Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 5 Fréttir Smugusamningurinn er mörgum léttir: Vorum komnir upp á sker - segir Björn Ágúst Jónsson í ísbúi um samskiptin við Rússa Smugudeilan er úr sögunni eftir að Halldór Ásgrimsson utanríkis- ráðherra skrifaði undir samning ásamt Knut Vollebæk, utanríkisráð- herra Noregs, og N.A. Érmakov, for- manni sjávarútvegsráðs Rússlands, á föstudag. íslendingar mega sam- kvæmt samningnum veiða 8.900 tonna þorskkvóta i Barentshafi. Norðmönnum verður hleypt inn að 12 mílunum með línuveiðara sem mega veiða 500 tonn af löngu, keilu og blálöngu, auk þess sem þeir mega veiða 17 þúsund lestir af loðnu í lögsögu íslands. Rússar bjóða ís- lenskum útgerðum 1.669 lestir af þorski til kaups á markaðsverði. „Allt er það mjög jákvætt þegar menn semja eins og menn sín á Róbert Guðfinnsson - getum keppt við Norðmenn á jafnréttisgrunni. milli, ég efa ekki að sá samningur sem nú er í höfn verður okkur til góða,“ sagði Róbert Guðílnnsson, stjómarformaður Sölmniðstöðvar hraðfrystihúsanna, í gær um Smugusamninginn. Hann sagðist ekki sjá annað eri að fram undan væru mun meiri og eðlilegri sam- skipi við Rússa og Norðmenn og því bæri að fagna. Róbert sagði að ljóst væri að nú gætu íslendingar keppt við Norðmenn um viðskipti við Rússa á jafnréttisgiunni. „Að mínu viti skiptir þessi samn- ingur mun meira máli en nemur þessum þúsundum tonna af fiski sem samningurinn gerir ráð fyrir að við fáum að veiða. Samskipti við Rússa á ýmsum sviðum, meðal ann- Björn Ágúst Jónsson - yfirvöld í Rússlandi voru á móti viðskiptum við okkur. NÝBÝLAVEGUR 2 • SÍMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 ars í ýmsum iðnaði sem tengist sjávarútvegi, sölu á tækjum, búnaði og jafnvel veiðiheimildum, verða til muna hetri nú en áður. Þeir vildu hreinlega ekki tala við okkur orðið og við vorum lentir uppi á skeri í ýmsum málum gagnvart Rússum. Það er því afar jákvæður samning- ur sem utanríkisráðherra hefur gert,“ sagði Bjöm Ágúst Jónsson í ísbúi hf., en það fyrirtæki er með mikil samskipti í skipasmíðum og kaupum og sölu á ýmsum vörum í sjávarútvegi. „Menn eiga eftir að sjá ýmsar gáttir opnast í austrinu,“ sagði Bjöm Ágúst. „Við urðum oft varir við að menn eystra höfðu áhuga á viðskiptum við okkur, en pólitísk andstaða var gegn slíkum viðskipt- um vegna Smugudeilunnar," sagði Bjöm Ágúst. -JBP Peugeot 306 '95, ek. 84 þús. km. Asett verð 670.000. Tilboðsverð 580.000. Renault 19 '93,ek. 113 þús. km. Ásett verð 750.000. Tilboðsverð 590.000. Mazda 626 '98, ek. 18 þús. km. Ásett verð 2.100.000. Tilboðsverð 1.850.000. Peugeot 306 '98, ek. 30 þús. km. Asett verð 1.190.000. Tilboðsverð 1.050.000. Tveir íþróttamenn og blóðgjafar sýna sjálfsvarnarglímuna TaeKwonDo fyr- ir framan Blóðbankann þegar heilsueflingarátakið hófst á sunndaginn. DV-mynd Teitur Grand Cherokee Limited '94, ek. 63 þús. km. Ásett verð 2.690.000. Tilboðsverð 2.490.000. Grand Cherokee Laredo '94, ek. 75 þús. km. Ásett verð 2.290.000. Tilboðsverð 2.150.000. Plymouth Grand Voyager 4x4 '93, ek. 95 þús. km. Ásett verð 1.890.000. Tilboðsverð 1.650.000. Cherokee Laredo '90, ek. 91 þús. km. Asett verð 950.000. Tilboðsverð 850.000. Mazda 626 '92, ek. 93 þús. km. Ásett verð 1.090.000. Tilboðsverð 850.000. Daihatsu Charade '91. Asett verð 350.000. Tilboðsverð 270.000. Peugeot 405 '92, ek. 120 þús. km. Ásett verð 590.000. Tilboðsverð 480.000. Dodge Neon '96, ek. 11 þús. km. Verð 1.290.000. Tilboðsverð 990.000. Peugeot 306 skutbíll '98, ek.17 þús. km. Ásett verð 1.290.000. Tilboðsverð 1.200.000. MMC Pajero V6 stw '91, ek. 159 þús. km, upphækkaður. Ásett verð 1.390.000. Tilboðsverð 1.200.000. Hyundai H 100 sendibíll, dísil, '97, ek. 54 þús. km. Ásett verð 1.190.000. Tilboðsverð 930.000. Toyota HiLux Xcab, dísil, '88, ek. 204 þús. km. Ásett verð 490.000. Tilboðsverð 390.000. Bjóðum hagstæð lán til allt að 60 mán. VEXTIR FRÁ 5%| Þó getur líka fengið Visa- eða Euro- raðgreiðslur. Opið virka daga frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 13-17. sunnudaga frá 13-16. Heilsuvika í Blóð- bankanum Heilsuvika, samstarfsverkefni Landlæknisembættisins, heil- brigðisráöuneytisins og Blóðbank- ans, sem fjallar um heiisueflingu blóðgjafa, hófst formlega á sunnu- daginn. Þeim sem áhuga hafa er boðið að hæta heilsima með ýmsu móti. í bankanum er heilsuhom með ýmsum upplýsingum um heilbrigt lifemi, til dæmis hreyf- ingu, og hollan mat. Þá er í gangi önnur dagskrá, ákveðin sérleið fyrir blóðgjafa, ýmsar mælingar em gerðar, meðal annars er boðið upp á þolpróf á fimmtudaginn. Næringarráðgjafi er hluta úr degi á staðnum. Heilsuátakinu lýkur á hádegi á föstudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.