Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 14
MAGENTA I > ) 5 ) Við vitum sitthvað um Elísabetu, Juan Carlos, Díönu, Karl Gústaf, Karólínu og Margréti. Sumir vita þó meira. Þetta fólk er þeirra áhugamál. Einhver klikkun Fimm ára ferðaðist hún um Þýskaland og Austurríki með foreldrum sínum. Þegar hún sat í bílnum sagði móðir henn- ar henni stundum sögur af köstulum, prinsessum og ævintýrum. Stundum gafst þeim tækifæri til að skoða kast- ala. „Mér fannst allt svo heillandi við konungborið fólk; sérstaklega kjólarn- ir og skartgripimir," segir Ragnheið- ur Elín Clausen, háskólanemi og sjón- varpsþula. „Ég á fullan kassa af út- klipptum myndum af þessu fólki.“ í dag finnst henni áhugaverðast að lesa sagnfræði konungsætta og stuttar skemmtilegar sögur um þær. Hún segir að þetta sé einhver klikk- un. „Það er mikið búið að gera grín að mér vegna þessa áhugamáls míns. Þetta er svo sem ekki meiri klikkun en að safna brúðum eða bílum.“ Hún er spurð hvort hún myndi vilja vera í sporum þessa fólks. Þögn. „Einhvem tímann leit ég svo á að þetta gæti verið afskaplega gaman," segir hún svo. „Þegar ég var lítil fannst mér mest spennandi þegar kóngafólkið fékk að hitta listamenn eftir sýningar. í dag ímynda ég mér að þetta sé ekki eftirsóknarvert, m.a. vegna þess hve mikið er fylgst með einkalífi þess. Ég tala nú ekki um kóngafólk sem fær ekki að stíga fæti inn í land- iö sitt eins og grísku og búlgörsku konungsfjölskyldurnar." Hún segir að ef hún myndi hitta prins sem væri heillandi og sjarmer- andi þá myndi hún ekki segja nei takk. „Þeir era það hins vegar ekki allir. Sumir prinsar em meira að segja leiðinlegir án þess að neinir séu nefndir." Hún brosir. Sjálf hefur hún hitt nokkra prinsa og prinsessur. I gegnum tíðina hefur furstafjöl- skyldan í Mónakó verið í uppáhaldi og þá sérstaklega Karólína prinsessa. „Það er kannski vegna þess að hún er lík frænku minni og mér fannst sú frænka fallegasta kona í heimi." -SJ }L* ifc ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1999 Fróð um konunglegar hátignir Ragnheiður á safn af tímaritum þar sem fjallað er um kónga- fólk. Albert Mónakóprins gaf henni töskuna. DV-mynd E.ÓI. Elísabet Bretadrottning Guðlaugur hefur hitt konunga og drottningar. „Það er heillandi hvað þetta fólk heldur framkomu sinni og glæsileika þrátt fyrir erfiðar aðstæður oft og tíðum." DV-mynd Pjetur í uppáhaldi Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræð- ingur, fulltrúi á að- alskrifstofu Há- skóla íslands, blaðamaður og kvikmyndagerðarmaöur, er kvæntur Vigdísi Bjama- dóttur, forsetaritara og deildarstjóra á skrifstofu forseta íslands. Vegna starfs eiginkonunnar hefur hann hitt marga þjóðhöfðingja. Hann hefur líka kynnst þessu fólki í gegnum blaða- mannsstariið. Áhuga á konungsfjöl- skyldum má líka rekja til æsku hans. Faöir hans var stöðvarstjóri á leigubílastöð og fóðurbróðir hans átti Bif- reiðastöð Borgamess sem sá m.a. um akstur konunga sem komu til landsins. Amma hans og afi áttu hót- el á Suðurlandi og þar gistu konungar og drottningar. „Hluti af frændgarðinum tók þátt í þessu.“ Guðlaugur segir að glæsi- leikinn sé mest heillandi hvað þá konungbomu varö- ar. „Það er heillandi hvað þetta fólk heldur framkomu sinni og glæsileika þrátt fyrir erfiðar aðstæður oft og tíðum. Það leggur sig fram um að vera áhugasamt um hin ólíklegustu mál.“ Þar sem Guðlaugur hefur kynnst mörgum þjóðhöfð- ingjum segir hann að þjóð- höfðingjarnir á Norðurlönd- unum séu hluti af okkur. „Þeir komu til dæmis allir til að vera við útför Guðrún- ar Katrínar og vottuðu for- seta íslands og íslensku þjóðinni samúð sína per- sónulega. Mér fmnst þetta fallegt og þessar konungs- íjölskyldur hafa greinilega sýnt að þeim þykir vænt um islensku þjóðina." Guðlaugur segir að það sé ýmislegt öfundsvert sem þetta fólk geti gert. „Þetta fólk er þó mjög ábyrgt. Það er í rauninni alltaf á vakt, meira að segja í fríum. Og það er á hinn bóginn ekki öfundsvert." Elísabet Bretadrottning er í uppáhaldi hjá Guðlaugi en hann bjó lengi í Englandi. „Mér finnst hún hafa staðið sig frábærlega vel þrátt fyrir margbreyti- legar kröfur sem hafa verið gerðar til hennar." -SJ „Áhuginn hefur minnkað talsvert eftir að Díana dó. Það var svo mikið að gerast á meðan hún lifði, sérstaklega út af karlamálum og skandölum." DV-mynd E.ÓI. Áhuginn minni eftir lát Díönu Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur hefur eihlægan áhuga á bresku konungsíjölskyldunni. Hún seg- ist einskorða sig við þá fjöl- skyldu; hún fylgist af vinsamlegum áhuga með öðrum konungsfjölskyld- um. Þetta byrjaði af alvöru þegar Eyrún bjó ásamt fjölskyldu sinni á Laugar- vatni. „Díana og Fergie vom þá mik- iö í fréttum og mikið gekk á. Ég skrif- aðist á við vinkonur mínar sem bjuggu í útlöndum á þessum tíma og þar sem stundum var lítið að frétta úr dalnum greip ég til þess ráðs að segja þeim fréttir af bresku konungsfjöl- skyldunni. Mér var oft mikið niðri fyrir og hafði miklar skoðanir á at- höfnum fjölskyldunnar; sérstaklega Díönu og Fergie." Eyrún segir að glamúrinn heilli. „Ég hef verið að lesa um Edward VII sem ríkti 1901-1910. Hann var hinn mesti saurlífisseggur áður en hann tók við krúnunni og það er á við besta reyfara að lesa um ævi hans. Talið er að hann hafi sofið hjá 7000 konum og geri aðrir betur. Þegar hann lá dáinn í kistunni sagði kona hans: „Nú veit ég loksins hvar hann sefur í nótt.“ Þegar fréttir af bresku konungsfjöl- skyldunni em í dagblöðum les Eyrún þær af mikilli áfergju. „Áhuginn hef- ur minnkað talsvert eftir að Díana dó. Það var svo mikið að gerast á meðan hún liföi, sérstaklega út af karlamál- um og skandölum. Ég gat alveg velt mér upp úr þessu daginn út og inn.“ Eyrún bíður spennt eftir brúðkaupi Edwards prins í júní en prinsinn kall- ar hún frænda sinn. Ástæðuna segir hún vera að Auðunn skökull, land- námsmaður í Víðidal í Húnavatns- sýslu, sé ættfaðir bresku konungsfjöl- skyldunnar. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.