Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 25 Jói útherji ÁRMÚLA 36 * SÍMI 588 1560 Mitre litaðir bama- og joggingskór stærðir 23-32 kr. 2.990 Aðeins 11 árum frá stofnum fé- lagsins varð Genk, lið bræðranna Þórðar, Bjarna og Jóhannesar Karls Guðjónssona, belgískur meistari í knattspymu í gær í fyrsta skipti í sögu félagsins. Genk lagði Haral- bake í lokaumferðinni á útivelli, 1-2, og skoraði Þórður síðara mark- ið á 70. mínútu með skoti frá víta- punkti. Árangur Genk er glæsilegur. í fyrra hampaði liðið bikarmeist- aratitlinum og þennan árangur geta leikmenn Genk þakkað þjálfaranum íslenska landsliöið í körfuknattleik: Sigur og tap Aime Anthuenis. Hann hefur unnið gríðarlega gott starf en hefur nú ákveðið aö segja skilið við félagið því hann hefur ráðið sig til Ander- lecht. Það var greinileg taugaveiklun í liði Genk framan af fyrri hálfleik en smám saman náðu þeir tökum á leiknum. Þórður átti að fá víta- spyrnu þegar hann var felldur inn- an teigs en dómarinn sá ekkert at- hugavert og rétt á eftir skoraði Oulare fyrsta markið. í síðari hálf- leik sótt Genk miklu meira og það skilaði loks árangri á 70. mínútu þegar Þórður skoraði sigurmarkið. Þórður spilaði cillan leikinn og stóð sig vel. Bjarni bróðir hans var á varamannabekknum en fékk ekki að spreyta sig en Jóhannes Kcirl var ekki í leikmannahópnum. 35.000 manns komu saman í miðbæ Genk í gærkvöldi Canal+ sjónvarpsstöðin sýndi leikinn i beinni útsendingu og voru 20.000 manns í miðbæ Genk sem fylgdust með leiknum af risaskjá. 8.000 stuðningsmenn Genk fylgdu liðinu til Harelbake en hinn litli völlur félagsins tekur aðeins um 10.000 manns. 35.000 manns komu saman i mið- bæ Genk í gær og fögnuðu hetjum sínum langt fram eftir nóttu en íbú- ar í Genk er 50.000 talsins. Er mjög stoltur „Ég er auðvitað mjög stoltur og það var gaman að verða vitni að þessum sigri sem tryggði Genk titil- inn. Þórður getur verið stoltur af sínu framlagi. Hann átti margar góðar rispur í leiknum og skoraði svo markið sem tryggði Genk sigur- inn,“ sagði Guðjón Þórðarson lands- liðsþjálfari í samtali við DV í gær en hann fylgdist með lokaundirbún- ingi Genk fyrir leikinn gegn Harel- bake. -KB/GH íslenska landsliðið í körfuknatt- leik lék tvo vináttuleiki gegn Norð- mönnum ytra um helgina en þeir voru liður í undirbúningi liösins fyrir riðlakeppni EM sem hefst í Slóvakíu á miðvikudag. Fyrri leikinn unnu íslendingar, 57-51, eftir að hafa leitt í hálfleik, 34-20. Falur Harðarson var stigahæstur með 14 stig og þeir Guðmundur Bragason og Hjörtur Harðarson skoruðu 9 stig hvor. íslendingar fóru í leikinn nánast beint úr flug- inu og kom það niður á leik liðsins. í gær hefndu svo Norðmenn ófar- anna en þeir höfðu betur, 72-68. Leik- urinn var jafn og spennandi. Þegar mínúta var eftir var staðan jöfn en þá settu Norðmenn niður þriggja stiga körfu og tryggðu sér sigurinn. Guðmundur Bragason var stiga- hæstur með 17 stig, Helgi Jónas Guðfinnsson skoraði 15 og Falur Harðarson var með 14 stig. „Norðmennimir fengu að spila grófan leik gegn okkur í síðari leiknum og við tókum ekki á móti. Ég gaf öllum hópnum tækifæri í þessum leikjum enda síðasta tæki- færiö að skoða menn fyrir leikina í Slóvakíu. Nú tekur alvaran við. Mér sýnist við vera á réttri leið og tak- markið er að verða í einu af þremur efstu sætunum í Slóvakíu. Allar