni í kvöld. Bubbi í tuttugu ár Tónleikaröð Bubba Morthens heldur áfram á mæli sitt sem atvinnu- tónlistarmaður. Bubbi hefur verið í fremstu víglínu í tónlistar- heiminum allan sinn feril og komið víða við og því af miklu að taka og mun hann fara yfir allan ferilinn á sextán tónleikum. Hingað til hafa þeir þeir verið mjög vel sóttir. Tónleikamir hefj- ast kl. 22 stundvíslega. Næstu tónleikar eru á mið- vikudagskvöld. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2402: ‘-EyþoR- EYÞoR- Píslarvottur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Verk eftir Pál S. Pálsson. Tré, bein, steinar og málmar Páll S. Pálsson opnaði sýningu á laugardaginn í Listmunahúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Að þessu sinni sýnir Páll aðallega smáskúlptúra, unna í ýmis efhi, svo sem tré, bein, stein og málma, ásamt nokkrum málverkum. Þetta er tuttugasta einkasýning hans. Páll hefur búið langtímum erlend- is og haldið eilefu sýningar utan- lands ásamt þátttöku í sýningar- haldi með samtökum myndlistar- manna heima og erlendis. Sýning- in er opin á almennum verslunar- tíma og henni lýkur 29. maí. Sýningar Sautján grafíkverk Mánudaginn 10. maí síðastliðinn var opnuð myndlistarsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar i sam- vinnu við Myndlista- og handíða- skóla Islands. Sýningin er afrakst- ur verkefnisins Printmaking, Art and Research (PA&R) sem er sam- eiginlegt verkefni listaháskóla í fimm löndum Evrópu. Alls eru þetta saufján grafikverk. Sýningin stendur til 20. júní og er opin þeg- ar Safnahúsið er opið. Nú hefur sumartími tekið gildi og er húsið þvi opið alla daga frá 13-18. Að auki er opið á Fimmtudagskvöldum frá 20-22. Aðgangur er ókeypis. Bridge Daninn Klaus Adamsen náði í lag- legan topp í þessu spili í tvímenn- ingskeppni í Danmörku á dögunum. Andstæðingamir voru ekki af lakara taginu, Peter Shaltz og Claus Christi- ansen, margreyndir landsliðsspilar- ar, en félagi Klaus var Lars Blakset. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og allir á hættu: * G5 «4 ÁKD6 ♦ ÁG9 * KD92 ♦ D1072 G4 ♦ 63 4 ÁG1087 ♦ K83 «Þ 10853 ♦ KD82 * 54 Suður Vestur Norður Austur pass pass 2 grönd pass 3 4 dobl redobl pass pass 3 grönd p/h Þrjú lauf hefðu oröið spennandi samningim en Lars Blakset þorði ekki að treysta á vinning í spilinu. Hann lét líka hjartalitinn lönd og leið og þannig fæddist toppurinn (Flestir spiluðu 4 hjörtu á spil NS). Vörnin hefði gert best í að spila spaða en austur spilaði út laufsexu í upphafi. Vestur drap á ás og spilaði laufgosa. Klaus drap á kóng og tók nú 8 slagi á rauði litina og henti ein- um spaða í síðasta tígulinn. Sagnhafl átti út í þriggja spila endastöðu: 4 G 4 D «4 - ♦ - 4 108 4 - 4 D9 N V A S 4 K83 4 Á96 «4 - 4 - 4 - 4 - 4 - Kiaus spilaði nú spaðagosa og hleypti yfir til vesturs. Vestur varð síðan að spila frá 108 í laufi og sagn- hafi fékk tvo yfirslagi. Það dugar austri lítt að fara upp með spaðaás því þá verður hann að spila upp í spaðagaffal í blindum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.