Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI1999 9 I>V Utlönd Á Suðurlandi ■ Hjón meö 3 börn og 2 hunda óska eftir einbýlishúsi til leigu. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitiö. Allt aö 6 mánaöa fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplysingar gefur Sverrir í símum 421 7530, 869 0977 og 552 2903. í hungurverk- falli til stuðn- ings Gandhi Þrír leiðtogar Kongressflokks- ins á Indlandi buðust í morgun til að segja af sér forsætisráðherra- embættum í fylkjum og um tutt- ugu ungir flokksfélagar hófu hungurverkfall til þess að reyna að fá Soniu Gandhi til að vera áfram leiðtogi flokksins. Sonia sagði af sér leiðtogaembættinu í gærkvöld eftir að þrír háttsettir menn innan Kongressflokksins sögðu að hún væri vanhæf til að stjóma landinu vegna upprana síns og reynsluleysis. Sonia, sem er ítölsk og ekkja Rajivs Gandhis, fyrrverandi forsætisráðherra Ind- lands, sagði í afsagnarbréfi sínu að hún væri sár vegna þess van- trausts sem henni væri sýnt. Stjórnmálaskýrendur segja að afsögn hennar hafi verið ákveðin fyrirfram. Um hafi verið að ræða herbragð af hálfu Soniu og stuðn- ingsmanna hennar til þess að þagga niður í þeim sem gagnrýnt hafa upprana hennar fyrir kosn- ingamar í september næstkom- andi. „Stuðningsmennimir munu gráta og hún mun snúa aftur. Það mun styrkja stööu hennar," sagði indverskur stjórn- málaskýrandi í gær. Morðingi leikur enn lausum hala Lögregla í Frakklandi og Þýska- landi leitar enn að 36 ára gömlum Þjóðverja, dæmdum nauðgara og ofbeldismanni, sem myrti fimm manns í löndunum tveimur á sunnudag, fjóra í Þýskalandi og einn í Frakklandi. Mikill ótti hefur gripið um sig meðal íbúa franska bæjarins Si- erck-les-Bains þar sem morðing- inn lét síðast til skarar skríða. Að sögn lögreglunnar er morð- inginn, Gúnther Ewen, stórhættu- legur. Talið er að hann sé vopnað- ur Magnum 357 skammbyssu. Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna, smellir kossi á Tipper, eiginkonu sína, á kosningaferöalagi í Boston í gær. Clinton haföi gagnrýnt Gore fyrir að vera of stffur f kosningabaráttunni og hefur nú varaforsetinn fengið duglegan mann til að leiðbeina sér. Símamynd Reuter Hvala-Watson í vígahug á norðurslóðum: Færeyingar knésettir á einu eða tveimur árum Hvalfriðunarsinninn Paul Watson og samtök hans Sea Shepherd hafa skorið upp herör gegn Færeyingum fyrir grindhvala- dráp þeirra og ætla sér að knésetja þá. „Færeyjar era bara klettaeyjar úti í Atlantshafi. Við munum taka þá á seiglunni. Það tekur kannski eitt eða tvö ár en við munum fá okk- ar framgengt," segir Lisa Distefano, framkvæmdastjóri Sea Shepherd, í viðtali við danska blaðið Jyllands- Posten. Sea Shepherd-samtökin undirbúa nú aðgerðir gegn dönskum útflutn- ingsvörum og fyrirtækjum í mót- mælaskyni við grindadráp Færey- inga. Með því ætla þau að fá dönsk stjórnvöld til að þrýsa á Færeyinga að stöðva grindhvaladrápið. „Með því að leyfa það taka Danir á sig ábyrgðina á því,“ segir Paul Watson við Jyllands-Posten. Veiðimenn af ættbálki Makah-indíána í Washington-ríki viröa fyrir sér fyrsta hvalinn sem ættbálkurinn hefur drepið í meira en 70 ár. Paul Watson og aðr- ir hvalavinir voru lítt hrifnir og sögöu veiðarnar til skammar. Fyrst í stað ætla samtök Watsons að beina spjótum sínum að dönsk- um