þjóðimar sem keppa þar em mjög jafnar og við gætum sigrað riðilinn og eins endað í neðsta sæti,“ sagði Jón kr. Gíslason, þjálfari landsliðs- ins, við DV. -GH Þórður Guðjonsson fagnar belgíska meistaratitlinum eftir sigur Genk á Harelbeke í gær. Fyrir aftan hann sést í íslenska fánann. DV-mynd Jo Veldeman wm. Helena Ólafsdóttir iyftir deildabikarnum eftir sigur KR-inga á Stjörnunni í gær. DV-mynd ÞÖK Yfirburðir KR-inga KR vann mjög ömggan sigur á Stjömunni, 4-0, í úrslitaleik deildabik- ars kvenna í knattspyrnu á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær. Staðan í hálfleik var 3-0. Helena ÓMsdóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir skor- uðu tvö mörk hvor fyrir vesturbæjarliðið. KR rauf þar með einveldi Breiðabliks sem hafði unnið keppnina fyrstu þijú árin. -ih/VS ÞÝSKALANP Hertha Berlln-Hansa Rostock 2-0 1-0 Neuendorf (74.), 2-0 Hartmann (83.) M’gladbach-Hamburger SV . . 2-2 0-1 Yeboah (58.), 1-1 Sopic (62.), 2-1 Hausweiler (78.), 2-2 Butt (90.) Bochum-Wolfsburg...........0-2 0-1 Thomsen (27.), 0-2 Baumgart (75.) Duisburg-Leverkusen .......0-0 Frankfurt-Dortmund.........2-0 1-0 Fjortoft (40.), 2-0 Sobotzik (49.) 1860 Miinchen-Werder Bremen 1-3 0-1 Wojtala (10.), 1-1 Hobsch (18.), 1-2 Bode (38.), 1-3 Maximov (86.) Nurnberg-Bayem Miinchen . . 2-0 1-0 Ciric (70.), 2-0 Driller (81.) Stuttgart-Freiburg..........3-1 0-1 Gunes (33.), 1-1 Thiam (44.), 2-1 Bobic (61.), 3-1 Thiam (87.) Schalke-Kaiserslautem.......0-2 0-1 Schjönberg (73.), 0-2 Rische (89.) Bayern M. 32 22 6 4 70-25 72 Leverkusen 32 17 12 3 60-27 63 Hertha 32 16 8 8 51-31 56 Kaisersl. 32 16 6 10 47-42 54 Wolfsburg 32 14 10 8 52-43 52 Dortmund 32 14 9 9 43-33 51 Hamburger 32 12 11 9 43-39 47 Duisburg 32 12 10 10 42-41 46 1860 M. 32 11 8 13 44-48 41 Schalke 32 9 11 12 3447 38 Stuttgart 32 8 12 12 39-45 36 Freiburg 32 9 9 14 3441 36 Nurnberg 32 7 15 10 3847 36 Bremen 32 9 8 15 37-45 35 Rostock 32 8 10 14 45-55 34 Frankfurt 32 7 10 15 36-51 31 Bochum 32 7 8 17 36-58 29 M’gladbach 32 4 9 19 40-73 21 Evrópusæti eftir 21 ár Hertha Berlín, lið Eyjólfs Sverrissonar, tryggði sér um helgina Evrópusæti í fyrsta skipti í 21 ár. Með 2-0 sigri á Rostock, frammi fyrir 75 þúsund áhorfendum í Berlín, er UEFA- sæti tryggt og haldi Hertha 3. sætinu, eins og góðar líkur eru á, fer liðið í úrslitaumferðina þar sem spilað er um sæti í meistaradeÚd Evrópu. Eyjólfúr lék allan tímann i vöm Herthu gegn Rostock. Bayer Leverkusen tryggði sér sæti í meistaradeildinni þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafiitefli gegn Duisburg. -VS/GH - Þórður skoraði þegar Genk vann belgíska titilinn í fyrsta skipti Fýlkir og Þróttur upp? Lengjan hefur í samráði við þjáif- ara í 1. og 2. deild karla í knatt- spymu gert spá fyrir tímabilið sem nú fer í hönd. Spáin var unnin þánnig að þjáifarar liðanna röðuðu liðum í deÚdinni í 1.-9. sæti og fengu þeir ekki færi á að spá um gengi sinna liða. Spáin i 1. deild litur þannig út: 1. Fylkir 80, 2. Þróttur, R. 73, 3. ÍR 60, 4. FH 56, 5, KA 54, 6. Stjarnan 40, 7. Skallagrímur 35, 8. Víðir 23, 9. Dalvík 18, 10. KVA 11. í 2. deild lítur spáin svona út: 1. Tindastóll 74, 2. Leiknir, R. 72, 3. Selfoss 57, 4. Þór, A. 56, 5. Sindri 50, 6. HK 48, 7. KS 39, 8.-9. Völsungur 20, 8.-9. Ægir 20, 10. Léttir 14. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.