Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 10
42 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 'Sport____ Bensín- dropar Þórö- ur Braga- son og Birgir Már Gudnason a Escort voru lengi vel fyrstir í einsdrifsflokki þrátt fyrir að kúplingsbark- inn slitnaði í miðri keppni. Afturhjólabúnaður losnaði á síðustu sérleiðinni og vgerði út af við sigury ■ þeirra. Halldór Úlfarsson og Skúli Karlsson á Toyota HOux féllu úr keppni á sérleið um Stapa þar sem vegurinn greinist í tvo samhliða vegi. Dóri gat eklci ákveðið hvora akreinina hann æki og í miðjunni var 3 \ stóóór steinn. V Lögregl- an radar- inceldi keppend- ur á „Monte Carlo“ leiðinni þar sem var veitt undanþága frá lög-\ leyfðum hámarkshraða] meðan keppni fór fram. Roverinn reyndist vera á 147 km hraða á leiðinni niður <bryggju. Rovermenn juku hraða sinn talsvert eftir hádegið þegar þeir höfðu límt\ límband yfir blikkandi aövörunarljós frá tölvu bílsins. Við frekari skoðun fanns> ekkert að. „ Úrslitin 1. Rúnar Jónsson - Jón R. Ragnarsson, Subaru, 0:58:12. 2. Páil H. Halldórsson - Jóhannes Jóhannessson, Lancer, 0:58:56. 3. Sigurður B. Guðmundsson - Rögnvaldur Pálmason, Rover, 0:59:23. 4. Þorsteinn P. Sverrisson - Witek * Bogdanski, Mazda, 1:01:58. 5. Hjörleifur Hilmarsson - Páll K. Pálsson, Lancer, 1:02:35. 6. Hjörtur P. Jónsson - ísak Guðjónsson, Toyota, 1:04:23. 7. Jón B. Hrólfsson - Hlöðver Baldursson, Toyota, 1:06:39. 8. Þórður Bragason - Birgir M. Guönason, Escort, 1:07:43. 9. Sighvatur Sigurðsson - Úlfar Eysteinsson, Jeep, 1:08:50. 10. Daníel Sigurðsson - Sunneva L. Ólafsdóttir, Toyota, 1:08:58. 11. Jóhannes V. Gunnarsson - Gunnar Viggósson, Toyota, 1:11:48. ” 12. Pétur I. Smárason - Daniel Hinriksson, Toyota, 1:13:11. 13 Sigurður Ó. Gunnarsson - Elsa K. Sigurðardóttir, Toyota, 1:13:39. 14. Marían Sigurðsson - Jón Þ. Jónsson, Suzuki, 1:32:13. Kampavínskátir feðgar fagna Ijúfum sigri í faðmi fegurðardísa en þeir Suðurnesjamenn eru sérfræðingar í umgjörð endamarks í rallkeppni. Á innfelldu myndlnni eru feðgarnir að glíma við Hvasshraunið. DV-mynd ÁS Fyrsta rallkeppni sumarsins: - Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson fyrstir í mark Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson létu ramblandi Subaruinn og verkin tala með sigri í Reykjanesralli Esso um helgina og þögguðu þar með niður allt sigur- hjal keppinautanna í bili að minnsta kosti. Þeir voru 44 sekúnd- um fljótari en Páll Halldór Halldórs- son og Jóhannes Jóhannesson á bombandi Lancer að aka sérleiða- kílómetrana 114 sem er munur upp á einn og hálfan kUómetra tæplega þó. í þriðja sæti urðu Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason á Rover. í flokki eins drifs bíla sigruðu Jón Bjami Hrólfs- son og Hlöðver Baldursson á Toyota Corolla, í jeppaflokki sigruðu Sig- hvatur Sigurðsson og Úlfar Ey- steinsson á Jeep og í nýliðaflokki 1600cc sigruðu Daníel Sigurðsson og Sunneva Lind Ólafsdóttir á Toyota Corolla. Spennandi byrjun Keppnin hófst á fóstudagskvöld með tveimur stuttum sérleiðum í Hvassahrauni þar sem Hjörtur P. Jónsson og ísak Guðjónsson á sinni glæstu Toyota CoroUa höfðu einnar sekúndu sigur yfir feðgunum Rún- ari og Jóni. Laugardagurinn bauð síðan upp á hinar gamalkunnu sér- leiðir, Kleifarvatns-, ísólfsskála- og Reykjanesleið, eknar í þrígang. Á Corolla Hjartar og ísaks sprakk dekk fljótlega sem eyðUagði sigur- möguleikana, Lancer Páls og Jó- hannesar dróst hægt og rólega aftur úr Subarufeðgum, mest þó á stuttri hunangssætri Reykjanesleið, en Rovermenn misstu taktinn strax þegar dagurinn hófst með drauga- gangi í mælum og aðvömnarljósum. „Mónakó" sérleið Jarðarberið ofan á rjómann var svo „Mónakó“ malbikssérleið þeirra Suðurnesjamanna um hafnarsvæðið í Keflavík þar sem ábúðarmiklir sniglar úr Bifhjólasamtökum lýð- veldisins gættu hraðahindrana úr fiskikörum eins og sjáaldurs auga síns. Akstursíþróttafélag Suður- nesja hélt þessa keppni og vildi Garðar Gunnarsson keppnisstjóri koma á framfæri sérstöku þakklæti til lögreglu og bæjaryfirvalda fyrir velvilja og hjálpsemi við fram- kvæmdina. 19 bílar hófu keppni og 14 áhafnir luku þessu Reykjanesralli Esso 1999. Sérleiðirnar voru samtals 13, Rúnar og Jón áttu besta tima á átta leiðum, Hjörtur og ísak á fjórum, Páll og Halldór á tveimur en Sigurður og Rögnvaldur náðu besta tíma á einni. Á tveimur leiðanna voru tvær áhafnir jafnar með bestan tíma. -ÁS Sigurvegarinn í nýliöaflokki 1600cc. Daníel er kominn með rall-reynslu umfram marga aðra rall-sigurvegara. Hann kyssti aðstoðarökumanninn Sunnevu uppi á húddi í endamarkinu. slandsmeistararnir Páll Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson á MMC Lancer þurftu að sætta sig við annað sætið en hafa þó aukið hraða sinn frá því í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.