vöram í Þýskalandi, svo og gegn hinu fræga Legolandi, bæði í Billund á Jótlandi og í Carlsbad í Kalifomíu. í Billund munu aðgerð- imar einkum beinast að þýskum ferðamönnum. Þýska verslanakeðjan Aldi féllst á það fyrir mánuði að draga úr sölu á dönskum fiskafurðum eftir fund með fulltrúm Watsons. íslendingar hafa fengið að kynn- ast baráttuaðferðum Pauls Watsons og félaga hans. Er skemmst að minnast þess er þeir sökktu hval- bátum i Reykjavíkurhöfn fyrir all- mörgum árum. En Paul Watson ergir ekki bara Færeyinga þessa dagana því hann er nú í Washington-ríki á norðvest- urströnd Bandaríkjanna til að mót- mæla nýhöfnum hvalveiðum indíánaþjóðflokks sem þar býr. Gore reiöur út í Clinton A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, er sagður öskureiður yfir því að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafi opinberlega gagnrýnt kosn- ingabaráttu hans. Gore, sem stefn- ir að því að taka við af Clinton ár- ið 2000, þykir oft stífur. Clinton hefur ráðlagt honum að blanda meira geði við fólk og vera ekki alltaf í dökkbláum jakkafotum. Forsetinn mælir einnig með því að varaforsetinn gisti hjá stuðnings- mönnum flokksins á ferðalögum í stað þess að dvelja alltaf á hótel- um. Þetta eru allt góð ráð en Gore þótti óskemmtilegt að þau skyldu koma fyrir allra augu og eyra. Blaðamaður á New York Times frétti nefnilega að forsetinn væri allt annað en ánægður. Þegar Clinton heyrði að gagnrýni hans myndi birtast í blaðinu greip hann tÚ þess óvenjulega ráðs að hringja í viðkomandi blaðamann. Reyndi forsetinn að draga úr þeim áhrifum sem blaðamaðurinn hafði orðið fyrir af viðtölum sínum við starfsmenn Hvita hússins. Allir bera mikla virðingu fyrir greind Gores. Sagt er að hann sé jafnfljótur og tölva að vista í minni sínu ýmsar staðreyndir. En Gore er jafnframt sagður svæfa áheyr- endur með tali sínu um hinar ýmsu staðreyndir. Hann hefur sem sagt ekki sömu hæfileika og forset- inn til að slá á létta strengi. Clinton sagði í viðtali við New York Times að það væri gott ef kjósendur gætu séð að varaforset- inn væri ekki eingöngu klár og duglegur heldur einnig mann- eskjulegur. Það þykir augljóst að Bandaríkjaforseti vilji veg Gores sem mestan en margir demókratar telja ummæli forsetans niðurlægj- andi fyrir Gore auk þess sem þau geti haft neikvæð áhrif á hug kjós- enda. AÐALFUNDUR Fimmtudaginn 20. maí 1999, kl. 17:15 í húsnæði íslandsbanka við Kirkjusand, 5. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum sjóðsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál. Þær breytingar sem lagt er til að verði gerðar á samþykktum sjóðsins miða að því að aðlaga samþykktir sjóðsins lífeyrissjóðalögunum frá 1997 og reglugerðum sem hafa verið settar í kjölfar laganna. Tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og geta sjóðfélagar nálgast þær þar eða fengið þær sendar í pósti. Einnig er hægt að nálgast samþykktirnar á vefnum á slóðinni www.vib.is undir lífeyrismál. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á aðalfundinnl Boðið verður upp á kaffiveitingar. LÍFEYRIS- SJÓÐUR arkitekta og tæknifræðinga Kirkjusandur, 155 Reykjavík Sími: 588-9170 Myndsendir: 560-8910. Rekstraraðili: VÍB Sími: 560 8900 Netfang: vib@vib.is Veffang: www.vib.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.